Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 Korchnoi urðu á ótrúleg mistök „Ó guð minn góður, hann missti af mátinu," hrópaði Miguel Najdorf upp yfir sig í skákskýringasalnum i Baguio er honum barst 55. leikur Korchn- ois í hendur. Þessi viðbrögð Najdorfs voru mjög skiljanleg, því að eftir að Korchnoi hafði misst af þessu gullna tækifæri, jukust jafnteflislíkur Karpovs mjög og er skákin fór í bið voru flestir sérfræðingar á því máli að með réttri vörn myndi Karpov takast að halda jafn- tefli. Fimmta skákin er því að verða sannkölluð maraþonskák, þegar hafa verið leiknir 92 leikir, en skákinni verður fram haldið á sunnudag. A morgun verður síðan sjötta skákin tefld og ef hún fer einnig í bið fer frídögum kappanna að fækka ískyggilega. Dagurinn byrjaði reyndar mjög vel hjá Korchnoi. Um morguninn var honum færð að gjöf frá hótelstjórninni stóreflis afmælisterta, skreytt riddara, tveim kertum og áletruninni „Til hamingju með afmælið, Viktor Korchnoi. Gott gengi." Korchnoi átti að vísu ekki afmæli, en í gær voru tvö ár liðin frá því að hann yfirgaf Sovétríkin og settist að í Vest- ur-Evrópu. Korchnoi var því næst spurður hvers hann óskaði sér helst í afmælisgjöf. „Það er ekki erfitt að geta sér til um það,“ svaraði áskorandinn að bragði og hefur þá án efa átt við það að honum tækist að knýja fram sigur í biðskákinni. Svarti Anatoly Karpov Hvítti Viktor Korchnoi 42.... Rh7!? (Þessi ákvörðun Karpovs kom mjög á óvart meðal áhorfenda, því að Karpov hugsaði sig mjög lítið um áður en hann lék biðleiknum. Flestir stórmeistar- anna sem viðstaddir eru einvígið reiknuðu með 42.... Dg5, og töldu það einu von Karpovs en einnig virðist 42.... Re7 þó gefa svörtum möguleika. Viðbrögð manna við leiknum voru mis- jöfn: „Tóm vitleysa," sagði bandaríski stórmeistarinn Rob- ert Byrne um leikinn. Najdorf sagði hins vegar að um morgun- inn hafi hann rætt við sovézku stórmeistarana á staðnum og þá hafi þeir sagt að 42.... Rh7 væri sterkasti leikurinn í stöðunni. Öllum óbreyttum kom leikurinn þó mjög á óvart, enda tapar svartur nú peði þvingað. Korchnoi og aðstoðarmenn hans höfðu reyndar hafnað leiknum af þeirri ástæðu) 43. Be5 - Dg5, 44. Dxf5 - Dd2+, 45. Kg3 - Rhf6, 46. Hgl - He8, 47. Be4 (Þegar hér var komið sögu átti Korchnoi aðeins fimm mínútur eftir á síðustu níu leikina) Re7, 48. Dh3 - Hc8, 49. Kh4 - Hcl, Karpov hyggst skipta upp á hrókum, því að í endatöflum með drottningum og léttum mönnum eru riddarar oftast sterkari en biskupar. Hins vegar var sálfræðilega séð betra að halda hrókunum á borðinu og reyna að flækja taflið) 50. Dg3 - Hxgl, 51. Dxgl - Kg8? Skák eftirMARGEIR PÉTURSSON (Að sögn Harry Golombeks, fréttaritara Mbl. í Baguio, lék Karpov hér mjög hratt, þó að hann ætti nægan tíma aflögu, greinilega í þeim tilgangi að gera Korchnoi tímahrakið erfið- ara. Með þessum leik leggur kóngur Karpovs hins vegar af stað í feigðarflan sem hefði getað reynst honum dýrkeypt. Bezt var að reyna að halda í horfinu með 51.... Dc3) 52. Dg3 (Korchnoi féll auðvitað ekki í hina ódýru gildru 52. Bxf6? — Df4 -) Kf7? 53. Bg6+ - Ke6, 54. Dh3+ - Kd5 55. Be4+?? (Oafsakanleg mistök jafnvel þó að Korchnoi hafi aðeins átt tvær mínútur eftir. Hvítur gat unnið á einfaldan hátt með 55. Bf7+ — Kc6, 56. De6+ og ef nú 56.... Kb5 þá 57. Dc4+ - Ka4, 58. Da6 mát. Svartur yrði því að leika 56.... Kb7 en tapar þá til að byrja með manni með skák. Ótrúleg yfirsjón sem gerir Karpov kleift að sleppa fyrir horn) Rxe4, 56. fxe4+ (Korchnoi hefur e.t.v. talið sig geta leikið 56. Dd7+, en svartur bjargar sér auðveldlega með 56.... Kc4 og ef nú 57. fxe4 þá Dg5+) Kxe4,57. Dg4+ - Kd3,58. Df3+ - De3, 59. Kg4 (En auðvitað ekki 59. Dxe3+ — Kxe3, 60. Bxg7?? - Rf5+) Dxf3+, 60. Kxf3 - g6! (Eina vörnin. Ef 60.... Rf5 þá 61. d5 og peðið er komið of langt) 61. Bd6 - Rf5, 62. Kf4! (Báðir kunna greinilega sitt fag. Korchnoi leggur hér skemmti- lega gildru fyrir Karpov. Eftir 62.... Rxd6? 