Morgunblaðið - 10.08.1978, Side 15

Morgunblaðið - 10.08.1978, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 15 Heimskautafar- inn N obile látinn ynni því A varla tím^ á þessu sviði til mótvægis minni flutningagetu í hverrri ferð. Skip B myndi þurfa að greiða hærri hafnagjöld, en þau gjöld, ákveðin af hafnastjórnum, eru þó háð samþykki stjórnarráðsins, og er vel hægt að hugsa sér að haga nefndum gjöldum þannig, að skip í þjónustusiglingum samkvæmt fyr- irframgerðum ferðaáætlunum yrðu ekki fyrir óeðlilegum kostn- aði af því að hafa sem víðtækasta þjónustumöguleika. Annars er þetta minna atriði vegna þess að hafnir landsins skapa þýðingar- mikil skilyrði fyrir atvinnulíf og samgöngur, en flestum er höfnun- um fjár vant og þurfa styrki frá ríkinu í einni eða annarri mynd. Sennilega þyrfti fjölmennari áhöfn á skip B en skip A. Það atriði er háð lögum og sumpart samningum við stéttafélög, en minnt skal á, að í Noregi var ráðgert að hafa aðeins einum skipverja meira á burðarmeira skipinu. Skip A yrði með búnaði mun dýrara en skip B, sem myndi hafa í för með sér meiri vexti af höfuðstól og meiri fyrningu. Við- haldskostnaður A og búnaður yrði verulega meiri en við skip B og siglingaúrföll vegna viðgerða vafa- laust einnig tíðari. Séu gerð sérstök hafnamann- virki til aksturs inn og út úr skipum, þarf að taka tillit til þeirrar fjárfestingar, annað er blekking. Svo sem á hefir verið bent, yrði skip A yfirleitt að nota krana eða tilsvarandi lyftitæki til afgreiðslu á verulegum hluta varnings í venjulegum strandferðum og myndi í því sambandi væntanlega þurfa jafnmikinn mannafla til sams konar afgreiðslu og skip B. Að lokinni þessari afgreiðslu, er að jafnaði ekki eftir meira verkefni en svo á hverri höfn, að bezt virðist borga sig að láta sama mannafla og krana ljúka afgreiðslunni. I áður nefndu dæmi um flutn- ing sements frá Faxaflóa til Akureyrar, sem gæti fallið undir út- og innaksturs-aðferðina. virð- ist koma í ljós, að skip B myndi fræðilega geta skilað af sér verkefninu (með siglingu án farms til baka) á ca. 120—121 klst., en skip A þyrfti ca. 168 klst. til að ljúka tilsvarandi flutningi. I báðum tilvikum er reiknað með 240 tonna afköstum við lestun og losun á klst. og farmgjaldi fyrir 2160 tonn á 3485/- kr. 7.527.600. Sýnist líklegt að rekstrarútkoma B í sambandi við hið umrædda verkefni yrði varla undir 1,5 millj. kr. hagstæðari en A. þar af um það bil helmingur vegna minni olíueyðslu. Eins og öllum má ljóst vera, er hægt að teygja útreikninga og áætlanir sem þessar á ýmsa vegu. T.d. skal bent á, að það myndi ekki fá staðizt, að Esja eða Hekla héldu nema að litlu leyti 13 mílna ganghraða í langleiðasiglingum við strendur landsins, þrátt fyrir fullt álag á vélar, sem myndi heldur ekki notað, en siglingatími lítils háttar lengdur til verulegs sparnaðar í olíukostnaði. En frá- vik gilda jafnt fyrir skip A og B. Svipað er að segja um tíma- reikning fyrir lestun og losun í dæminu um sementsflutning frá Faxaflóa til Akureyrar. Þar er reiknað með tafarlausu bryggju- rými og afgreiðslu með áætluðum hámarksafköstum á hvaða tíma sólarhrings sem er, jafnt á helgum dögum sem virkum. Slíkt myndi þó auðvitað ekki fá staðizt í reynd, en sízt er hallað á skip A í umræddu dæmi, þar eð óhagræðisfrávik yrðu samkvæmt líkum meiri í sambandi við það skip, sem þyrfti þrjár ferðir til að flytja sama magn þungavöru og B í iveimur ferðum. Vegna þess hve