Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 MINNING — ARNI ÓLAFVR PÁLSSON Fa-ddur 12. nóvombcr 1898 Dáinn 14. júlí 1978 1>Ú hafúir öllum hreinni reikninxsskil. í heimi þinum Kekk þér allt i vil. I>ú hirtir lítt um höfðinKsnafn ag auð. þvi hÓKværð þinni na vði dattleKt brauð. <b.St.) Árni Ólafur Pálsson var fæddur 12. nóvember 1898 hér í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðlaug Áiíústa Lúðvíksdóttir og Páll Hafliðason skipstjóri frá Gufunesi í Mosfellssveit. Árni ólst upp í stórum og glaðværum systkina- hópi við kjör aldamótanna. Nú eru aðeins eftir á lífi tveir bræður Árna, Hannes og Guðbjörn, ásamt Ágústu Björnsdóttur, fóstursystur þeirra systkina. Árni varð því að byrja snemma að vinna fyrir sér, sem var þörf á þeim árum. Hann byrjaði snemma að stunda sjó, fyrst á vélbáti og síðan á togurum. Þá voru engin vökulög, þá unnu menn meðan þeir gátu staðið. Þá var unnið fyrir kaupinu sínu, enda var Árni verklaginn og fylginn sér að hverju sem hann gekk. Ekki varð sjómennskan samt ævistarf hans. Hann gerðist snemma bifreiðastjóri, fyrst á vörubíl og síðan hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur um 12 ára skeið. Mörgum kenndi hann að aka bifreið, enda var hann með elstu bifreiðastjórum þessa lands. Einn- ig ók hann hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur á sínum eigin bíl um áraraðir. Öll þessi störf vann Árni með trúmennsku, glaðværð og sérstakri lipurð. Þeir eru margir farþegarnir, sem hann hefur flutt á áfangastað og veit ég, að það eru margir sem kannast við kallnúm- erið 2 af stöðinni. Og veit ég að margir minnast hans með þakk- læti og hlýju fyrir hans gæfuríku störf og þá lipurð sem var honum svo meðfædd. Árni var mikill gæfumaður, enda er hver sinnar gæfu smiður. 1. september 1923 opinberuðu trúlofun sína Árni og eftirlifandi kona hans, Kristín Jóhannesdóttir og giftu þau sig 26. júlí 1924. Lifðu þau saman í því gæfuríkasta hjónabandi sem ég hef nokkurn tíma kynnst, bar þar eigi skugga á. Það má segja að sambúð þeirra hafi verið einn sólskinsdagur. Svo samtaka voru þau að uppfylla óskir hvors annars á öllum sviðum að slíkt er alveg einsdæmi. Kristín og Árni eignuðust þrjú mannvænleg börn: Jóhannes, bú- settan í Garðabæ; Maríu, búsetta í Reykjavík, og Ólaf Helga, fæddan 17. október 1930. Hann lést 30. október 1932, aðeins 2 ára að aldri. Má nærri geta um þá sorg að verða að sjá af svo gjörvilegum sveini sem hann var. En þau báru þá sorg saman, samtaka sem fyrr. Það er táknrænt þegar Árni hverfur yfir móðuna miklu, þá hefur hann við brjóst sér lítinn dreng og veit ég að það er honum Ijúft því hann var mjög barngóður maður. Kristín og Árni eiga 8 barnabörn og 10 barnabarnabörn. Heimili þeirra hjóna hefur verið rómað fyrir glæsibrag og dýrðleg- ast af öllu var hvað þau voru Eíginmaöur minn, andaöist 19. júlf. t LUDVIG STORR Aöalrœöitmaöur, Svava Storr. samtaka að taka vel á móti öllum þeim mörgu, sem heimsóttu þau. Enda lifði Árni fyrir heimili sitt og fjölskyldu og lagði allt gott til allra mála. Fyrir 16 árum veiktist Árni af hjartasjúkdómi og gekk þvi ekki heill til skógar. Aldrei heyrði ég hann þó kvarta, hann bar þau veikindi alltaf sem heill væri, var kátur og hress og tilbúinn að rétta fjölskyldunni hjálparhönd hvenær sem var. Um leið og ég lýk þessum