Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 4
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 Utvarp kl. 10.25: Sagt fráland- námi við Rauð- ará um aldamót Þáttur Skeggja Ás- bjarnarsonar „Eg man það enn" verður á dagskrá útvarpsins klukkan 10.25 árdegis í dag. í þættinum segir Gunn- ar M. Magnúss rithöfund- ur frá landnámi Vil- hjálms Bjarnasonar á Rauðará um aldamótin. í staðinn fyrir að flytjast til Ameríku, eins og svo margir gerðu á þessum tíma, flytur Vilhjálmur frá Eyjafirði til Reykja- víkur, þar sem hann kaup- ir lítið kot við Rauðará — nú Rauðarárstíg — og setur þar upp stórbú. Hann græðir upp mikið tún og reisir 20 kúa fjós og íveruhús. Að sögn Skeggja er nú þarna Höfðahverfi og Klúbbur- inn ásamt fleiri stöðum. Sonur Vilhjáms var Halldór Vilhjálmsson, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri. „Lög sem leikin verða í þættinum tengjast öll þessu efni á einhvern hátt", sagði Skeggji Ás- bjarnarson að lokum. Sigmar B. Hauksson Gunnar M. Magnúss rithöfundur. Utvarp kl. 22.50: „Alltaf f jör á kvöldvaktinni" Á dagskrá útvarpsins í kvöld klukkan 22.50 er þátturinn „Kvbldvaktin" í umsjá Sigmars B. Haukssonar. Þegar viö spjölluðum viö Sigmar um þaö hvað yrði í þættinum í kvöld sagði hann: „Ja, það er alltaf fjör á Kvöldvaktinni og svo verður einnig nú. Fastur liður hjá okkur er að ræða við Arna Björnsson magister og segir hann hlustendum frá því hvaða dagur er." „I þættinum í kvöld verður rætt við starfstúlku í turninum í Austurstræti um „Turninn góða" eins og hann hefur verið kallaður. Einnig spjalla ég við Gunnar Reyni Sveinsson tónlistarmann um þekkta trommuleikara í heimi djassins og hlustum við á nokkur góð trommusóló. Ennfremur mun „víbrafónisti" taka lagið," sagði Sigmar. Að sögn Sigmars verður ennfremur rætt við Skúla Johnsen borgarlækni um kvef, og danskan mann, Jens Venelskaft, sem er garðyrkjubóndi, um tómata og tómatarækt og merkilegar nýjungar sem hann hefur gert á því sviði. „Auk þess gerist alltaf eitthvað óvænt á kvöldvaktinni," sagði Sigmar að lokum. Það ætti því að vera vel þess virði að gefa sér klukkutíma í kvöld til þess að hlusta á Kvöldvaktina. Utvarp kl. 17.20: Umhverfið og náttúran „HVAÐ er að tarna?" nefnist þáttur í umsjá Guðrúnar Guð- laugsdóttur, sem er á dagskrá útvarpsins í dag klukkan 17.20. Þátturinn er einkum ætlaður börnum og er VIII. þátturinn af þessu tagi en þeir fjalla aðallega um náttúruna og umhverfið. í þættinum í dag verða steinar teknir fyrir og sagði Guðrún okkur að í þættinum yrði rætt við Sigriði Theódórs- dóttur jarðfræðing um þetta efni. „Hljómsveitin „Rolling Stones" mun einnig syngja nokkur lög og lesið verður úr þjóðsögum sagnir um steina, og þá helst ýmsa náttúrusteina eins og óskasteina, fésteina og lífsteina," sagði Guðrún að lokum. Guðrún Guðlaugsdóttir. Kálf ur á Hvamms- tangaveltu ÁRLEG sumarskemmtun Kvenna- bandsins verður á Hvammstanga, 29. júlí og 30. júní n.k. Laugardag- inn 29. verður dansleikur, hljóm- sveit Stefáns P. leikur fyrir dansi. Á sunnudag verður hlutavelta og verður þar margt góðra vinninga, m.a. lömb og mánaðargamall kálfur. Kl. 16.30 á sunnudag verður kvikmyndasýning. — Karl. Löve-sjód- ur orðinn á 5. milljón SJÓÐI þeim, sem stofnaður var til minningar um Guðmund Löve, framkvæmdastjóra Öryrkja- handalags íslands, til þes að Ijúka byggingum við Hátún 10, hafa borizt margar og góðar gjafir. Sjóðurinn nemur nú 4,2 milljón- um króna og hafá gefið í hann 306 félög og einstaklingar. Framlögum verður áfram veitt viðtaka og eru minningarkort seld á skrifstofu Öryrkjabandalags Islands, Hátúni 10, skrifstofu S.I.B.S. Suðurgötu 10 og að Reykjalundi í Mosfellssveit. Stjórn Öryrkjabandalags ís- lands þakkar innilega öll framlög í minningarsjóðinn. (Frétt frá Öryrkjabandalagi) /ðj* •> Allil.ÝSIMíASÍMINN ER: 2^22480 l JW»r0tmbtfl&ib Útvarp ReykjavíK FOSTUDJwGUR 21. iúlí MORGUNNINN___________ 7.00 Veðurfrcgnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagi, Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Gunnvör Braga les söguna „Lottu skottu" eftir Karin Michaelis (10). 