63. hxg6 - Rf8, 64. d5 ræður riddarinn ekki við bæði peðin) Rh4!, 63. Kg4 — gxh5+! (Eina von svarts er að fórna manni. Eftir 63.... g5, 64. Bf8 vinnur hvítur létt) 64. Kxh4 - Kxdt, 65. Bb8 - a5, 66. Bd6 - Kc4, 67. Kxh5 - a4, 68. Kxh6 - Kb3 (hin fífldirfskulega vinningstil- raun 68.... b5 leiðir til taps eftir 69. Kg5 - Kb3, 70. Kf5 - Kxa3, 71. Ke5 - Kb2, 72. Kd5 - a3, 73. Kc5 — a2, 74. Be5+) 69. b5 - Kc4, 70. Kg5 - Kxb5, 71. Kf5 - Ka6, 72. Ke6 - Ka7, 73. Kd7 - Kb7, 74. Be7 - Ka7, 75. Kc7 - Ka8, 76. Bd6 - Ka7, 77. Kc8 - Ka6, 78. Kb8 - b5, 79. Bb4 - Kb6,80. Kc8 - Kc6, 81. Kd8 - Kd5,82. Ke7 - Ke5, 83. Kf7 - Kd5, 84. Kf6 - Kd4, 85. Ke6 - Ke4, 86. Bf8 - Kd4, 87. Kd6 - Ke4,88. Bg7 - Kf4, 89. Ke6 - Kf3,90. Ke5 - Kg4, 91. BÍ6 - Kh5. Eini möguleiki Korchnois til vinnings er að ná pattstöðu á svarta kónginn, þannig að svartur neyðist til að fórna b peði sínu. Slíka stöðu er þó greinilega ekki hægt að þvinga fram og ef Karpov leikur ekki því verr af sér er jafnteflið fyrirsjáanlegt. — Viðræðunum slitið í dag Framhald af bls. 32 millifærslu, þannig að greiðslum úr verðjöfnunarsjóði yrði haldið áfram til áramóta með því að afla til þess fjár, kjarasamninga í gildi með öllum umsömdum kaup- og vísitölu- hækkunum og loks hefði Alþýðu- bandalagið gert tillögu um 10% niðurfærslu á verðlagi, sem þeim reiknaðist til að myndi kosta 6,8 milljarða króna fram til áramóta. Steingrímur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins, sagði að ástæða þess, að viðræðurnar sigldu í strand hefðu verið ósveigjanleiki Alþýðubandalagsins í efnahagsmál- um. Hann kvað Framsóknarflokkinn hafa fengið þær upplýsingar við upphaf stjórnarmyndunarvið- ræðnanna, að könnunarviðræður Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hefðu leitt í ljós miklar líkur á samkomulagsgrundvelli milli þess- ara tveggja flokka. Það hefði því komið sér mjög á óvart, þegar önnur varð raunin og að síðan skyldi slitna upp úr með þessum hætti. Varðandi þátt Framsóknarflokksins í þessum viðræðum sagði Steingrímur: „Okkar tillaga var að setja samningana ekki í gildi, en því var hafnað og þá lýstum við því yfir, að við myndum ekki standa gegn gildistöku, ef allt annað gengi upp.“ Sagði Steingrímur að auk þess, sem áætlanir Alþýðu- bandalagsins fram til áramóta virtust stórlega vanreiknaðar fram til áramóta, væri stóra málið, hvað þá ætti að taka við. Við því hefðu lítil svör komið og engan veginn traustvekjandi. Morgunblaðið spurði Steingrím Hermannsson hvaða mat hann legði á afstöðu Alþýðubandalagsins í stjórnarmyndunarviðræðunum. Steingrímur kvaðst telja, að enginn maður gæti setzt til slíkra viðræðna heilindalaust. Hins vegar væri vitað að innan Alþýðubandalagsins væru mjög skiptar skoðanir og ýmsir þrýstihópar og virtist sér sem einhverjir þeirra, sem vildu persónu- lega umbun fyrir að fara erfiðari leiðir í efnahagsmálunum, hefðu náð saman og þannig náð undirtökunum í Alþýðubandalaginu. Sagðist Stein- grimur draga þessar ályktanir af harðnandi afstöðu flokksins í varn- armálunum eftir því sem á leið viðræðurnar og einnig vaxandi áherzlu „á ýmsar strúktúrbreyting- ar“ og aðra punkta, sem hefðu virzt skipta minna