Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 11 Formenn st jórn- arflokka en þó utan st jórna Sú ákvörðum ólaís Jó- hannessonar formanns Fram- sóknarflokksins að vilja ekki vcra í viðræðunefnd flokksins í stjórnarmyndunarviðræðunum við Alþýðubandalagið og Al þýðuflokkinn hefur vakið þá spurningu hvort Ólafur muni ekki ætla að gegna ráðherra- embætti í samstjórn þessara flokka. ef af henni verður. Mbl. spurði Ólaf að þessu og svaraði hann því til að fyrst skyldu menn sjá viðræðurnar bera árangur áður en ráðherraefnin kæmu til tals. * * * Fjórum sinnum hefur það gerzt að formaður stjórnmála- flokks hafi ekki átt sæti í ríkisstjórn sem flokkur hans átti aðild að og eitt skiptið tók varaformaður viðkomandi flokks heldur ekki sæti í ríkisstjórn við myndun hennar. Alþýðuflokkurinn hafnar Jónasi frá Hriflu Eftir kosningarnar í júlí 1934 höfðu Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur samtals 25 þing- menn og því meirihluta í sam- einuðu þingi og í efri deild. Flokkunum gekk greiðlega að semja um samstarf í landsmál- unum og inn í það samstarf gekk Ásgeir Ásgeirsson, sem hafði boðið sig fram utan flokka, þannig að stjórnin studdist við 26 þingmenn á móti 20 þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins og 3 þingmönnum Bændaflokksins, og hafði þá líka meirihluta í neöri deild. En þótt samstarf um lands- málin tækist greiðlega gekk ekki eins vel að ná samkomulagi um ráðherraefnin. Jónas Jónsson frá Hriflu var formaður Fram- sóknarflokksins og hafði mið- stjórn flokksins öll og 10 af 15 þingmönnum flokksins kosið hann til að hafa stjórnarmynd- unina á hendi. En Alþýðuflokk- urinn neitaði alveg að fallast á að Jónas yrði í ríkisstjórninni. Samkomulag náðist svo um að Hermann Jónasson lögreglu- stjóri í Reykjavík, sem þá sat á þingi í fyrsta skipti, skyldi taka að sér að mynda ríkisstjórnina. Jónas frá Hriflu sagði í grein í Tímanum að Alþýðuflokks- menn hefðu ekki óskað eftir samstarfi við hann en að öðru leyti hefði hann ekki getað sameinað stjórnarforystu og forystustörf fyrir flokkinn og hefði hann valið seinni kostinn og talið heppilegt að láta unga menn í flokknum um ríkis- stjórnina. í bæklingi Héðins Valdimarssonar: Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíal- ismann, birtust bréf sem Jónas skrifaði 10 forystumönnum Al- þýðuflokksins sumarið 1934 og svarbréf fjögurra þeirra og er í svarbréfinu gefið skyn að það hafi ekki aðeins verið Alþýðu- flokksmenn sem ekki vildu Jónas í stjórnina heldur einnig flestir þingmenn Framsóknar- flokksins þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna. ólafur neitar setu í ^Stefaníu" Ólafur Thors formaður Sjálf- stæðisflokksins var maðurinn á bak við nýsköpunarstjórnina 1944 og það urðu honum per- sónulega sár vonbrigði þegar ekki reyndist lengur unnt að halda stjórninni saman tveimur árum síðar. Af þeim sökum neitaði hann með öllu að taka sæti í ráðu- neyti Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar sem tók við af nýsköpun- arstjórninni en „Stefanía", eins og stjórnin' er almennt nefnd, var samstjórn Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Þegar frá leið sá Ólafur þó eftir synjun sinni og hann veitti frá upphafi fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins og stjórninni í heild fullan stuðning. Hermann vill ekki í stjórn ólafs Þegar Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins myndaði fjórða ráðuneyti sitt 1953 áttu flokkur hans og Framsóknar- flokkur að baki erfitt stjórnar- samstarf í næsta ráðuneyti á undan; ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar. Sú stjórn komst ekki á laggirnar fyrr en forseti íslands var orðinn úrkula vonar um að þingflokkarnir kæmu sér saman og hafði forsetinn því snúið sér til Vilhjálms Þórs forstjóra og beðið hann