Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST Dr. Victor Urbancic 7 5 ára fæðingaraf mælis minnst með veg- legu stofnframlagi úr minningarsjóði hans til kaupa á heilarannsóknartæki í dag þann 9. ágúst eru liðin 75 ár frá fæðingu hins þjóðkunna listamanns og mannvinar Dr. Victors Urbancic, sem dó langt fyrir aldur fram, aðeins 54 ára að aldri. Dr. Victor Urbancic fæddist í Vínarborg en var af júgóslavnesk- um ættum og voru foreldrar hans Próf. Ernst Urbancic, sem var þekktur heilaskurðlæknir í Vínar- borg, og frú Hilde Urbancic, en afi hans var Próf. Dr. Victor Urban- cic, sérlega vel metinn læknir og þekktur á því sviði langt út fyrir heimaland sitt. Próf. Victor Ur- bancie var auk þess að vera víðfrægur læknir, gott tónskáld og var rík tónlistargáfa í ættum beggja foreldranna. Dr. Victor Urbancic yngri erfði þessa tónlist- argáfu í ríkum mæli og fór snemma á lífsleiðinni að fást við tónsmíðar og tónvísindi. Menntun sína í tónlist nam hann hjá hinum færustu kennurum þeirra tíma í Vínarborg og nægir að nefna nöfn eins og t.d. Jóseph Marz, Dr. Paul Weingarten og Clemens Krauss svo að nokkrir séu nefndir. Árang- ur námsins kom líka fljótt í ljós, því 15 ára fór hann að stjórna tónsmíðum og 22 ára lauk hann doktorsprófi í tónvísindum við háskólann í Vín og fjallaði ritgerð hans um verk tónskáldsins Jó- hannesar Brahms, en einnig tók Urbancic kennarapróf í píanó- og orgelleik, tónfræði og hljómsveit- arstjórn við tónlistarháskólann í Vín. Að námi loknu starfaði hann sem hljómsveitarstjóri, óperu- stjóri, píanóleikari og kennari á ýmsum stöðum. Má þar m.a. tilnefna að hann var um tíma hljómsveitarstjóri í leikhúsi próf. Marz Reinhardt í Vín, hljómsveit- arstjóri við ríkisóperuna í Mainz í Þýzkalandi, en jafnframt söng- stjóri í fleiri borgum í Þýzkalandi. Stjórnaði konunglegu óperunni í Belgrad í Júgóslavíu sem gestur og var stjórnandi og kennari við tónlistarskólann í Graz og lektor í tónlistarsögu við háskólann þar í borg. Hvarvetna fékk Dr. Urbancic hin allra bestu meðmæli frá þeim sem hann starfaði fyrir. Paul Breisach, seinna hljómsveitar- stjóri við ríkisóperuna í Berlín og Metrópolítan óperuna í Chicago sagði um hans margþættu störf, að hann hefði verið sí áhugasamur ráðgjafi og hjálparmaður og unnið til ævarandi verðleika við grund- völlun óperustarfseminnar í Mainz, og samskonar meðmæli streymdu til hans frá öllum þeim stöðum sem hann kom við sögu, en óþarft er að geta þeirra hér, því allt þetta kom svo greinilega fram í hinu margþætta starfi hans eftir að hann fluttist til íslands árið 1938, aðeins 35 ára. íslensku tónlistarlífi var það stórkostleg gæfa að Dr. Victor Urbancic settist að hér á landi með fjölskyldu sinni. En óhugsandi er að minnast hans nema að minnast um leið konu hans, frú Dr. Melittu Urbancic, sem er skáld og mynd- höggvari og doktor í heimspeki, en kennari hennar var Prof. Karl Jaspers í Heidelberg. Þess má geta að hún hefur þýtt allmörg íslensk þjóðlög við útsetningu eiginmanns síns fyrir blandaðan kór. Dr. Melitta studdi alla tíð með óþreyt- andi elju og dugnaði mann sinn við störf hans og hefur síðan hann lést helgað sig áfram þeim málefnum sem honum voru hjartfólgnust. Þau eignuðust 4 börn