Morgunblaðið - 15.08.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.08.1978, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 Góð loðnu veiði um helgina: 29 skip með 13535 lestir GÓÐ loðnuvciði hefur verið norð- af Vestfjörðum frá því á ur laugardag laugardag og frá kl. til hádegis 15 á gær Ólafur Jóhannesson: Horfur óvissar ÓLAFUR Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins kvað ekkert að segja af viðræðum flokkanna þriggja í' gærmorgun nema hvað þar hefðu komið fram ýmis gögn. Kvaðst hann telja mikla óvissu ríkja um framvindu þessara við- raðna. Um samþykkt Verkamannasam- bandsins vildi hann segja það eitt, að viðkunnanlegra hefði verið að álykt- unin hefði verið gerð meðan flokk- arnir tveir, Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag, voru að ræða saman en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um hana, því að honum væri ekki ljóst hvað hún þýddi. tilkynntu 29 skip afla. samtals 13.535 lestir. Fóru skipin með aflann alit austur tii Raufarhafn- ar og suður um og austur til Vestmannaeyja. A laugardag voru skipin að veiðum innan um fsinn en ísinn fjarlægðist land á ný á sunnudag og varð þá strax hetra fyrir skipin að ná loðnunni. Skipin, sem tilkynntu afla yfir helgina og fram til hádegis í gær, eru þessi: Skarðsvík SH 520 lestir, Bjarni Ólafsson AK 400, Huginn VE 460. Helga Guðmundsdóttir BA 530, Eldborg GK 560, Óskar Halldórsson RE 370, Stapavík SI 530, Hrafn Sveinbjarnarson GK 290, Örn KE 550, Gígja RE 550, Hilmir SU 550, Hrafn GK 650, Skírnir AK 440, Gísli Árni RE 600, Gullberg VE 590, Jón Finnsson GK 430, Helga RE 240, Albert GK 600, Rauðsey AK 520, Faxi GK 70, Þórshamar GK 270, Sandafell GK 300, Húnaröst ÁR 625, Pétur Jónsson RE 630, Náttfari ÞH 470, Keflvíkingur KE 530, Ársæll KE 500, ísleifur VE 430 og Ljósfari ÞH 330 lestir. Flugleiðir vilja lækkun fargjalda: 39 þús. kr. milli Reykja- víkur og New Y ork FLUGLEIÐIR h.f. hafa farið fram á mikla fargjaldalækkun á leiðinni Luxemborg — Reykjavík — New York og sem dæmi má nefna, að verði þessi fargjalda- lækkun samþykkt af viðkomandi stjórnvöldum, þá lækkar fargjald frá Reykjavík til New York og til baka úr 420 dollurum f 299 dollara eða úr 120 þúsund f 78 þús. krónur. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að undanfarið hefði mikið verið þingað um fargjöldin á Norður-Átlantshafs- leiðinni. Allir sæju fram á að á næstu mánuðum yrði mikill slagur um farþega á þessari leið, sérstak- lega á flugleiðinni New York — Evrópa, og með þessari fyrirhug- uðu fargjaldalækkun væru Flug- leiðir aðeins að fylgja öðrum eftir. Hins vegar hefði ekki verið sótt um lækkun fargjalda á leiðinni Luxemborg — Chicago. Þá sagði Sveinn, að það væri viðurkennt að þessi fargjöld væru of lág, og ef flug á þessari leið ætti að bera sig, þyrfti sætanýting að vera mjög há. „Málin standa þannig, að ef við töpum þessum slag, sjáum við fram á rekstrar- samdrátt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum," sagði Sveinn. Þá sagði hann, að ef hin nýju fargjöld yrðu samþykkt af viðkom- andi yfirvöldum, myndu þau