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Ég man það enni Skeggi Ásbjarnarson sér um þátt- inn. 11.00 Morguntónleikari Lily Laskine og Lamoureux hljómsveitin í París leika Hörpukonsert nr. 1 í d-moll op. 15 eftir Bochsa, Jean- Baptiste Mari stj./Isaac Stern, Pinchas Zukcrman og Enska kammersveitin leika Konsertsinfóníu í Esdúr fyrir fiðlu. lágfiðlu og hljóm- svcit (K364) eítir Mozart, Daniel Barenboim stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Vcðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna> Tónleikar. SIÐDEGIO________________ 14.45 Lesin dagskrá næstu viku 15.00 Miðdegissagani „Ofur vald ástríðunnar" eftir Heinz G. Konsalik. Steinunn Bjarman les (7). 15.30 Miðdegistónleikari György Sandor leikur Píanó- sónötu nr. 9 í C-dúr op. 103 eftir Sergej Prokofjeff. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Popp 17.20 Hvað er að tarna? Guð- rún Guðlaugsdóttir stjórnar þætti fyrir börn um náttúr- una og umhverfiði VIIL Steinar. 17.40 Barnalóg 17.50 Um notkun hjálpartækja fyrir blinda og sjónskerta. Endurtekinn þáttur Arn- þórs og Gísla Helgasona frá síðasta þriðjudegi. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ_________________ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Kóngsbændadagur í Danmörku. Séra Árelíus Níelsson flytur erindi. 20.00 Sinfónía nr. 101 í D-dúr (Klukku-hljómkviðan) eftir Joseph Haydn. Hljómsveitin Fflharmonía í Lundúnum leikur, Otto Klemperer stj. 20.30 í læknishúsinu í Keflavík og Flensborgarskóla. Þor- grímur St. Eyjólfsson fyrr- um framkvæmdastjóri í Keflavík segir frá í viðtali við Pétur Pétursson (Hljóð- ritað í okt. í fyrra). 21.00 Píanókonsert nr. 4 í g-moll op. 40 eftir Sergej Rakhmaninoff. Arturo Bene- detti Michelangeli og hljóm- sveitin Fflhamonia í Lund- únum leiku, Ettore Gracis stj. • 21.25 Myndir og ljóðbrot. Hjalti Rögnvaldsson og Kol- brún Halldórsdóttir lesa úr bók Vilmundar Gylfasonar. 21.35 Ljóðsbngvar eftir Sch- ubert. Christa Ludwig syng- ur, Irwin Gage leikur á píanó. 22.05 Kvöldsagan, „Dýrmæta líf", — úr bréfum Jörgens Frantz Jakobsens. William Heinesen tók saman. Hjálm- ar ólafsson les (6). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Kvöldvaktin. Umsjón, Sigmar B. Hauksson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. L4UG4RD4GUR ___________22. júlí MORGUNNINN___________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagi, Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.20 óskalög sjúklinga, Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður fregnir). 11.20 Það er sama hvar frómur flækist, Kristján Jónsson stjórnar þætti fyrir börn á aldrinum 12 til 14 ára. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SIÐDEGIÐ_______________ 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Á sveimi. Gunnar K ristjánsson og Helga Jóns dóttir sjá um þáttinn. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 16.55 íslandsmótið í knatt- spyrnu. Hermann Gunnars- son lýsir leikjum í fyrstu deild. 17.45 Tónhornið. Stjórnandi, Guðrún Birna Hannesdóttir. 18.15 Söngvar í léttum tón. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvbldsins.________________ KVÖLDIÐ________________ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Frá Thailandi. Anna Snorradóttir segir frá, - fyrri þáttur. Sumarleyfi við Síamsflóa. 20.05 Á óperupalli, Atriði úr óperunni „Rakaranum í Se- villa" eftir Rossini. Manuel Ausensi, Ugo Benelli, Teresa Berganza og Nicolaj Ghjau- rov syngja. Rossini-hljóm- sveitin í Napolí leikur. stjórnandi, Silvio Varviso. 20.30 Þingvellir, - fyrri þátt- ur. Tómas Einarsson tók saman. Rætt við Kristján Sæmundsson jarðfræðing og Jón Hnefil Aðalsteinsson fil.lic. Lesarar, Óskar Hall- dórsson og Baldur Sveins- son. 21.20 „Kvöldljóð". Tónlistar- þáttur í umsjá Ásgeirs Tómassonar og Helga Péturssonar. 22.05 Alltigrænumsjó. Þáttur Hrafns Pálssonar og Jör- undar Guðmundssonar. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.