sem hafa að meira eða minna leyti helgað sig tónlist og ýmsum menningarmál- um og á heimili þeirra hjóna, sem var bæði fallegt og aðlaðandi, hafa margir notið yndisstunda fyrr og síðar. Það mun eigi ofmælt að Dr. V. Urbancic hafi verið einn fjölmenntaðasti og fjölnýttasti tónlistarmaður sem hér hefur starfað. Þau voru því ómetanleg íslensku þjóðinni, þau 20 ár sem honum auðnaðist að starfa hér að uppbyggingu tónlistar, þá tók íslenskt tónlistarlíf meiri framför- um en á nokkru öðru tímabili í sögu þjóðarinnar, þar eð hann var fullur af eldmóði hugsjónamanns- ins, hafði óvenju mikla starfsorku og iðjusemi, ljúflyndi, lítillæti og hjálpfýsi. Hann markaði því djúp spor í sögu íslenskrar tónlistar og átti sem kennari og stjórnandi samskipti við mikinn fjölda manna. Vandamálin voru þá sem nú fjölmörg og vegna leikni sinnar og þekkingar var tíðum til hans leitað, er eitthvað óvænt bar að, með ótrúlega stuttum undirbún- ingstíma. En í hans höndum var öllu borgið. Honum var trúað fyrir yfirgripsmiklum listrænum við- fangsefnum, en öryggi hans, smekkur og kunnátta vöktu aðdá- un, enda lét árangurinn ekki á sér standa. Hann varð strax kennari árið 1938 við Tónlistarskólann í Reykjavík og organleikari í Krists- kirkju í Landakoti frá 1939 til dánardægurs. Eftir hans fyrirsögn vár byggt nýtt orgel fyrir kirkj- una, hljómmikið og fagurt. Þar vann hann oft að kirkjulegum tónsmíðum sínum, messum og lék við allar tegundir messuforma þar og þjálfaði kór kirkjunnar. Hann var stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Reykjavíkur og síðar oft stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Islands. Undir hans stjórn varð Tónlistarfélagskórinn talinn einn besti blandaði kór á Norðurlönd- um á Norðurlandasöngmóti í Kaupmannahöfn 1948, en þá hafði hann stjórnað þeim kór frá stofnun 1943. Þessi för til Kaup- mannahafnar, sem og aðrar ferðir hér innanlands með þeim kór og uppfærslur stórbrotinna tónsmíða undir hans stjórn, eru mér og öðrum, sem áttu þess kost að vera með, ógleymanlegar ánægjustund- ir. Til glöggvunar fyrir seinni tíma skal þessa getið: Dr. Urbancic lét kór sinn flytja hér í fyrsta sinn hin miklu kórverk meistaranna, oratorium og Guðspjallaverk og vann m.a. það afrek að færa fyrstur upp Jólaoratorium og Jóhannesarpassíuna eftir Bach 1943 með íslenskum textum eftir Hallgrím Pétursson, sem hann setti við verkið. Þetta má aldrei gleymast. Þá má einnig minnast á kórverk eins og Messías eftir Hándel, sem hann lét flytja tvívegis árið 1940 og 1946. Stabet mater eftir Pergolesi 1941, Re- qviem eftir Mozart 1942 og 1943, Jóhannesarpassíuna eftir Bach, sem áður var nefnd, 1943 og 1950, Friður á jörðu eftir Björgvin Guðmundsson 1945, Júdas Macca- beus eftir Hándel 1947, Stabet Mater eftir Rossini 1951 og Davíð Konung eftir Honegger 1952. Auk þessa hefur hann stjórnað upp- færslum á Meyjarskemmunni, Brosandi landi, Nitouche, í Álög- um eftir Sigurð Þórðarson og margt, margt fleira. Einnig má geta þess að Dr. Urbancic var tónskáld gott og eftirsóttur píanóleikari og hélt víða, bæði hérlendis og erlendis, sólóhljómleika á píanó og orgel. Hann var einn af stofnendum félags ísl. organleikara og vorafor- maður félagsins frá