Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ungt par óskar eftir aö taka íbúö á leigu, helzt í gamla bænum. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Fyrirtram- greiösla ef óskaö er. Vinsamlegast hrtngið í síma 13736 milli kl. 19 og 20. Bifreiðaviögeröir Óskum eftir að ráöa mann vanan bifreiðaviðgeröum. Bifreiöastöð Steindórs s/f. Sími: 11588 og 13127. AUGLYSINGASIMIWJ ER: 224B0 JB«re«nblnl>it> Q 2 herb. og eldhús meö húsgögnum til leigu. Áriö fyrirfram. Upplýsingar í síma 53556. Munið sérverzlunina með ódýran fatnaö. Verölistinn. Laugarnesvegi 82, S. 31330. Föstud. 21/7 kl.20 1. Sprengisandur, Laugafell, Kiöagil, Fjórö- ungsalda og víöar í fylgd meö Jóni I. Bjarnasyni. 2. Þórsmörk, Fararstj. Erl- ingur Thoroddsen. Farseðl- ar á skrifst. Lækjarg. 6a sími 14606. Versl.mannahelgi 1. Þórsmörk 2. Gæsavötn-Vatnajökull 3. Lakagígar 4. Hvítárvatn - Karlsdráttur 5. Skagafjöróur, reiötúr, Mælisfellshnúkur Útivist aiDUGOTU 3 SiMAR. 1U9Í0G19533. Föstudagur 21. júlí kl. 20.00 1) Þórsmörk, 2) Landmannalaugar — Eldgjá, 3) Hveravellir — Kerlingarfjöll, 2) Gönguferö yfir Fimmvörðu- háls. Fararstjóri: Finnur Fróða- son. Farmiðar seldir á skrifstofunni. Laugardagur 22. júlí kl. 13.00 1) Skoðunarferð i Bláfjallahella, eitt sérkennileg- asta náttúrusmíð í nágrenni Reykjavíkur. Hafiö góð Ijós meðferðis. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. 2) Fjallgrasaferö í Bláfjöll: Hafíð ílát meöferðis. Fararstjóri: Anna Guðmundsdóttir. Verð kr. 1500 gr. v. bílinn. Farið frá Umferöamiðstöðinni aö austan- veröu. Feröafélag islands. Tónllst eftir JON ÁSGEIRSSON Kóra- heim- sóknir UNDANFARNAR vikur hafa kórar frá Noröurlöndunum heimsótt ísland og eru þessar heimsóknir meira og minna óskipulagðar og fer hljóm- leikahald kóranna því að mestu út um þúfur. Hér er aðallega um að ræða áhuga- kóra og er frekar lítil viðbót að framlagi þeirra fyrir ís- lenzka tónmennt. Þeir, sem lenda í þeirri aðstöðu að vera kórfólkinu til aðstoðar hér- lendis, ættu að leggja áherzlu á, að hljómleikar eru nær óhugsandi um og eftir mitt sumar, eina tímann sem íslendingar geta átt von á sæmilegu veðri. Doremi kór- inn frá Gautaborg var síðast- ur kóra hér í heimsókn dagana 8. til 18. júlí og söng meðal annars í Lindarbæ, fyrir um það bil 30 áheyrend- ur. Efnisskráin var byggð á sænskum alþýðulögum, tveimur íslenskum söngvum, nokkrum lögum frá Mið-Evr- ópu, galdralagi frá Tahiti og dægurlagasyrpu eftir Sven Asmunssen. Stjórnandi kórs- ins Stig Ring raddsetti tvö íslenzku lögin á efnisskránni og kom það skýrt fram, eins og ávallt áður er erlendir menn ætla að raddsetja og móta íslenzka tónlist, að úr tiltækinu varð skrípamynd, sams konar og þegar íslend- ingar taka til að útsetja erlend lög. Sænsku alþýðulög- in voru skemmtilegust, en lögin eftir Marenzio, Lasso og svo Swingel Singers útgáfa á lagi eftir Bach, var fyrir neðan þau mörk sem jafnvel áhugamannakór getur leyft sér. Þess ber að geta að aðeins helmingur kórsins var í þess- ari ferð. Inngöngustefið (ekki tilgreint í efnisskrá), Polska eftir Röjas Jonas, Sa skimrande var aldrig havet eftir Evert Taube og Husar- visa eftir Ture Rangström, voru beztu lög kórsins. Jón Asgeirsson Ný gerð sjúkraskráa rædd á þingi um læknisfræðimenntun Air Bahama 10 ára I gær. 20. júlí, voru tíu ár liðin frá því að þota International Air Bahama íór