Morgunblaðið - 15.08.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGUST 1978
3
Eitt er það sem vekur sérstaka
athygli okkar, það er hversu loftið
hér er tært og heilnæmt.
Við spurðum Yang hvers vegna
þeir hefðu óskað eftir þátttöku
íslensks fimleikafólks í seinni
sýningunni.
— Að mati okkar skapar það
vináttu og skilning milli fimleika-
fólksins. Við getum margt lært af
þeim, og gagnstætt. Svona heim-
sóknir eiga að byggjast á vináttu
og skilningi. Við munum lengi
minnast þessarar ferðar til ykkar
fagra lands, sagði Yang að lokum í
spjalli okkar.
Einn af fimleikamönnunum er
Wang Hsiao Ming, aðeins 15 ára
gamall. Hann sagðist hafa æft
fimleika frá því að hann var fimm
ára gamall, og tekið þátt í mörgum
meiriháttar alþjóðlegum mótum.
Þetta væri hans fyrsta utanferð og
sér þætti þetta stór stund í lífi
sínu. — Landið ykkar er svo
fallegt og fólkið mjög vinalegt,
sagði Wang.
Marsreir efstur en
Guðmwidur í 2. sæti
á Gausdalsmótinu
MARGEIR Pétursson er nú efst-
ur á skákmótinu 1 Gauksdal í
Noregi þar sem hann er með 4V2
vinning af 5 mögulegum. Guð-
mundur Sigurjónsson er í 2.-4.
sæti með 4 vinninga ásamt
Svíunum Wahlbom og Schusfler.
í 5.-8. sæti eru Wibe frá Noregi,
DeSirmian frá Bandaríkjunum,
Sydor frá Póllandi og Grunfeld
frá ísrael með 3‘/2 vinning.
Haukur Angantýsson er með 1 'k
vinning og jafnteflislega biðskák
og Jónas Árnason og Jóhann
Hjartarson eru báðir með 1V2
vinning.
í 2. umferð vann Margeir
Poulsson og Guðmundur vann
Kristiansen, en þeir eru báðir
Norðmenn. í þriðju umferðinni
vann Guðmundur Hauk og Mar-
geir vann DeSirmian og í 4.
umferðinni vann Margeir Wibe og
Guðmundur vann Gulbrandsen. I
5. umferðinni vann Margeir Sydor
og Guðmundur vann Wedberg frá
Svíþjóð.
í 6. umferð leiða þeir Margeir og
Guðmundur saman hesta sína, en
mótið er 9 umferðir.
Bæði Wibe og Sydor, sem
Margeir vann, eru alþjóðlegir
meistarar.
Margeir Pétursson.
Ólafur Jóhannesson:
45daga
fangelsi
SKIPSTJÓRI norska
hrefnuveiðarans Andfjord,
sem tekinn var að ólögleg-
um hrefnuveiðum norður af
landinu fyrir helgina var
dæmdur í 45 daga fangelsi
þegar dómur var kveðinn
upp á Akureyri á sunnudag.
Auk þess var skipstjórinn
dæmdur í 50 þús. kr. sekt og
hrefnan sem báturinn
veiddi norður af landinu og
veiðarfæri voru gerð upp-
tæk.
„Ég er ánægður með aukin
skoðanaskipti í Tímanum”
„AUÐVITAÐ eru skiptar
skoðanir manna á milli í
Framsóknarflokknum og
ég er mjög ánægður yfir
því að Tíminn er batnandi
blað,“ sagði Ólafur Jó-
hannesson formaður Fram-
sóknarflokksins þegar
Morgunblaðið ræddi við
hann í gær og spurði hann
álits á þeim skoðanaskipt-
um og átökum sem ættu sér
stað um þessar mundir
milli framsöknarmanna á
síðum Tímans.