stofnun þess uns hann lést og lét sér alltaf annt um málefni þess. Þá var hann og formaður söngmálaráðs Lands- sambands blandaðra kóra um skeið og útsetti fjölmörg píanó- og hljómsveitarverk. Og síðast en ekki síst má minnast þess, að hann var hvatamaður að stofnun Þjóð- leikhússkórsins 9. marz 1953 og stjórnaði honum. Dr. Urbancic var ráðinn hljómsveitarstjóri Þjóð- leikhússins sem var þá nýstofnsett og þurfti á hinum fjölþættu starfskröftum hans að halda við uppbyggingu óperu- og óperettu- starfsemi Þjóðleikhússins, enda stjórnaði hann svo til öllum sýningum á óperum og á óperett- um þeim sem Þjóðleikhúsið sýndi á árunum 1951—1958 og má því með réttu kallast raunverulegur upphafsmaður óperuflutnings á fslandi, með flutningi á óperunni Rigoletto 1951 enda er það svo að íslensk ópera eða óperettustarf- semi er ekki að fæðast í dag, heldur hefur hún verið allt frá því Þjóðleikhúsið hóf þessa starfsemi undir stjórn Dr. Victors Urbancic og með aðstoð leikhússkórs og Sinfóníuhljómsveitar, einsöngv- ara, leikara o.fl. sem hafa komið við sögu á 27 ára tímabili. Það væri hollt þeim sem ungir eru og vilja gjarnan gleyma hinu liðna, að minnast þess að enda þótt Dr. V. Urbancic hafi verið helsti máttarstólpi tónlistar- og sönglífs- ins og upphafsmaður óperu- flutnings hér á landi, þá var það andstætt hugsun hans að reka áróður fyrir sjálfum sér eða verkum sínum, þess þurfti heldur ekki, því list hans og mannkostir skipuðu honum strax á fremsta bekk meðal bestu lista- og mann- kostamanna þjóðarinnar. Þótt hann væri fæddur erlendis var enginn maður í reynd meiri íslendingur en hann. ísland var hans annað föðurland og hann hlaut snemma ísl. ríkisborgararétt og hina ísl. fálkaorðu fyrir störf sin. Ég get fullyrt af persónuleg- um kynnum mínum af honum, að hann var elskaður og virtur af samstarfsmönnum sínum og á það ekki hvað síst við um Þjóðleik- hússkórinn og starfsfólk leikhúss- ins, sem sá hvernig hann gat með gáfum sínum og snarræði breytt næstum óleysanlegum verkum í góð leikhúsverk, enda Iagði hann oft nótt með degi. Má sem dæmi nefna að á stríðsárum, er lítið samband var við útlönd og nótna- birgðir því litlar hér á landi, spurði enginn hvernig hann fór að því að halda alla hljómleika eftir áætlun, en til þess þurfti hann að sitja á næturnar í útvarpinu og handskrifa nótur fyrir alla hljóm- sveitina. í verkefnum Þjóðleik- hússins gerði hann oft og tíðum allt í senn, æfði og stjórnaði hljómsveitinni, æfði alla einsöngv- ara, kór og var undirleikari við ballett leikhússins, auk þess út- setti hann lögin ef þurfa þótti og loks æfði hann söngatriði hjá leikurum. Allt þetta er svo mikið verk, að það er óskiljanlegt nútímamönnum hvernig þessi eini listamaður gat afkastað því öllu með sæmd. Það var unun að vinna með honum og undir hans stjórn. Þó var hann stjórnsamur, en mildur og sanngjarn og ætíð boðinn og búinn hvers manns vanda að leysa. Ég tel það hafa verið bæði lærdómsríkt og mikla gæfu að hafa átt þess kost að vera náinn vinur hans og samstarfs- maður í Tónlistarfélagskórnum og síðar Þjóðleikhússkórnum, meðan hans naut við. Það er óhætt að fullyrða að Þjóðleikhússkórinn missti við fráfall hans foringja sem aldrei gleymist og þá varð