sína fyrstu ferð með farþcga frá Luxembourg til Nassau. en félagið hafði verið stofnað einu og hálfu ári áður. bað var fyrst í eigu breskra aðila en síðar bandari'skra. en vegna samkeppni á Atlantshafslciðum fengu Loftleiðir áhuga á þessu félagi og gengið var frá kaupum á því árið 1969. Eftir að Air Bahama komst í eigu Loftleiða voru sölukerfi félaganna samræmd og lét árang- ur ekki á sér standa og á síðasta ári flutti félagið 82 þús. farþega í áætlunarflugi. Var þar um að ræða aukningu frá fýrra ári um 5.4% og sætanýting var 76.5%. Síðustu tvö ár hefur félagið tekið að sér leiguflug í auknum mæli og flutti sl. ár 10.500 farþega í slíkum feröum. Félagið hefur lagt áherslu á að fá flugréttindi bæði til Lundúna og Frankfurt am Main og hefur sendinefnd frá stjórn Bahama heimsótt London og Bonn til að greiða fyrir leyfisveitingum Standa vonir til að Lundúnaflug geti hafist fljót- lega. Fyrirgreiðsla fyrir ferðamenn og tekjur af ferðafólki nema um 73% af tekjum Bahamabúa og vinna um 447r verkfærra manna við ferðamennsku. Fyrir nokkrum árum varð samdráttur í ferðum til eyjanna, en nú hefur rofað til að nýju og sagði Guillermo de Freitas, yfirmaður Air Bahama í Nassau, nýlega að allt benti til að þetta ár yrði félaginu hagstætt og þá jafnframt eyjaskeggjum. Ferðamenn frá Evrópu hefðu heimsótt Bahama í vaxandi mæli að undanförnu og myndi að öllum Iíkindum sama þróun verða í framtíðinni. Á síðasta ári flutti Air Bahama fleiri farþega til eyjanna en British og Lufthansa samanlagt og eru nú enda líkur á að Bahamabúar gerist eignaraðil- ar að félaginu. Air Bamhama hefur DC-8-63 þotu á leigu frá Flugleiðum og í sumar eru flognar fimm áætlunar- ferðir í viku milli Luxemborgar og Nassau. Um helmingur flugfreyja félagsins er frá Bahama og þaðan eru einnig þrír flugmenn, en annars er starfsfólk félagsins af ýmsu þjóðerni. Yfirstjórn félagsins er í Reykja- vík og er Sigurður Helgason forstjóri þess. Bókhaldsdeild félagsins er á skrifstofu Flugleiða í New York. Frá Reykjavík er flugrekstri og sölumálum félagsins stjórnað, en flugdeild þess er í Nassau og í Miami á Flórída. SAMBAND um menntun í læknis- fra'ðum á Norðurlöndum hélt fyrir nokkru þing sitt á Akur- eyri. en slík þing eru haldin á einhverju Norðurlandanna annað hvert ár og auk fulltrúaþings og aðalfundar sambandsins er hald- in vísindaleg ráðstefna um leið. Sambandið er nefnt á norður- landamálum Nordisk Federation för Medicinsk Undervisning NFFMU. Þetta er í fyrsta sinn sen: aðalfundur og kennsluráðstefna NFFMU er haldin hér á landi, en einu sinni áður hafa samtökin haldið fund hérlendis um sam- menntun heilbrigðisstétta og nýj- ungar í skipulagi heilbrigöisþjón- ustu, en það var árið 1974. Jafnframt þingstörfum var haldin ráðstefna um nýjungar í ritun sjúkraskráa og segir í frétt frá undirbúningsnefnd þingsins m.a.: „Þessi ráðstefnuþáttur þinghaldsins um sjúkraskrárnar fór að nokkru leyti fram sem námskeið um nýja gerð sjúkra- skráa, auk umræðufunda og sam- Skálholtshátíð á sunnudaginn Na'stkomandi sunnudag. hinn 23. júlí. verður haldin hin árlega Skálholtshátíð. Verður hún með hefðbundnu sniði og verður messa kl. 11 og klukkan 16.30 samkoma í kirkjunni. A undan messunni verður organleikur frá kl. 13.10 og er Ilaukur Guðlaugsson organleik- ari. Biskup íslands hr. Sigur- björn Einarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Guðmundi