Morgunblaðið - 10.08.1978, Page 22

Morgunblaðið - 10.08.1978, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 Njáll Þórarinsson stór- kaupmaður — Sjötugur Hver stund sem við lifum er í raun og veru stórkostleg tímamót, misjafnlega skýr og mikilsverð. Eg minnist nú tímamóta í sögu Njáls Þórarinssonar stórkaupmanns. Víða hefir Njáll farið, fæddur í Hamborg í Þýzkalandi, við nám og störf í Bandaríkjunum 1922—1926, lauk prófi í verzlunarfræðum í Kaupmannahöfn. Löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku. Stórkaupmaður í Reykjavík frá 1943. Njáll er ötull og laginn verzlunarmaður, enda hinn mesti þrekmaður. Höfðingi í lund, hjartagóður, framúrskarandi prúðmenni í allri framkomu, stillilegur og hægur, jafnvel þög- ull, sé hann ekki tekinn tali að fyrra bragði. En eftir því sækjast þeir sem hann þekkja bezt, því þar má ætíð vænta, sem nokkur veigur er í. Njáll nær römmum tökum á umtalsefninu, og knáar tillögur, en mjúkar skeiða fram á kostum valinna orða. Góðtemplarareglan, Náttúru- lækningafélag íslands, Fríkirkjan í Reykjavík, hefir Njáll lagt sér svo á hjarta, að heita má að í þessum félögum lifi hann og hrærist. Mannúð Njáls er ótak- ’mörkuð. Ætíð vægur í dómum um aðra, og manna fundvísastur á það, ef nokkuð er, sem þeim verði talið til gildis. Að hlýða á tal hans er sönn unun, æðri menntun. Augu hans ljóma af eldlegu fjöri, þegar hann talar um það, sem honum er^ hugleiknast. Hvers vegna eiga Austur- og Vestur-íslendingar að halda saman? Vegna þess að löngun Austur- og Vestur-íslendinga er ótrúlega mikil til að hafa enn meira EF ÞAÐ ER PRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLVSINGA- SÍMINN ER: 22480 Gull- smíða- vinnu- stofa r í nýju hús- næði samband og samvinnu. Annað atriði er og mikilvægt að V<jst- ur-íslendingar standa enn með annan fótinn í íslenzkum hugsun- arhætti og menningu, framúrskar- andi frændræknir: Ættlandið gamla verður að styrkja sem bezt brúna á milli þjóðarbrotanna, auka og margfalda samskiptin og samvinnuna. Þá verða allir að leggjast á eitt. Sumum kann að þykja þetta lítilsvert mál. En svo er ekki. Njáll er einn helzti máttarstólpi „Ferðaklúbburinn Ameríkuferðir" sem á að hafa það að aðalsmerki að styrkja enn meir en verið hefir sambandið við Vestur-íslendinga, ná til alls almennings. Við megum aldrei gleyma Vest- ur-íslendingum. Órofa tryggð þeirra við Island er stórkostleg. Alþjóð verður að treysta bræðra- böndin milli Austur- og Vestur-ís- lendinga, ekki einungis á stóraf- mælum, það yrði helzt of langt bil á milli. Þeir verða að finna elskuna streyma á móti sér, þegar þeir heimsækja landið, eld frændrækni og vináttu. Njáll ber óvenju heitan frændræknishug til Vestur-íslend- inga og vill veg þeirra og gengi sem bezt. Allt starf hans innan „Ameríkuferða" er reist á þeim göfuga grundvelli að gera Vest- ur-Islendingum gagn, styrkja brúna á milli þjóðarbrotanna. Njáll er gæfumaður á allan hátt, en stórkostlegasta gæfan er hin góða kona hans er hann gekk að eiga fyrir 46 árum, frú Jóhanna f. 1. ágúst 1908 dóttir Steindórs trésmiðs Ólafssonar hér í borg. Hjördís mín og ég sendum Njáli og frú Jóhönnu innilegustu ham- ingjuóskir, og þökkum þeim ómetanlega vináttu og hlýhug. Helgi Vigfússon. Akureyri, 4. ágúst. — 1 DAG var Gullsmíðavinnustofan Skart opnuð á nýjum stað á Strandgötu 19. Aður var hún í Glerárgötu 20. Allar inn- réttingar í verzluninni eru nýjar og frumlegar og einnig hafa verið gerðar lagfæringar utan húss, þannig að vistarver- ur allar eru bjartar og vist- legar. Eigendur eru hjónin Halldóra Kristjánsdóttir og Flosi Jónsson gullsmiður en einnig vinnur þarna Steinn Guðnason gullsmiður. í vinnustofunni eru smíðaðir alls konar skartgripir úr gulli og silfri, en áhersla er lögð á módelsmíðaða skartgripi. Einnig annast gull- smiðirnir viðgerðir og reynt verður að afgreiða trúlofunar- hringa samdægurs. _ g p ÞiÖ læslð dyrunum ogleggíöafstað Framundan bíða: London Róm Karachi Bankok Manila Tokio Hong Kong Honolulu San Fransisco New York. Frænka passar blómin, amma börnin og lyklana. í Keflauík kemst fiðringurinn í hámark. Þið leggið fram farseðla og vegabréf... Svo eruð þið flogin. Umhverfis jörðina á 30 dögum á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. - Verðlaun í áskrifendaleik Dagblaðsins. - Allir sem eru áskrifendur þann 20. ágúst eru með í leiknum. Sértu ekki áskrifandi nú þegar,þá hringdu strax ogpantaðu áskrift. Opið til kl. 10 öll kvöld nema laugardagskvöld. MMBIAÐIÐ Áskrifendasími 27022 Lœrðu númerið utanað. Um það verður spurt þegar þú vitjar vinningsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.