Morgunblaðið - 10.08.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.08.1978, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 Spjallaó vió skattgreiðendur á Vestur- og Austurlandi „Sómi að vera skatt- hæstur í sínu umdæmi” - segir Pétur Geirsson veitinga- maður í Botnsskála Kappreiðar Fáks og Skeið- félagsins nk. laugardag PÉTUR Geirsson, veitingamaður í Botnsskála í Hvalfirði. greiðir hæstan skatt einstaklinga f Vest- urlandsumdæmi þetta árið, kr. 5.650.412. Aðspurður um hvernig honum litist á þessa upphæð og það að vera gjaldhæstur f um- dæminu sagði Pétur að það hljóti alltaf að vera sómi að því að vera skatthæstur f sínu umdæmi, og um upphæðina sagði hann „að skattgreiðendur hljóti þá að vera lágir hér yfirleitt“. Hann sagðist telja það merki virðingar að hafa tekizt þetta núna, þannig hefði verið litið á skatthæstu menn í sinni heimasveit hér áður fyrr. En sjálfur væri hann ekki óánægður með þessa skattákvörð- un, við henni væri ekkert að segja. Þriðji gjaldhæsti einstaklingur- inn í Vesturlandsumdæmi er Soffanías Cecilsson útgerðarmað- ur í Grundarfirði með kr. 4.427.934 í skatta. Á síðasta ári var Soffanías annar skatthæsti greið- andinn og árið þar áður hæstur. í viðtali við Mbl. kvaðst hann hafa verið gjaldhæsti maðurinn í sinni sveit frá því að hann myndi eftir sér. Þetta árið sagðist hann hljóta að vera laus við tekjuskatt, en þessi skattur sem á hann væri lagður væri að mestu aðstöðu- gjaldið, en upphæðin hefði ekki komið honum á óvart þar sem hún hækkaði stöðugt ár frá ári. „Aðstöðugjaldið er engan veginn réttlátur skattur þegar .tillit er tekið til þess hversu óarðbær reksturinn hefur verið. Tekju- skattur og eignarskattur eru aftur réttlátir skattar," sagði Soffanías og að með tilliti til taprekstrar á fyrirtækinu gæti hann ekki sagt að hann væri ánægður með sinn skatt þetta árið. Gjaldhæsti einstaklingurinn á Austurlandi er Björn Ólafsson umboðssali á Höfn í Hornafirði með kr. 26.625.921 en Mbl. náði ekki tali af honum í gær. En meðal fimm skatthæstu manna í Austur- landsumdæmi eru þrír læknar. Mbl. náði tali af Eggert Brekkan lækni á Neskaupstað en hann er þriðji hæsti gjaldandinn með kr. 4.421.520. Eggert sagðist telja þá upphæð sem honum væri ákveðin í skatta afskaplega eððlilega. Hann hefði sjálfur reiknað út hver hún mundi verða og sá útreikningur væri Soffnaías Cecilsson. réttur upp á eyri. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að þrír læknar væru meðal efstu skattgreiðend- anna fyrir austan sagði Eggert það stafa m.a. af því vinnuálagi sem væri á læknum. BENEDIKT Gröndal, formað- ur Alþýðuflokksins, hefur beð- ið Morgunblaðið fyrir eftirfar- andi athugasemdi LAUGARDAGINN 12. ágúst kl. 2 eftir hádegi gangast Skeiðfélagið og Hestamannafé- lagið Fákur fyrir kappreiðum á Fáksvellinum Víðidal í Reykjavík. Eru þetta aðrar kappreiðar sem Skeiðfélagið stendur að, og er aðaláherzla lögð á sem beztan árangur í skeiði. Fáksvöllurinn er einn bezti völlur landsins enda hafa náðst þar glæsileg íslandsmet. Keppt — Skuldir þær sem stofnað var til eftir að Raftækjaverksmiðjan keypti hluta í Háaleitis- braut 68 eru á ábyrgð og áhættu Sementsverk- smiðjunnar sjálfrar, því henni var þegar tilkynnt „í tilefni af ummælum í rit- stjórnargrein Morgunblaðsins í dag, miðvikudag, þess efnis, að eitt fyrsta málið, sem tekið hafi verið á verður í 250 m skeiði, 150 m nýliðaskeiði, 250 m folahlaupi, 350 m stökki, 800 m stökki og 800 m brokki. 