máli fyrr í viðræðun- um. Mikil fundahöld voru í gær í Alþýðubandalaginu. Miðstjórnar- fundur hófst klukkan 17 og stóð fram undir miðnætti. Þar var samþykkt einróma stuðningsyfirlýs- ing við afstöðu þingflokksins, að því er Morgunblaðið fregnaði í gær- kveldi. Þar lýsti miðstjórnin yfir stuðningi við baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar og því var lýst að engin forsenda væri fyrir breyttri stefnu flokksins frá því er stefnan var mörkuð fyrir kosningar. Var lýst vonbrigðum yfir því að þessi stjórn- armyndunartilraun skyldi ekki hafa tekizt. — Að berast á banaspjótum Framhald af bls. 11 auðvitað hans mál. Það má alveg eins benda á Birgi Isleif Gunnars- son sem hefur rekið lang stærsta fyrirtæki þjóðarinnar með sóma undanfarin síðustu ár, Reykja- víkurborg. Ég vil aðeins leggja til að menn beri klæði á vopnin og láti ekki andstæðingana og síst af öllu kommúnista maka krókinn í innbyrðis deilum í flokknum. Rússar sprengja Uppsölum, 28. júlí. AP. RÚSSAR sprengdu kjarnorku- sprengju neðanjarðar í morgun í Vestur-Síberíu og styrkur hennar mældist 6.2 stig á Richterskvarða að sögn jarðskjálftastofnunarinn- ar í Uppsölum. Þetta er þriðja kröftugasta kjarnorkusprengjan sem Rússar hafa sprengt neðanjarðar á þessu ári. — Segja að Eim- skip kunni að f ara frá Rvík Framhald af bls. 2 með því að það hafi næga aöstööu og viö megum ekki gleyma því að Eimskip hefur rutt braut tæknibúnaöi hérlendis varðandi lestun og losun og þaö var ætlun félagsins aö nota þetta svæði til aö auka enn flutninga sína í gámum og þá í stærri einingum og þaö var því bæöi rökrétt og eölilegt aö þeir fengju þetta svæöi. Menn nefna Hafskip í þessum umræöum en Hafskip hefur átt kost á lóöum hjá Reykjavíkurhöfn en ekki getaö byggt á þeim sjálft. Þaö er heldur ekki hægt aö stilla mönnum upp meö Eimskip og á móti Hafskip. Þetta mál veröur aö leysa meö hliösjón af þeim mörgu vandamálum, sem viö er aö glíma á þessu sviöi," sagöi Guömundur. „Eimskipafélagiö hefur frá upphafi veriö stærsti viöskiptavinur Reykja- víkurhafnar og er einn stærsti skatt- greiöandinn í Reykjavík. Ég hef ekki heyrt frá hendi forsvarsmanna Eim- skips fullyröingar um þaö aö þeir færu frá Reykjavík, ef þeir fengju ekki þessa aöstööu en hins vegar er ekkert efamál aö ef veöur skipast þannig aö Eimskip færi frá Reykjavík þá væri þaö feikileg ógæfa fyrir Reykjavíkur- höfn og stærsta áfall, sem hún heföi nokkru sinni oröiö fyrir," sagði Guömundur J. Guömundsson. Ólafur B. Thors, fyrrverandi for- maöur hafnarstjórnar, var viö af- greiöslu málsins í borgarstjórn mót- fallinn því aö Eimskip fengi umrætt svæöi eins og tillaga hafnarstjórnar geröi ráö fyrir. Hann sagöi aö Reykjavíkurborg heföi á árinu 1975 gefiö Eimskipafélaginu fyrirheit um úthlutun á þessu svæöi en síöan heföi komiö í Ijós aö á þessu svæöi væri ódýrast og eölilegast aö gera hafnar- viölegu. „Þaö kemur jafnframt í Ijós aö þaö sem Eimskipafélagiö vanhagar um er land frekar en hafnarviölegur og liggja því til grundvallar athuganir, sem geröar hafa veriö á vegum hafnarinnar. Aftur á móti má segja að öörum notendum hafnarinnar liggi á því aö fá viölegupláss, sérstaklega ef alvara veröur úr því, sem lengi hefur veriö ætlunin, aö flytja alla vöruaf- greiöslu úr vesturhöfninni. Ég taldi eölilegt þar sem hér er um tvær lóðir aö ræöa og ég taldi eölilegt aö Eimskipafélagiö fengi úthlutaö annarri lóðinni, þ.e. lóöinni nær landinu, en ytri lóðinni yröi ekki ráöstafaö strax til þeirra, heldur heföi höfnin möguleika á því aö leysa vandamál annarra aöila