Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1978 Hækkun milli ára er 83% IIFIILDARÁLAGNING skatta í Austurlandsumdæmi cr sam- kva'mt skattskrá kr. 3.579.337.762 oj? er hækkun frá s.l. ári 83%. Kemur bctta fram í 20% hækkun hjá Hitaveitu 18,3%hjáRaf- magnsveitunni Ríkisstjórnin samþykkti í gær 25% hækkun á heildsölu- veröi rafmaæns og ennfremur 20% hækkun á töxtum hita- veitu Reykjavíkur. Einnig var á rikisstjórnarfundinum sam- þykkt að Rafmagnsveitu Reykjavíkur væri heimilt að hækka taxta um 8,3% til viðbótar hækkun heildsölu- verðs frá Landsvirkjun. Þýðir það að alls hækkar smásölu- verð rafmagns frá Rafmagns- veitunum um 18,3%. Fyrir nokkru fór Landsvirkj- un fram á 35% hækkun á heildsöluverði rafmagns og á svipuðum tíma fór borgar- stjórn fram á 25% hækkun á töxtum Hitaveitu Reykjavíkur. Þessar umsóknir voru sendar til Gjaldskrárnefndar, en for- maður hennar er verðlags- stjóri. Gjaldskrárnefnd sam- þykkti ekki umbeðnar hækkan- ir, en lagði til 25% hækkun til Landsvirkjunar og 20% til Hitaveitunnar, og samþykkti ríkisstjórn þær tillögur. skattskrá Austurlands, sem var lögð fram f dag á Egilsstöðum. Ilæstu gjöld fyrirtækja ber Skinney h.f. Höfn í Hornafirði tæpar 122 millj. kr og af ein- staklingum greiðir Björn Ólafs- son Höfn í Hornafirði hæst gjöld, 26.6 millj. kr. Tekjuskattur einstaklinga hækkar um 111%, félaga 39%, eignaskattur einstaklinga hækk- ar um 76% og félaga um 98%, aðstöðugjöld einstaklinga hækka um 64% og félaga um 56%. Útsvar einstaklinga hækkar sfðan um 64%. Skinney h.f. á Hornafirði ber eins og fyrr segir hæst gjöld eða kr. 121.976.125 og önnur hæstu fyrirtæki eru: Fiskimjölsverk- smiðja Hornafjarðar 48.890.264, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum 42.909.503 kr., Kaupfélag A-Skaft- fellinga Hornafirði kr. 38.773.933, Pólarsíld h.f. Fáskrúðsfirði 34.249.861, Hraðfrystihús Eski- fjarðar h.f. 30.786.958, Síldar- vinnslan h.f. Neskaupstað 27.629.633 og Tangi h.f. Vopnafirði 23.853.746. Eins og fyrr segir greiðir Björn Ólafsson umboðssali. hæst gjöld einstaklinga eða kr. 26.625.921, og næstir eru Brynjólfur Hauksson læknir Fáskrúðsfirði kr. 6.295.378, Eggert Brekkan læknir Neskaup- stað, kr. 4.421.520, Víglundur Pálsson útibússtjóri Vopnafirði kr. 4.150.028, Þráinn Rósmundsson læknir Seyðisfirði kr. 3.971.944, Guðmundur Kr. Guðmundsson skipstjóri Hornafirði kr. 3.845.249 og ísleifur Gíslason skipstjóri Eskifirði kr. 3.838.900. FJÖLMARGIR fslendingar brugðu undir sig betri fætinum um verzlunarmannahelgina að vanda. Helgin var þó óhappalítil þrátt fyrir mikla umferð og fjölmenni á samkomustöðum. Meðfylgjandi myndir voru teknar að Laugarvatni en nánar segir frá verzlunarmannahelg- inni á bls. 2. Ekki grandvöllur fyrir þjóðstjórn Búizt við að þingflokkur sjálfstæðismanna veiti heimild til að hefja viðræður um 3 flokka st jórn VÆNTA má að þjóðstjórnarhug- myndinni, sem forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa verið að kanna grundvöllinn fyrir, verði aflýst í dag. Haldinn verður sfðdegis Breiðholti h£. lokað 1 gær vegna vangreidds söluskatts Verktakafyrirtækinu Breiðholti hf. var f gær lokað af tollstjóranum í Reykjavík vegna vangreidds söluskatts. Fjárhagsstaða fyrirtæk- isins hefur verið erfið um skeið, en það hefur stóran verktakasamning um að reisa verkamannabústaði f Reykjavík fyrir opinbera aðila. og að því er Morgunblaðið hefur fregnað er þess að vænta í dag að tekin verði ákvörðun um það innan sfjórnar verkamannabústaðanna hyer verði framvinda þessa verk- efnis. