Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JULI 1978 Taugastríðið heldur áfram í Baguioborg: Kortsnoj tefldi með sól- gleraugu og lét auk þess gegnumlýsa stólinn sinn ÖNNUR einvígisskák þeirra Karpovs heims- meistara og Kortsnojs áskoranda, sem tefld var í Baguioborg á Filipseyjum í gær þótti mun hressilegri en fyrsta skák heims- meistaraeinvígisins. Kapp- arnír sömdu að vísu um jafntefli í 29. leik en taflmennska þeirra var fjörug og skemmtileg og Kortsnoj kom öllum á óvart með afar sjaldgæf- um leik sem Karpov fann þó auðveldlega vb'rn við og skákin leystist upp í jafn- tefli. Það var Karpov sem bauð jafnteflið og Kortsnoj þáði það sam- stundis. Skáksérfræðingar sögðu eftir skákina að hún hefði verið verðug viður- eign tveggja skákjöfra. Taugastríðið utan taflborðs- ins hélt einnig áfram í gær. Þegar Kortsnoj mætti til tafls- ins í gær var hann með heljar- mikil sólgleraugu með spegil- gleri og bar hann gleraugun á meðan taflið stóð yfir. Sam- kvæmt upplýsingum aðstoðar- manna Kortsnojs er ástæðan sú að Karpov hafi þann sið að stara langtímunum saman í augu andstæðingsins og þyki ýmsum skákmönnum þetta afar óþægi- legt og taugastrekkjandi. „Nú þegar Kortsnoj hefur sett upp gleraugun sér Karpov bara sjálfan sig þegar hann starir framan í Kortsnoj," sögðu að- stoðarmennirnir. , I ævisögu sinni, „Skákin er mitt líf", kemur Kortsnoj inn á I>arna fer einvígið fram. Húsið var byggt sérstaklega fyrir einvígið og sýna myndirnar hvar menn eru að leggja síðustu hönd að verki innanhúss og utan. Kortsno j sótti stíft Karpov varðist Önnur skákin í heimsmeist- araeinvíginu varð aðeins lengri og talsvert tilþrifameíri heldur en sú fyrsta. Kortsnoj beitti nú fyrir sig einu þekktasta vopni sínu frá fyrri árum sem ekki hefur sézt lengi í áskorenda- keppni né heldur heimsmeist- arakeppni. Þessi skák bar með sér öll einkenni baráttuvilja og áræðis Kortsnojs, sem hafði greinilega undirbúið sig vel fyrir þessa byrjun því þegar hann kom með nýjung í 14. leik hafði hann einungis notað 4 mínútur af umhugsunartiman- um en Karpov hins vegar 50 mínútur. En eftir þann leik skiptist upp á mönnum og taflið einfalda&ist og jafnteflið biasti von bráðar við. 2. skákin Hvítt: Karpov ' Svart: Kortsnoj Spánski leikurinn. 1. e4 — e5 (Strax í fyrsta leik gefur Kortsnoj tóninn: í fyrra einvígi þeirra fyrir 4 árum svaraði Kortsnoj yfirleitt með 1. — e6 þ.e. Franskri vörn sem enduðu flestar með jafntefli. Nú hyggst hann reyna eitthvað nýtt). 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 (Þessi leikur sést í handritum frá árinu 1490 og birtist í skák- fræðiriti Ruy Lopez á Spáni 1561 og er þess vegna talin elzta skákbyrjun vorra tíma) 3. - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. <M> — Rxe4, (Teningnum er kastað! Kortsnoj velur „opnu vörnina" svoköiluðu í Spánska leiknum, en sá leikur er hlekkur í umfangsmesta og flóknasta af- brigði í Spánska leiknum og hefur alitaf skotið upp kollinum öðru hvoru þó svo leikurinn hafi ekki sézt í neinu af áskorenda- einvígjunum undanfaríð né síð- ustu keppni þeirra Kortsnojs og Karpovs. Kortsnoj hefur beitt þessum leik í mörg ár með góöum árangri og var um tíma sérlegur sérfræðingur í þessu afbrigði. Leikurinn býður upp á vissa áhættu fyrir svartan; með því að drepa peðið á e4 reynir svartur að koma mönnum sínum í ákjósanlegar stöður svo fljótt sem mögulegt er og auka þeim svigrúm. Á móti verður hann að taka á sig verulega veikingu á drottningarvæng sem er heizti annmarki þessa leiks. Tílgang- urinn með peðsráninu er ekki sá að vinna peð heidur vill svartur nota tækifærið og þróa menn sína meðan hvítur eyðir tíma í að vinna peðið tíi baka. Svartur reynir venjulega að skapa sem mestar fiækjur og hindra að hvitur fái alltof frjálsar hendur á miðborðinu. Við sjáum á lærdómsríkan hátt hvernig þetta gengur fyrir sig í þessari skák). ^ 6. d4 - b5,7. Bb3 - d5,8. dxe5 - Bd6, 9. c3 - Bc5 (Kortsnoj velur skarpasta framhaldið en einnig er oft leikið 9. — Be7. Textaleikurinn sýnist í fljótu bragði beinskeyttari vegna þess t.d. að svartur miðar nú með tveimur monnum á reitinn f2, en leikurinn hefur jafnframt þann ókost að hann kemur í veg fyrir framrás c-peðsins, tekur reit af riddaranum á e4 og að síðustu má benda á að biskupínn er þarna ekki lengur til varnar á kongsvængnum. siika kosti og galla verða skákmeistarar að gera upp við sig og meta). 