Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 Útgefandi itÞlnfrifr hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórj Haraldur Sveinsson. Rjtstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson r Varizt Islend- inga sögumar! Danska skáldið Martin A. Hansen hefur hárréttan skilning á eðli íslendinga sagna í minnisverðri ferðabók sinni Rejse paa Island, en Hansen var einn helzti skáldsagnahöfundur Dana um sína daga, eins og kunnugt er. Hann unni íslandi og íslenzkum bókmenntum og dró merkar og mikilvægar ályktanir af fornsögunum, bæði í skáld- verkum sínum og öðrum ritsmíðum. Hann segir á einum stað í ferðabók sinni, að íslendingasögurnar séu „aristókratískar"; ef ástæða sé til að segja frá lífi sögupersónu, verði hún að vera af góðum ættum. Andrúm íslendinga sagna er þannig þrungið viðhorfi þess höfðingjaþjóðfélags, sem þær eru sprottnar úr. Martin A. Hansen gengur jafnvel svo langt að fullyrða, að höfundar Islendinga sagna hafi ekki litið svo á, að sálarlíf og skapgerðareinkenni öreigafólks hafi verið með þeim hætti, að það gæti staðið undir flókinni persónusköpun, sem er einkenni þessa merkasta framlags norræns anda til heimsmenningar. Nú liggur í landi að dæma skáldskap eftir skoðunum rithöfundanna og umfjöllun þeirra um svonefnd þjóðfélags- vandamál, en þau eru mjög í tízku um þessar mundir, eins og kunnugt er. Gagnrýnendur ýmsir, bókmenntafræðingar og jafnvel ýmsir bókasafnsfræðingar eru þeirrar skoðunar, að engar bækur séu boðlegar nú um stundir nema þær fjalli nánast um allt annað en það, sem talið er höfuðeinkenni íslendinga sagna. Nú vandast málið fyrir róttæklinga í þessum stéttum, eða hvernig ætla marxistar að afgreiða Islendinga sögur, undirstöðu íslenzkrar menningar, viðmiðun og leiðarljós þjóðarinnar um þúsund ár? Þeir eiga að sjálfsögðu ekki annarra kosta völ en afskrifa þessar bókmenntir, ef þeir ætla að vera „hugsjón" sinni trúir. Ástæða er til að vara þessa róttæku menningarfrömuði við fornum arfi okkar og þeim hugsunarhætti höfðingjaþjóð- félagsins, sem er afl hans og aðall. Þeim er hér með bent á að láta ekki íslendinga sögur eða önnur fornklassísk rit liggja frammi í bókasöfnum, kenna þau ekki, hvorki í menntaskól- um né háskóla, og umfram allt að koma í veg fyrir að nokkur maður kynni sér efni þeirra í heimahúsum. Það gæti orðið til að hægja á innrætingunni, með því að ungt fólk gæti heillazt af höfðingslund og hetjuskap fornsagna — og þannig gætu þessi rit, ef þau lægju á glámbekk, þvælzt fyrir marxistískri söguskoðun og þeirri þróun til þjóðfélagshátta Tékkó- slóvakíu, Austur-Þýzkalands, Búlgaríu og Sovétríkjanna, sem mun vera eitt helzta takmark heilaþveginna alþýðu- bandalagsmanna. Oft var þörf en nú er nauðsyn — að halda vöku sinni. Alþýðubandalagsmenn, sameinizt um að koma í veg fyrir, að höfðingjabókmenntir forníslenzkrar ritlistar geti eitrað sálir ungs fólks og hægt á sögulegri þróun! Bókmenntafræðingar, gagnrýnendur og bókasafnsfræðingar, minnizt orða Martins A. Hansens og gætið þess vandlega, að íslendinga sögur og aðrar fornar höfðingjabókmenntir verði ekki á vegi þeirrar ómótuðu æsku, sem á að erfa landið! Og umfram allt: látið ekki lymskufulla og úrkynjaða borgarastéttina lauma þessum spilltu bókmenntum inn um bakdyrnar,. hvorki á skólum né bókasöfnum — og allra sízt á dag- vistarheimilum. Félagsvísindi og þjóðfélagsbókmenntir nútímans krefjast þess í nafni marxismans, að höfðingjabók- menntir séu lýstar óalandi og óferjandi, því að hvað hefur Sovét-ísland að gera við Njál og