Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 17 Fremsti kast- ari heimsins MEÐAL keppenda á Reykjavíkurleikunum er fremsti kastari heims. Er það Bandaríkjamaðurinn Mac Wilkins sem er heimsmeistari og jafnframt olympíumeistari í hinni klassísku og fornu íþróttagrein kringlukasti. Heimsmet Wilkins er 70.86 m en á þessu ári hefur hann kastað lengst 70.48 m sem er besta afrek í greininni í heiminum í ár. Næstur Wilkins er Evrópumethafinn Austur-Þjóðverjinn Wolfgang Schmidt með sitt nýsetta Evrópumet 68,93 m. • Hér sjást þeir Wilkins t.v. og Norðmaðurinn Hjeltnes sópa kasthringinn á Laugardalsvellinum í gær, Leist þeim vel á kasthringinn og allar aðstæður. (Ljósm. Emilía) Wilkins er ákaflega fjölhæfur kastari, sennilega sá fjölhæfast í heimi. Auk árangursins í kringlu- kastinu hefur hann varpað kúl- unni 20,84 metra og í sleggjukasti á hann best 61,36 metra. Spjótinu hefur hann kastað lengst 78,44 metra. Er þetta aldeilis frábær og ótrúlega góður heildarárangur í kastgreinum. — Takist mér að ná nokkrum góðum köstum í kring um 67 metra er ekki ólíklegt að mér takist að ná kasti yfir 70 metra sagði Wilkins í viðtali við íþróttasíðuna í gær á nýja Laugardalsvellinum. Var heimsmethafinn nýkominn úr dagsferð um Suðurland þar sem hann fór meðal annars að Gull- fossi og Geysi. — Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað tlands og líst mér vel á það sem ég hef séð. Landslagðið er alveg sérlega fagurt, og svo er loftið svo hreint, þið virðist vera lausir við alla mengun hér. Ég hef hlakkað til að koma hingað og keppa, og allar aðstæður hér virðast mjög ákjós- anlegar, þannig að ég geri mér vonir um góðan árangur í kringlu- kastinu. Heimsmet? — Það er ekki gott að segja, það getur þó alveg eins verið, takist mér vel upp. Þá fer það líka alltaf töluvert eftir áhorfendum, hversu vel þeir eru með á nótunum. Ég er ekki alveg nægilega ánægður með árangur minn í síðustu mótum sem ég hef tekið þátt í, e.t.v. er ég búinn að keppa of mikið. Frá 10. júní hef ég eingöngu dvalið í Evrópu og tekið þátt í mótum. Þó hef ég kastað vel yfir 67 metra að undanförnu og fyrradag kastaði ég rúma 66 metra léttilega hér á vellinum. Hefur það ekki truflandi áhrif að einbeita sér ekki að einni sérstakri kastgrein? — Kringlukastið er uppáhalds- greinin mín þó svo að ég keppi í hinum greinunum með. Það er kostur að vera í fleiri kastgrein- um, og byggir það mann frekar alhliða upp. Hins vegar verður maður að einbeita sér að tækninni í kastgreinunum. Tæknin hefur miklu meira gildi en krafturinn. Að mínu mati er tæknin 75—SOVr af getunni, og ég hugsa meira um tækniuppbyggingu en lyftingar og kraft. Sem dæmi get ég nefnt að ég horfi á köstin hjá mér á myndseg- ulbandi aftur og aftur í þeirri von að geta bætt stílinn. Hvert er takmarið? — Að sjálfsögðu er takmarkið að bæta heimsmetið í kringlukast- inu, ég veit að ég get kastað mun lengra, þó vil ég ekki nefna neina tölu, en með markvissri uppbygg- ingu mun ég ná að hæta mig enn frekar, sagði þessi geðþekki ungi maður að lokum. - ÞR. Gaman að vera kominn aftur MEÐAL keppenda á Reykjavíkurleikunum er spretthlauparinn Charlie Wells sem á best 10 sek. í 100 m hlaupi. Wells var meðal keppenda á leikun- um í fyrra og vakti þá mikla athygli. — Það er gaman að vera kominn hingað aftur. hér eru allir svo almennilegir og þægileg- ir í allri umgengni. Þá vonast ég til að ná góðum árangri, bæði Aldrei fyrr fleiri stjömur á einu móti HINIR árlegu Reykjavíkurleikar í frjálsum íþróttum hefjast