Morgunblaðið - 15.08.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 15.08.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 11 Ármann Kr. Einarsson: Ráðstefna norrænna skólasafnvarða 1978 HINN 4. þ.m. lauk í Danmörku Ráöstefnu norrænna skólasafn- varða. Ráðstefnan var haldin í norrænu menningarmálamiðstöð- inni í Hindsgavl á Fjóni og stóð í tæpa viku. Þátttakendur voru alls 80 flestir frá Svíþjóð og Dan- mörku. Frá Noregi og íslandi voru 10 þátttakendur frá hvoru landi, frá Finnlandi 7 og 2 voru frá Færeyjum. Ráðstefnustaðurinn Hindsgavlhöll er mikil og stílhrein bygging, nær 300 ára gömul. Höllin stendur í undurfögru um- hverfi við Litlabelti, steinsnar frá hinni miklu brú sem tengir Fjón og Jótland. Nýlega hefur allt húsið verið lagfært og endurbætt, þótt það haldi að sjálfsögðu sinum upprunalega stíl. I húsinu geta gist og matast rúmlega 100 gestir og þar eru tveir fyrirlestrasalir. Það verður ekki annað sagt en Hindsgavl sé hinn ákjósanlegasti fundarstaður, enda voru þátttak- endur ánægðir með dvölina þar. Inngangserindi ráðstefnunnar flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason og talaði hann um norræn menn- ingarmál. Gylfi kom víða við í ræðu sinni og var gerður góður rómur að máli hans. Dagblöð á Fjóni birtu fréttir og myndir frá ráðstefnunni og stuttan úrdrátt úr ræðu Gylfa. Aðrir Islendingar sem töluðu á ráðstefnunni voru Ragnhildur Helgadóttir form. Félags skóla- safnvarða og undirritaður. Ragn- hildur ræddi um ísl. skólasöfn, en ég m.a. um Höfundamiðstöðina og bókmenntakynningar í skólum. Fyrsta dag ráðstefnunnar flutti Mette Winge erindi um gildismat og gagnrýni barnabókmennta frá dögum (1920) kennarans og barna- bókahöfundarins Niels K. Kristen- sen til Sveins Möller Kristensen, en bók hins síðarnefnda „Börne — og ungdomsböger" kom út 1969. Fyrir og um aldamótin síðustu var farið að gefa út barnabækur í ríkara mæli en áður. I gegn um árin verða barnabókmenntir æ mikilvægari þáttur í móðurmáls- kennslunni. Síðast á sjötta ára- tugnum eru þær teknar upp sem sérstök námsgrein í danska Kenn- araháskólanum. í fyrstu miðaðist mat á barna- bókum við siðgæði, uppeldis- og bókmenntalegt gildi. Síðar kom umræða um raunsæi og félagslegt gildi barnabóka. í dag fjallar gagnrýni um danskar barna- og unglingabækur aðallega um póli- tískar stefnur, — marxitískar eða — ekki marxitískar. Á dagskrá voru síðan erindi fjögurra norrænna barnabókahöf- unda. Þeir ræddu um bækur sínar og ritstörf og svöruðu fyrirspurn- um. Fyrst talaði Siv Widerberg frá Svíþjóð, en hún hefur skrifað yfir tuttugu barnabækur. Eftir erindið var rætt um bók hennar „Klass 6 D, Sverige, Várlden", þá talaði Tarmod Haugen frá Noregi, ungur og efnilegur höfundur, sem þegar hefur hlotið verðlaun fyrir bækur sínar. Til umræðu var tekin bók hans „Nattfuglene". Næst ræddi danski barnabóka- höfundurinn Erik Chr. Haugaard um verk sín. Hann hefur ferðast víða um heim og búið í mörgum löndum, m.a. Italíu, Spáni, Grikk- landi, og ísrael. Nú er hann búsettur írlandi. Eftir erindið var fjallað um bók hans „Bag krigens kærre". Ein bók hefur komið út á íslensku eftir Haugaard, Litlu fiskarnir. Síðust talaði Marita Lindquist frá Finnlandi um ritstörf sín. Hún er mjög þekktur höfundur í heimalandi sínu og á Norðurlönd- um. Því miður hefur ekkert verið þýtt eftir Maritu á íslensku, en hún hefur skrifað nær tuttugu barnabækur. Marita vinnur einnig við úarp og sjónvarp. Bók hennar Artur Erikson syngur á íslandi S/ENSKI presturinn og söngvar- inn Artur Erikson er væntanleg- ur til íslands n.k. föstudag og verða í för með honum tíu norskir stúdentar sem stunda nám við kristniboðsskólann Fjellhaug í Ósló og diakonissur frá St. Lukas Stiftelsen í Kaupmannahöfn Sænski presturinn og söngvarinn Artur Erikson. sem tekin var til umfjöllunar og rædd á þinginu heitir: „Malena och gládjen", en fyrir þá bók hlaut Marita bókmenntaverðlaun 1970. Aðalerindi þingsins um skóla- söfn flutti Kurt Hartvig Petersen frá Danmörku. Sýndi hann skuggamyndir með fyrirlestri sín- um, rakti sögu skólasafna og skýrði tilgang þeirra og þýðingu sem eins meigins hjálpartækis í starfi skólanna. Fyrir fáum árum var K. H. Petersen fenginn til íslands til þess að leiðbeina á námskeiði fyrir skólasafnverði. Þá talaði Flemming Sörensen frá Danmörku og ræddi um námsgögn í skólasöfnum. I upphafi umræðnanna um skólasöfnin fluttu fulltrúar frá hverju