Bergþóru, sem gekk með honum í eldinn af því að hún unni honum? Allt er þetta tímaskekkja og á heima úti í hafsauga gjörspilltrar borgarastéttar. Bókmenntafræðingar, gagnrýnendur, bóka- safnsfrqpðingar og fóstrur, standið sem einn maður gegn spillingu höfðingjabókmenntanna! Látið ekki deigan síga í baráttunni fyrir fegurra og bétra lífi, eins og það gerist í Gulaginu og hjá forréttindastétt kommúnistalanda.. Á þetta er bent hér í því skyni einu að sýna fram á, að það er nauðsynlegt í hugsjónabaráttu að hafa samræmda afstöðu til allra hluta, hvort sem þeir heita nútímabókmenntir eða íslendinga sögur. Ef einhverjum finnst sú aðvörun, sem hér hefur verið tönnlazt á, stinga í stúf við heilbrigða skynsemi, verður sá hinn sami að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd, að kröfur og kenningar sósíalistanna í Alþýðubandalaginu og annarra marxista sækja næringu í aðra þætti mannlegs lífs en rökhyggju, mannlegt eðli og „skynsamlegt vit“. Sovézk skip í norskri landhelgi í lok júní fóru sovézk skip að gera sig venju fremur heimakomin við strendur Norður-Noregs, og í 11 skipti þótti norskum stjórnvöldum ástæða til að rannsaka hvernig á þessum ferðum stæði. í fjögur skipti reyndist vera um að ræða ólögmætt athæfi sovézku skipanna, en í hin sjö virðist svo sem ferðir þeirra hafi ekki brotið í bága við alþjóðlegar siglingareglur. Þessi umsvif Sovétmanna við Noregsstrendur hafa vakið mikla athygli, og norska stjórn- in hefur átt í vök að verjast, þar sem mörgum hefur ekki þótt hún taka á málinu af nægilegri röggsemi. Samskipti Sovét- ríkjanna og Noregs hafa á undanförnum áratugum einkum mótazt af tvennu: Öryggismál- um og óútkljáðum hagsmuna- málum á hafsvæðunum í norðri. Sovétmenn hafa um árabil sýnt ýmiss konar ásælni, en Norð- menn hafa þurft , að stunda jafnvægislist, sem í stuttu máli felst í því að deilur komist ekki á alvarlegt stig um leið og þeir vilja ekki sýna undanlátssemi. Mikilvægar við- ræður og versnandi andrúmsloft Vaxandi kala hefur gætt í samskiptum ríkjanna í kjölfar landhelgisbrotanna að undan- förnu, og víst er að þau munu setja svip sinn á mikilvægar viðræður, sem framundan eru um skiptalínuna í Barentshafi og fiskveiði- og auðlindalögsög- una umhverfis Svalbarða. Jens Evensen hafréttarráðherra Norðmanna hefur verið mikið í mun að lægja öldurnar vegna landhelgismálanna áður en hann héldi til Moskvu nú í vikunni til viðræðna við hinn sovézka starfsbróður sinn, Alexander Ishkoff, og í sama streng hafa aðrir ráðherrar tekið. Rolf Hansen varnarmála- ráðherra var í fyrstu mjög harðorður í garð Sovétstjórnar- innar vegna landhelgisbrotanna og hinna óvenjulegu skipaferða. Hann sló því föstu að hér væri um að ræða „varðskipa-pólitík“, en hefur síðan látið í ljós þá skoðun að ekki væri ástæða til að gera of mikið veður út af málinu. Knut Frydenlund utan- ríkisráðherra lýsti því yfir að vissulega kallaði framkoma Sovétmanna á viðbrögð en hins vegar væri varasamt að láta þau of harkalega í ljós. Júri Kirisjenko, endiherra Sovétríkjanna, sem áður var sendiherra í Reykjavík, var tvívegis boðaður í norska utan- ríkisráðuneytið til að taka við formlegum mótmælum, en sovézku skipin héldu uppteknum hætti þrátt fyrir það. Hraktist undan vindi — en í öfuga átt Þegar ferðir sovézku skipanna upp á norsku ströndinni hófust voru tildrögin þau að sovézkur dráttarbátur og þrjú önnur skip köstuðu akkerum úti fyrir Nordkyn-skaga í Barentshafi. Á þessum slóðum er óviðrasamt, og þegar norsk stjörnvöld óskuðu eftir skýringu á því hvernig á skipunum