að reyna að mynda blandaða stjórn þingmanna og utanþingsmanna. Þegar Vil- hjálmur hafði lýst sig reiðubú- inn til þessa bárust forseta tilmæli um að fresta stjórnar- mynduninni um sinn vegna nýrra samningaumleitana Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Þessi úrslitatilraun til stjórn- armyndunar innan þings tókst með þeim hætti að Sjálfstæðis- flokkurinn bauð loks Fram- sóknarflokknum samstjórn und- ir forsæti óháðs manns en við fyrri stjórnarmyndunartilraun- ir flokkanna kom í ljós að framsóknarmenn vildu ekki una forsæti Ólafs Thors vegna vær- inga frá árunum 1942 og 44 en höfðu hins vegar látið í ljós að þeir gætu fellt sig við forsæti Bjarna Benediktssonar. Fram- sóknarmenn svöruðu tilboði sjálfstæðismanna með því að nefna Steingrím Steinþórsson forseta sameinaðs Alþingis til forsætis og féllust sjálfstæðis- menn á hann eftir nokkurt hik. Báðir formenn flokkanna, Ólaf- ur og Hermann Jónasson, voru ráðherrar í stjórn Steinþórs, Ólafur atvinnumálaráðherra og Hermann landbúnaðarráðherra. Stjórnin var skipuð 14. marz 1950. Þessi lausn mun að miklum hluta hafa komið til vegna andstöðu þingmanna við þátt- töku utanþingsmanna í ríkis- stjórn, enda fór snemma að bera á óánægju með stjórnarsam- starfið, einkum í röðum fram- sóknarmanna. Þrátt fyrir hin ólíku sjónarmið til landsmál- ahna tókst að halda samstarfs- grundvelli þessarar ríkisstjórn- ar fram á sumarið 1953 og að kosningum loknum það sumar óskaði Sjálfstæðisflokkurinn eftir viðræðum við Framsóknar- flokkinn um myndun ríkis- stjórnar. Svaraði Framsóknar- flokkurinn þá því að hann teldi eðlilegt að fá þriðja flokkinn með, þannig að Alþýðufhokkur- inn tæki einnig þátt. Þessi afstaða Framsóknarflokksins tafði stjórnarmyndunina en svo fór að samkomulag tókst milli Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks um myndun ríkis- stjórnar þessara tveggja flokka undir forsæti Ólafs Thors en Hermann Jónasson tók ekki sæti í henni. Ólafur lagði á það áherzlu að Hermann tæki sæti í stjórninni og þá sem utanríkisráðherra oins og flokksmenn Hermanns sjálfs lögðu einnig áherzlu á fyrst þeir ekki fengu forsætið. Hermann lét þess kost en vildi fá dómsmálin líka en meðferð þeirra höfðu framsóknarmenn gert að árásarefni á Bjarna Benediktsson fyrir kosningarn- ar. Hvorki Olafur né aðrir vildu láta dómsmálin af hendi enda vildi Framsóknarflokkurinn ekki sleppa landbúnaðarmálun- um. Hermann neitaði svo að taka sæti í stjórninni. Yfirlýsing Haraldar Guðntundssonar gegn kommúnistum I útvarpsumræðum fyrir kosningarnar 1956 gaf Haraldur Guðmundsson formaður Alþýðuflokksins þá yfirlýsingu að „allt samstarf við kommúnista er útilokað". Svo fór að Hræðslubandalan Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins náði ekki meiri- hluta í kosningunum og kom liðsinni Alþýöubandalagsins til við myndun vinstri stjórnarinn- ar 1956. Trúr sinni yfirlýsingu sá Haraldur Guðmundsson sér ekki fært að taka sæti í stjórninni og Emil Jónsson varaformaður Alþýðuflokksins tók heldur ekki sæti í stjórninni við myndun hennar, en gegndi hins vegar starfi utanríkisráð- herra um hríð í forföllum Guðmundar I. Guðmundssonar. Emil var svo áfram utan stjórnar eftir að hann tók við formennskunni af Haraldi, sem varð sendiherra í Ósló 1957, en hins vegar varð Emil forsætis- ráðherra minnihlutastjórnar Alþýðuflokksins sem tók við af vinstri stjórninni 1958. - fj- Jónas Jónsson Ólafur Thors Hermann Jónasson Haraldur Guðmundsson Emil Jónsson IÞROTTABLAOID ÍÞRÓTTIR & ÚTILÍF Líflegt og skemmtilegt Áskriftarsímar 82300 og 82302. i Til ÍÞróttablaðsins, Ármúla 18, Reykjavík. i Óska eftir aö gerast áskrifandi. f ...............................................................-^g^i Heimilisfang | Sími............

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.