Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 32
 ' au(;i.ýsin(;asíminn er: s^p 22480 ffatgmiliffifcife FÖSTUDAGUR 21. JULÍ 1978 Samstaða um samningana í gildi: Sóknarkona fengí 4552 — prófessor og þíngmaður 66.671 — ráðherra 94.610 SAMSTAÐA mun að mestu hafa tekizt í fyrradag, í viðræðunum um myndun nýrrar vinstri stjórnar, um að febrúarlög núverandi ríkisstjórnar og bráða- birgðalög frá því í maí yrðu afnumin og kjarasamningar Veruleg hækkun á bensíni YFIRVOFANDI er veru- leg hækkun á bensíni og gasolíu, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Mun áformað að hækkunin taki gildi á næstu dögum, jafnvel um helgina. Bensínverð er nú 119 krónur lítrinn. Verðlagsnefnd hefur þegar samþykkt þessa hækkun en hún á eftir að hljóta staðfestingu ríkis- stjórnarinnar. Fernt mun aðallega valda þessari um- talsverðu hækkun nú, í fyrsta lagi hækkun vega- gjalds, í öðru lagi gengis- breytingar, í þriðja lagi erlendar verðhækkanir og í fjórða lagi aukinn dreifingarkostnaður innanlands vegna launa- hækkana o.fl. settir í gildi að fullu á ný, ef af stjórnarmyndun yrði. Morgunblaðið aflaði sér í gær upplýsinga um launa- breytingar hjá nokkrum starfshópum á mánuði, ef af þessu yrði og er þá miðað við heildarlaun á mánuði. Launahækkanir nokkurra starfshópa yrðu sem hér segiri Sóknarkuna fengi í hækkun ................. 4.552.00- Dagsbrúnarmaður fengi í hækkun .... 10.672.00.- Grunnskólakennari fengi í hækkun .... 27.057.00- Iðnaðarmaður fengi í hækkun .... 27.128.00- Prófessor og þingmaður (fullt þingfararkaup en 60% prófessorslauna) ....... 66.671.- Ráðherra (fullt þingfararkaup og ráðherralaun) . 94.610.00.- Eins og kunnugt er hafa Alþýðu- samband íslands, Verkamanna- samband íslands og fleiri Verka- lýðssamtök sett kröfuna um samn- ingana í gildi á oddinn. Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur héldu henni einnig mjög fram í kosn- ingabaráttunni. Það er reisn yfir sumum í sólskininu dag. og það á enn að verða snotrasta veður í - Ljósm.. 01. K. M. J Tvær sölur TVÖ skip seldu í Bretlandi í gær. í Fleetwood seldi Þórir frá Höfn i Hornafirði alls 677 kassa fyrir 10.4 millj. kr. í Hull seldi skuttogarinn Guðsteinn 137 tonn fyrir 23.7 millj. kr. og þar var meðalverð hvers kflós kr. 173, sem er með því lakasta sem þar hefur fengist lengi. Alþýðubandalag vill breyting- ar á f járhagslegum tengs um við Keflavíkurflugvöll — Sveigjanlegra í varnarmálum en búizt var við — TRÚ þeirra, sem í stjórnarmynd- unarviðræðum standa, á það að vinstri stjórn verði að veruleika jókst mjög í gær þcgar í Ijós kom af hálfu Alþýðubandalagsins miklu meiri sveigjanleiki í varn- armálunum en menn í hinum flokkunum tveimur áttu von á. Alþýðubandalagsmenn kváðust ekki frábitnir því að láta al- menna stefnu í vestrænni sam vinnu óbreytta og viðurkenna að á Alþingi er ekki meirihluti fyrir róttækum breytingum í varnar- málum ef á hinn bóginn yrði gengið til breytinga á fjárhags- Tollbáturinn snýr rússnesku rannsóknaskipi til hafnar Innsigli á áfengisbirgðum hafði verid rofið ISLENSKIR tollgæzlumenn veittu í gær rúss- nesku fiskirannsóknaskipi eftirför og sneru til hafnar í Reykjavík vegna grunsemda um að skipverjar hefðu rofið innsigli á áfengisbirgðum skipsins. Fiskirannsóknaskip þetta kom nýlega til Reykjavíkurhafnar, en það var hingað sent til að vinna að sérstökum rannsóknaverkefnum í samráði við sérfræðinga Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Skipið lét skyndilega úr höfn í gærmorgun en yfirmenn þess létu hjá líða að óska eftir tollafgreiðslu, eins og reglur mæla fyrir um. Tollgæzlumenn vissu hins vegar, að undir innsigli áttu að vera 27 flöskur af áfengi og fengu nú grunsemdir um að þær væru það ekki lengur. Rússneska skipinu var því veitt eftirför á hinum nýja hraðbáti tollgæzlunnar og skipið var stöðvað þar sem það var á siglingu úti af Keflavík og því snúið til Reykjavíkur. I ljós kom að ekki voru nema tvær flöskur af þeim 27 sem undir innsigli skyldu vera. Að sögn Kristins Ólafssonar, tollgæzlustjóra, er málið ekki fyllilega upplýst, en skipstjórinn var yfirheyrður í gær með aðstoð túlks, sem rússneska sendiráðið lagði til. Þó sagði Kristinn, að ekkert benti til þess að um smygl væri að ræða heldur fremur að þetta áfengi hefði verið í umferð um borð í skipinu. legum tengslum Islendinga við Keflavíkurflugvöll. Þykir nú Ijóst að stjórnarmyndunin standi og f alli með ef nahagsmálunum og því verði aðaláherzlan lögð á þau á næstu fundum. Eins og segir í frétt annars staðar á baksíðunni hefur náðst samkomulag um að taka kjarasámningana í gildi en það samkomulag er af hálfu Alþýðufiokksins og Framsóknar- flokksins bundið vonum um að með viðræðum við verkalýðs- hreyfinguna megi ná samkomu- lagi um að eitthvað verði öðru Framhald á bls. 19 Kristín Sigurðardóttir við forn- leifagröft í kirkjugarðinum við Stóru Borg. Sjá frásögn af heimsókn Morgunblaðsins á bls. 10. Lækkar tómata- kílóið i 500 kr.? LÍKLEGT er að verð á tómöt- um lækki úr kr. 750 kr. kílóið niður í kr. 500 og er þá miðað við heildsöluverð. Sölufélag garðyrkjumanna sendi Neyt- endasamtökunum bréf í fyrra- dag, þar sem óskað var eftir fulltrúum samtakanna í við- ræður um þessi mál og er Morgunblaðinu kunnugt um, að ofangreint boð kom fram í bréfinu. Neytendasamtökin eiga að svara Sölufélaginu fyrir hádegi í dag, en þau hafa þegar tilnefnt fulltrúa í viðræðu- nefndina og hana skipa Árni B. Eiríksson framkvæmdastjóri, Jón Magnússon lögfræðingur og dr. Jónas Bjarnason efna- verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.