Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 11 Magnús L. Sveinsson, borgar- fulltrúi: Málatilbúnaðurinn sýnir mik- ið hugmyndaflug en þó fyrst og fremst ótrúlega ómerkilegar hvatir til að gera menn tor- tryggilega með getsökum ein- um saman. Hvaða ástæðu „Þjóðviljinn" hefur séð til að birta mynd af Sjálfstæðishúsinu með þessum texta í tengslum við nefnt viðtal við Sigurð Jónsson, fæ ég ekki með nokkru móti skilið, nema ástæðan sé sú ein, að reyna að gera mig tortryggilegan með getsökum ein- um saman. Það skal viðurkennt, að útfærsla viðtalsins og allur mála- tilbúnaðurinn því samfara, sýnir mikið hugmyndaflug en þó fyrst og fremst ótrúlega ómerkilegar hvatir til að gera menn tortryggi- lega með getsökum. Ég hafnaði Ármannsfelli en samþykkti Breiöholt h.f. Það eru „tengsl“ mín við Þessi fyrirtæki. í aðalfyrirsögn „Þjóðviljans" við viðtalið vjð Sigurð Jónsson er sagt: „ístak og Ármannsfell reyna að koma okkur á kné“. Ef „Þjóðviljinn" er með getsök- um sínum um mig að gefa í skyn, sem eiga viðskipti við Ármanns- fell, hvað segir þá „Þjóðviljinn um „tengsl" Guðmundar J. Guð- mundssonar, varaþingmanns kommúnista og formann Verka- mannasambands íslands, sem í stjórn Framkvæmdanefndar bygg- ingaráætlunar greiddi atkvæði með því fyrir nokkrum dögum, að hafna lægsta tilboðinu, sem barst í byggingu 15 parhúsa frá Reyni h.f. en samþykkti að taka tilboði frá Ármannsfelli, sem var um 7 milijón kr. hærra, en Guðm. J. Guðmundsson bar eflaust meira traust til. Væri nú ekki rétt að „Þjóðvilj- inn“ birti t.d. mynd af forstjóra Ármannsfells og Guðmundi J. Guðmundssyni _og spyrði: „Eru tengsl milli Ármannsfells og Guðmundar J. Guðmundssonar, varaþingmanns komm- anna?) Ekki er laust við að Þetta minni að aðferðir nasistanna, Þegar Þeir voru upp ó sitt bezta og áhrifa „innrætingarinnar" gætti sem mest. Það ómerkilega við þessi skrif „Þjóðviljans er, að ekki er gerð minnsta tilraun til að finna orðum Margt l)ÓU er um Armannsfell sagt. Fyrst voru þeir sakaðir um mútur við byggingu Sjálfstcðishússins og nii um að reyna að koma Breiðholti hf. á kné. Eru tengsl milli Armannsfells og Magnúsar L. Sveins- sonar borgarfulltrua fhaldsins? Sigurður Jónsson hjá Breióholti hf. ístak og Ármannsfell reyna aö koma okkur á kné — ásakar Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúa um trúnaðarbrot I sambandi viö fréttir af f járhagserfiðleikum Breiðholts h.f. hef ur fram- kvæmdastjóri fyrirtækis- ins Siguröur Jónsson látið að því liggja að sterkir að- ilar séu að reyna að koma honum á kné. Þjóðviljinn haföi samband við Sigurð um þetta mál i gær. „Jú. þaö er alveg rétt”, sagði Sigurður, „ákveðnir aðilar hafa gert allt sem þeir geta til þess að bregða fyrir okkur fæti. Og ég verð að segja það að mér, finnst þaö undarlegt jjegar fulltrúi hins frjálsa framtaks er farinn að pre- dika það I fjölmiölum að stjórn verkamannabústaða eigi sjálf að fara aö taka að sér verk I staö þess að bjóða þau út.” >jv.: Þú átt bér við Magnús Sveinsson, borgarfulltrúa. Sigurður: „Já, ég á við hann. Og ég vil lika segja það að það er I einhver sá mesti dónaskapur sem I ég hef lent i aö eiga bréfaskipti I við svona menn, i trúnaði og I trausti að maður heldur, til þess I aö leysa viðkvæm mál. Og svo eru J partar úr bréfunum birtir I fjöl- | miðlurn dag eftir dag, slitnir úr I samhengi. Þetta