Morgunblaðið - 10.08.1978, Side 36

Morgunblaðið - 10.08.1978, Side 36
U íiLÝSINííASÍMINN ER: 22480 Plorsimlilníiit) FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 Yinnsla hafin hjá ísfélaginu í Eyjum Önnur f rystihús eru þar ekki starf rækt, né heldur í Sand- gerði eða Keflavík ÍSFÉLAG Vestmannaeyja byrjaði vinnslu á afla í' gær. Mbl. hafði samband við Eyjólf Marteinsson skrifstofustjóra ísfélagsins og sagði hann að hjá þeim hefði í raun aðeins verið um „lögboðið þjóðhátíðarstopp- að ræða eða í eina viku. Fiskurinn hefði klárast í vinnslu 2. ágúst, en aflinn væri nú það mikill að þeir ætluðu að reyna að halda fram- leiðsiu áfram út ágústmánuð og vonandi lengur og þá ekki sízt vegna ráðstafana ríkisstjórnar- innar og Seðlabankans 26. júlí s.I., en ábyrgðin stendur fram til ágústloka. Isfélagið myndi nú taka afla frá sínum viðskipta- bátum að því marki sem það réði við. Eyjólfur kvaðst reikna með því að fullt staríslið ísfélagsins yrði ráðið á ný, ef aflinn yrði nógur, en í störf væri cnn ekki fullskip- að, aðallega vegna fría, sem fólk hefði tekið sér um þjóðhátíðina. Önnur frystihús eru ekki starf- rækt í Vestmannaeyjum, en vinnslu lauk hjá Fiskiðjunni h.f. fyrir þjóðhátíð og var fastráðnu starfsfólki þá sagt upp. Hjá Miðnesi h.f. í Sandgerði og Keflavík h.f. í Keflavík hefur engin framleiðsla verið siðan á miðvikudag í síðustu viku. Mbl. hafði tal af Ólafi B. Ólafssyni forstjóra Miðness h.f. og sagði hann að frystihúsin hefðu hætt að taka á móti fiski 26. júlí s.l., og að vinnslu á því hráefni hefði lokið 2. ágúst og vinnsla síðan legið niðri. Ólafur sagði að hjá Miðnesi h.f. ynnu nú aðeins fáir menn við málningu og aðrar endurbætur á húsakosti og öðru, en annað starfsfólk væri ekki hjá fyrirtæk- inu. Reykjavíkurleikarnir í frjálsum íþróttum hófust á Laugardalsvellinum í gærkveldi og var í fyrsta skipti keppt á hinni nýju tartanbraut sem lögð var á völlinn. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni sem fram fór í blíðskaparveðri. Árangur var mjög góður í öllum greinum og keppnin spennandi og skemmtileg. Hér sjást úrslitin í 100 metra hlaupi. Sigurvegarinn, Charlie Wells frá Bandaríkjunum, er lengst til vinstri, þá kemur Sigurður Sigurðsson, Steve Riddick sem varð annar, Vilmundur Vilhjálmsson sem varð fjórði og Bill Collins sem hafnaði í þriðja sæti. Keppnin heldur áfram í kvöld og hefst kl. 19.30. Ljósmynd Emilía. Viðræður um þriggja flokka stjóm munu hefjast á morgun Pylsuvagn á Lækjar- torg? SÓTT hefur verið um leyfi fyrir að hafa pysluvagn á Lækjartorgi í Reykjavík, en á fundi borgarráðs fyrir skömmu var umsókninni vísað til heilbrigðismálaráðs til umsagnar. Jóhann Eyjólfsson, sá sem sótti um leyfið, sagði í samtali við Mbl. í gær að hann hefði einu sinni áður sótt um slíkt leyfi og væri þetta ítrekun. Hugmyndin væri sú að hafa þetta svipað og er í Kaup- mannahöfn, — litla vagna sem færa má fram og aftur eftir þörfum, sagði Jóhann. — Hugs- unin var sú að hafa vagninn á Lækjartorgi eða við enda Aust- urstrætis, einhvers staðar þar sem samkomulag yrði um. Eg get ekkert um það sagt hvort þetta verður samþykkt nú en þessu erindi var hafnað í fyrra sinnið er ég sótti um og þá af heilbrigðisyfirvöldum. Almennt áhugaleysi og vantrú á þjóðstjórn, segir Geir Hallgrímsson FORSVARSMENN Sjálfstæðisflokksins munu eiga viðræður við fulltrúa Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins íyrir hádegi á morgun. föstudag. um myndun meirihlutastjórnar þessara þriggja flokka. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í gær, og gerðu þeir Geir Hallgrímsson formaður flokksins og Gunnar Thoroddsen varaformaður þar grein fyrir þreifingum sinum um myndun þjóðstjórnar, sem ekki reyndist grundvöllur fyrir, og frá fyrirætlunum sínum að freista næst að mynda meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks. Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Þingflokks- fundir verða í dag bæði hjá alþýðuflokksmönnum og framsóknarmönnum. flokks kom fram, að báðir þessir flokkar verða með miðstjórnar- fundi í dag til að ræða viðbrögð þeirra fyrir viðræðurnar á morg- un. Kjartan Jóhannsson varafor- maður Alþýðuflokksins vildi ekki tjá sig um horfurnar en Ólafur Jóhannesson formaður Fram- sóknarflokksins sagði að Ijóst mætti vera að mörg ljón væru í veginum fyrir stjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka. Lúðvík Jósefsson formaður Al- þýðubandalagsins taldi ekki óeðli- legt að þessir þrír flokkar reyndu nú með sér, því að komið hefði í ljós, að Alþýðuflokkurinn vildi fara sömu leiðir og jafnvel ganga lengra en fráfarandi stjórnar- flokkar, þá leið sem þrautreynd hefði verið á liðnum árum og jafnan leitt til nýrra og nýrra kollsteypa. Spáði Lúðvík því, að kæmu þessir flokkar sér saman og fylgdu framangreindri leið í efna- hagsmálum, myndi verðbólgan enn aukast og ófriður verða á vinnumarkaði. í frétt frá Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í gær kemur fram, að niðurstöður viðræðna hans og dr. Gunnars Thoroddsen við fulltrúa hinna flokkanna um þjóðstjórn hafi verið að ekki væri grundvöllur fyrir því að halda þeim lengur áfram og að Geir Hallgrímsson myndi næst hafa frumkvæði að viðræðum við fulltrúa Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks. í samtali við Mbl. sagði Geir Hallgrímsson, að ekki væri nein- um einum um að kenna að myndun þjóðstjórnar tókst ekki, heldur hafi verið almennt áhugaleysi eða vantrú á stjórnarmyndun af þessu tagi, svo að ekki hafi þótt rétt að athuguðu máli að knýja frekar á þá ieið. „Eg tel hins vegar nauðsynlegt að hafa reynt þessa leið vegna þess að við stöndum auðvitað andspænis þeim vanda, sem ekki verður leystur án sam- heldni, ekki eingöngu stjórnmála- manna heldur og forvígismanna á öðrum sviðum og ekki'sízt almenn- ings.