Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLI 1978 10 „Kveð með þeim ásetningi að koma aftur,, Rætt við sænska höfundinn Hákan Boström Hákan Boström heitir ungur sænskur rithöfundur, sem ný- lega hlaut styrk frá sænska rithöfundasambandinu til ís- landsferðar. í viðtali, sem Mbl. átti við Boström meðan á dvöl hans stóð hérlendis kvaðst hann hafa fengið styrk þennan til að kynna sér sem flestar hliðar ísienzkra bókmennta, en auk þess að setja saman skáld- sögur hefur hann fengizt við ljóðagerð og bókmenntagagn- rýni. Gesturinn kvaðst hafa ferð- azt víða um landið í tvær vikur og hitt að máli íslenzka starfs- bræður sína, sem hefði verið einkar gagnlegt og skemmti- legt. „Það er í rauninni ekki hægt að setja sig inn í bók- menntir einnar þjóðar nema að hafa kynnzt landinu og fólkinu á undan.“ sagði Hákan Boström. Við spurðum rithöfundinn hvernig honum hefði hug- kvæmst að leita til Islands ná. Hann svaraði því til að hann hefði nú um nokkurt skeið fengizt við að kynna og fjalla um bókmenntir á Norðurlöndum fyrir sænsk tímarit. „Þetta byrjaði smátt. Fyrst einbeitti ég mér að finnskum útgáfum, sem brátt leiddi til þess að ég fór að kynna iiiér danskar bókmenntir og síðan norskar. Á endanum gat ekki hjá því farið að ísland ræki einnig á fjörur míriar.“ Boström sagði að áhugi sinn á Isiandi hefði vaknað við lestur þeirra bókmennta íslenzkra, sem þegar hefði verið snúið á sænska tungu. Nefndi hann að hann hefði lesið skáldsögur Laxness, Jakobínu Sigurðar- dóttur, Vésteins Lúðvíkssonar og Þorgeirs Þorgeirssonar. Hann sagði að því miður væri ekki mörgum íslenzkum ljóðum til að dreifa í sænskum búningi, en þó hefði hann lesið reiting eftir þá Einar Braga og Jóhann Hjálmarsson. Þá nefndi hann einnig íslenzkt smásagnasafn, sem Heimir Pálsson hefði búið úr garði. „Ymsir sænskir starfsbræður mínir höfðu einnig orðið til að benda mér á íslenzkar bækur og ég er ekki í neinum vafa um að áhugi Svía á bókmenntum ykkar er í örum vexti". Hákan Boström Hvenær byrjaði hann að skrifa? „Ég gaf út fyrstu bók mína 1972 og var það ljóðasafn, sem ég kallaði „Anteckningar frán ett protokollfört möte,“ sagði Boström. Hann kvaðst síðan hafa skrifað þrjár skáld- sögur og hefði sú síðasta þeirra komið út í fyrra, „Drakens Ár“. Ljóðabækur sínar sagði hann nú orðnar tvær og kom hin seinni, „Söckendagar" út 1976. „Einnig hef ég skrifað þrjú leikrit, þar af tvö fyrir útvarp". Aðspurður um hvort hann hefði eitthvað í deiglunni sagðist hann nú vinna að tveimur bókum, annarri viðtalsbók, hinni skáldsögu og vonaðist hann til að þær kæmu út á næsta ári. Hákan Boström gerði lítið úr, er við spurðum hvort hann væri e.t.v. þegar kunnur höfundur í heimalandi sínu. Hann kvaðst líta á sig sem tiltölulega ný- byrjaðan höfund, enda væru ekki nema sex ár liðin síðan verk hans fóru að koma á prenti. Hann gat þess þó að honum hefði tekizt að fá bækur sínar útgefnar hjá einu stærsta og virtasta bókaforlagi Svía, Rabéu & Sjögren-forlaginu, og væri það í sjálfu sér nokkur viður- kenning. „Hefur þú ritstörf að aðal- starfi?“ „Mínum vinnutíma er svo til jafnt skipt amilli ritstarfa og fastrar vinnu sem ég gegni á ráðningarskrifstofu fyrir at- vinnulausa í Eskilstuna," svar- aði Boström. „Ég hef unnið þar síðan 1971 en hef einnig skrifað fasta þætti um bókmenntir í þrjú blöð og tímarit. Þetta eru í fyrsta lagi blað, sem gefið er út á vegum verkalýðsfélags málmiðnaðarmanna um alla Svíþjóð og kemur út einu sinni í viku, blað gefið út í Eskilstuna og heitir „Folket" og tímaritið „Fönstret" eða „Glugginn". Þættir þessir eru að mestu helgaðir bókmenntagagnrýni." „Hefur þú orðið var við hliðstæður í bókmenntaþróun á íslandi og á hinum Norður- löndunum, t.d. Svíþjóð?" Boström kvað erfitt að svara þessari spurningu, enda hefði hann e.t.v. ekki haft ráðrúm til að kynna sér íslenzkar bók- menntir enn eins og vert væri. „En það er eitt, sem einkum vekur athygli í sænskum bók- menntum seinni tíma; hin svo- kallaða epíska hefð. Það er mjög algengt að rithöfundar taki fyrir ákveðið sögulegt tímabil, byrji t.d. í samtímanum og leiti aftur og geri því skil í trílógíu, þremur skáldsögum, sem mynda eiga sjálfstæða heild.