ei^skýlaust I trúnaðarbrot hjá manninum (Magnúsi Sveinssyni,; innsk. Þjv.) og mér er til efs að hann geti talist hæfur til setu I opinber- um embættum eftir svona hegð- un.” Þjv.: Hverjir eru þaö sem reyna að bregða fyrir þig fæti? Sigurður: „Ja, fyrirsögnin i VIsi segir i raun allt sem þarf að segja I þvi efni. Það er forystan I Verktakasambandi lslands, sem er I höndum tveggja fyrirtækja, i tstaks og Armannsfells. (Þessi tvö fyrirtæki áttu næstlægsta og þriðja lægsta tilboðið I byggingu Framhald á 14. sfðu Breiöholt Framhald af bls. 1*- I verkamannabústaða sem Breið-j | holt fékk. Þjv.) Þeir gerðu það sem þeir gátu I I til þess að koma I veg fyrir aö við | j fengjum þetta verk. ^ Þegar við vorum aö fara 11 I bankana til að fá garanti varð- I I andi verkið, þá voru þeir venju- ■ lega búnir að vera þar á undan og I búnir að eitra til að koma i veg | fyrir að maöur fengi garantiin. En mér þætti gaman að sjá samanburð á veröi ibúða sem Ar- mannsfell og Breiðholt hafa byggt Þeir hafa yfirleitt byggt dýrustu ibúðimar sem hægt er að fá en Breiðholt þær ódýrustu. Ætli þaö muni ekki svona 50—60% á veröi á ibúð hjá okkur og Armannsfelli.” eng. „Margt ljótt er sagt...,, Veitzt er aó mér meö órök- studdum dylgjum og getsökum um að „tengsl“ séu milli mín og fyrirtækis, sem „margt Ijótt er sagt um“ aö sögn „Þjóöviljans". Það er ekki hægt að segja, að „Þjóðviljinn" hafi sent mér vin- samlega kveðju um það leyti, sem verzlunarmenn voru að taka sér stöðu til að njóta verzlunarnjanna- helgarinnar. Ekki svo að skilja, að ég hafi vænst þess úr þeirri átt. Því er hins vegar ekki að neita, að skrif „Þjóðviljans", sem birtast á baksíðu blaðsins, laugardaginn 4. ágúst sl. þar sem veitzt er að mér með órökstuddum dylgjum og getsökum um tengsl mín við fyrirtæki, sem „margt ljótt er sagt um“ að sögn „Þjóðviljans", ganga lengra í siðleysi en ég hafði vænst, jafnvel af „Þjóðviljanum". Tilefnið er, að „Þjóðviljinn" á viðtal við Sigurð Jónsson, eiganda og framkvæmdastjóra Breiðholts h.f. vegna fjárhagserfiðleika fyrir- tækisins og samskipta þess við Verkamannabústaðina í Reykja- vík. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri, brigslar mér í viðtaiinu um trúnaðarbrot. Slíka staðhæfingu af hálfu Sigurðar tek ég ekki alvarlega og hygg ég að fáir, sem þekkja Sigurð geri það. Ég hefði því ekki talið ástæðu til að elta ólar við ólundartal Sigurð- ar, sem ég kem nánar að síðar, ef ekki hefði fylgt viðtalinu furðuleg útlisting og málatilbúnaður blaðs- ins með getsökum um fyrirtæki, sem „Þjóðviljinn" segir að „margt ljótt sé sagt um“ (hver gerir það?)og spyr hvort tengsl séu milli þess og mín. Með viðtalinu er birt mynd af Sjálfstæðishúsinu með eftirfar- andi texta: „Margt ljótt er um Ármannsfell sagt. Fyrst voru þeir sakaðir um mútur við byggingu Sjálfstæðis- hússins og nú um að reyna að koma Breiðholti h.f. á kné. Eru tengsl milli Ármannsfells og Magnúsar L. Sveinssonar, horgarfulltrúa íhaldsins“ að ég með „tengslum" mínum við Ármannsfell, eins og látið er liggja að með myndatextanum, sé þátt- takandi í því með Ármannsfelli að reyna að koma Breiðholti h.f. á kné, þá skal það upplýst, að einu „tengsl" mín við Ármannsfell varðandi verkamannabústaðina hafa verið þaú, að ég sem stjórnar- maður þar, hafnaði Ármannsfelli sem verktaka, sem var með næstlægsta tilboðið í