Morgunblaðið - 09.08.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 09.08.1978, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2 MJÖG harður árekstur varð um klukkan 10 á laugardagskvöldið vestan Haukadalsár, skammt frá Búðardal. I>ar rákust saman tvær fólksbifreiðar í beygju, önnur úr Leirársveit en hin úr Vestmannaeyjum. Þrennt var í hvorum bíl og slapp fólkið að mestu án meiðsla og þykir það mesta mildi. Kona, ökumaður annars bílsins, mun þó hafa slasast eitthvað. Bílarnir eru stórskemmdir eins og myndin ber með sér. Ljósmynd Tryggvi Gunnarsson. Frystihúsin í Reykja- vík haf a ekki undan að vinna afla togaranna Keyptir 2 spennar af Portúgölum fyr- ir 250 millj. króna LÍTIÐ LÁT virðist vera á góðum afla togaranna og fiskvinnslufyr- irtæki í Revkjavík og nágrenni hafa vart undan að vinna aflann um þessar mundir. I»á hefur margt af starfsfólki frystihús- anna verið í fríi að undanförnu og því oft fámennt í vinnslusölum húsanna. Sem dæmi um vandræði hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur má nefna að tveir af togurum fyrir- tækisins komu inn um helgina og komast þeir ekki út til veiða á ný fyrr en í lok vikunnar, þar sem ekki verður búið að landa úr þeim fyrr. I>á hcfur þorskveiðibannið haft nokkuð að segja. því togarar hafa orðið að koma inn þétt, vegna skiptingar milli bannviknanna. Marteinn Jónasson fram- kvæmdastjóri B.Ú.R. sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að tveir af togurum útgerðarinnar Bjarni Benediktsson og Snorri Sturluson hefðu verið á þorskveiðum í sl. viku og komið til hafnar í fyrradag og í gær, var annar 260 tonn og hinn rösklega 200 tonn. Þá var minnsti togari B.Ú.R. Hjörleifur, á karfaveiðum í s.l. viku og fyllti sig á 4 dögum en togarinn ber 150 tonn. Þessi skip lágu öll í Reykja- vík í gær og þess var ekki vænst að löndun lyki úr öllum fyrr en á fimmtudagskvöld. Sagði Marteinn að vel væri hægt að landa aflanum fyrr, en BÚR hefði ekki nógu góða aðstöðu til að taka við svona miklum afla í einu. Ef fiskinum væri öllum ekið inn í hús gæti verið hætta á að hann skemmdist, en svo væri ekki væri hann hafður um borð í skipunum. Þá mátti heyra Isbjörninn h.f. auglýsa nýja ýsu til sölu í gær. Þegar Morgunblaðið ræddi við Vilhjálm Ingvarsson fram- kvæmdastjóra sagði hann, að það væri ekki nýtt, að fyrirtækið seldi fisk til fisksala, en nú væri reynt að selja meira beint til almenn- ings. Ekki væri búizt við að mikið magn seldist á þennan hátt, en menn yrðu að reyna að losna við eins mikið og hægt væri þegar svona stæði á. Togarar ísbjarnarins, Ásgeir og Ásbjörn, komu til hafnar í gær. Var Ásbjörn með fullfermi eða 180—200 og Ásgeir með 70 tonn eftir 3 daga útivist. Frá því að togarar Isbjarnarins komu til landsins, rétt fyrir og eftir ára- mót, hefur það vart brugðist, að þeir kæmu með fullfermi úr hverri veiðiferð. AF hálfu íslenzkra stjórnvalda hefur verið unnið að því undanfarið að efla viðskiptin við Portúgal vegna mikilvægi landsins fyrir saltfiskút- flutning þangað. Einn liður í þessum ráðstöfunum var að fela portúgölsku fyrirtæki gerð tveggja spenna fyrir Hrauneyjarfossvirkjun, en Ilalldór Jónatansson, aðstoðarforstjóri Lands- virkjunar, undirritaði samninga þar að lútandi í Portúgal hinn 1. ágúst sl. Er þar með lokið gerð allra samninga varðandi vélar og rafbúnað fyrir Hrauneyjar- fossvirkjun og er þá miðað við að hún verði 140 MW. Morgunblaðið hafði samband við Halldór Jónatansson og spurðist nánar fyrir um samning þann er hann gerði fyrir hönd Landsvirkjunar í Portúgal á dögunum. Halldór kvað samning þennan hafa verið gerðan við portúgalska fyrirtækið EFACEC og væri þar miðað við að fyrirtækið framleiddi tvo spenna fyrir Hrauneyjafossvirkjun. Ætti AÐ loknum átta umferðum á alþjóðaskákmótinu í Skien í Noregi, er Guðmundur Sigurjóns- son í 1.—3. sæti með 6xk vinning, þeir Haukur Angantýsson og Jóhann Iljartarson eru síðan í 6,—10. sæti með 5V-i vinning. Níunda og síðasta umferð skák- mótsins verður tefld í dag, en alls eru keppendur á mótinu 96 talsins. Ásamt Guðmundi Sigurjónssyni hinn fyrri að afhendast 1. janúar 1981 en hinn síðari 1. maí 1981, og vera komnir upp þegar starfræksla fyrstu vélar virkjunarinnar hefst hinn 1. nóvember 1981. Samningsupp- hæðin vegna þessara tveggja spenna er um 250 milljónir króna. Þegar hefur verið gengið frá kaupum á vélum og rafbún- aði frá sænsku og ítölsku fyrirtæki. Geysiharð- ur árekstur í Kópavogi GRÍÐARLEGA harður árekstur varð á Digranesbrú í Kópavogi skömmu eftir klukkan 10 í gærkvöldi. Þar rákust saman tvær fóiksbifreiðar, önnur af Fiat gerð en hin af Plymouth- gerð. Fernt var í öðrum bílnum en ökumaður einn f hinum. Ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun hve mikil meiðsli urðu á fóiki en þau virtust minni en haldið var í fyrstu. Bílarnir eru stórskemmdir og Fiatinn líklega ónýtur. eru í 1.—3. sæti þeir Westerinen frá Finnlandi og Grunfeld frá ísrael. í 4.-6. sæti eru Jensen, Noregi, Öggaard, Noregi og Shneider Svíþjóð. I 6.—10. sæti eru síðan DeFirmian Bandaríkjunum og Scussler Svíþjóð, Haukur Anga- týson og Jóhann Hjartarson, allir með 5xk vinning. Þeir DeFirmian og Schússler eru hins vegar með innbyrðis biðskák og er Schússler talin hafa einhverjar vinningslík- ur. Guðmundur í efsta sæti með 6 V2 vinning Minni umferd en oftast áður þrátt f yrir mikla f jölgun bíla í landinu ISLENDINGAR voru á faraldsfæti um helgina eins og venjulega um verzlunarmannahelgi en sam- kvæmt upplýsingum Óla Þóröar- sonar hjá Umferðarráði var um- ferð pó minni en nokkur undan- farin ár og pykir pað tíðindum sæfa, Þar sem umtalsverð aukn- ing hefur orðið á bíiaeígn lands- manna. Einnig var pað áberandi að sögn Óla að ferðamenn dreifðust meira en oftast áöur og var nú ekki áberandi fjölmenni á neinum peirra staða, Þar sem útisamkomur voru skipulagðar. Mest var umferðin í Árnessýsiu um helgina enda flestar skemmtisamkomur par í sýslu. Umferöin var jöfn og mikil aö sögn Óla en óhappalítíl. Þá er ekki viitað um nein meiri háttar óhöpp Þar sem fólk safnaðist saman en talsvert bar á ölvun eins og endranær um Þessa helgi. Flestir á Rauðhettumótinu „Verzlunarmannahelgin gekk óhappalaust aö mestu hjá okkur þrátt fyrir mikinn fólksfjöld og gífurlega bílaumferö," sagði Ólafur Jónsson lögregluvaröstjóri á Sel- fossi er Mbl. ræddi viö hann í gær en langmesta álagið var á lög- reglumönnum í Arnessýslu um helgina. Að sögn Olafs var mestur fjöldi fólks á Rauöhettumótinu viö Úlf- Ijótsvatn eöa um 3000. Á Laugar- vatni voru um 2000 manns og 1800—2000 manns í Þórsárdal. Sem fysegir fór allt fram án stóróhappa þrátt fyrir nokkra ölvun. Aðeins varð eitt alvarlegt umferðaróhapp á Skeiöavegi á laugardagsrhorguninn, en frá því hefur veriö skýrt í Mbl. 20 ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun viö akstur, nokkrir árekstrar uröu og tveir bílþjófnaöir voru tilkynntir til lögreglunnar. í ööru tilfellinu var bíl stoliö við Árnes og hann stórskemmdur og auk þess brætt úr bílnum. Þjófur- inn var ölvaöur. Vel heppnuð pjóðhátíð í Eyjum Agnar Angantysson yfirlögreglu- þjónn í Vestmannaeyjum sagöi í samtali viö Mbl. í gær að frá sjónarhóli lögreglunnar heföi þetta verið ein bezta þjóöhátíö, sem lögreglumenn myndu eftir. Agnar taldi aö um 5000 manns heföu sótt þjóöhátíöina aö þessu sinni og sagöi hann að óvenju margt aðkomumanna heföi verið í Herjólfsdal. Sagöi Agnar þaö nýlundu aö sjá fjölskvldur frá meginlandinu í jafn ríkum mæli og að þessu sinni og hefðu margir komiö á eigin bílum með Herjólfi. Veður var Ijomandi gott alla dagana aö sögn Agnars og sam- göngur til og frá Eyjum gengu vel bæöi meö flugvélum og Herjólfi. Ölvun var talsverö en lítið um óhöpp. Aðeins er vitaö um eitt slys, en þaö varð á laugardags- kvöldiö. Aðkomupiltur henti sér niöur í tjörnina í Herjólfsdal af brúnni, sem þar var sett upp og skarst hann á höföi og brákaðist á hálsliöum og handlegg. Agnar taldi líklegt aö mótshaldararnir heföu sloppiö vel fjárhagslega frá fyrir- tækinu aö þessu sinni. Næsta þjóöhátíö verður sú 100. í röðinni og verður væntanlega vandaö sérstaklega til hennar. 2000 manns að Laugum Guömundur Gunnlaugsson lög- regluþjónn á Húsavík haföi þá sögu aö segja aö hátíðahöldin um verzlunarmannahelgina heföu fariö vel fram þar í sveit. Taliö var að um 2000 manns heföu aö jafnaði veriö að Laugum, þar sem HSÞ gekkst fyrir skipulagöri skemmtun. Þegar mest var voru 2500 manns aö Laugum. Þar gekk aallt vel, nema hvað nokkuö bar á ölvun á laugardagskvöldiö. Veöur var gott, milt en sólarlaust aö kalla. Töluvert var um þaö aö fólk tjaldaði í Ásbyrgi og við Mývatn og þar fór allt fram meö kyrrö ogspekt aö sögn Guömundar. Þjóöhátíðargestir fylgjast meö dagskráratriöum í Herjólfsdal. Ljósm. Sigurgeir. Svipmynd tró Laugum í Þingeyjarsýslu um verzlunarmannahelgina. Ljósm. Börkur Arnviöarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.