Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Njarövík Okkur vantar 3ja—4ra herb. íbúö í tvíbýli eöa eldra einbýiis- húsi. Góö útborgun. Eignamiölun Suöurnesja, Hafnargötu 57, Keflavík, sími 3868. Muniö sérverzlunina meö ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82, S. 31330. Keflavík Til söiu 3ja herb. íbúö á efri hæö. ibúöin er í toppstandi. Stór bílskúr. Ennfremur stór 4ra herb. íbúö í sambýlishúsi. Mjög hagstætt verö. Einstök út- borgunarkjör. Eigna- og veröbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík, sími 92-3222. Nýr stór raf- magnsritvél til sölu. Verö 75 þús. Sími 2269, Vestmannaeyjum. —-yyv vy r t • Kaupum handprjónaðan fatnað. aðal- lega peysur. Fatasatan Tryggvgötu 10. Lóö - einbýlishús Óska eftir aö kaupa lóö undir einbýlishús á Reykjavíkursvæö- inu. Staðgreiösla kemur til greina. Nafn og sími leggist inn á Morgunblaöið merkt: „Lóö — 3514.“ Lopapeysur óskast sími 26899 frá 10—6. OIOUGOTU 3 StMAR 11798 og 19533. Sunnudagur 30. júlí kl. 13.00 Gönguferö yfir Svmfluháls um Kstilstíg. sem fyrrum var fjöl- farin leiö til Krísuvíkur. Farar- stjóri: Siguröur Kristjánsson. Verö kr. 2000 kr. v. bílinn. Fariö frá Umferöamiöstööinni aö austanveröu. Verslunarmanna- helgin 4.—7. ágúst 1) Þérsmörk (tvær feröir), 2) Landmannalaugar — Eldgjá, 3) Strandir — Ingólfsfjörður, 4) Skaftafell — Jökulárlón, 5) Öræfajökull — Hvanna- dalshnúkur, 6) Veiöivötn — Jökulheimar, 7) Hvanngil — Hattfell — Emstrur, 8) Snæfellsnes — Breiða- fjaröareyjar, 9) Kjölur — Kerlingarfjöll. Sumarleyfisferöir 9,—20. ágúst. Kverkfjöll — Snæfell. Ekiö um Sprengisand, Gæsavatnaleiö og heim sunnan jðkla. 12.—20. ágúst. Gönguferö um Hornstrandir. Gengið frá Veiöi- leysufiröi um Hornvík, Furufjörö til Hrafnsfjarðar. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Pantiö tímanlega. Feröafélag íslands. m yul Sunnud. 30/7 kl. 13 Strompar, Kóngsfell og víöar (hafiö góö vasaljós meö). Verð 1500 kr. frítt f. börn m. fullorön- um. Farið frá BSÍ vestanveröu. Verslunarmannahelgi 1. Þórsmörk 2. Gæsavötn — Vatnajökull. 3. Lakagígar. 4. Skagafjörður, reiötúr, Mætifellshnúkur. Sumarleyfis- ferðir í ágúst 8.—20. Hálendishringur, nýstárleg öræfaferö. 8,—13. Hoffellsdalur. 10.—15. Gerpir. 3.—10. Grænland. 17,—24. Grænland. 10.—17. Færeyjar. Upplýsingar og farseölar á skrifst., Lækjargötu 6a sími 14606. Útivist. i KFUM ’ KFUKl Almenn samkoma veröur í húsi félaganna viö Holtaveg sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Benedikt Jasonarson kennari talar. Allir velkomnir. Jökull Helgason — In memoriam Látinn er á Húsavík Jökull Helgason frá Múla, sem um margra áratuga skeið hefir verið einn litríkasti og traustasti borg- ari þess ánægjulega bæjarsam- félags, er nú þróast ört þar á norðurslóð. Jökull varð bráð- kvaddur að morgni 9. júlí s.l. og var jarðsettur í kyrrþey hinn 22. þ.m. Jökull Helgason fæddist að Múla í Aðaldal 12. júní 1906. Foreldrar hans voru þau Helgi Jóhannesson frá Múla, bóndi þar á jörðinni og kona hans, Karólína Benediktsdóttir frá Grenjaðar- stað. Systkini Jökuls voru Regína, Ásta, Bjarney, Haukur og Logi og eru nú 2 systur eftirlifandi af Afmœlis- og minn- ingar- greinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningar- greinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingar dag. öllum systkinahópnum, þær Ásta, sem býr í Reykjavík, og Bjarney á Húsavík. Jökull ólst upp i föður- húsum og dvaldi þar til ársins 1930, er hann fluttist til Húsavík- ur ásamt Bjarneyju systur sinni og var hann til heimilis hjá henni fyrstu 10 árin á Húsavík. Árið 1941 kvæntist hann svo eftirlif- andi konu sinni, Guðrúnu, dóttur Sigfúsar Jóhannessonar frystihús- stjóra hjá KÞ. Byggðu þau fyrst íbúðarhús að Ásgarðsvegi 7, en síðar byggði Jökull annað og stærra hús að Túngötu 2 og bjó þar til æviloka. Þau Jökull og Guðrún eignuðust 2 börn, sem nú eru komin til manndómsára, en þau eru Sigur- laug hárgreiðslukona f. 10. 3. 1942 og Helgi vélvirki f. 13. 6. 