Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 23 manni tækifæri til að kynnast fólki frá hinum Norðurlöndun- um og ræða við það og þaul- reyna þannig ýmsar hugmyndir og kenningar auk þess að reyna að þróa nýjar í ljósi þess sem fram kemur i umræðunum. — Ég tel starfsemi NSH mjög mikils virði, sérlega vegna þess að hér er um að ræða sjálfstæða vinnu utan háskól- anna. Það er mjög örðugt að mínum dómi að rýna í sam- félagsleg vandamál á aka- demískum vettvangi, sakir þess hve deildirnar innan háskól- anna hafa lítil tengsl sin á milli. — Þessi gagnrýni á NSH stafar af því að stjórnmálalegt og efnahagslegt ástand á Norðurlöndum býður upp á gagnrýni, ekki einungis af hálfu kommúnista og sósíalista, held- ur og fá ýmsum öðrum. Það sem Spjallað við nokkra mótsgesti í þeim hópi innan NSH sem fjallar um kvikmyndafræði og kvikmyndafélagsfræði. - Ég byrjaði í NSH árið 1972 og hef verið með, allar götur fög. Umfjöllunin hér kemur síðan af stað umræðu um viðkomandi mál og hefur jafnvel leitt af sér að sérstakar náms- greinar hafa verið settar á kennsluskrár háskóla. Þessi NSH-hópstarfsemi hefur verið mikill þáttur í mínu starfi og verulega mikilvægur. — í sambandi við þessa gagn- rýni á NSH vil ég segja að þetta er að mínu áliti alrangt og stafar af vanþekkingu. NSH er beinlínis ætlað að fjalla um mál sem eru stjórnmálalega við- kvæm. Það er mikilsvert að unnt sé að ræða vandamál án þess að það sé gert á vegum stjórnvalda eða undir verndarvæng þeirra. — í þessum kvikmyndahópi hefur kvikmyndaáhugafólk á Norðurlöndum kynnst og skipst á skoðunum, upplýsingum og reynslu. Við höfum rætt mikið mikilvægt fyrir Norðurlöndin. Við stöndum nokkuð framarlega í náttúruvísindum, en okkur veitir ekki af starfi NSH til að öðlast frekari innsýn í vanda- mál á sviði félagsvísinda. — Það var áður mjög mikið um hreinar pólitískar umræður í þessum hópum innan NSH, en nú eru fleiri þátttakendur út- lært fólk en ekki stúdentar og þess vegna er umfjöllunin nú mun fræðilegri að mínum dómi. Ég starfa nú í hópi sem tekur til meðferðar félagsmála- og at- vinnupólitík á krepputíma, en áður var ég í hóp sem fjallaði um vísindasögu. Ég er starfs- maður við félags- og stjórn- máladeild háskólans í Helsing- fors og þetta umfjöllunarefni hópsins, sem ég starfa nú í, er því nátengt starfi mínu. — Gagnrýni á NSH hefur Gottskálksdóttir listfræðingur, en hún tók þátt í starfi kvikmyndahópsins. — Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í sumarmóti NSH, en ég hef starfað í kvikmyndahópn- um hér á landi undanfarin þrjú ár. Nú undanfarna daga höfum við verið að skoða íslenskar myndir, einkum landkynningar- myndir, og við höfum síðan borið þær saman við landkynn- ingarmyndir frá hinum Norður- löndunum. — Þetta hefur verið einkar gott fyrir okkur íslendinga að fá svona tækifæri til að kynnast menntuðu fólki á sviði kvik- myndafræði og því sem það fólk er að vinna að. Það hefur verið mjög fróðlegt. — Það eru svo gjörólíkar aðstæður hér og erlendis. Hér er úr nær engum leiknum myndum „Starfsemi NSH mjög mikils virði” Sverre Varvin. Michael Bruun Andersen. Risto Erásaari. Júlíana