Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 íhlutun Kúbu í Afríku átalin Belgrad 28. iúlí. Reuter. SÓMALIR veittust harkalega að Kúhumönnum á ráðstefnu óháðra ríkja í Belgrad í dag, kölluðu þá hermenn Rússa í Afríku og kváðu þá óverðuga þess að tilheyra hreyfingu óháðu ríkjanna. Áður höfðu Kúbumenn haldið uppi vörnum fyrir hlutverk sitt í Afríku og kallað það „alþjóðlega aðstoð“. Utanríkisráðherra Kúbu, Isidoro Malmierca, gaf í skyn að kommúnistarikin væru eðlilegir bandamenn óháðu ríkjanna. Hann sagði að íhlutun Kúbumanna í Afríku hefði verið hyllt á ráð- stefnu óháðu ríkjanna í Colombo 1976. Hann tók fram að Kúbu- menn mundu fylgja óbreyttri stefnu í Afríku. Líður vel Oldham, Englandi, 28. júlf. AP. LOUISE Brown, móður fyrsta barnsins sem fæðist eftir frjóvg- un í tilraunaglasi, heilsast vel en æsingurinn hefur reynzt fullmik- ill fyrir hana og hún fær ekki að taka á móti gestum fyrr en á morgun. Biaðið Daily Express segir, að ónefndur jarl og kona hans og ónefndur þýzkur greifi og kona hans eigi von á fæðingu barna sem fæðist eftir frjóvgun í tilraunaglasi í Oldham um jólin. ónefnd skozk kona er líka sögð eiga von á tilraunaglasbarni í nóvember. Utanríkisráðherra Sómalíu, Abdirahman Jama Barre, hélt því fram að „málaliðaher" Kúbu- manna fengi vopn og fjármagn frá Moskvu og að honum væri þaðan stjórnað. Hann sakaði Rússa um að standa fyrir örri stigmögnun erlendrar íhlutunar í Afríku. Hann fór að dæmi Egypta og hvatti til þess að næsti leiðtoga- fundur óháðu ríkjanna yrði ekki haldinn í Havana eins og ráðgert hefur verið. Diplómatar segja, að 30 hinna 86 óháðu ríkja séu annaðhvort andvíg því að næsta ráðstefna verði haldin í Havana eða hafi miklar efasemdir. Aðgerðir gegn flug- ræningjum Tokyo 28. júlí. AP. JAPANSKA stjórnin ákvað í dag að banna japanskt áætlunarflug til eða frá löndum sem neita að framselja Japön- um flugvélarræningja. Ákvörðunin var tekin á ráð- herra fundi sem var haldinn til undirbúnings alþjóðaráðstefnu um flugrán í Bonn á þriðjudag. Ríkin sjö sem stóðu að leiðtoga- fundinum um efnahagsmál í Bonn 16.—17. júlí taka þátt í ráðstefnunni. Þetta gerðist 1975 — Viðskiptabanni Sam- taka Ameríkuríkja á Kúbu aflétt. 1973 — Konungdæmi afnum- ið í Grikklandi og Papadopoulos kosinn forseti í þjóðáratkvæða- greiðslu. _______ 1948 — Tito neitar ásökunum Kominform og fær traustsyfir- lýsingu frá júgóslavneska kommúnistaflokknum. 1946 — Friðarráðstefnan í París sett. 1940 — Allsherjar loftárásir Þjóðverja á Bretlandi hefjast. 1922 — Bandamenn setja Grikkjum úrslitakosti og banna þeim að hertaka Konstantín- ópel. 1900 — Stjórnleysingi myrðir Umberto I konung Ítalíu. 1696 — Pétur mikli tekur Azov af Tyrkjum. 1693 — Hertoginn af Luxem- borg sigrar Vilhjálm III af Englandi við Neerwinden. 1656 — Karl Gústaf sigrar pólskan her Jóhanns Kasimirs við Varsjá. 