stæði, fékkst það svar að þau væru að leita vars. Sú skýring var þó út í hött þar sem svo óvenjulega vildi til þennan dag að ládautt var á þessum stað, og þegar norska strandgæzlan kom á vettvang sigldu skipin öll á brott. Tveimur vikum síðar kom sovézkt timburflutningaskip og varpaði akkerum á sama stað, en það tók á rás er norskt varðskip kom í sjónmál. Sama dag kom sovézkt tankskip inn í höfnina í Vardö og kvaðst skipstjórinn vera með slasaðan mann um borð. Það reyndist rétt vera, en skondið þótti að sovézki skipstjórinn skyldi kjósa að koma með hann til Vardö þar sem beinast lá við að sigla til hafnar í Múrmansk. Næsti atburður, sem Norðmenn sáu ástæöu til að hafa afskipti af, var þegar strandgæzlan kom að sovézku flutningaskipi rétt und- an Vardö. Skipstjóranum var gert viðvart um að hann væri í norskri landhelgi og fékk fyrir- mæli um að hverfa á braut. Hann kvaðst vera með bilaða vél og hefðu válynd veður hrakið skipið á þessar slóðir. Sú skýring stóðst engan veginn, því að hefði skipið hrakið stjórn- laust undan vindi hefði það borið í þveröfuga átt. Norðmenn færðu skipið til hafnar og þar var skipstjórinn dæmdur til að greiða sekt sem nam tæpri milljón íslenzkra króna. Hlerunartæki eða sálfræði- hernaður? Það er von að spurt sé hvað Sovétmönnum gangi til með þessum umsvifum. Vitað er að Sovétmenn smíða ekki svo smá- kænu, aö hún geti ekki komið að gagni í hernaði ef á þarf að halda. Norskir landhelgisgæzlu- menn fóru nýverið um borð í sovézkt hafrannsóknarskip, sem óskaði eftir því að mega liggja í vari innan norskrar landhelgi, og bar við vélarbilun og leka, sem kominn væri að skipinu. Þegar fulltrúar landhelgisgæzl- unnar komu um borð sást ekkert sem bent gæti til að viðbárur væru í samræmi við sannleik- ann, og var skipstjóra skipað að hverfa úr landhelgi. Um leið og komið var út á alþjóðlega siglingaleið setti skipið á mikla ferð, enda þótt skipverjar vissu að norska landhelgisgæzlan fylgdist með þeim allan tímann. Margir eru þeirrar skoðunar að þessir atburðir standi í sambandi við ferðir sovézkra kafbáta og að Sovétmenn séu að koma fyrir nýrri línu son- ar-tækja, en bæði Sovétmenn og Atlantshafsbandalagið nota slík tæki til að fylgjast með skipa- ferðum á þessum slóðum. Atlantshafsbandalagið er með röð slíkra tækja á línu frá Vardö í áttina til Grænlands, en Sovétmenn eru með línu sem gengur frá Kola-skaga í áttina upp að Svalbarða. Það er hald sumra sérfræðinga að Sovét- menn séu að reyna að trufla sonar-tæki Atlantshafsbanda- lagsins, og hafi sovézku skipin að undanförnu haft þar hlut- verki að gegna. Ekki er útilokað að Sovét- menn séu með ferðum þessara skipa inn í norska landhelgi komnir í nokkurskonar sál- fræðihernað, og að tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að kalla á viðbrögð Norðmanna — sjá hversu harkaleg þau verði og haga síðan málflutningi, til dæmis í samningaviðræðum um Barentshaf og svæðið umhverfis Svalbarða, í samræmi við þau. Víst er að mál þetta verður rætt á fundum Evensens og Ishkoffs í Moskvu þessa dagana, og í viðræðunum er trúlegt að skýring fáist á því hver tilgang- ur Sovétmanna raunverulega er, en á sunnudaginn var, daginn áður en Evensen hélt til Moskvu, varð norska landhelgis- gæzlan vör við sovézkt skip nálægt ströndinni, að því er virtist í erindisleysu. — Á.R. Finnland SvíÞjóö Krossarnir sýna þá staði sem sovézk skip hafa leitað á að undanförnu. en í Vardö, sem mcrkt er á kortið, er stjórnstöð sonar-tækja Atlantshafshandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.