Morgunblaðið - 10.08.1978, Side 1

Morgunblaðið - 10.08.1978, Side 1
36 SÍÐUR 170. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 Prcntsmiðja Morgunblaðsins. .. '*■ - ■*, >x ' , P§trt kftiit*- tandbúnsdar- Öar Wöa; v * •._, tnorgutT'JWP^pi hieysJwSöfiS jytó'v V'" Bnúntngsvét*3»**t j ö alr. Síár-n ána r - 0 rri W-' ga^TÉÍirnábgi^fn sýrtfnguna á bls': f í?'' *'''Í ' 'í.. . ■* • V- '-. . • ' • ' Öháðum iðjuhöldi falin myndun ríkis- stjórnar í Portúgal Soares brást vid hinn versti Lissahon 9. ájf. Reutor — AP. EANES forsoti Portúgals til- kynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að fara þess á leit við Alfredo Nobre da Costa, rösklega fimmtugan verkfræðing og iðju- höld. óháðan í stjórnmálum. að hann myndaði ríkisstjórn er fengi stuðning á þingi. Akvörðun Eanes mæltist vel fyrir hjá miðdemókrötum og sagði do Amaral formaður CDS að þeir myndu vcita da Costa það lið sem hann þyrfti til að þetta tækist enda aðkallandi að koma saman starfhæfri stjórn og losna um sinn að minnsta kosti við kosn- ingar. Cunhal formaður kommún- ista tók í sama streng og do Amaral. Aftur á móti brást Mario Soares fyrrv. forsætisráðherra. sem Eanes vék frá fyrir tveimur vikum. hinn versti við. Gustaði af honum er hann kom af fundi Eanes í kvöld þar sem honum var sagt frá þessu. Sagði Soares að ákvörðun Eanes forseta bryti í bága við stjórnarskrána en studdi það ekki rökum. Da Costa er í sumarleyfi í Algarve í Suður-Portúgal en mun að líkindum koma til Lissabon á morgun að ræða við Eanes og hefja fyrstu athuganir sínar á stjórnarmyndun. Hann var iðnað- ar- og tæknimálaráðherra í fyrstu ríkisstjórnum sem myndaðar voru í Portúgal eftir byltinguna 25. apríl 1974. Begin: „Mikilvægar upplýsing- ar fluttar milli aðila” Alexandria, Tel Aviv, Jerúsalem, Washington 9. ág. Reuter, AP. BEGIN forsætisráðherra ísracls sagði í kvöld að „mikilvægar upplýsingar** hefðu verið bornar á milli aðila í för Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandarikjanna. Begin var spurður að því hvort hann vænti þess að Carter myndi koma með fastmótaðar tillögur á fundinn í Camp David er miðuðu að því að beina viðræðunum um frið í Miðausturlöndum í ákveðinn farveg. Begin kvaðst ekki gera ráð fyrir því. en í fréttum frá Washington hafði verið sagt að Begin og Sadat hefðu fallizt á að koma og ræða yfirlýsingu sem Bandaríkjamenn hefðu samið um málið. Fréttamenn hafa fyrir satt að hljóðið í Begin hafi í kvöld verið allt annað og betra en að undanförnu og virtist hann bjartsýnn og hinn glaðasti í lund. Hann sagðist vænta þess að hlutverk Bandaríkjastjórnar í þessu efni yrði að leiða aðilana saman til beinna samningavið- Kína og Líbýa taka upp stjórn- málasamband Peking, 9. ág. — Reuter. KÍNA og Líbýa undirrituðu í dag í Peking samning þar sem ákveðið er að taka sem fyrst upp stjórnmálasamband milli ríkjanna tveggja. Hefur þessari gjörð verið fagnað af hálfu fulltrúa þeirra Arabaþjóða sem fyrir hafa slík stjórnmála- tengsl við Kína. Diplómatiskar heimildir segja að þetta sé frekari áretting um áhuga Kína á