1565 — María Skotadrottning giftist Darnley lávarði. Afmæii dagsins. Alexis oe Tocqueville franskur höfundur (1805—1859), Enrique Granados spænskt tónskáld (1867—1916) — Booth Tarkington bandarísk- ur rithöfundur (1869—1946) — Benito Mussolini ítalskur ein- ræðisherra (1883-1945) - Sig- mun Romberg ungverks fætt tónskáld (1887-1951). Innlent. F. Sturla Þórðarson lögmaður 1214 — D. Pétur Pétursson pófastur 1842 — Sýningar „lifandi mynda" í Reykjavík 1903 — Dómsmála- ráðherra skipar nefnd til að kanna „ástandið“ 1941. Orð dagsins. Bak við hverja röksemd er fávizka einhvers — Louis Brandeis bandarískur hæstaréttardómari (1856-1941). Miil Flugvél frá bandaríska flugfélaginu North Central varð fyrir vélarbilun eftir flugtak frá Kalamazoo í Michigan nýlega og nauðlenti á hveitiakri. Annar vængurinn fór af f nauðlendingunni. Fjörutíu farþegar voru í flugvélinni og flestir sluppu við meiðsli þótt flytja yrði einn þeirra og einn af áhöfninni í sjúkrahús. Horfur á sáttum með Grikkjum og NATO Brussel 28. júlí. AP. VERULEGUR skriður hefur komizt á viðræður Grikkja og Atlantshafsbandalagsins á undanförnum fjórum vikum og vonir standa til að samkomulag náist fyrir áramót, fjórum árum eftir að Grikkir drógu úr þátt- töku sinni í vörnum bandalagsins vegna deilumála þeirra og Tyrkja. En nokkur viðkvæm deilumál eins og ágreiningurinn um iand- grunnið á Eyjahafi gætu þó komið í veg fyrir endanlegt samkomulag samkvæmt heimild- unum. í Aþenu sögðu grískir embættis- menn í vikunni, að það mundi engin áhrif hafa á viðræðurnar þótt bandariska öldungadeildin hefði samþykkt að aflétta vopna- banninu á Tyrki. Grikkir létu í ljós vonbrigði með úrslit atkvæða- greiðslunnar en sögðu að þetta væri mál sem snerti Tyrki og Bandaríkjamenn. Innrás Tyrkja í Kýpur varð til þess að Grikkir drógu úr ýmsum daglegum tengslum við NATO en þeir afneituðu ekki þeirri skuld- bindingu sinni að ráðfærast við hinar bandalagsþjóðirnar ef til árásar kæmi. Þeir takmörkuðu notkun fjarskipta og viðvörunar- stöðva í Grikklandi og hættu að senda NATO skýrslur um ástand gríska hersins. Nú er svo komið að 160.000 manna her Grikkja er ekki tekinn með í reikninginn í heildar- varnastefnunni og sérfræðingur í Brussel segir: „Ef hættuástand skapast yrði sennilega hægt að ráða fram úr þessu en það yrði miklu erfiðara." Nú eru til umræðu tillögur frá Grikkjum sem margir telja að geti orðið samkomulagsgrundvöllur. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að komið verði á laggirnar nýjum aðalstöðvum flughers og landhers í Larissa er Grikkir stjórni þannig að her Grikkja þurfi ekki að heyra undir herstjórn NATO í Izmir sem Tyrkir reka. Jafnframt er gert ráð fyrir að Grikkir taki aftur fullan þátt í hernaðarsamvinnu NATO, þar á meðal heræfingum, að NATO fái aftur allar upplýsingar frá viðvörunarstöðvum í Grikklandi að aðalstöðvarnar í Brussel sam- ræmi starf herstjórnanna í Lar- issa og Izmir og að bandarísk kjarnorkuvopn til notkunar fyrir NATO verði áfram í Grikklandi. Baskar sendir í þjálfun til Alsír Madrid 28. júlí AP. ÍHALDSBLAÐIÐ ABC sagði í dag, að tæplega 150 skæruliðar aðskilnaðarsinna i Baskahéruð- V orster neitar að sleppa Walvisflóa Pretoria 28. júlí - AP JOHN Vorster, forsætisráðherra SuðurAfríku, sagði í dag að landskikinn við Waivis-flóa á strönd SuðvesturAfríku (Nami- bíu) væri suðurafrískt yfirráða- svæði og að Sameinuðu þjóðirnar gætu ekki breytt þeirri staðreynd. Hann sagði