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um eru skuldir Breiðholts hf. við tollstjóraembættið og gjaldheimtuna um 160 milljónir króna auk vaxta. Björn Hermannsson tollstjóri tjáði Mbi. að frekar væri skuld fyrirtækis- ins við tollstjóraembættið spurning um milljónir en milljónatugi, og Guðmundur Vignir Jósepsson gjald- heimtustjóri staðfesti að skuldir fyrirtækisins við Gjaldheimtuna væru hátt á annað hundrað milljón- ir. Þá sagði Gylfi Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, Morgunblaðinu, að skuld Breiðholts við verksmiðjuna vegna sementskaupa árin 1976 og 1977 væri um 60 milljónir króna auk vaxta. Bæði Gjaldheimtan og Sements- verksmiðjan gru að vinna að upp- boðskröfum vegna skulda Breiðholts. Hefur Sementsverksmiðjan veð í húsi Rafha við Háaleitisbraut, Suðurveri, og í fjórum íbúðum í Breiðholtinu, en skv. heimildum blaðsins mun Breiðholt hf. ekki hafa losað veðin úr þessum fasteignum þrátt fyrir loforð í þá veru. Fyrirtækið byggði og seldi um- ræddar fasteignir. Þá hefur komið fram að samkvæmt ósk Björgvins Guðmundssonar, formanns borgar- ráðs, frestaði stjórn Gjaldheimtunn- ar hinn 30. júní sl. uppboði á sjö bifreiðum Breiðholts. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst Mbl. ekki að ná sambandi við Sigurð Jónsson frkvstj. Breiðholts hf í gærkvöldi til að spyrja hann um mál þetta. „Breiðholt hf. skuldar opin- berum aðilum yfir 200 milljónir“ — sjá bls. 31. fundur í þingflokki sjálfstæðis- rnanna. og er almennt gert ráð fyrir þvf, að þar muni Geir Hallgrfmsson skýra frá því að ekki sé áhugi fyrir fjögurra flokka stjórn, og að næsti kostur muni verða tilraun til myndunar þriggja flokka stjórnar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og F ramsók narf lokks. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi þó ekki staðfesta þetta í samtali við Mbl. Hann sagði, að í gær hefði verið haldið áfram viðræðum milli for- svarsmanna flokkanna og sagði ennfremur, að enn sem komið væri lægi ekki fyrir hvert yrði næsta skrefið í þessum viðræðum. Hins vegar gat hann þess að í dag yrði haldinn fundur í þingflokki sjálf- stæðismanna og eftir hann mundi ljóst verða hvert framhald yrði -á stjórnarmyndunarviðræðunum af hans hálfu. Geir Hallgrímsson vildi ekki svara því hvort hann myndi boða til formlegra viðræðna um þriggja flokka stjórn en þegar vísað var til ummæla hans á blaðamannafundi á dögunum um að slíkur stjórnar- möguleiki væri nærtækasti kostur- inn, ef ekki gengi með þjóðstjórn, kvaðst Geir Hallgrímsson enn vera þeirrar skoðunar. Forsvarsmenn annarra flokka staðfestu að óformleg samtöl hefðu farið manna á milli í gær, en kváðust ekki eiga von á að neitt gerðist í stjórnarmyndunartilraunum sjálf- stæðismanna fyrr en að loknum þingflokksfundinum. „Við bíðum aðeins eftir næsta útspili." sagði forsvarsmaður eins flokksins. Flakaframleiðsla SH á Bretland jókst um 400% fyrstu 7 mánuðina FRAMLEIÐSLA flaka sem fara eiga á Bretlandsmarkað hefur aukizt um 400% það sem af er þessu ári, ef miðað er við sama tímabil í fyrra, að því er Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna tjáði Morgun- blaðinu í gær. Eyjólfur ísfeld sagði, að fyrstu 7 mánuði s.l. árs hefðu verið framleidd alls 1700 tonn af þorsk- og ýsuflök- um fyrir Bretlandsmarkað, en á sama tíma á þessu ári væri fram- leiðslan komin í 6600 tonn. Hann kvað aukningu í flakaframleiðslu fyrir brezka markaðinn hafa hafist verulega um mitt s.l. ár. Ástæðuna sagði hann vera, að markaður þar í landi hefði batnað og ennfremur hefði pundið styrkst og einnig væri það svo að þegar mikið af fiski bærist að landi, þá væri léttara og fljótlegra að vinna flök á Bretlands- markað en á Ameríkumarkað. Heildarframleiðsla frystihúsa inn- an vébanda SH jókst um 15% fyrstu sjö mánuði þessa árs, ef miðað er við fyrstu sjö mánuði ársins 1977. Andrew prins til Reykjavík- ur um helgina ANDREW prins frá Bretlandi er væntanlegur til íslands um helgina og mun dvelja í Reykja- vík í einn sólarhring. Prinsinn, sem nú er i' Kanada, hefur hér viðkomu á leið heim til Bret- lands og verður hann annar mcðlimur brezku konungsfjöl- skyldunnar scm hér dvclst um helgina. Hinn er Karl krón- prins. sem eins og kunnugt er dvelur nú við laxveiðar við Hofsá í Vopnafirði. Austfirðingar greiða 3,6 nullj- arða í skatta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.