Morgunblaðið - 10.08.1978, Side 2

Morgunblaðið - 10.08.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 Guðmundur sigraði á skákmótinu í Skien GUÐMUNDUR Sigurjónsson varð efstur með lxh v af 9 mögulegum á alþjóðaskákmótinu í Skien í Noregi, sem lauk í gær. í síðustu umferðinni vann hann Westerinen frá Finnlandi í 30 leikjum. Haukur Angantýsson hafnaði í 6.-8. sæti með 6'A vinning og þeir Jón Kristinsson og Jóhann Hjartarson urðu í Guðmundur Sigurjónsson. 9.—12. sæti með 6 vinninga. Alls voru þátttakendur á mótinu 96 talsins. „Skákin mín og Westerinen vai æsispennandi en ég hafði svart,“ sagði Guðmundur þegar' Mbl. ræddi við hann í gær. „Við lögðun allt í sölurnar, sviptingar urðu miklar og ennfremur tímahrak, en að lokum tókst mér að ná fram vinningi eftir 30 leiki.“ Guðmundur sagðist hafa byrjað á að vinna 3 fyrstu skákirnar, síðan gert 3 jafntefli og unnið svo þrjá síðustu skákirnar. Næstir á eftir Guðmundi á mótinu urðu þeir Sússler frá Svíþjóð, Ögaard frá Noregi, Grinfeld frá Israel og Schnider frá Svíþjóð, allir með 7 vinninga. Að sögn Guðmundar Sigurjóns- sonar vakti árangur Jóhanns Hjartarsonar, sem er aðeins 15 ára gamall, mikla athygli og hafa forráðamenn skákmóts, sem nú er að hefjast í Gausdal í Noregi, farið þess á leit að Jóhann tefli þar ásamt fleiri Islendingum. Um mótið í Skien sagði Guðmundur, að það hefði verið mjög erfitt, þar sem oft var setið við skákborðið í 10 klst. á dag. Áfrýjun í Guðmundar- og Geirfinnsmálum: Ríkissaksóknari fer fram á þyngingu dóma RÍKISSAKSÓKNARI hef- ur áfrýjað til Hæstaréttar dómum yfir sex af þeim sjö ungmennum, sem hlutu dóma í Geirfinns- og Guð- mundarmálum í sakadómi Reykjavíkur í desember s.l. í áfrýjunarstefnu er far- ið fram á staðfestingu á dómunum yfir Kristjáni Viðari Viðarssyni og Sævari Ciesielski, en þeir hlutu lífstíðarfangelsi, en farið er fram á þyngri dóma yfir Tryggva Rúnari Leifssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi, Guðjóni Skarphéðinssyni, sem dæmdur var í 12 ára fangelsi, Erlu Bolladóttur, sem dæmd var f 3ja ára , Talsmenn Flugleiða á fundinum í gær. Flugleiðir auka hluta- fé um 300 millj. króna Efna til f jölskyldugetraunar STJÓRN Flugleiða hefur ákveðið Farþegafjöldi Flugleiða hefur fangelsi og Albert Klahn Skaptasyni, sem dæmdur var í 15 mánaða fangelsi. Fjórir hinna dómfelldu, Sævar, Kristján, Tryggvi og Guðjón höfðu óskað eftir áfrýjun en Erla og Albert ekki. Samkvæmt lögum var saksóknara skylt að áfrýja dómun- um yfir fjórum fyrstnefndu mönnunum, þar eð þeir hlutu lengri dóma en 5 ára fangelsi. Sjöundi maðurinn, sem dóm hlaut, var Ásgeir Ebenezer Þórðarson, en hann hafði átt hlut í fíkniefnasendingu til landsins ásamt Sævari, en kom ekki við sögu sjálfs Geirfinnsmálsins. Hann hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Ás- geir áfrýjaði dómnum ekki og ríkissaksóknari sá heldur ekki ástæðu til áfrýjunar er varðar þátt Ásgeirs og mun mál hans því ekki fara fyrir Hæstarétt. að auka hlutafé félagsins um 300 millj. kr. eða 11% og verður það þá alls 2940 millj. kr. Þá hafa Flugleiðir ákveðið að bjóða