í kvöld kl. 19.30 á nýja tartanvellinum í Laugardal. Er þetta í fyrsta sinn sem íþróttamót er háð á slíkum velli hérlendis. Um 20 heimsþekktir erlendir íþróttamenn taka þátt í mótinu og er þetta sterkasta frjálsíþróttamót sem fram hefur farið hérlendis. Er augsýnilegt að vegur Reykjavíkurleikanna fer vaxandi. vcgna þess að ég er í betri æfingu nú en áður og svo finnst mér ekki eins kalt hér nú og var þegar ég keppti hér í fyrra. — Eg þekki vel til þeirra sem ég keppi við og höfum við að undanförnu skipst á að sigra hvern annan á þeim mótum sem við höfum keppt á, þó er enginn vafi á því að hlaupið verður spennandi og skemmtilegt þar sem útilokað er að spá um úrslit. — Þá getur Vilmundur veitt okkur harða keppni. hann er vanur veðriðnu hér og hefur að því leyti vissan vinning á okkur hina. — Það hefur verið tilhlökkun- arefni fvrir mig að koma hingað aftur og ég vonast til að koma hingað oft í framtíðinni sagði Charlie Wells. - ÞR. Spjótkast laiímark 52.0 KOMR 200 m hlaup láumark 20.3 800 m hlaiipp láumark 2>28.0 llástökk láumark 1.55 Boósnrcinar- 200 m hlaup sOO m hlaup 3000 m hlaup Kúluvarp Krimjlukast Stönj; láiímark 1.00 Kuppt vurrtur í ('ftirtiildum grnnum> KOM R FYRUI I)A(il:R« lOOmhlaup KARL.VR 100 m hlaup 100 m hlaup lágmark 51.3 1 .“>00 m hlaup K00 m hlaup. H hlaup BoOsKrrinar« lágmark 2>00.0 llástiikk lágmark 1.80 100 m hlaup lágmark 12.0 lágmark 01.0 1500 m hlaup Kúluvarp Krinukkast SEINNI I).\(il Rs KARLAR 1500 m hlaup lágmark l>25.0 Nýfarnir eru af landi brott, formaður UEFA, dr. Franchi og framkvæmdastjórinn H. Bangerter. Þeir voru hér dagana 5.-7. ógúst í boði KSÍ og voru hér báðir í fyrsta skipti. Hér er um að ræða tvo valdamestu mennina í knattspyrnumálum Evrópu. Erindi peirra hingað til lands var aö kynnast aöstæðum hér á landi og störfum knattspyrnuhreyfingarinnar, svo og að skiptast á skoðunum um evrópsk knattspyrnumálefni. Engar ákvarðanir voru teknar, enda var pað alls ekki ætlunin, en hitt er vitað, aö peim mun ekki hafa litist á aöstæðurnar til Evrópuleiks í Vestmannaeyjum, sem Eyjamenn höfðu pó fullan hug á er Glentoran frá Norður-irlandi sækir pá heim í haust. Eru allar horfur á að leika verði uppi á meginlandinu. Meðal keppenda á leikunum verður heimsmethafinn í kringlu- kasti Mac Wilkins. en hann er jafnframt fjha'fasti kastari í hciminum. Steve Riddick. Bill Collins og Charlie Wells keppa í spretthlaupunum. hafa þeir allir hlaupið 100 m á 10 sek sléttum svo búast má við harðri keppni þeirra á milli. Sex góðir milli- vegalengdarhlauparar koma frá Bandaríkjunum. Evrópumeistarinn innanhúss í kúluvarpi Reijo Stalberg. verður meðal keppenda svo og norski kringlukastarinn Knut Hjeltnes sem á best 65.66 metra í ár. Frá Sovétríkjunum koma fjórir íþróttamenn. þar af ein kona. Stangarstiikkvarinn Larrie Jess- ey sem á 5.61 m og Ben Fields keppir í hástiikki en hann hcfur stokkið best 2.28 m. Ekki má gleyma íslenzku kempunum sem koma eflaust til með að standa vel íyrir sínu í hinni hiirðu keppni við crlendu íþróttamennina. Hreinn Ilalldórs- son keppir í kúluvarpi (21.09 m). Óskar Jakobsson í kringlukasti (61.71 m). Jón Diðriksson í 800 m hlaupi (1.19.3 mín.) og Vilmund- ur Vilhjálmsson í 100 m (10.3 sek.). • Charlie Wells leist vel á nýju tartanbrautina og sagði mikinn mun á því að hlaupa á svona braut eða þeirri sem er á aðallcik- vanginum. Wells keppti hér einnig í fyrra og náði þá ágætum árangri. Hann á bes.t 10 sek. í 100 m hlaupi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.