Gottskálksdóttir. um er að ræða er eiginlega kreppa og við fáumst hér við spurningar eins og „af hverju?" og það er ekki stjórnvöldum að skapi. Slíkar spurningar eru eitur í þeirra beinum. — En hér er fólk úr ólíkum pólitískum flokkum og við reyn- um einnig að vera sjálfsgagn- rýnin. Það góða við þessa starfsemi er einmitt að þetta er ekki prófessoraklúbbur eins og svo margar samnorrænar stofn- anir og ráðstefnur virðast vera. Michael Bruun Andersen er frá Danmörku. Hann er lektor í fjölmiðlun við Kaupmanna- hafnarháskóla og er meðlimur síðan. Þessi hópvinna snýr þannig að mér að ég fæ tækifæri til þess að ræða við kollega mína um fræðilega hluti tengda kvik- myndum og kemst auk þess í samband við fólk með viðlíka menntun og áhugamál. NSH er mjög sérstæð stofnun og það er að mínu áliti einkar mikilvægt að halda þessu gangandi, eink- um með tilliti til þess sambands sem starfsemin skapar á milli Norðurlandanna. — NSH tekur fyrir mörg ný vandamál sem ekki er hægt að taka verulega fyrir annars staðar, svo sem í háskólum, vegna þess hve þau snerta mörg um kvikmyndir sem kennslu- tæki, en enn sem kojnið er, er ekki gert ráð fyrir neinni útgáfu af okkar hálfu á niðurstöðum okkar. Risto Erásaari frá Finnlandi kvaðst hafa tekið þátt í starfi NSH allt frá árinu 1975. — Ég tel þetta mjög mikil- væga starfsemi. Aðalatriðið í því sambandi er hin gagnrýna afstaða til málefnanna hverju sinni. Hér eru miklir möguleik- ar til gagnrýninnar umræðu, enda fólk hér ekki bundið af vejum og hefðum, eins og í vanalegum menntastofnunum. — Þetta starf er sérlega heyrst í mörg ár, en er bara eitthvað háværari nú. Það er raunar furðulegt, því að að mínu viti hefur starfsemin aldrei verið betri en einmitt nú. Það má ef til vill til sanns vegar færa að hér séu fleiri vinstri- sinnar en eðlilegt væri miðað við flokkaskiptingu í hverju landi, en vísindi eru ekki póli- tísk. Að mínu áliti er það góð hugmynd að gera þá könnun sem nú er í gangi á þessu atriði í starfi NSH. Slík könnun hlýtur að verða okkur jákvæð. Loks hittum við að máli íslenskan þátttakanda á sumarmótinu. Það var Júlíana að moða og engin kvikmynda- stofnun eða háskóli sem stendur á bak við okkur, þess vegna hefur okkur verið svo mikils virði að kynnast kvikmynda- áhugafólki frá hinum Norður- löndunum. — Ég get eiginlega ekkert sagt um þetta mál með pólitík- ina, þar sem ég er svo ókunnug starfsemi NSH sem heild, en mér er alla vega ljóst að ef skera á niður fjárveitinguna til okkar um helming, verður að leggja hana niður. — Ég held að þetta hljóti að stafa af vanþekkingu á því sem hér fer fram. reyndar segja þetta um þau bæði Kristjönu og Þorberg, en þessum einkennum kynntist ég bezt er ég kom sem gestur á fyrirmyndar- heimili Kristjönu, og ræddi við hana um lífið og tilgang þess. Hún kvikaði aldrei frá sannfæringu sinni, enda hafði hún til að bera mikinn persónuleika, gat verið skapmikil og áköf í lund, en þó ætíð réttlát og hreinskilin. Menn vissu alltaf hvar þeir höfðu frú Kristjönu, hún blekkti engan. Trúin á annað líf var henni mikils virði í lifsbaráttunni. Helzt hefði hún á uppvaxtarárum sinum