lands- mönnum til getraunakeppni — Getraunakeppni heimilanna — þar sem þrenn 1. verðlaun verða fyrir alla fjölskylduna auk 20 aukaverðlauna, farmiða fyrir tvo milli landa og innanlands. Kom þetta fram á blaðamannafundi sem haldinn var með forráða- mönnum Flugleiða í gær, en um þessar mundir eru liðin fimm ár frá því að Flugleiðir h.f. var stofnað með sameiningu Flugfé- lags íslands og Loftleiða h.f. Á blaðamannafundinum kom fram, að þær þotur, sem nú annast Evrópuflug Flugleiða, anna því vart lengur og er rætt um að bæta við þann flota. Þær þotur, sem nú eru notaðar, eru af gerðinni Boeing 727—100. Nú er hætt að framleiða þessa gerð en verk- smiðjurnar framleiða nú stærri vélar svipaðar og nefnast þær 727—200, og taka 160 manns í sæti, en þær gömlu 126. aukizt nokkuð á þessu ári eða um 6.5% í venjulegu áætlunarflugi, úr 293.238 fyrstu sex mánuði s.l. árs í 312.402 á sama tíma á þessu ári. Nokkur samdráttur hefur hins vegar orðið í leigufluginu og ef það er talið með er heildarfarþega- aukningin 5,4%. Farþegum á Norður-Atlants- hafsflugleiðinni hefur fjölgað um 6,4% fyrstu sex mánuði þessa árs, en að sögn forsvarsmanna Flug- leiða, hefur afkoman á þessari leið ekki batnað að sama skapi, sökum harðnandi samkeppni. Bíðum ákvarðana með Hafnarfj arðarveginn — segir vegamálastjóri - Samkvæmt vegalögum Mbl. spurðist fyrir um leggur Vegagerðin vegi eftir skipulagi þar sem skipulagsskylt er. Búið er að samþykkja veginn frá Reykjavík eins og hann er í dag að Arnarneshæð, en ekki lengra og miðast núverandi tillaga við að hann haldi áfram gegnum Garðabæ, sagði Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri er Allt að lokast og uppsagnir hafnar — segir Karl Steinar Guðnason — Við sjáum ekki fram á annað en svartaþoku ef svo má segja, því hér er allt að lokast og uppsagnir hafnar bæði hiá fisk- vinnslufyrirtækjum og lslenzk- um aðalverktökum, sagði Karl Steinar Guðnason formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavfliur og nágrennis er Mbl. spurðist fyrir um atvinntihorfur á Suðurnesjum. Lögreglan herðir eftirlit með ökuhraða í borginni: Sex ökumenn svipt- ir ökuleyfi fyrir að aka yfir 100 km hraða Á FYRSTU 8 dögum ágústmán- aðar hefur lögreglan í Reykja- vík verið daglega í ratsjár- mælingum í höfuðborginni. 135 ökumenn hafa verið kærðir fyrir ökuhraðabrot og af þessari tölu hafa 48 ökumenn vcrið teknir fyrir ökuhraða, sem var milli 80 —90 km á klukkustund, 28 fyrir öku- hraða, sem var milli 90—100 km á klukkustund og 6 öku- menn fyrir að aka hraðar en 100 km á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 110 km hraða í EHiðaárbrekkunni. Umræddir 6 ökumenn voru sviptir ökuskírteini tímabund- ið og þeir auk þess látnir greiða háar sektir en lág- markssekt er 8000 krónur. í höfuðborginni má hvergi aka hraðar en 60 km á klukku- stund. Slysum í borginni öðrum en á ökumönnum og farþegum hefur fækkað það sem af er árinu og mun því lögreglan herða eftirlit- ið með ökuhraðanum, sagði Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn umferðarmála í samtali við Mbl. í gær. — Slysin, þar sem ökumenn