óla Ólafssyni. SkáJ- holtskórinn syngur og eru for- söngvarar Ingvar Þórðarson. Bragi Þorsteinsson og Sigurður Erlendsson. Trompetleik annast Jón Sigurðsson og Lárus Sveins- son og söngstjóri er Glúmur Gylfason. Samkoman kl. 16.30 hefst með organleik dr. Finns Viderö og leikur hann verk eftir Buxtehude, Carl Nielsen og Christensen, flutt verður verkiö Lofsöngur eftir Þorkel Sigurbjönsson og eru flytjendur kór Háteigskirkju með einsöngvurunum Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur, Rut Magnússon, Priö- birni G. Jónssyni og Halldóri Vilhelmssyni og félögum úr Sin- fóníuhljómsveit Islands undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Ræðu flytur Björn Þorsteinsson prófessor og lýkur samkomunni með ritningalestri og bæn í umsjá sr. Heimis Steinssonar rektors. í tengslum við Skálholtshátíð verða ferðir frá Umferðarmiðstöð- inni í Revkjavík kl. 11 og frá Skálholti kl. 18. ráðs þar sem menn báru saman bækur sínar um reynslu af nýj- ungum á þessu sviði austan hafs og vestan. Kennarar á námskeið- inu voru Lawrence Weed, Leslie J. Sandlow og Philip Bashook frá Bandaríkjunum, en Max Rendall frá Bretlandi gerði grein fyrir reynslu þar í landi af nýrri gerð sjúkraskráa. Flestir þeir íslenzkir læknar, sem reynslu höfðu af þeirri gerð sjúkraskráa, sem hér var til umræðu, tóku þátt í umræöunum og Guðmundur Pét- ursson héraðslæknir á Egilsstöð- um gerði grein fyrir reynslu sinni af hinni nýju gerð sjúkraskráa. Þessi nýja gerð sjúkraskráa hefur verið nefnd „vandaliöuð sjúkra- skrá (problem oriented medical records) og er frábrugðin sjúkra- skrám í hefðbundnu formi í veigamiklum atriðum, en menn hafa á síðustu árum gert sér æ betri grein fyrir því að slíkum sjúkraskrám er um margt ábóta- vant." Vandaliðuð sjúkraskrá er frá- brugðin þeirri hefðbundnu að því leyti að þær upplýsingar, sem safnað er um sjúklinginn, eru flokkaðar eftir þeim vandamálum, sem að honum steðja, en ekki eftir uppruna upplýsinganna. „Með þessu móti gefur sjúkraskýrslan skýrari mynd af, þeim vandamál- um sjúklingsins sem mestu máli skipta og fyrir bragðið verður auðveldara að sinna þeim fljótt og vel. Ennfremur verða upplýsingar í sjúkraskýrslunum aðgengilegri fyrir tölfræðilega úrvinnslu og því verða læknisfræðilegar rannsókn- ir svo eg mat á gæðum heilbrigðis- þjónustunnar og skipíilag og hag- ræðing í henni auðveldari," segir ennfremur í fréttinni. Guðmundur Sigurðsson héraðs- læknir á Egilsstöðum skýrði á þinginu frá reynslu sinni af þessu kerfi, en hann tók það upp fyrstur mann með skipulegum hætti árið 1976 og styðst heilsugæzlustöðin á Klgilsstöðum eingöngu við sjúkra- skrár sem ritaðar eru eftir þessu kerfi. Kvað Guðmundur alla pappírsvinnu mun minni og væru allir starfsmenn heilsugæzlustöðv- arinnar sammála um ágæti þessa nýja kerfis. NFFMU var stofnað árið 1966 og er markmið samtakanna að stuðla að framförum í kennslu í læknis- fræði og öðrum heilhrigðisfnvðum á Norðurlöndum. Til þess að ná þessu markmiði skipuleggur sam- ¦ bandið námskeið, samráðsfundi. ráðstefnur og upplýsingamiðlun með ýmsu móti. A aðalfundi samtakanna eru ra'dd mál er varða framfarir i kennslu og menntun lækna og hefur það á undanförnum árum í vaxandi mæli beitt sér fyrir framförum um menntun annarra heilbrigðisstétta Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.