Morgunblaðið - 10.08.1978, Síða 27

Morgunblaðið - 10.08.1978, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 27 Minning: Jón í Kaldbak Ekkert held ég að birst hafi um hann meðal minningagreina dag- blaðanna þegar hann féll frá 15. des. 1976. Jón í Brekknakoti var hann líka nefndur og Jón í Sundhöllinni til aðgreiningar frá öðrum Jónum. Þó hann sé „firr of farinn“ fyrir svona löngu vil ég nú biðja blaðið fyrir fáein minningarorð um hann og má tilefnið gjarnan teljast það að 10. ág. n.k. eru liðin 90 ár frá fæðingu hans. Hann var fæddur í Brekknakoti 1888 og ólst þar upp. Gekk talsvert í unglingaskóla heima í héraði og síðan í Kennaraskólann í Reykja- vík. Síðan gerðist hann barna- kennari í sveit sinni fáein ár og söngstjóri í Neskirkju í Aðaldal og þótti vel farast. Ungur varð hann félagi í ungmennafélaginu Geisla í Aðaldal, sem stofnað var 1908 og lét sig sjaldan vanta á fundi þess, sem oftast voru þó haldnir í talsverðri fjarlægð frá hans bæ. Á samkomum og í heimahúsum var hann á þessum árum mikill gleðskaparmaður, settist þá oft við orgel ef til var á staðnum og sagði: Nú syngjum við öll og gerum okkur glöð. Faðir Jóns var ^lón Frímann Jónsson bóndi í Brekknakoti. Hans faðir var Jón Jónsson, kallaður Voga-Jón, nafnkunnur maður víð- ar en á Islandi af bók sem hann samdi á ensku og fékk prentaða erlendis. Voga-Jón var móðurbróð- ir Jóns Sveinssonar Nonna. Móðir Kaldbaks-Jóns var Hólmfríður Jónsdóttir skálds Hinrikssonar á Helluvaði, alsystir Jóns alþingism. í Múla og Sigurðar skálds á Arnarvatni o.fl. Lengra er þarflaust að rekja, enda hæpið að réttur Jón verði þá aðgreindur frá öllum hans frænd- um með Jóns nafni. I honum og systkinum hans frá Brekknakoti, sem voru mörg, var sem sagt mikið Jónablóð og Mývetninga, blandað þó eyfirskum dreyra. Eftir Jóni man ég fyrst á íþróttamótum og langbest þó á útisamkomu, sem haldin var á eyri við Heiðarenda skammt sunnan við Laxamýri 1910, að ég held. Þar voru ávörp flutt og ræður. En öðrum þræði var þetta íþróttamót. Búið var að brúa Laxá og Mýrar- Fallinn er í valinn góður vinur og samstarfsmaður í rúmlega fjórðung aldar, Sigurður Magnús- son. Hann var fæddur á Seyðis- firði árið 1908 og hefði orðið 70 ára síðar í þessum mánuði. Vinátta okkar Sigurðar hófst fyrir liðlega 30 árum og aldrei féll á hana minnsti skuggi. Sigurður réðst árið 1943 til Vitastjórnar Islands sem háseti á gamla Hermóð. Hann fylgi síðan Guðna Thorlacius yfir á nýja Hermóð og síðan á vitaskipið Árvakur. Saman störfuðu þeir í einlægni og af samvizkusemi við störf á þessum skipum og betri starfsmenn var ekki hægt að hugsa sér í hinu mikilvæga starfi fyrir íslenzka sjómannastétt. Um svipað leyti og Guðni fór til starfa í landi lét Sigurður einnig af sjómennsku og síðustu 7 árin starfaði hann hjá Vita- og hafna- málastjórn í Kópavogi. Nær allan þennan tíma lágu leiðir okkar saman og víst er að þessi langi tími hefði orðið öðru vísi og tómlegri ef Sigga Magg hefði ekki notið við. Sigurður var sérlega góður verkamaður, traustur félagi og sannur vinur. Hann var maður sem aldrei skipti skapi og ekki flíkaði hann tilfinningum sínum. Hæggerður, en fór þó sínu fram. Yfirleitt tók hann hlutunum með heimspekilegri ró og vitnaði í þjóðskáldin ef því var að skipta, kvísl og gera akveg frá Húsvík þó nokkuð langt suður fyrir brýrnar. Annað eins mannvirki og umbæt- ur gátu menn þá ekki látið gera fyrir sig án þess að boða til samkomuhalds og fagna. Best man ég eftir íþróttunum, og allra best eftir sundinu, sem vaskir