landi yfirlit um þróun þessara mála í sínu heimalandi. Eins og áður sagði talaði Ragn- hildur Helgadóttir skólasafnsvörð- ur fyrir okkar hönd og sat fyrir svörum. I umræðunum kom fram að þróun skólasafna er komin lengst áleiðis hjá Svíum og Dönum. Nokkrar umræður urðu á þing- inu um val bóka í skólasöfn og er það víða talsvert hitamál á Norðurlöndum. Víða er tilhögunin sú að starfandi eru svokallaðar ráðgefandi nefndir um val bóka. Við skólana fjallar einnig for- eldra- og kennararáð um þessi mál. En algengara er að foreldrar vilja fylgjast með hvaða lestrar- efni börnum þeirra er fengið í hendur í skólanum. Armann Kr. Einarsson. Næst síðasta daginn, var Náms- gagnamiðstöðin i Óðinsvéum heimsótt og einnig skólasafnið i Skt. Klemensskólanum. Náms- gagnastöðin hefur til umráða geisistóra hæð og kjallara í nýlegri byggingu. Hlutverk miðstöðvar- innar er að lána skólanum á Fjóni, en þeir eru nokkuð á annað hundrað, bækur og alls konar námsgögn sem of langt yrði upp að telja. Einnigendur Námsgagna- miðstöðin fyrir námskeiðum og annast leiðbeiningastarfsemi og upplýsingaöflun fyrir kennara. Miðstöðin færir stöðugt út kvíarn- ar og nú starfa þar um 60 manns. Klemensskólinn er í stórri og nýtískulegri byggingu aðeins 3ja ára gamalli. Nemendur skólans eru um 800 og kennarar 50. Skólasafn Klemensskólans er staðsett miðsvæðis í b bygging- unni og er gólfrýmið rúmlega 340 fermetrar. Áður var safnið í aðeins 75 fermetra stofu. í safninu eru ca. 11 þús. bindi bóka, auk 5.300 binda lesflokka, alls verður því bókaeignin um 20 bindi á hvern nemanda. Safnið er líka vel birgt af myndum, hljóðböndum og margs konar öðrum kennslutækj- um. Skólasafnið er opið 42 tíma í viku og starfa þrír kennarar við skólann að hluta í safninu. Fjár- veiting til skólasafnsins er um 95 þús d. kr. eða rúmga 4,4 milljónir ísl. krónur. Heimsóknin í Klemensskólann var mjög dómsrík, að minnsta kosti fyrir okkur íslendingana. Skipulagning ráðstefnunnar og framkvæmd hvíldi að sjálfsögðu mest á Dönum, gestgjöfum okkar og fór hún þeim vel úr hendi. í undirbúningsnefnd og jafn- framt stjórnendur ráðstefnunnar voru: Thomas Kjær, Jakob Gorm- sen og Flemming Sörensen og auk þeirra Svíarnir: Bengt Jespersen og Rolf Kristensen. Veitingar og viðurgerningur allur var með miklum ágætum á Hindsgavll og um þá hlið málsins önnuðust umsjónarmannshjónin Erny og Helge Nybo. Þá rakti Helgi í upphafi ráðstefnunnar sögu staðarins í stórum dráttum. Eins og fyrr sagði var ráðstefn- unni slitið föstudaginn 4. ágúst. Stungið var upp á að næsta ráðstefna norrænna skólasafn- varða yrði haldin á íslandi 1980. Þátttakendur kvöddust eftir ánægjuleg kynni og héldu hver til síns heima reynslunni ríri. Starfið beið. Um þessa helgi, sem við köllum Verslunarmannahelgi hefja skólar á Norðurlöndum almennt starf- semi sína að Islandi undanskildu. ásamt sr. Felix Ólafssyni sem þar er prestur. Kemur Artur Erikson fram á samkomum sem hér verða haldnar í vikulok og í næstu viku. Fyrsta samkoman verður í Skálholtskirkju laugardaginn 19. ágúst kl. 17 og sunnudag 20 og miðvikudag 23. ágúst verða sam- komur í Neskirkju í Reykjavík. Einnig mun hann syngja á Akur- eyri og verður samkoman þar á þriðjudag 22. ágúst. Artur Erikson hóf að syngja við guðsþjónustur og samkomur föður síns sem starfaði fyrir sænska kristniboðssambandið og árið 1960 kom hann fram í sænska sjónvarp- inu og varð þá kunnur fyrir túlkun sína á andlegum söng og tónlist, sígildum kirkjulegum sálmalögum eða sænskum vakningasöngvum, eins og segir i frétt um komu hópsins. Hefur hann margoft komið fram í útvarps- og sjón- varpsþáttum, sungið inn á margar plötur. Hann hefur sungið á öðrum Norðurlöndum svo og í Bandaríkj- unum en er nú í fyrsta sinn með tónleika hérlendis. w EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU BRIMKLO .... eitt lag enn Nú er kominn þridjudagur, og auövitaö fékkatu þér „Eitt Lag Enn“ strax í gær. Og þú voist af hverju þeir hafa misst sem ekki eiga ennþá eintak af þessari æöislega góöu plötu. Þú ættir kannske aö kaupa eintak handa pabba og mömmu, eöa systkinum eöa afa og ömmu eöa frænda eöa frænku eöa einhverjum vini. Þú átt vini? Nei, þú þarft sko ekki aö kvíöa framtíöinni því þú átt „Eitt Lag Enn“ plötuna sem allir eru aö vonast eftir aö eignast líka. Með lögum skal land byggja fttinorhf S:28155 Dreifing um Karnabæ hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.