fátæklegu línum mínum, þakka ég Árna fyrir dýrðlegar samveru- stundir og við vitum að einhvern tíma verða endurfundir. Kristinu og fjölskyldunni allri votta ég mína fyllstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Bjarnason. Frásagnir stjórnenda Hafsteins miðils stefndu yfirleitt í þá átt, að lífið að loknu þessu virtist fram- liðnum mönnum furðu líkt lífinu hér á jörðunni. Mismunurinn er mikilvægur. Líkaminn í öðru lífi er annars eðlis en hinn jarðneski. Þess vegna hefur hann aðrar þarfir. Við þurfum ekki að hafa sams konar áhyggjur af honum og jarðneskum líkama. En umhverfið er ákaflega líkt og hér. Fegurðarmismunurinn meiri en hér. Loft er þar, land og vötn. Sálarlífið samskonar. Þar er gleði og sorg, nautnir og hrellingar. Nautnirnar ef til vill göfugri, meðvitundin um kærleik- ann í alheimi. Heimur framliðinna er æðri en sá er við byggjum. En þroskinn er líka mikilvægur, undirbúningurinn undir vista- skiptin er mikilvægur. Sálarrannsóknafélag íslands var stofnað 19. des. 1918, en á undan hafði engill dauðans farið um Reykjavíkurborg. Margir höfðu lent í þungum hörmungum, en sú allra þyngsta var að sjá á eftir ástvinum sínum yfir á landið, sem, nú sextíu árum síðar, margur veit því miður of lítið um, enginn auður er dýrmætari en vissan um ósýnilegan heim og framhald lífsins að loknu þessu. Árni Ólafur Pálsson var fæddur í Reykjavík 12. nóv. 1898 en var skyndilega kallaður til þjónustu annarrar veraldar 14. júlí s.l. Árni var mjög minnugur á viðburði er gerðust hér í borg allt frá upphafi þessarar aldar, sagði frá þeim viðburðum á mjög sérstæðan og skemmtilegan hátt. Fáir þekktu Reykjavík betur en hann. Hann sá hana vaxa úr bæ í borg. Hann mundi vel er byggðin náði aðeins vestur að Ánanaust- um, þó nokkra byggð í Holtunum, Skuggahverfið, nokkurn hluta Hverfisgötu inn að Vatnsstíg, Laugaveginn inn að Barónsstíg og Grettisgötuna. Hann mundi að Verzlun Geirs Zoéga neðst í Vesturgötunni var vestasta verzl- unarhúsið í bænum, en Verzlun Jóns Þórðarsonar hin eina austan Lækjar. Foreldrar Árna voru merkis- hjónin Páll skipstjóri f. 1857, d. 1937. Hafliðasonar bónda í Gufu- nesi Hannessonar og Guðlaug Ágústa f. 1876, d. 1962. Lúðvíks- sonar steinsmiðs í Reykjavík Alexíussonar. Árni var vel ættað- ur í báðar ættir, svo ekki er ástæða til að rekja þær hér, enda borgarbúum kunnar. Hann ólst upp í foreldrahúsum og hlaut ágætt uppeldi, vandist ýmiss konar vinnu og naut þeirrar menntunar sem kostur var. Árið 1924 kvæntist Árni, gekk að eiga Kristínu Jóhannesdóttur trésmiðs ■ í Kvöldúlfi Jónssonar bónda að Indriðastöðum í Skorra- dal Jónssonar frá Deildartungu. Áttu þau Árni sér hið fegursta heimili að Hringbraut 39 og eignuðust 3 börn, tvo sonu og eina dóttur, annar sonurinn dó barn að aldri, en hin eru merkir og nýtir þjóðfélagsþegnar og eiga fjölda afkomenda. Árni þakkaði það mjög konu sinni, börnum og barnabörnum hve vel honum entist andlegur þróttur og bjart- sýni til hins síðasta. Foreldrar mínir, Hjördís og ég sendum Kristínu föðursystur minni, börnum, barnabörnum, barnabarnabörnum, og tengda- börnum okkar dýpstu samúðar- kveðjur, og Árna biðjum við blessunar í nýjum heimkynnum. Helgi Vigfússon. Steinunn Thorsteins- son Ijósmyndari látin Látin er í Reykjavík Steinunn Thorsteinsson ljósmyndari. Stein- unn var fædd