menn og vaxandi þreyttu í ánni, er var dálítið mikil. Áður hafði ég aldrei mann á sundi séð nema fornaldarkappa fyrir 1000 árum, svo sem Gretti Ásmundarson og önnur álíka ofurmenni. Til voru lengi heiðurs- skjöl á heimili Jóns, honum veitt fyrir góða frammistöðu á íþrótta- mótum, og eru kannski enn til. Svona snemma á öld kom engum til hugar að stúlkur gætu keppt á íþróttamótum og unnið gull, og allra síst þeim sjálfum. En öllum öðrum betri áhorfendur voru þær og körlum til allavega örvunar eins og áður og kannski enn. Þegar kappar sundsins steyptu sér í árstrauminn einhversstaðar nálægt Mýrarseli fannst mér endilega að það yrði þeirra síðasta hreyfing hér í lífi. Samt stóð ég á öndinni í von um að upp kæmi haus eins og selshaus í Skjálfanda- fljóti. Og dæmalaus var hrifning mín innan rifja þegar hausarnir náðu allir andanum og hentust áfram á hlið við strauminn og alveg eins fannst mér öðrum strákum liði, er hjá mér stóðu. Býst ég þó varla við að okkar áhrif hafi náð út til kappanna í ánni. En fögnuður kvennablómans hefur áreiðanlega gengið þeim til hjarta öllum saman. Þeir komu upp úr ísköldu árvatninu brísheitir og brosandi. Einn af þeim var Jón í Brekknakoti. Áður vissi ég ekki að hann væri til, en sé hann síðan fyrir mér eins og hann var þá, betur en flest annað þegar ég renni huga til þessa dags — að undanteknurr Sigurði Egilssyni á Laxamýri. Hann gæti hafa stokkið hæst. Og Jón finnst mér að hafi verið sigurvegari í ánni. Engar bækur hef ég þó fyrir mig að bera í því efni. En til merkis um hástökk Sigurðar eru orð Englend- ings, sem þarna var og sumargest- ur á Laxamýri. Hann gæti hafa stokkið hæst. Yfir sig hrifinn hrópaði hann einu sinni þegar einkum Davíð, Grím og Einar Ben. Sigurður var einstaklega orðhepp- inn og tilsvör hans í blíðu og stríðu eru ekki gleymd. Ekki státaði Sigurður af mörg- um prófum eða langri setu á skólabekk. Hans skóli var lífsins skóli. Þar stóðst hann öll próf og í frístundum á sjó og landi var gjarnan gripið til góðrar bókar. V'ð fráfall Sigurðar er sannur vinur á braut. Honum er þökkuð samvinna og vinátta, ég tel mig lánsaman að hafa átt slíkan vin. Ég og fjölskylda mín sendum Ingibjörgu konu hans og fjöl- skyldu þeirra samúðarkvejur. Jón Guðmundsson Sigurður fór yfir snúruna: Siggi fór í loftið lengra en allir hinir! Tökum samt vitnisburð hans og minn varlega, því báðir þekktu Sigurð en enga aðra sem stukku. Auk þess sá ég ekki sólina fyrir Sigurði á Laxamýri um þessar mundir, heimilinu og öðrum heimamönnum. Eigi löngu seinna en þetta var fór það að kvisast að kennarinn í Brekknakoti væri að ná ástum Snjólaugar Egilsdóttur. Það getur ekki hafa verið neinum heigli hent. Skrifað er með hendi Konráðs Vilhjálmssonar á Hafralæx: „Þriðjudaginn 13. júní 1916 stóð veglegt brúðkaup og eftirminni- legt á Laxamýri. Þar gekk Snjó- laug Egilsdóttir að eiga Jón Jónsson frá Brekknakoti í Reykja- hverfi, er þá var kennari þar í sveit, viðurkenndan dugnaðar- mann og íþróttamann á aðal- blómaskeiði." Konráð var þá kvæntur Þórhöllu systur brúð- gumans og hefur sjálfsagt verið í veislunni. Laxamýri var þá eitt af reisnar- mestu heimilum landsins og hús- ráðendur þar nutu mikillar virð- ingar í héraði og vinsælda. Þar var líka fríður og föngulegur hópur barna á tveimur heimilum að alast upp. Að atgervi og gerðarþokka Snjólaugar er vikið með ýkjulaus- um orðum Konráðs í sama skrifi. Hún var skólagengin tvo vetur á Kvennaskóla Reykjavíkur. Leið nýgiftu hjónanna lá fyrst að næsta bæ við Laxamýri, Salt- vík. Þaðan