það skarð er ennþá hefur ekki verið fyllt. Stjórn kórsins varð þá og síðan að taka að sér ýmsa þá fyrirgreiðslu er hann sjálfur vann með sínum föðurlegu og vökulu augum fyrir velferð kórsins. Stjórn Þjóðleikhússins með þjóð- leikhússtjóranum Guðlaugi Rosinkranz kunni vel að meta mannkosti Dr. Urbancic og því var honum trúað fyrir svo miklu á skömmum tíma. Hinn mikli at- hafna- og listamaður þoldi að lokum ekki hið mikla álag og dó úr heilasjúkdómi sem þá var ekki kostur að lækna hér á landi. Núverandi þjóðleikhússtjóri Sveinn Einarsson minntist Dr. Urbancic á 70 ára fæðingarafmæli hans en þá var einmitt afhjúpuð brjóstmynd af Dr. Urbancic eftir konu hans frú Dr. Melittu Urbancic og afhjúpaði Erika dóttir listamannsins og myndhöggvarans brjóstmynd þessa við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhúss- ins. Sveinn Þjóðleikhússtjóri sagði þá að Dr. Urbancic hefði m.a. lagt listrænan grundvöll að söngleikja- flutningi í leikhúsinu, enda kann hann vel að meta og vill hlúa að þeirri starfsemi í framtíðinni. Ekkja hins látna sagði eftir andlát manns síns að hann hefði sagt í sinni banalegu: „Þegar ég er ekki lengur veikur, þá safnið fé til sérnáms fyrir ísl. lækna í útlönd- um, svo að enginn íslendingur þurfi í framtíðinni að líða hjálpar- laus hérlendis eða verða sendur til útlanda til lækninga í slíkum tilfellum." Eftir lát hans á föstu- daginn langa 1958, stofnaði kór hans, Þjóðleikhússkórinn því minningarsjóð í þeim tilgangi að uppfylla hinstu ósk söngstjóra síns. Tilgangur sjóðsins var skýrt afmarkaður í upphafi og átti að styrkja lækni til sérnáms í heila- og taugaskurðlækningum (Neuro- Kirurgi). Og Dr. Urbancic varð að ósk sinni, því nú eru starfandi 2 læknar hér í borg í heila- og taugaskurðlækningum, sem mikið og verðskuldað orð fer af og hafa á sínum tíma notið styrks úr sjóðn- um. 1973 voru gerðar þær skipu- lagsskrárbreytingar, að markmið sjóðsins var víkkað þannig, að það nær ekki eingöngu til lækna í sérnámi í heila- og taugaskurð- lækningum, heldur einnig til aðstoðarfólks í sérnámi í hjúkrun heila- og taugaskurðsjúklinga og svo til bókakaupa á þessu sviði og tækjakaupa svo fullkomin starfs- aðstaða skapist fyrir hina nýju sérfræðinga, eftir ákvörðun sjóðs- stjórnar. Stjórn sjóðsins skipuðu í upp- hafi frú Dr. Melitta Urbancic, ekkja hins látna hljómsveitar- stjóra, en sonur hennar, Pétur Urbancic fulltrúi, hefur jafnan farið með umboð hennar á sjóðs- stjórnarfundum. Þá hefur og Þorsteinn Sveinsson lögmaður átt sæti frá upphafi í stjóðsstjórninni sem formaður Þjóðleikhússkórsins og loks læknar, fyrst Próf. Dr. Snorri Hallgrímsson, meðan hans naut við, en síðar til skiptist sérfræðingarnir í heila- og tauga- skurðlækningum hér á landi, Kristinn D. Guðmundsson og Bjarni Hannesson. Á fundi sjóðsstjórnar nú nýlega var ákveðið eftirfarandi: „I tilefni af þessu merkisafmæli (75 ára fæðingarafmælis Dr. Victors Urbancic) hefur því stjórn minningarsjóðsins ákveðið að leggja fram kr. 160.000 sem fyrsta stofnframlag til kaupa á svo- nefndu „CAT-scan“-rannsóknar- tæki (röntgenskyggningartæki með tölvuúrvinnslu) til rannsókn- ar á sjúklingum með meinsemd í heila, en það er einmitt einn tilgangur sjóðsins samkvæmt