Miðausturlandamálinu öllu og merki um það einnig að stjórnin í Tripoli reyni að halda jafnvægi í samskiptum sínum við Moskvu. Það voru utanríkis- ráðherrar landanna beggja sem samkomulagið undirrituðu. ræðna. Hann neitaði að segja neitt um fréttir ísraelskra blaða að hann hefði með leynd leyft að hafin yrði búseta Gyðinga á herteknum svæðum en áður hafði fulltrúi Likudflokksins neitað þeim. En fögnuður og eftirvænting virðist ekki aðeins vera í ísrael vegna þessa væntanlega fundar sem menn vona að brjóti upp þrátefli í samskiptum þjóðanna síðustu mánuði. I Egyptalandi var og ríkjandi betri hugur en um langa hríð að sögn frétta- manna og þar var sagt að Sadat hefði ákveðið að taka boðinu eftir að hafa fengið fréttir um nýja þróun í friðarumleitunum Miðausturlanda. Sadat hefur verið gagnrýndur í Sýrlandi, Kuwait og Jórdaníu fyrir að ætla að fara til fundar- ins og kom hörkulegust gagn- rýnin frá stjórnarblöðum í Sýrlandi. Fréttaskýrendur víðs vegar telja að með þessu fundarboði tefli Carter Bandaríkjaforseti verulega djarft, ekki sízt með það í huga að ekkert sérstakt sé um vitað sem bendi til þess að árangur geti náðzt á þessum fundi. Á hitt beri að líta að með þessu sýni Carter áræðni sem leiðtogarnir tveir, sem sækja hann heim, kunni væntanlega, að meta og leggi sig frám um að sýna samstarfsvilja. Lík páfa flutt til Rómar BÆNDIIR komu utan af ökrum og verkamenn í vinnufötum gcrðu krossmark og krupu meðfram leiðinni sem líkvagn- inn með jarðneskum leifum Páls páfa fór í dag frá Castelgandoifo til Rómaborga:. Kistan mun hvíla á viðhafnarbörum í Péturs- kirkju fram á íaugardag. Marg- ir sýndu merki geðshræringar og sorgar þegar likfylgdin ók hjá og grétu margir beizklega. Sjá bis.t 21 Eþíópíustjóm sækir fram London 9. ájí- — Reuter EÞÍÓPÍUSTJÓRN skýrði frá því í dag að hersveitir hefðu náð á sitt vald bænum Agordat í Erítreu úr höndum aðskilnaðarsinna og skæruliða úr ELF-fylkingunni. Var frá þessu sagt í útvarpi í höfuðborginni í dag. Innrásin í Tékkóslóvakíu 1968: Johnson hét að Banda- ríkin hefðust ekki að Köln 9. ág. AP LEONID Brezhnev sagði leiðtogum Tékkóslóvakíu í ágúst 1968, eftir að þeir höfðu verið fluttir nauðugir til Moskvu, að Johnson, þáverandi for- seti Bandaríkjanna, hefði fullvissað Sovétleiðtogana um að Bandaríkin myndu ekki grípa til íhlutunar til að stöðva innrás Varsjár- bandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu undir for- ystu Sovétríkjanna. Þessa fullyrðingu setur Zdenek Mlynar, fyrrverandi ritari tékkneska kommúnista- flokksins og einn af höfundum umbótaáætlun- arinnar í Tékkóslóvakíu á Dubcektímanum, fram í bók sinni „Næturfrost" sem er að koma út í Þýzkalandi um þessar mundir, nánar tiltekið á þeim degi þegar tíu ár eru Johnson liðin frá innrásinni í landið. Þetta er í fyrsta skipti sem svo háttsettur Tékki, sem var í hringiðu atburð- anna í ágúst 1968, leysir frá skjóðunni um hvað gerðist í landinu dagana eftir innrásina. Sjá nánar um bók Mlynars á bls 16 „Dubcok neitaði að skrifa undir“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.