svo 4 árum seinna að Kaldbak, næsta bæ sunnan við Húsavík. Kaldbakur er kuldalegt heiti og ekki búsældarlegt. Enda var jörðin aldrei talin í hópi neinna stórbýla, og í minna áliti en Saltvík. Á daginn kom þó að vel og viturlega hafði Jón valið þegar hann iét Saltvík en tók Kaldbak. I bók Líneyjar Jóhannesdóttur frá Laxamýri, sem Þorgeir Þor- geirsson hefur saman sett með henni og þau nefna „Það er svo margt sem enginn veit“ bólar á beiskju hennar yfir því að hún skyldi þurfa að yfirgefa stórstað- inn fyrir sunnan Leitið við ána með eyjar hvítar af æðarfugli vor hvert og með allan laxinn, sem hópar sig á hverju sumri undir Æðarfossum. Yfir þessháttar stunur var Snjólaug hafin. Sagt er í sömu bók að auðlegðin á Laxamýri hafi vaxið Benedikt bókaverði svo í augum að eitthvert sinn hafi hann numið staðar á hestbaki móts við Laxamýri, horft heim til bæjar og sagt eitthvað á þessa leið: Hvað verður um allan þennan auð? Þjóðsaga mun þetta vera en satt að auðshyggja Laxamýrarbræðra, Jóhannesar og Egils náði skemmra en fyrirgreiðsla þeirra við ættingja, nágranna, gesti og gangandi. Því fór svo að öll börn þeirra nutu jarðarinnar jafnlítið. Karl Kristjánsson sagði í minn- ingargrein um Snjólaugu 1954, í Tímanum 30. júlí: „Oft dáðist ég að því hversu Jón bóndi í Kaldbak kunni vel að tefla tafli viðskipt- anna og hagnýta sér án mikils kostaðar allt sem jörð hans mátti í té láta“. Mestu munaði í því tafli að frá Kaldbak gat hann flutt mjólk til Húsavíkur og selt. I kaupstaðinn þaðan var miklu styttra en frá Saltvík. Þá var engin mjólkursala eins og nú er komin til sögu. Jóni varð því meira úr sinni búvöru en öðrum sveita- mönnum. Kaldbaksbörnin urðu 11 og ólust þau upp á árum Kreppunnar. Þá var sveitarafmagnið uppi í skýjum eða undir iljum á háhitasvæðum og þægindin varla til í „mannsæm- andi“ húsum. Tryggingastofnun! Hvar var hún og hvernig? Bætur. Við látum nafnið fljóta af því ekkert skárra nafn er til. Barna- bætur, dagheimili, vöggustofur. Ekkert þesskonar var komið inn í hamingjudrauminn. Ég held að manndómsmeira hafi þá verið að koma upp 11 krökkum en 100 nú, eins og Steinn heitinn Bollason og hans góða kona gerðu með risa- hjálp. Og það var kleift með tilstuðlan þeirrar heimilisstjórnar sem laðaði krakkana til að hjálpa til með öllu mögulegu móti strax og þeir gátu eitthvað. Það er þeim líka gott, þó of margir álíti það illa meðferð. Oftar en einu sinni sá ég Kaldbaksdreng taka með sér sölumjólkina þegar hann fór í skólann á Húsavík og mun það hafa verið algengt. Einu sinni sá nábúi Jóns út- svarsseðil á borði hans, leit á og sagði: Og þú hefur þá hærra útsvar en ég. Hvernig ferðu að því að hafa svona miklar tekjur með svona stóran barnahóp á þessu koti? Bóndinn á Kaldbak var ekki af þeirri gerð að koma sér undan gjöldum á kostnað annarra með vafasömu framtali. Ég spurði eina af dætrum hans einhverntíma að því hvort ekki hefði stundum verið þröngt í húsi þeirra. Ojú, ævin- lega. En mamma gat alltaf komið öllu fyrir. Hún fékk sér bara fjalir og smíðaði koju þegar rúm vatnaði og festi á þil til viðbótar mörgum öðrum. Og stundum var rigning, hvassviðri og hríð að ólátast á þakinu, ekki hægt út að fara og lítið skemmtilegt inni. Þá átti pabbi til að setjast við orgelið og segja svo myndugur að ekki var hægt annað en hlýða: Nú syngjum við öll og gerum okkur kát. Mér finnst hjónasvipur á þessu og trésmíðinni og ekkert ráðaleysi yfir honum. Karl Kristjánsson sagði að húsfreyjan hefði verið afkastamik- il og vandvirk, gætt