1944. Jökull stundaði ýmis störf á Húsavík eftir að hann kom þang- að. Hann eignaðist snemma bifreið og hafði aðalatvinnu af bifreiða- akstri í áratugi. Árið 1967 byggði hann ásamt Helga syni sínum málmsmíða- og vélaverkstæðið Múla, sem þeir feðgar starfræktu eftir það. Jökull var afbragðs starfsmað- ur, fljótvirkur, athugull og hand- iaginn og hann var jafnan eftir- sóttur til vinnu. Hann mátti ekki vamm sitt vita í nokkrum hlut og kappkostaði jafnan að skila verki sínu, þannig að ekki yrði að fundið. Hann var ákafamaður að hverju sem hann gekk og eins og er um þá frændur fleiri. Fór hugsunin stundum hraðar en tjáningarget- an, þannig að komið gat fyrir að þegar hann sagði eitthvað í viðræðum manna á meðal, þá væri hugur hans kominn víðs fjarri. Spunnust af þessu mismæli, sem sum urðu fleyg í endursögn vina hans, en engum skugga vörpuðu þau á manninn Jökul Helgason, einlægni hans og skynsemi dró enginn í efa. Jökull var höfðingi heim að sækja og mikill vinur vina sinna. Þau hjón hafa verið samhent um alla risnu, en Guðrún hefur valizt til margra trúnaðarstarfa í félags- málum Húsvíkinga. I fornsögum okkar er haldið fram minningu kappa, sem hvorki brá við sár né bana. Slíkir menn voru Jökli að skapi og hann frábað þvi sorgarathöfn, þegar að því kæmi, að hann kveddi þennan heim. Engu að síður sakna nú margir vinar í stað og sárastur er harmur eiginkonu hans, barna og annarra aðstandenda. Þeim votta ég mína innilegustu samúð um leið og ég mæli fyrir munn allra þeirra, sem nú þakka forsjóninni fyrir að hafa átt slíkan öndvegismann að vini. Björn Friðfinnsson. Séð yfir Dalvíkurkaupstað. Þar hefur byggðin færst mikið út, en hægra megin við kirkjuna eru nýbyggingarnar aðallega. A myndinni má einnig greina þorpið í Hrísey lengst til vinstri og Grenivík handan fjarðarins. (Ljósmynd Snorri Snorrason) Guðrún Sigurpálsdóttir frá Ólafsfirði - Kveðja Guðrún Sigurpálsdóttir hús- móðir frá Ölafsfirði lézt 20. júlí s.l. á 63 aldursári, en hún var fædd 12. okt. 1914. Okkur að- standendum hennar og vinum kom andlát hennar ekki á óvart. Hún hafði barizt við banvænan sjúkdóm svo árum skipti og nú fékk hún lausn frá þjáningum og báráttu, sem ekki gat lokið nema á einn veg. Engu að siður er okk- ur sár harmur í hug — ef til vill enn meiri vegná þMV KVe' Gunna, eins og við kölluðum hana, gaf okkur hinum mikið í baráttunni fyrir dauðanum. Hún beindi sjón- um okkar að raunverulegum verð- mætum þessa heims og annars og fyllti hugi okkar nýjum og betri lífsskilningi. Ólýsanleg barátta hennar til hinstu stundar færði okkur þessi ómældu og ómetan- legu verðmæti, sem aldrei verða fullþökkuð. Guðrún Sigurpálsdóttir var dóttir Sigrfðar Árnadóttur, sem eitt sinn bjó í Bandagerði við Akureyri, en Sigurpáll var sonur Sigurðar, sem átti og bjó á Brim- nesi i Ölafsfirði. Þau áttu fjögur börn. Þau eru auk Guðrúnar Sigurður, sem búsettur er í Kefla- vík, Árni, sem lengi bjó á Akur- eyri og nú er látinn, og Jón fyrrv. skipstjóri og núverandi hafnar- vörður f Ólafsfirði. Guðrún var gift Grfmi Bjarnasyni póstmanni f Ólafsfirði og eiga þau 5 börn sem öll eru á lífi. Þau eru Hrafnhild- ur, gift Þóri Guðlaugssyni sjó- manni f Ólafsfirði, Grfmur Gríms- son rafvélavirki, kvæntur Val- gerði Ebenezardóttur í Mosfells- sveit, Sigurpáll Grímsson rakara- meistari, kvæntur Ingibjörgu Geirmundsdóttur í Reykjavík, Bjarni Grímsson háskólanemi, Reykjavík, kvæntur Brynju Egg- ertsdóttur, og Egill Grfmsson sjó- maður í Ólafsfirði en hann er ókvæntur. Guðrún var mikil húsmóðir og bjó eiginmanni sínum og börnum myndarlegt og hlýlegt heimili. Þau bjuggu fyrst í Sólheimum en þar var ég tfður gestur sem barn enda ólst ég upp í því sama húsi. Síðar fluttust þau að Brekkugötu 25 ásamt afa mfnum og ömmu, Sigríði og Sigurpáli. Þangað lá oft leiðin og æ sfðan þótti fjölskyldu minni það ómissandi með öllu að heimsækja Gunnu og Grim um hver jól og þiggja þar súkkulaði og njóta þeirrar hlýju og glað- værðar, sem heimili þeirra átti f svo óvenjulega ríkum mæli. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda mfn þakka Gunnu tryggð- ina, vináttuna, hlýjuna og þá miklu mannkosti, sem gleggst komu f ljós f hinni ójöfnu baráttu sem hún náði við þjáningar og dauða sfðustu mánuðina. Við flytjum Grími, börnunum og öðr- um aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa okkur öllum minningu Guðrúnar Sigurpálsdóttur og varðveita hana í sínum eilífa friði. Lárus Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.