í Reykjavík hinn 15. nóvember árið 1886. dóttir Steingríms Thorsteinssonar + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÁRNI ÓLAFUR PÁLSSON, Hringbraut 39, veröur jarösunginn í dag föstudaginn 21. júlí frá Dómkirkjunni. Kriatín Jóhannesdóttir, Guðrún Sveínjóndóttir, Jóhannes Árnason, Gunnar Bjarnason María Árnadóttir, og barnabörn. + Eiginmaöur minn, sonur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN TRAUSTI SIGURJÓNSSON, Orafnargötu 17, Flateyri, veröur jarösunginn í Grímseyjarkirkju mánudaginn 24. júlí kl. 4. Sigríöur Sigursteinsdóttir, Guórún Valdimarsdóttir, Reynir Traustason, Halldóra Jónsdóttir Halldór V. Traustason, Þorsteínn Traustason, Þórir Traustason, og barnabörn. skálds og Guðríðar Thorsteinsson. Steinunn Thorsteinsson lærði Ijósmyndun hjá Pétri Brynjólfs- syni og starfaði við ljósmyndun allt til ársins 1955. Sigríður Zoéga, sem einnig hafði lært hjá Pétri + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför fööur míns, KARLS Á. TORFASONAR, fyrrverandi aðalbókara, Einimel 19. Bjarnþór Karlsson. + STEINUNN THORSTEINSSON, Ijósmyndari, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. júlí kl. 3 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnasþítalasjóö Hringsins. Þórunn Thostrup Axel Thorsteinsson Bryndís Jónsdóttir Snœbjörn Jónasson + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför eiginmanns míns og föður, TOBÍASAR TRYGGVASONAR, Hafnargötu 48, Keflavík. Hafdís Svavarsdóttír, Kolbrún Tobíasdóttir, Magnús Tobiasacn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför fööur míns, tengdafööur, afa og langafa, SIGURDAR GÍSLASONAR, fyrrverandi skipstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góöa umönnun. Edda Sigurðardóttir, Grétar Strange, barnabörn og barnabarnabarn. Brynjólfssyni, keypti af honum stofuna er hann hætti rekstri hennar og rak hana undir nafninu Sigríður Zoéga og Co eftir að Steinunn Thorsteinsson keypti hlut í stofunni árið 1915 og ráku þær hana saman upp frá því. Störfuðu þær við ljósmyndun til ársins 1955 en fóru þá að starfa við Ijósprentun á teikningum o.fl. Steinunn Thorsteinsson var ógift. Útför Steinunnar Thorsteinsson verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, föstudag, kl. 15. + Minningarathöfn um elsku drengina okkar, STEFÁN ÆGISSON, SÍMON HILMARSSON, EGIL ANTONSSON, GUNNARJÓNSSON, sem fórusf 17. júní sl. fer fram í Dalvíkurkirkju, sunnudaginn 23. júlí kl. 2 e.h. Blóm og kransar afbeönir en þeim, sem vilja minnast hinna látnu, er bent á Björgunarsveit Slysavarnadeildanna á Dalvík. ✓ Alma Stefánsdóttir, Guðrún Benediktsdóttir, Halla Jónaadóttir, Hekla Tryggvadóttir, Ægir Þorvaldason, Stefén ArnÞórsson, Anton Angantýsson, Jón Jónsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar. tengdamóður og ömmu, ÖNNU TEITSDÓTTUR, Bakka í Víðidal. Sérstakar þakkir færum viö laeknum og hjúkrunarliöi Sjúkrahússins á Hvammstanga, fyrir ágæta hjúkrun. Ingibjörg Gunnlaugadóttir, Árni Helgason, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Reynir ívarsson, Björn T. Gunnlaugsson, Helga Ágústsdóttir, Jóhannes Gunnlaugsson, Aðalheiður Gunnleugsdóttir, Elisabet Gunnlaugsdóttir, Egill Guðmundsson, Egill Gunnlaugsson, Erla Vignisdóttir, Ragnar Gunnlaugaaon, Sigurlaug Ingvarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.