ganga í gildi þann 15. september n.k. Kínverskir fimleika- meistarar í Höllinni ÞESSA dagana er úrvalsflokkur kínversks fimleikafólks á ferð hér á landi á vegum Fimleikasambands ísiands. Fimleikafólk þetta er frá fimm héruðum í Kína. í hópnum eru 6 piltar og 6 stúlkur, ásamt 2 þjálfurum. Meðal þeirra, sem í hópnum eru, eru 2 piltar og 4 stúlkur sem nýlega kepptu í landskeppni í Kína og hlutu 1. og 2. sæti. taka þátt í sýningunni með þeim að ósk Kínverjanna. í stuttu spjalli við fararstjóra flokksins Yang Kuo Feng kom fram að dvölin hér á landi hefði verið sérlega ánægjuleg. — Allt viðmót fólks hér er svo kurteislegt og elskulegt, og hvar- vetna er gott fólk. Ferðin til Akureyrar verður okkur ávallt eftirminnileg, það er svo fallegur bær. Þá voru viðtökur þær sem við fengum hjá áhorfendum stórkost- legar. — Við hlökkum til að sýna hér í þessari glæsilegu íþróttahöll. Hópurinn kom til íslands 10. ágúst og mun dvelja hér til 19. ágúst. Héðan mun flokkurinn halda til Hollands og sýna þar í landi. Fyrsta sýning flokksins var síðastliðinn sunnudag í Glerár- skólanum á Akureyri. Húsfyllir var og vakti fimleikafólkið mikla hrifningu viöstaddra. Fyrsta sýning kínverska fim- leikafólksins í Reykjavík verður í Laugardalshöllinni í kvöld og hefst kl. 20.30. Á fimmtudag mun kínverska fimleikafólkið sýna aft- ur og þá mun íslenskt fimleikafólk Vilhelm Þorsteinsson framkvæmdastjóri ÚA: 99 Ábyrgir menn stjórnunar landsins’’ MORGUNBLAÐIÐ band við Vilhelm haíði sam- framkvæmdastjóra Útgerða- Þorsteinsson félags Akureyrar og spurði hann Hávaxtasinnar fara mjög villir vegar, — segir Lúðvík Jósefsson en hann og Magnús K jartansson eru á öndverðri skoðun í vaxtamálum TVEIR AF helztu áhrifamönn- um Alþýðubandalagsins hin síðari ár. þeir Lúðvík Josefsson formaður bandalagsins og Magnús Kjartansson fyrrum ráðherra flokksins eru á önd- verðri skoðun um vaxtamál. Magnús lýsir nýlega í Þjóð- viljanum yfir undrun sinni með tillögur forystumanna Alþýðu- handalagsins um að vandi útf lutningsatvinnuveganna skuli að hluta leystur með lækkun vaxta og lcggur út af leiðara í Þjóðviljanum. þar sem sagt er að samkvæmt tillögum bandalagsins verði rýrnun sparifjár um 4.5 milljarðar til áramóta miðað við 5% verð- bólgu og þrátt fyrir þriðjungs- lækkun vaxta hefði spariféð haldið raungildi sínu. Þetta segir Magnús ofvaxið sínum skilningi. Morgunblaðið bar þessar athugasemdir Magnúsar Kjartanssonar undir Lúðvík Jósefsson, en hann svaraði því V erdbólga og vextir _ines Þeir sem eru A mti Aö undanförnu hcf eg af g«n 1- um vana fylgst meh tillogum stjórnmálaílokkanna um ny bjargraö" I þagu atvinnuveg anna meb abstob Dolm'Ola ^ lef ekki lagt orb I belg þött eg ,afi oft orbib hissa en nu er svo tomibab éggetekki orba bmid^ ist lengur Astiban er su tillaga tauTtum.nna Alþybubanda- lagsins ab vandi utflutnmgsat vjnnuveganna skuli ab hluta td leyslur meb þvi ab líkka vex i Slban samfelld verbbólga hóíst a fslandi fyrir rUrnum ald- arþribjungi hafa vexlir verib neikvæbir herlendis og eru þab enn, þótt þeir séu hrikalega hair samkvæmt prósentureikningr