skipulagsskrá hans og ósk Dr. Urbancic að styrkja slík málefni. Tækni þessi hefur mjög rutt sér til rúms erlendis á síðustu árum og þykir taka mjög fram eldri rann- sóknaraðferðum, sem hafa reynst bæði vandasamar og áhættusam- ar. Meðan slík tæki eru ekki til hér á landi, hefur orðið að beita þessum úreltu eldri rannsóknarað- ferðum eða senda sjúklingana til útlanda til skyggningar þar. Tæki þessi eru hinsvegar svo dýr, að Islendingar hafa fram að þessu ekki haft bolmagn til kaupa á slíku. Er það von sjóðsstjórnar, að framlag þetta megi verða til þess að skapa fordæmi og flýta þannig fyrir því að við verðum þess umkomnir að eignast slíkt öndveg- istæki, sem nú þegar er komið efst á óskalista þeirra lækna, sem hér eiga hlut að máli. Sjóðurinn skuldbindur sig hér með til að afhenda þessa fjárhæð kaupanda tækisins, þegar þar að kemur, ásamt því fé öðru, sem safnast kann í þessu sérstaka augnamiði og geymt verður á biðreikningi þangað til.“ Dr. Melitta Urbancic, sem átti þessa stórmerku hugmynd, hefur einnig hug á að safna á biðreikn- ing í þessu augnamiði og öruggt er að fleiri munu á eftir koma enda er þess vænst að bæði borgin og ríkissjóður sjái sér fært að koma hér til liðs og afhenda fé á biðreikning, því tæki sem þetta er þegar orðið nauðsynlegt og mun koma innan fárra ára ef nægur vilji og geta er fyrir hendi. Minningarspjöld Minningarsjóðs Dr. Victors Urbancic fást á eftirtöldum stöðum: 1) Bókaversl- un ísafoldar, Austurstræti, 2) Bókaverslun Snæbjarnar Jónsson- ar, Hafnarstræti 4 og 3) í Lands- banka íslands, Ingólfshvoli 2. hæð („Erlend viðskipti"). Á þessum minningardegi um Dr. Victor Urbancic verður manni ósjálfrátt að íhuga hversu nú væri umhorfs ef hans nyti enn við á 75 ára afmælisdegi sínum. Ég er sannfærður um að þá hefði marg- ur vandinn verið fljótar leystur í söng- og tónlistarmálum okkar íslendinga, en raun hefur á orðið. Eitt lítið dæmi mætti nefna, enginn annar hefur þau 20 ár frá því Dr. Urbancic lést, verið fastráðinn hljómsveitarstjóri Þjóðleikhússins og segir það sína sögu. Það er máltæki að maður komi í manns stað og víst hefur það nokkuð til síns máls, en eitt ættu arftakar Dr. Urbancic í tónlistarmálum jafnan að hafa í huga, að gera sig aldrei bera að því að telja sig vera brautryðjendur að verkum þeim, sem hann hefur flutt við frumstæð skilyrði og erfiðar aðstæður. En þótt Dr. Urbancic sé löngu farinn úr þessum heimi, hljóðlátt eins og hann var sjálfur í allri framgöngu í lífinu, þá mun íslensk þjóð eigi gleyma að þakka algóðum Guði fyrir sólargeislann sem kom til að tendra upp ísl. tónlistarlíf á erfiðum tímum í listasögu ísl. þjóðarinnar og veita til hennar nýjum menningarstraumum, jafn- framt því að vera sem maður fyrirmynd annarra í allri háttvísi og framkomu. Því blessum við minningu hans með orðum skálds- ins Guðmundar E. Geirdal, ortum 1945: „Við vitum þú crt sniliinKur ok tóna töframaður. svo tÍKÍnn. trjáls ok Klaður. 1>A umKrnKst junKtrú Musik ok srrhvcrn hcnnar hljóm. ok lyftir siinKsins vinum á va-nKjum tóna þinna. I>að vcit ck að þcir finna. mcð list ok snilli inn í hcnnar aðsta hclKÍdóm.- Þorsteinn Sveinsson formaður Þjóðleikhússkórsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.