kos- ið að ganga menntaveginn, en efnin leyfðu það ekki. Engu að síður var hún vel að sér vegna sjálfsmenntunar, einkum í tungu- málum, tónlist og húsmóðurstörf- um. Að halda heimili sinu hreinu og snyrtilegu, búa til góðan mat og nostra við blóm. Allt sem skap- aði fegurð og gleði var hennar aðalsmerki. Kjarkur og kærleikur verða ekki aðskildir ef til góðs skal stefnt erfiðum málum. Það leiðir af sjálfu sér, að frú Kristjana varð að vinna talsvert utan heim- ilis meðan börnin voru ung, og hygg ég, að þá hafi oft á erfiðum stundum ljós trúarinnar reynzt henni bezt. E.t.v. hefur hún farið með þetta gamla barnavers á dimmum kvöldum fyrir börn sín; „Láttu nú ljósið þitt/ lýsa inn í sni ^o hjarta mitt/ Hafðu þar sess og sæti,/ signaður Jesú mæti.“ Þvi þegar allt kemur til alls, er það góð og umhyggjusöm móðir sem mótar lifsviðhorf barna sinna, og siðar barnabarna. Kristjana hafði mikið yndi af sígildri tónlist. Hún var hagmælt en flíkaði þvi ekki. Hún bar, vel skynbragð á ljóðlist og myndaði sér ákveðnar skoðan- ir, sem hún kvikaði ekki frá. Það er sagt, að. trúin skapi kærleik, hún skapi umburðarlyndi og hún skapi dýpt í hugsun mannsins. Trú, gleði og umhyggja eru eftir- sótt lifsins gæði, og ekki spillir ef fögur tónlist er eins og nokkurs- konar umgjörð um þetta allt, „en rétta stefnu siglir aðeins sá, sem hið góða mestu ræður hjá.“ Ætli þetta séu ekki einmitt þær minn- ingar, sem börnin hennar Kristj- önu eiga um móður sína, heimili og uppvaxtarár?. Þorsteinn Sveinsson. V erzlunarmannahelgin: Bindindis- mót í Galta- lækjarskógi Undanfarin ár hafa Umdæmis- stúkan nr. 1 og íslenzkir ung- templarar gengizt fyrir útimóti um verzlunarmannahelgina í skóg- inum fyrir ofan Galtalæk. Ennþá gefst fólki, sem ekki notar áfengi, kostur á að vera þátttakendur í móti um verzlunarmannahelgina nú í sumar. Mótið hefst á föstudagskvöld með kvöldvöku og dansi. Á laugar- dag verða leikir og íþróttir fyrir börn, góðaksturskeppni, flugelda- sýning og dans. Dagskrá sunnu- dagsins hefst með guðsþjónustu. Síðan verður barnaskemmtun og þar koma fram Tóti trúður, Galdrakarl^r og loks verður dans- að. Á kvöldskemmtun koma fram Magnús Jónsson óperusöngvari, Baldur Brjánsson, Jörundur og söngtríó. Fluttir verða leikþættir og Bára Grímsdóttir syngur. Hljómsveitin Galdrakarlar leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir verður 5000 krónur og ferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni. t Faöir minn, STÍGUR GUDBRANDSSON, Breiövangi 2, Hafnarfirði, andaöist 27. júlí. Fyrir hönd okkar systkinanna. Jón Stfgaaon. t Móöir okkar. KRISTÍN GUDMUNDSDÓTTIR, kaupakona, lést á sjúkrahúsi Keflavtkur aö morgni 28. júlí. Guömundur Jóhannason, Ingi Þór Jóhannaaon, Halldór Jóhannaaon. t Alúöarþakkir til allra sem vottuöu okkar samúö viö andlát BJÖRGVINS FRIDRIKSSONAR. klaaóakara. Arnfríöur Jónadóttir, Arnar Ö. Bjórgvinaaon, Jón E. Björgvinaaon, Guöbjörg Bjðrgvinadóttir, Ágúat Bjórgvinason, tengdabörn, barnabörn og systiktni hit.s Sátna. yu HJjjOu Ijjjéoi V4Í40 Oiú> Hlíó? Úb .b.íll J*0 lL.'ðJ t l » ^ r i 40 H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.