iFyrrihluta þessatfmabils voru I lögum gamlar sibgæbisreglur um*þab hversu hdir vextir mættu vera og hétu h*rr'vexlir okurl islenskum logum; þab orb var afnumib Ur lögum og m.l- vitund almennings I tlO *» ^"^■"^"•bverbb^n mgs Þeir sem eru á mír aldri muna þaö hversu óhen legan skuldabagga menn u aö taka á sig til þess a6 ka Ibdö, en á örfáum árum br» isl bagginn I slminnkandi p fyrir tilstilli veröbólgunnar Þeir fjármunir sem þa hafa runmö til skuldara ha sjálfsögöu veriö teknir frá . sem hafa reynt aö spara fri fólki sem hefur ætlaö ávaxta" fé sitt I lánastof um eöa frá sjóöum eins og vinnuleysistryggmgasjóöi. "rx” ‘- mtááÉiim til að hér væri ekkert nýtt á ferðinni, því að sjónarmið af þessu tajji hefðu komiö fram hjá Magnúsi áður og hann væri í hópi þeirra sem teldu, að háir vextir væru afleiðing mikillar verðbólgu. „Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að síðan við fórum að taka upp hávaxtastefnuna og ekki sízt vaxtaaukalánin, þá hafa vextir aldrei verið eins neikvæðir í sögunni," svaraði Lúðvík. „Til dæmis er verðbólg- an frá 1. ágúst í fyrra til 1. ágúst núna 50%, eins og nýlega hefur komið fram. Meðaltals spariinn- lánsvextir eru hins vegar 23% en meðaltals innlánsvextir, ef maður telur t.d. hlaupareikn- inga með, eru 18%,. Ég hef áður bent á það mjög ákveðið, að það er ekki verið að vernda sparifjáreigendur með því að æða upp með vextina. Það þarf að koma í veg fyrir það að hér sé gengið fellt eða látið síga daglega og verðgildi sparifjárs- ins þannig rifið niður. Þessir, Magnús Kjartansson sem vilja fallast á að hér eigi að vera hávaxtastefna, fara mjög villir vegar þegar þeir halda að sú stefna bjargi sparifjáreig- endum. Menn geta auðvitað haft mismunandi skoðanir á þessu en menn ættu þó að líta á þessar staðreyndir," sagði Lúðvík. hvort sérstakar ástæður lægju að baki samþykkt fundar fulltrúa 14 frystihúsa á Norðurlandi þar sem segir að öllum kjörnum alþingis- mönnum sé vinsamlega bent á að þeir eigi að vera ábyrgir menn. Á þessum fundi voru fulltrúar frá 14 af 15 frystihúsum á svæðinu, hæði SH húsum og Sambandshúsum. Vilhelm sagði það sitt sjónarmið að þessi samþykkt hefði verið gerð í ljósi þess að landið er svo til stjórnlaust þar sem það væri erfitt fyrir þá sem sitja ennþá að gera þær aðgerðir sem mönnum væri almennt ljóst að gera þyrfti því slíkt væri eðlilegast að ný ríkis- stjórn hefði með höndum. „Það er verið að höfða til þessara manna,“ sagði Vilhelm, „vekja athygli á því að þetta getur ekki gengið svona og að þeir verði að taka afstöðu til stjórnunar landsins. Þetta eru þeir menn sem við höfum kosið okkur og það gengur ekki að þeir séu höfuðlaus her.“ 1,4 millj. kr. í sekt SKIPSTJÓRI vélbátsins Stíganda RE. sem Ægir tók að veiðum inni á friðaða svæðinu út af Kögri s.l. föstudag. var dæmdur í 1.4 millj. kr. sekt fyrir dómi hjá fógeta- embættinu á ísafirði í gær auk þess að afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Skipstjórinn viðurkenndi mæl- ingar varðskipsins en kvaðst hafa villzt inn á svæðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.