skip eru misjöfn að gerð og búnaði, getur orðið dálítið mismunandi hlutfall milli burðargetu, (d.w.) skipa, sem geta verið ýmist opin eða lokuð hlífðar- þilfarsskip. Fleira mætti taka fram í þessu sambandi, en hér skal staðar numið að sinni. Vona ég að greinin verði til nokkurs gagns. HEIMSKAUTAFARINN og loftfars- stjórinn frægi ítalinn Umberto Nobile lézt á dögunum á 94. aldursári. Er meó honum genginn síðasti heimskautafarinn sem frægö og frama gat sér á fyrstu áratugum aldarinnar. Á sínum tima vakti Það heimsathygli Þegar hann stýrði loftskipinu Norge á Norður- skautsferðinni 1926 sem farin var undir forystu Roalds Amundsens og Bandaríkjamannsins Lincoln Ellsworth. Upphaflega höfðu ítalir boðið heimskautaförunum tveimur loftskip- ið endurgjaldslaust gegn því aö þaö flygi undir ítölskum fána. Þessu var synjaö og skipiö greitt að fullu. Ekki ríkti nein andans eining milli mann- anna þriggja á leiöinni vegna þessa, en förin á Spitzbergen til Alaska tókst mætavel og varð fræg. Síðan skipulagöi Nobile ítalskan Norðurpólsleiðangur 1928 meö öðru loftskipi sem hann hafði hannað, Italia. Það fórst 270 km NA af Spitzbergen. Nobile og fleiri slösuö- ust, en Amundsen lagði þá líf sitt í hættu til aö freista þess aö bjarga vini sínum en steyptist þá niður í íshafið ásamt frönskum flugmanni og fannst aldrei. Eftir 40 daga var þeim síöan bjargaö af áhöfn sovézka ísbrjótsins Krasin. Nobile fæddist í Lauro í Suður Ítalíu. Áhugi hans á loftskipum vaknaöi strax á bernskuárum, og beindist umfram allt að því að hanna loftskip til feröa um heimsskauts- svæöin. Nobile Rhódesíustjórn: Afnemur kynþátta- mismun í áföngum Salisburv, 8. ág. AP. Reuter. STJÓRNIN í Rhódesíu tilkynnti í dag. þriðjudag. að hún myndi banna með lögum kynþáttamis- mun á öllum opinberum stiiðum og opna verzlunar- og iðnaðar- svæði fólki af öllum kynþáttum. Sagði Ian Smith af þessu tilefni. að þetta væri liður í að afnema kynþáttamismun í áfiingum og þessari stefnu yrði framhaldið þar til hann væri úr sögunni. Vikan á ótrúlega lágu kynningarverði: LEYFILEGT < KYNNINGAR VERÐ 1 vikan á neytendamarkaói Vikan er aldeilis spræk þessa dagana. Hún er á fullri ferð með Dagblaðinu í neytendamálum. í hverju blaði birtast verð og gæðakannanir á ýmsum vörutegundum eða aðrar mikils- verðar upplýsingar fyrir neytendur. Áskrifendur fá stórt og fallegt veggspjald til að færa inn heimilisútgjöldin og kannað verður hver séu meðalútgjöld fjölskyldna, sundurliðuð eftir fjölda fjölskyldumanna. Þannig fá áskrifendur samanburð á sínum mánaðarlegu útgjöldum við stóran hóp annars fólks í landinu. Gríptu simann, hringdu í 27022 og pantaðu kynningaráskrift. Þá kostar mánaðaráskrift þig aðeins kr. 1.440 og eintakið kr. 330 til áramóta. Upphæðin verður innheimt í einu lagi. Einnig flytur Vikan efni fyrir alla fjölskylduna: Forsíðuviðtölin frægu, framhaldssögur, smásögur eftir íslenska sem erlenda höfunda, myndasögur fyrir bqrnin, bílaþætti, poppþætti, getraunir, heilabrot, draumaráðningar og margt, margt fleira. UTiUfiUfi* k FJOLf ARNASTA HRING LANDSiNS CíeneWiMer sélaHandafer&ir VHCAN JV iYTIiNDA' MAI1KADI fS < { VIKANÍPARÍS -.vv- -jBB - - •« r - ■ SUMAR í GETRAUN - 3 :;;r- DUBUNF.RS I poppfrsnðirHi M r- 'V smfftðfWAMfrr „ÞaitHtörkasthg tiUmmnfáiskon hfegtmtrK. Gríptu gæsina meðan hún gefst. Hringdu strax og pantaðu kynningaráskrift til áramóta. Síminn er 27022.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.