á því svæöi í einhvern ákveöinn tíma, kannski 5—8 ár. Eimskip hefur sótt þaö fast aö fá báöar þessar lóöir og út á það gekk tillaga hafnarstjórnar nú,“ sagöi Ólafur. „Ég tel aö nú sé eölilegt aö vinna upp nýja tillögu, sem gæti á einhvern hátt komiö til móts við Eimskipafélagiö og mér fyndist þá vera eölilegt aö byggja á þessum hugmyndum, sem ég lýsti hér aö framan. Þaö hefur enginn af forráðamönn- um Eimskip sagt þaö í mín eyru aö þeir heföu hug á aö flytja frá Reykjavík, fengju þeir ekkí þessar lóðir og ég trúi því ekki að forráða- menn Eimskipafélagsins hafi sagt þetta viö nokkurn mann. Ég hef lagt á þaö áherzlu aö Eimskipafélagiö eigi aö fá góöa þjónustu hjá Reykjavíkur- höfn og ég tel aö forráöamenn Reykjavíkurhafnar hafi á undanförn- um árum tekiö verulega mlkiö tillit til þarfa Eimskipafélagsins, sem er bæöi rétt og eölilegt og þess vegna trúi ég því ekki aö Eimskipafélagiö færi aö hafa slíkt á oröi, þegar tímabundin vandræöi Reykjavíkurhafnar ganga kannski eitthvaö inn á þeirra ítrustu óskir," sagöi Ólafur. — Yfirvinnu- bann vegna ágreinings Framhald aí bls. 32 tilbúnar að taka á móti loðnu þegar veiði hófst. „Með þessum samningum við alla atvinnu- rekendur í Siglufirði," sagði Kol- beinn, „höfðum við mótað hér og framkvæmt launastefnu sem var rétt og sanngjörn og með sam- komulagi við alla vinnuveitendur í bænum. Þegar við svo fréttum s.l. þriðjudag að SR ætlaði að svíkja gerða samninga áttum við ekki annarra kosta völ eftir mis- heppnaðar tilraunir til að fá þeirri ákvörðun afstýrt en að setja aftur á yfirvinnubann." Jón Kjartansson sagði að málið hefði borið að með þeim hætti að verkalýðsfélagið Vaka hefði ritað stjórn SR bréf eftir miðjan júní þar sem farið var fram á það að stjórn SR gengi til samninga við Vöku á grundvelli sáttatilboðs Verkamannasambands Islands. Á fundi stjórnar SR 30. júní s.l. svaraði stjórn SR því til að ríkisstjórn Islands hefði í október 1971 samþykkt að SR gengi úr Vinnuveitendasambandinu og síð- an hefði Vinnumálanefnd ríkisins séð um samninga fyrir SR eins og önnur ríkisfyrirtæki, þannig að stjórn SR væri ekki gildur aðili að kjarasamningum SR. Kvað Jón erindið hafa verið sent Vinnu- málanefndinni, en 22. júní hefði Vaka tilkynnt yfirvinnubann frá 30. júní. 25. júlí upplýsti framkvæmda- stjóri SR það á stjórnarfundi að hann hefði gert munnlegt sam- komulag við Vöku um það að greiða uppbót á yfirvinnu við standsetningu verksmiðju SR án samstarfs við stjórn SR, og einnig að greidd yrði uppbót á eftirvinnu við afskipun um það bil 1500 tonna af loðnumjöli og að yfirvinnubann- ið næði ekki til vaktavinnu í verksmiðjunum. Kvað Jón hafa verið greidd laun samkvæmt þessu munnlega samkomulagi fram- kvæmdastjórans, en þegar málið hefði komið til kasta stjórnarinn- ar hefði hún ekki getað samþykkt framhald þar á, þar sem hún væri ekki samningsaðili eins og sakir stæðu. Vaka hefur síðan sent stjórn SR skeyti þar sem mótmælt er svikum á gerðum samningum við Jón Reyni Magnússon og var þar tilkynnt algjört yfirvinnubann frá kl. 16 þann 28. júlí og er vakta- vinna þar innifalin. „Við mótmæltum því,“ sagði Jón, „að enn víðtækara yfirvinnu- bann væri komið á eftir að staðið hefði verið við hina munnlega samninga sem framkvæmdastjór- inn gerði án samráðs við stjórn SR.“ Sagði Jón að nú væru um 1000 tonn af loðnu í þróm verksmiðj- unnar, en vegna yfirvinnubannsins væri afkastagetan á sólarhring ekki nema hluti af því venjulega þegar vinnslan færi yfir 1000 tonn á sólarhring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.