þetta eftir að Öryggisráðið hafði samþykkt ályktun þar sem hvatt er til sameiningar Walvis-flóa og Suð- vestur-Afríku. Hann sagði í höfuð- borg Suðvestur-Afríku, að aðeins suður-afríska þingið gæti breytt stöðu svæðisins og eignaréttinum á því. Landskikinn við Walvis-flóa tilheyrði aldrei nýlendunni sem Þjóðverjar stofnuðu í- Suðvest- ur-Afríku 1884. Suður-Afríku- menn hafa stjórnað Suðvestur-Af- ríku frá lokum fyrri heimsstyrj- aldarinnar í umboði Þjóðabanda- lagsins og Sameinuðu þjóðanna. öryggisráðið samþykkti einnig ályktun um að hrundið yrði í framkvæmd vestrænni áætlun um sjálfstæði Suðvestur-Afríku og aðlögunartíma sem á að líða þar til sjálfstæði verður náð að loknum kosningum sem Suður-Af- ríkumenn sjá um undir eftirliti SÞ. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri SÞ, segir að samtökin muni senda sendinefnd til Suðvest- ur-Afríku innan einnar viku til þess að hrinda sjálfstæðisáætlun- inni í framkvæmd þrátt fyrir óvissu þá sem ríkir um afstöðu Suður-Afríkumanna. Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lét í ljós ánægju með samþykkt áætlunarinnar og bandarískir embættismenn vona að hún verði höfð til fyrirmyndar í Rhódesíu. Veður víða um heim Amsterdam 26 sóiskin Apena 31 heióskírt Berlín 28 aólskin Brússel 26 sólskin Chicago 23 sólskin Franklurt 26 skýjaó Qanf 28 sólakin Helsinki 25 sólskin Jóhannesarborg 19 sólakin Kaupmannahöfn 23 sólskin Liaaabon 28 sólskin London 23 skýjað Los Angeles 31 heióaklrt Madríd 36 sólsk'n Malaga 28 heióskírt Miami 29 skýjaó Moskva 20 heióskírt New York 28 skýjað Óaló 16 sólskin Palms Mallorca 31 heióskírt Paria 25 heiðskírt Róm 31 skýjaó Stokkhólmur 23 sólskin Tel Aviv 29 skýjaó Tokýó 33 sólakin Vancouver 23 akýjaó Vínarborg 27 aólskin Reykjavík 12 úrkoma { grennd unum á Spáni hefðu fengið þjálfun f Alsír og að meðal leiðbeinenda þeirra hefði verið kúbanskur sérfræðingur. Áður hefur bandaríski öldunga- deildarmaðurinn Larry McDonald haldið því fram, að skæruliðar aðskilnaðarsamtakanna ETA hafi fengið þjálfun spænskumælandi leiðbeinenda sem skæruliðar hafi sagt vera Kúbumenn. Spænska innanríkisráðuneytið bar til baka að fréttirnar um þjálfun skæruliða í Alsír væru frá því runnar en vildi hvorki stað- festa fréttirnar né bera þær til baka. í grein í ABC er birtur listi yfir 28 liðsmenn ETA sem blaðið segir að hafi fengið þjálfun í alsírska lögregluskólanum nálægt Souma, tæpa 40 km frá Algeirsborg. Alls er sagt að 143 sérstaklega valdir skæruliðar ETA hafí fengið þjálf- un þar síðan 1976. Þeir fóru flugleiðis til Algeirsborgar í nokkrum hópum frá nokkrum Evrópuborgum að sögn ABC. Blaðið segir að skæruliðarnir hafi fengið sérstaka þjálfun í meðferð landakorta, fjarskiptum, skipulagi birgðaflutninga og með- ferð léttra vopna frá níu Alsírs- mönnum og einum Kúbumanni. Það segir að ETA-mennirnir hafi beðið um þjálfun í að beita eldvörpum en þeim hafi verið sagt að alsírska lögreglan hefði ekki slík vopn undir höndum, aðeins alsírski herinn. ETA hefur beitt sprengiefni, sprengjuvörpum og léttum vopn- um í árásum á Spáni en aldrei eldvörpum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.