“ Sínar eigin skáldsögur kvað Boström að miklu leyti bundnar eigin lífsreynslu og mætti því að nokkru leyti líta á þær sem sögulegar. Skáldsöguna „Drak- ens Ar“ sagði hann t.d. að verulegu leyti fjalla um hvað var að gerast í dagsins önn um líkt leyti og þáttaskil urðu í sænskum stjórnmálum 1976. Aðrar skáldsögur hans, „Vallmohöst" og „Oredans Natt“ sagði hann að væru látnar gerast fyrr á öldinni, hin fyrri í Svíþjóð á fimmta áratugnum og hin seinni í Eskilstuna, heimaborg hans, í október 1937 til mars 1938. Hákan Boström sagði að það hefði verið sér mikils virði að fá tækifæri til að hitta íslenzka rithöfunda, skáld og gagnrýn- endur og kvaðst vonast til að eiga eftir að sjá þá öðru sinni. „Tvær vikur eru í rauninni ekki tími nema til að fá nasasjón af því, sem hér er að gerast. En burtséð frá því hef ég hrifizt af landinu og fer burt með þeim eina ásetningi að koma aftur sem fyrst,“ sagði þessi við- kunnanlegi, ungi höfundur, sem sagðist þurfa að kveðja á föstudaginn. Heimsókn í bakarí: klukkan fjögur „Nú eru Baunar farnir að læra af okkur,“ sagði Jóhannes Björnsson, bak- arameistari í Suðurveri, hróðugur og leit yfir til bakaranna tveggja sem hömuðust við að rúlla upp heilhveitihornum. „Dansk- ir bakarameistarar komu hingað í heimsókn fyrir nokkru og urðu undrandi, þegar þeir sáu hversu langt íslenzkir bakarar voru komnir í listinni. Þeir urðu svo hrifnir af heilhveiti- hornunum okkar að þeir báðu um uppskriftina og fengu hana. Nú framleiða þeir svo kölluð Söguhorn í Danmörku og selja víst vel.“ Svo það er liðin tíð að Islendingar hafa ekkert að kenna Dönum í brauð- bakstri. Heimsóknin í bakaríið varð að vera fyrir allar aldir, svo hægt væri að kynnast því hvernig brauð, snúðar og vínarbrauð eru bökuð. „Þegar við mætum klukkan fjögur byrjum við á að blanda brauðin, þau þurfa sinn tíma til að lyfta sér. Við notum þann tíma til að gera snúðana og vínarbrauðin. Þegar brauð- in eru komin í bökun taka heilhveitihornin við.“ Þau virtust anzi tímafrek, því hverju horni þarf að rúlla Snúðarnir eru gerðir meðan brauðin lyfta sér. upp í höndunum. Alls sagði Jóhannes að þeir gerðu um 2000 horn á dag, en eitt- hvað fleiri um helgar. „Við vinnum til 3, en síðast förum við í köku- og tertubaksturinn. Þegar maður var að byrja í þessu þótti manni mest gaman að tertunum, en nú er þetta allt jafn ágætt. Rjóminn hérna er alls ekki nógu feitur til að það sé gaman að nota hann í baksturinn." Bakaríið hjá Jóhannesi er bjart og rúmgott. Þar um. Sveinninn, sem hjá honum starfar, var þó á því að kaupið skipti miklu máli. Þeir voru sammála um að vinnutíminn og vinnusjúkdómar réðu þó miklu þar um. Skiljanlega eru ekki allir sem geta vaknað alla tíð um miðjar nætur og unnið larigan vinnudag. Hitt kom á óvart, að mikið er um ofnæmi og asma í bakara- stétt. Hveitið og gerlarnir í efnunum sem þeir nota fara víst illa í suma. hefur hann góðar vélar og ofna, sem kosta víst sitt. Þegar fylgst er með vélum eins og útrúllunarvélinni, sem þarna stóð á miðju gólfi og flatti út deigið í gríð og erg, sést hversu erfitt bakarastarfið hlýtur að hafa verið áður fyrr. „Það eru alltaf þó nokkrir í bakaranáminu, en frekar fáir haldast í starfinu," sagði bakarameistarinn, og vildi ekki kenna kaupinu „Það er rólegt hjá okkur eftir að skólarnir hætta á vorin,“ sagði Jóhannes, en alls starfa 13 manns hjá honum. „Annars ætti að fara að gera eitthvað fyrir okkur, því það er allt farið að snúast um cocoa-pufs og Corn-flakes. Kannski er það skiljanlegt, þetta er svo þægilegt fyrir húsmæðurn- ar á ‘morgnana. En brauðið er bara svo miklu hollara fyrir börnin."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.