hagsýni inn á við fyrir heimilið og verið hin mikla og góða móðir, sem hélt uppi reglu, siðfágun og lét barnahópinn starfa „svo að til fyrirmyndar mátti telja“. Konráð talar um friðsæla og farsæla heimilisstjórn og að „allt hafi heppnast undur- samlega vel“. Vorið 1949 var Kalbaksbúskap þessum lokið. Húsavík keypti jörðina af Jóni og Snjólaugu og þau fluttu suður til Reykjavíkur. Börn þeirra voru þá öll orðin fullorðin, sum burtu flutt og eitt nýlega dáið. Kaldbakur hafði reynst þeim vel af því húsráðendur höfðu kunnað þar vel til verka og hvergi legið á liði sínu. Aldrei hafði sú jörð verið nema handa einuni bónda á bestu árum ævinn- ar. En þau líða og fara fljótt. Þá er að leita annarra úrræða. I Reykjavík stundaði Jón eyrar- vinnu af þvílíku kappi að oftast var hann á vinnustað kominn löngu áður en vinna byrjaði. Þá var lítið um atvinnu, en þeim varð best til sem fyrstir komu. Aðgerð- arlaus gat hann ekki verið. þannig var hans innræti. Snjólaug varð aðeins sextug, Hún andaðist 1954, eftir þungbær veikindi í höfði „umvafin ást og umhyggju vandamanna", segir Konráð. Jón náði næstum níræðis- aldri og var lengstum heilsugóður. Fimmtán ár var hann starfs- maður í Sundhöll borgarinnar. Því starfi undi hann vel. Sundið var alla tíma sú íþrótt, sem heillaði hann mest. í Sundhöllinni eignað- ist hann marga vini. Þar var hann talsvert lengur en þjónar ríkis og bæja teljast menn með mönnum á vinnustað, nema með undanþág- um. Eftir það hitti ég hann stundum úti við á Miklubrautinni eða annarsstaðar hressilegan og óbeygðan sem fyrr og oftar en einu sinni með krakka sér við hlið. Lengi geta margir gamlir gagn gert og meira en aldraðra vinir vilja ætla þeim, sér til heilsubótar og öðrum til góðs, einkum börnum, með því að tala við þau um það sem aðrir gleyma að tala um viljandi eða óviljandi. Öll eru þau í þörf fyrir athafnir, sem einhverra athygli vekja. Og það er ekki sama að hverju athafnirnar beinast. Frá ómunatíð hafa afar og ömmur verið athvarf barna og unglinga meðan aðrir höfðu engan tíma til að sinna þeim. Allra síðustu ár sín var Jón vistmaður á Hrafnistu. Hér eru nöfn Kaldbakssystkina: 1. Arnþrúður, g. Ólafi Jónssyni stórkaupmanni Rvík.; 2. Hólmfríð- ur, g. Degi Óskarssyni frá Klömbrum; 3. Guðrún, g. Benedikt Sigurðssyni, Hjarðarbóli; 4. Kristín, verslunarmaður Rvík. g. Kristjáni Knútssyni verkstjóra; 5. Egill, kv. Birnu Guðbjörnsdóttur, glerslípunarmeistari Hafn.; 6. Þórdís, tannsmiður, g. L.A. Krings, Loveland, Colorado, USA; 7. Jón Frímann, kv. Þorbjörgu Þorsteinsdóttur, trésmíðameistari, Hafnprfirði; 8. Þórhalla, g. Reyni Kjartanssyni frá Miðhvammi; 9. Guðmundur, viðskiptafræðingur, Reykjavík; 10. Sigurveig, tann- smiður, gift L. Austford, Denvér, USA; 11. María, fórst með flugvél við Héðinsfjörð 29. maí 1947. Bjartmar Guðmundson Afmælis- og minning- argreinar ATIIYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að herast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línuhili. + Innilegar þakkir sendum viö þeim sem vottuðu okkur samúð og vinahug viö andlát og úttör móöur okkar, KRISTÍNAR GUOMUNDSDOTTUR, kaupkonu, Túngötu 23, Keflavík. Guómundur Jóhannsson, Ingi Þór Jóhannsson, Halldór Jóhannsson. t Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför ÁSGEIRS ASGEIRSSONAR frá Fróöá Karólina Sveinsdóttir Ásgeir Þór Ásgeirsson Sveinn Ásgeírsson Guðmundur Ásgeirsson Birgir Ásgeirsson Bragi Ásgeirsson Hrefna Ásgeírsdóttir Sigurður Magnús- son—Minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.