10. Rbd2 - 0-0, II. Bc2 - Bf5! (Svartur reynir eftir fremsta megni að halda spennunni á miðborðinu. Þessi leikur er runninn undan rifjum Larsens sem einnig hefur a undanförn- um árum haft mikið dálæti á þessarí vörn en einnig hefur verið reynt 11. — f5!?). 12. Rb3 - Bg4 (í skák frá 1971 milli Karpovs; — Sawons lék sá síðarnefndí 12 — Bg6 en eftir 13. Rfd4! fékk hvítur betri stöðu) 13. Rxc5 - Rxc5, 14. Hel þann vana heimsmeistarans að einblína á andstæðing sinn meðan andstæðingurinn á leik. Segir hann frá því að eitt sinn hafi hann brugðið á það ráð, þegar hann fann augu Karpovs brenna á sér, að líta skyndilega upp og spyrja: „Er það eitthvað sem þú vilt segja við mig?" Karpov á þá að hafa svarað neitandi og farið frá skákborð- inu. Það var líka annað sem vakti athygli manna áður en 2. einvígisskákin hófst í gær. Nokkrum mínútum áður en skákin átti að hefjast birtust verkamenn á sviðinu, þar sem taflið fer fram, og héldu þeir á hvítum splunkunýjum stól fyrir Karpov. Sovézka sendinefndin hafði kvartað yfir stólnum, sem Karpov sat á í 1. einvígisskák- inni. Sagði nefndin í kvörtun sinni, að stóllinn hefði verið óþægilegur ásetu og auk þess of lágur. Það voru einnig heilmiklar tilfæringar áður en Kortsnoj féllst á að nota stólinn, sem hann sat síðan á í 1. skákinni. Lét hann gegnumlýsa stólinn áður og yfirfara hann með sérstökum geislamæli. Ekkert athugavert mun hafa komið fram við þá athugun. Minnir þetta óneitanlega á stólamálið í einvíginu hér í Reykjavík 1972, þegar Spassky og aðstoðarmenn hans kröfðust þess að stóll Spasskys yrði gegnumlýstur, þar sern þeir töldu að rafbylgju- tækjum hefði verið komið þar fyrir. Ekkert fannst í stólnum frekar en í stól Kortsnojs. Báðir skákmennirnir hvíldust vel fyrir 2. einvígisskákina. Kortsnoj synti í sundlaug hótels síns en Karpov gat ekki leikið tennis eins og hann venjulega gerir vegna rigningar. En greinilegt var að báðir mættu vel hvíldir til skákarinn- ar því hún var vel og skemmti- lega tefld eins og sjá má hér á síðunni. Gunnar Gunnarsson skákmaður skýrir skákina. 3. einvígisskákin verður tefld á laugardaginn og hefur Kortsnoj þá hvítt. Raymond Keene, aðstoðarmaður Kortsnojs, lét eftir sér hafa, að í 3. skákinni hygðist Kortsnoj fara nýjar leiðir en skýrði það þó ekki nánar. 16. - Bxf3, 17. Dxf3 - Rxd4, 18. Dc3 (Nú hugsaði Kortsnoj sig um í 26 mínútur. Hann hefur báða riddara á móti biskupapari hvíts og vel staðsettan riddara á d4 sem hann reynir nú að iáta standa þar sem lengst). 18. - Dd5! 19. Be3 - Rxc2 (Svartur tekur þann kost að láta af hendi riddarann fyrir hvít- reitabiskup hvíts en um leið er kominn jafnteflisblær á skákina) 20. Dxc2 - Rd3, 21. Hedl - Hfd8. 22. Dxc7 - Dxe5. 23. Dxe5 - Rxe5, 24. b3 - 16, 25. Bb6 - Hxdl, 26. Hxdl - Hc8. 27. Hd2 - h5, 28. Be3 - Kf7, 29, Í4 og hér bauð Karpov jafntefli um ieið sem Kortsnoj þáði samstundis. Karpov hefur ögn frjálsari stöðu sem þó hvergi nærri réttlætir að teflt sé áfram til vinnings og jafntefiis því réttlátust úrslit eftir stutta m snarpa skák. II 14. — d4! (Endurbót Kortsnojs á þessu afbrigði og alger nýjung sem Karpov verður nú að ráða fram úr á eigin spýtur) 15. h3 - Bh5, 16. cxd4 (Ef 16. g4 -d3!)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.