“ Geir Hallgrímsson sagðist hvorki vera bjartsýnn né svart- sýnn á þær viðræður sem í hönd færu um myndun þriggja flokka stjórnar heldur yrði reynslan að skera úr um hvort þessi möguleiki leiddi til árangurs. I samtölum við forsvarsmenn Alþýðuflokks og Framsóknar- Flugleiðir hefja flug til Baltimore FLUGLEIÐIR' hafa nú fengið leyfi bandarískra yfirvalda til að hefja áætlunarflug milli Balti- more í Bandarikjunum og Evrópu, en ekki er enn ákveðið hvenær flug til Baltimore hefst. A blaðamannafundi, sem for- stjórar Flugleiða efndu til í gær, sögðu þeir að undanfarið hefði mikið verið rætt um viðkomustaði Flugleiða í Bandaríkjunum. Mikl- ar athuganir hefðu farið fram á hvort tiltækilegt og rétt væri að hefja flug til fleiri staða en New York og Chicago og í ljós komið að það gæti verið hagkvæmt. Lengi vel hefði aðeins verið flogið til New York en frá árinu 1973 einnig til Chicago. Nú væri svo komið að !ó farþega til og frá Bandaríkjun- um með Loftleiðavélum væru á Chicago leíðinni. Farþegar um flugvöllinn í Balti- more munu einnig koma frá Washington, þar sem Friendship flugvöllurinn fyrir utan Baltimore er annar flugvöllur Washington. V erkamannabústadirnir: Breiðholtssamningi rift STJÓRN Verkamannabústaða Reykjavík hefur, að því er Mbl. hefur öruggar heimildir fyrir, ákveðið að rifta samningi sínum við Breiðholt hf. um byggingu verkamannabústaða. Stjórnin sat á fundi í ga>rmorgun og aftur síðdegis fram til kvölds og mun Breiðholti hf. þegar hafa verið skrifað í gærkvöldi um þessa ákvörðun. Stjórn verkamannabú- staðanna mun taka verkið að sér til að byrja með. Sigurður Jónsson, forstj. Breið- holts hf., sagði í samtali við Mbl. í gærdag að fyrirtækið myndi ekki verða opnað í dag, en því var lokað vegna vanskila á opinberum gjöld- um og sagði Sigurður að þeir væru að athuga sín mál í rólegheitum, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Gylfi Þórðarson, framkvstj. Sementsverksmiðjunnar, sagði í gær að samningar við steypustöðv- ar hefðu verið á þann veg að gerð væri upp á hálfsmánaðar fresti úttekt þeirra og veittur gjaldfrest- ur í 45 daga. Hefði Breiðholt ekki getað staðið í skilum að þeim fresti liðnum og því hefðu verið stöðvuð viðskipti við Breiðholt nema gegn staðgreiðslu, en aðrar steypustöðvar hefðu fyrrgreindan gjaldfrest. Sjá „Skuldirnar í ábyrgð Scment.sverksmiðjunnar*" á bls. 2. Islenzkar kartöflur eftir hálfan mánuð HJÁ Grænmetisverzlun land- búnaðarins fékk Mbl. þær upp- lýsingar að fyrstu íslenzku kartöflurnar myndu væntanlega koma á markað milli 20. og 25. ágúst. Höfðu borizt fréttir frá kartöflubændum í Öræfum og austur undir Hornafirði og var búizt við að bændur í Öræfum yrðu fyrri til, kartöflur frá þeim kæmu á fyrrgreindum tíma, en um það bil viku síðar frá bændum í grennd við Ilornafjörð. Er þetta nokkru seinna en verið hefur síðustu ár þegar fyrstu íslenzku kartöflurnar hafa komið á markaðinn á tímabilinu 7, —10. ágúst. Skv. upplýsingum Grænmetisverzlunarinnar voru bændur fremur bjartsýnir á að uppskera yrði góð. — Það er miklu bjartara útlit núna heldur en var fyrst í Sumar og vonumst við eftir góðri upp- skeru, sagði Magnús Sigurlásson fréttaritari Mbl. í Þykkvabæ er Mbl. spurðist fyrir um horfur á kartöfluuppskeru í haust. Ekki kvaðst Magnús geta sagt nákvæmlega til um hvenær fyrstu kartöflur frá Þykkvabænum kæmu á markaðinn, en líklega yrði það ekki fyrr en eftir mánaðamót- in ágúst-september vegna þess hversu hægt hafi sprottið í vor. Sett var niður 1 um 300 hektara svæði í Þykkvabæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.