„Þegar rnenn greinir á,“ sagði
Ólafur, „er eins gott að segja
skoðun sína, og að birgja slíkt með
sér og mér þykir kostur að Tíminn
Magnús Jóns-
son og Geim-
steinn til
Bandaríkjanna
Hin árlega norræna
hátíð, Scandinavinan-
American Festival ’78 í New
Jersey í Bandaríkjunum
verður haldin 16. september
n.k. í N.J. Garden State
Arts Center. Magnús Jóns-
son óperusöngvari mun
syngja á hátíðinni við
undirleik Ólafs Vignis
Albertssonar og hljómsveit-
in Geimsteinn mun leika
íslenzk lög undir stjórn
Rúnars Júlíussonar. Gert er
ráð fyrir að 7000 manns taki
þátt í hátíðinni en m.a. eru
á dagskrá fimleikar, þjóð-
dansar, sænskur fiðluleikur
og finnskt harmónikkutríó.
hefur breytzt og er að breytast.
Það hefur lengi staðið til að breyta
Tímanum, en það hefur gengið
hægar að koma þeirri breytingu á
en æskilegt hefði verið, en það er
með blöð eins og annað, þau þurfa
að taka breytingum.“
o
INNLENT
Iscargó áfram í Eþíópíu
ÍSCARGO mun halda
áfram flugi með matvæli
og fleira í Eþíópíu fyrir
lúthersku heimskirkjuna
samkvæmt upplýsingum
Lárusar Gunnarssonar hjá
íscargo og mun flugið að
minnsta kosti standa yfir
út ágústmánuð. Fyrst var
samið við íscargo um 100
tíma flug innan Eþíópíu og
síðan aftur um 100 tíma.
Aðallega er flogið með mjölmat,
nokkuð af lyfjum, og mjólkurduft,
en íslenzka vélin hefur flutt um 16
tonn á dag til Asmara þegar fært
hefur verið frá Addis Ababa og
Assab. Norska kirkjan hfur samið
við íscargo um þessa flutninga.
Mannfjöldi
á landbúnað-
arsýningunni
MIKILL mannfjöldi heim-
sótti Landbúnaðarsýning-
una á Selfossi í gær, eða
um 6000 manns. Veður var
mjög gott og hefur svo
verið síðan sýningin var
opnuð, en s.l. sunnudag
heimsóttu um 15 þús.
manns sýninguna og 3000
á laugardag, þannig að alls
hafa um 25 þús. manns sótt
Selfoss heim í tilefni
sýningarinnar.
I dag verða nautgripir og sauðfé
sýnd sérstaklega, sýnikennsla verður
á vegum Afurðadeildar landbúnað-
arins, Fálkinn og Stál verða með
sérsýningu. Þá verða allar deildir
sýningarinnar opnar og sitthvað
sérstakt er á dagskránni.
Keyrði á
Ölfusárbrú
SÉRKENNILEGUR árekstur
varð á Ölfusárbrú aðfaranótt
mánudags er bifreið keyrði þar á
brúarstólpa miðsvæðis á brúnni.
Skemmdist bifreiðin talsvert svo
og tveir brúarstólpar. Grunur
leikur á að ökumaður hafi verið
ölvaður að sögn lögreglunnar.
Nýtt ísL
metí
200m.
hlaupi
Vilmundur Vilhjálms-
son setti í gærkveldi
íslandsmet í 200 metra
hlaupi, 21,1 sek. á frjáls-
íþróttamóti Ármanns
sem fram fór í Laugar-
dal. Gamla metið átti
hann sjálfur og var það
21.2 sek. sett í fyrrasum-
ar. Annar 1 hlaupinu
varð Mike Bailey frá
Luxemborg á 21.2 sek.
og Sigurður Sigurðsson
þriðji á 21.5 sek. sem er
hans besti árangur.
Hreinn Halldórsson
sigraði í kúluvarpi kast-
aði 20,06 metra. Nánar
verður skýrt frá mótinu á
íþróttasíðu blaðsins á
moreun.