og farþegar slasast, verða fyrst og fremst vegna þess að ökutæk- in, sem í árekstrinum lenda, eru á of miklum hraða, sagði Óskar. — Margir ökumenn gera sér ékki grein fyrir því hve mikil- vægt er fyrir þá að hafa ökuréttindin fyrr en þeir hafa misst þau. Það að missa öku- réttindin bitnar oft ekki ein- göngu á viðkomandi ökumanni heldur einnig á fjölskyldu hans og jafnvel atvinnu. Mér er alveg full alvara með að vara öku- menn við þessu aukna eftirliti lögreglunnar því við hér í lögreglunni kynnumst því hvað það getur verið sárt og til- finnanlegt fyrir margan mann- inn að missa ökuréttindin. — Við höfum verulegar áhyggj- ur af því hvað framtíðin ber í skauti sér, sá vandi sem við blasir bíður myndunar nýrrar ríkistjórn- ar og við getum lítið gert á meðan. Fjöldauppsagnir eru nú hafnar hjá Islenzkum aðalverktökum, nýlega var sagt þar upp 30 trésmiðum og það liggur í loftinu að tugum manna verði sagt upp nú um næstu mánaðamót. Venjulega er hér nokkur ördeyða á þessum árstíma, en nú blasir við meiri háttar stöðvun og fólk lætur skrá sig atvinnulaust. veginn gegnum Garðabæ. — Þessi tillaga verður að hanga uppi í tilskilinn tíma og síðan munu skipulagsyfirvöld athuga þær kvartanir og ábendingar sem fram koma og taka málið til meðhöndlunar. Svo virðist sem hver höndin sé upp á móti annarri þannig að ómögulegt er að segja til um nú hvor leiðin verður valin, niður með sjó eða eins og vegurinn liggur nú. Vegamálastjóri sagði að til væri fjárveiting til framkvæmda við Hafnarfjarðarveginn skv. núver- andi skipulagstillögum og yrði því Vegagerðin að bíða með fram- kvæmdir þar til ákvörðun yrði tekin. Hins vegar er ekki á fjárlögum gert ráð fyrir framkvæmdum við Reykjanesbraut frá Breiðholts- hverfum þar sem ekki hefur enn hafizt neinn undirbúningur fyrir • þær framkvæmdir, sagði vega- málastjóri að lokum. Tveir seldu í Bretlandi SKUTTOGARINN Vigri seldi 241 lest af fiski í Hull í gærmorgun fyrir 46.3 millj. kr. og var meðalverð fyrir aflann kr. 192. Þá seldi Erlingur GK 6 107.5 lestir í Fleetwood fyrir 25,9 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 241. Skattskrá Vesturlands: Samanlögð gjöld rúmir 3,2 milljarðar SKATTSKRÁ Vesturlandsum- dæmis hefur verið lögð fram og nema samanlögð gjöld alls kr. 3.250.480.000 og eru þau lögð á 6.973 einstaklinga og 438 fyrir- tæki. Hækkun frá fyrra ári er 67,26%“ og er þctta því ákaflega skikkanleg skattskrá,“ sagði Jón Eiríksson skattstjóri, „og er hún áberandi jöfn og við höfum lagt áherzlu á að endurskoða allan atvinnurekstur og teljum við að þetta séu nokkuð sannar tölur.“ Hæstu samanlögð gjöld einstaklinga eiga að greiða: Pétur Geirsson, Botnsskála 5.650.412 Guðjón Bergþórsson, Akranesi 4.842.894 Soffonías Cecilsson, Grundarfirði 3.327.934 Úlfar Kristjónsson Ólafsvík 4.196.525 Jósef H. Þorgeirsson, Akranesi 3.816.033 Þessi fyrirtæki eiga að greiða hæst samanlögð gjöld: Kaupfélag Borgfirðinga 34.478.316 Olíustöðin 28.746.715 Hraðfrystihús Ólafsvíkur 17.831.963 Hvalur hf. 17.480.211 Þorgeir og Ellert hf. 17.111.195

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.