150 m nýliða- skeiðið var tekið upp á síðustu kappreiðum Skeiðfélagsins og mæltist það mjög vel fyrir, sem góð keppnisgrein fyrir hesta sem eru lítið reyndir. Veglegir verðlaunagripir eru fyrir 3 eístu hesta í hverri grein og sérstakir verðlaunagripir fyrir metárangur. um eigendaskipti að hús- næðinu og að Breiðholti væri óheimilt að nota það til tryggingar á skuldum eftir að sala fór fram sagði Jón Finnsson lögmaður Rafha í samtali við Mbl. í gær. fyrsta fundi nýkjörins þingflokks Alþýðuflokksins, hafi verið þing- farakaupið og væntanleg fríðindi þingmanna, óska ég að taka eftirfarandi fram: í fyrsta lagi kom þingfarakaupið og önnur fríðindi okkar þing- manna aðeins til umræðu er ég sem formaður flokksins gerði nýju þingmönnunum grein fyrir ýmsum hliðum á þeirra störfum. Nýju þingmennirnir hófu þannig ekki máls á þessu atriði og höfðu ekkert um það að segja á þessu stigi. í öðru lagi hefur þingfararkaup verið borið undir Alþýðuflokkinn. Það var ósk frá ráðherrum um að Alþýðuflokkurinn samþykkti með hinum flokkunum að greiða biðlaun til þeirra alþingismanna, sem ýmist féllu eða buðu sig ekki fram í síðustu kosningum. Þing- flokkur Alþýðuflokksins hafnaði þessari ósk einróma og neitaði að taka þátt í samkomulagi þar að lútandi, þar sem enginn lagabók- stafur er til sem heimilar slíkar greiðslur og hinir yngri þingmenn innan þingflokksins bentu sérstak- lega á að það væru fáránlegar starfsaðferðir að fara að greiða allt að 30—50 milljónir króna úr ríkissjóði með munnlegu sam- komulagi þingflokkanna einu saman án þess að nokkur heimild væri fyrir slíku í lögum. Annað hefur ekki verið um þingfararkaup eða aðstöðu þing- manna fjallað í þingflokknum á fundum hans í sumar." Tveir farandbikarar verða veittir, í 250 m skeiði gefur Hörður G. Albertsson farand- bikar sem keppt verður um og í 150 m skeiði gefur Árni Höskuldsson farandbikar. Flest af þekktustu hrossum landsins mæta til keppni og verða mættir flestir methafar í þeim greinum sem keppt verður í svo að búast má við mjög spennandi keppni í öllum greinum. — Rafha keypti húsið hinn 7. júlí 1977 og afsal fer til þinglýsing- ar daginn eftir. Eignin var þá undir hamrinum m.a. vegna 13,5 m. kr. skuldar við Sementsverk- smiðjuna og vissum við um hana. Við erum reiðubúnir að greiða þessar 13,5 milljónir gegn því að aflétt verði öðrum skuldum, enda til þeirra stofnað mörgum mánuð- um eftir að sala fer fram og trúum við því ekki að nokkur dómari viðurkenni að Sementsverksmiðj- an hafi veðrétt í þessu húsnæði fyrir þeim skuldum. Jón Finnsson sagði einnig að sér fyndust þessi viðskipti nokkuð undarleg, að Sementsverksmiðjan gæti ekki hugsað sér að stöðva Breiðholt en frekar að ganga að þriðja aðila. Hann sagði að málið væri nú fyrir Bæjarþingi Reykja- víkur, þ.e. að Sementsverksmiðjan hefði stefnt Breiðholti vegna skulda að upphæð 37,7 milljónir og farið fram á að veðréttur í húseign Rafha yrði viðurkenndur, en því hefði Rafha mótmælt. Ekki væri hægt að segja til um hvenær málinu lyki, en Rafha hefði 20 m. kr. tryggingu sem stæði þar til Breiðholt hefði losað umrædd veð. Tilraunir með ódýr slitlög VEGAGERÐ ríkisins vinnur um þessar mund- ir að tilraunum með hundið slitlag á vegi. Fara þessar tilraunir fram á þremur stöðum á landinu þ.e. vestan við Blönduós, í Melasveit og skammt utan þjóð- garðsins á Þingvöllum. Snæbjörn Jónasson vega- málastjóri sagði í samtali við Mbl. að leggja ætti tvenn lög á þessa vegi og væri nú þegar búið að leggja fyrra lagið á öllum stöðunum, en síðara lagið á suma, en því yrði lokið á næsta sumri. Yrði því ljóst á næsta hausti hvernig þessar tilraunir hafa gengið, en vega- málastjóri sagði að slík ódýr slitlög sem hér væri um að ræða, hefðu gefizt vel í Noregi. Sænskir í Norræna húsinu UM þessar mundir stendur yfir í Norræna húsinu sýning níu sænskra graííklistamanna, en sýning þeirra verður opin til 20. ágúst n.k. frá kl. 14—19 dagiega. Myndin hér að ofan var tekin við opnun sýningarinnar og á myndinni eru: Pár Gunnar Thelander, Alf Olssen, Göran Nilson, Lars Lindeberg, Gösta Gierow, Karl Erik Hággblad, Philip von Schamtz, Nils G. Stenqvist og Bengt Landin. Alþýðuflokksmenn hafna samkomulagi um biðlaun Athugasemd Benedikts Gröndal við forystugrein Mbl. (Fréttatil.) Skuldimar á ábyrgð Sementsverksmiðjunnar segir J ón Finnsson lögmaður Rafha

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.