byggingu 216 íbúða á vegum verkamannabú- staða en samþykkti Breiðholt h.f. sem verktaka, þar sem þeir voru með lægsta tilboðið og lögðu fram fulla bankatryggingu. Hámark lágkúrunnar. Fyrirtæki er gert tortryggilegt meö pví einu aó segja: „Margt Ijótt er um pað sagt“. Síöan er reynt aö koma höggi ó pólitísk- an andstæöing með einfaldri spurningu: Eru „tengsl“ milli hans og Þessa „illa umtalaöa" fyrirtækis? Annað sem sýnir glöggt innræt- ið hjá þeim, sem „þjóðviljann" skrifa, eru hinar hálfkveðnu vísur í garð Ármannsfells og órökstudd- ar aðdróttanir í þeirra garð, til þess eins að gera fyrirtækið tortryggilegt í augum fólks, m.a. er dylgjað um mál, sem dómstólar hafa fjallað um og hreinsað fyrirtækið af. Síðan er þetta „illa umtalaða" fyrirtæki notað, ef blaðið telur sig þurfa að koma höggi á pólitískan andstæðing og aðeins spurt sakleysislegra spurn- inga eins og: „Eru tengsl milli Ármannsfells og Magnúsar L. Sveinssonar, borgarfulltrúa íhaldsins?" Þar með er málið afgreitt af hálfu „Þjóðviljans", svo einfalt er það. Þvílík lágkúra. Traust Guóm. J. Guðmundsson- ar á Ármannsfelli. Eru tengsl milli Ármannsfells og Guómundar J. Guömunds- sonar, varaÞingmanns komm- anna? En úr því, að það eru tortryggi- legir menn, að áliti „Þjóðviljans", og getsökum í garð annarra stað, enda ekkert efni til. Þá yrði lítið úr öllum málatilbúnaðinum. Tilgangurinn er auðsjáanlega ekki sá, að upplýsa lesendur blaðsins um það sanna og rétta, heldur mata þá á getsökum einum saman um menn, þannig fram- reitt, að sá, sem málatilbúnaðinur. er beint gegn, standi hinn tor- tryggilegasti fyrir augum lesenda blaðsins. Þetta er ein mesta lágkúra, sem þekkist í samskipt- um manna og er sem betur fer fátíð í öðrum blöðum en „Þjóð- viljanum". Þar hafa menn móttekið „inn- rætinguna" og árangurinn lætur ekki á sér standa. Ekki er laust við að þetta minni á aðferðir nasistanna, þegar þeir voru upp á sitt bezta og áhrifa „innrætingarinnar" gætti sem mest. Alið er á tortryggni, öfund og hatri meöal samborgaranna, sem ekki játast undir skoöanir Þeirra í einu og öllu. Þar sá Þeir og rækta sinn garö af mikilli alúö. Einhvern veginn finnst manm, að þessi lágkúra kommúnista í samskiptum við annað fólk sé ekki í samræmi við það, sem þeir þó predika í ræðu og riti, á torgum og mannamótum, að þeir séu „fulltrú- ar fólksins" og útvaldir til að verja einstaklingana fyrir því illa í heiminum, m.a. rógi og illmælgi, sem er rót margs ills. í hita leiksins, í átökum við pólitíska andstæðinga, gæta þeir oft ekki að sér og þá sjást þeir í sínu rétta ljósi. Þá sést, sem allt of margir láta blekkjast af, að þeirra lífsviðurværi er einmitt, að ala á tortryggni, öfund og hatri meðal samborgaranna, sem ekki játast undir skoðanir þeirra í einu og öllu. Kommúnistar vita, að það er tiltölulega auðvelt að ala á slíkum hvötum og þess vegna hafa þeir búið um sig í slíkum jarðvegi. Þar sá þeir og rækta sinn garð af mikilli alúð. Ekkert trúnaðarbréf hefur borizt frá Breiöholti h.f. Kaflar úr bréfum hafa ekki veriö birtir. Verkamannabústaðirnir eru opinbert fyrirtæki. Rekstri Þess fylgja engin leyndarmál. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri, brigslar mér í viðtalinu um trúnaðarbrot, og segir að ég hafi birt parta úr trúnaðarbréfi, slitna úr samhengi, í fjölmiðlum. Allt er þetta rangt. I fyrsta lagi hefur ekkert trúnaðarbréf borizt frá Breiðholti h.f til stjórnar verka- mannabústaðanna. I öðru lagi hefi ég ekki birt neina parta úr bréfi frá Breiðholti h.f. í viðtali, sem Morgunblaðið átti við mig, sem birtist 3. ágúst, segi ég frá því, að bréf hafi borizt frá Breiðholti h.f. og get síðan um efnisatriði bréfs- ins eins og Sigurður gerir raunar sjálfur í viðtali við Mbl. 4. ágúst án nokkurra athugasemda um trún- aðarbrot af minni hálfu. Það er ekki fyrr en daginn eftir hans eigin frásögn af bréfinu, að hann sleppir fram af sér beizlinu í „Þjóðviljanum" og virðist eins og félagsskapurinn þar hafi komið honum úr jafnvægi. Einnig vil ég vekja athygli S.J. á því, að hinn 29.7., fimm dögum fyrir viðtal Mbl. við mig, er upplýst í Mbl. að vegna fjárhags- erfiðleika Breiðholts h.f. hafi verið rætt í stjórn verkamannabústaða hvort breytingar verði hugsanlega gerðar á aðild Breiðholts h.f. að verkinu. Fyrir nokkrum vikum skýrði Vísir frá því að Gjald- heimtan hefði fallist á frestun á uppboði hjá Breiðholti h.f. vegna skulda á sköttum. Það mun hafa verið gert samkvæmt beiðni Björgvins Guðmundssonar, for- manns borgarráðs, flokksbróður Sigurðar Jónssonar. Allmikið hafði því Verið fjallað um fjár- hagserfiðleika Breiðholts h.f. í fjölmiðlum áður en Mbl. átti viðtal við mig. Þá er rétt að upplýsa, að stjórn verkamannabústaða ræddi það á fundi sínum hinn 28. júlí, að engin ástæða væri að leyna fjölmiðla neinu í sambandi við þetta mál, ef þeir leituðu eftir fréttum. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því, vegna ummæla S.J. um setu mína í opinberu embætti, að verkamannabústaðirnir eru opin- ber stofnun, sem fjármögnuð er af borg og ríki, og öll umsýsla og viðskipti fyrirtækisins eru opin öllum borgurum. Það getur vel verið að S.J. geti í lengstu lög leynt borgarana rekstri síns eigin fyrir- tækis, en það á ekki við opinber fyrirtæki eins og verkamanna- bústaðina. S.J. segist vilja útboö en biður jafnframt um aó fyrirtæki, sem ekki bauð í verkið, fái pað. S.J. læst vera hneýkslaður á þeim ummælum mínum í Mbl. 3. ágúst að ég taldi vel koma til greina að verkamannabústaðirnir tækju framkvæmdirnar í eigin hendur a.m.k. í bili, og athugað yrði síðar hvort rétt væri að bjóða einhverja verkþætti út. Það er min skoðun að öll stærri verk eigi að bjóða út, ef hægt er að koma því við. En þessi ummæli mín verða að skoðast í ljósi þess, að stjórn verkamannabústaða getur staðið frammi fyrir því að Breiðholt h.f. gefist upp á verkinu eða verk- samningi við það verði slitið vegna fjárhagserfiðleika þess um þessar mundir, og þá verður að tryggja að framkvæmdir stöðvist ekki. En ef að S.J. er hlynntur útboðum, finnst honum þá eðlilegt að fyrirtæki, sem ekki býður í verkið, fái það? Það er S.J. nú að fara fram á við stjórn verka- mannabústaða, þegar hann biður um að Norðurás h.f., sem ekki bauð í verkið, fái að ganga inn í verksamning Breiðholts h.f. Þannig rekst eitt á annars horn í málflutningi S.J. En ég hygg að það megi að hluta rekja til þeirra fjárhagserfiðleika sem fyrirtæki hans er nú í og vil ég því taka vægt á hvatskeytlegum orðum hans. Hans vegna hefði ég kosið að þurfa ekki að svara því sem haft er eftir honum í margnefndu viðtali, en útlisting og allui málatilbúnaður „Þjóðviljans“ knúði mig til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.