Morgunblaðið - 15.08.1978, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978
• Nýbakaður Islandsmeistari í golfi, Hannes Eyvindsson • Gylfi Kristinsson GS, kom mjög á óvart í mótinu og
GR, glaður á svip er hann tekur við hamingjuóskum. einbeittur mundar hann kylfuna.
• Gamla kempan Þorbjörn Kjær-
bo, lék mjög vel, og gaí ungu
mönnunum ekkert eítir. Hér
skoðar hann hvíta boltann íbygg-
inn á svipinn.
Hannes rauf sigur-
göngu Björgvins
ÍSLANDSMÓTINU í golfi lauk á laugardaginn. Leikið var á þrem völlum. Er þetta eitt
fjölmennasta golfmót sem haldið hefur verið hér á landi. Meistaraflokkur karla lék á
Hólmsvelli við Leiru. Gífurleg spenna var í keppninni og er síðasti dagur hófst áttu
átta kylfingar möguleika á að hreppa íslandsmeistaratitilinn. Er upp var staðið eftir
keppnina var fimm ára sigurgöngu Björgvins Þorsteinssonar lokið. Ungur kylfingur,
Hannes Eyvindsson GR, 21 árs gamall, varð íslandsmeistari eftir þriggja hola
höggleik við kornungan kylfing, Gylfa Kristinsson úr GS. Gylfi er aðeins 15 ára
gamall.
Veðurguðirnir fóru ómjúkum
höndum um kylfingana meðan á
keppninni stóð. Síðasta daginn var
hávaðarok og úrhellis rigning. Var
stórkostlegt að sjá hversu ein-
beittir menn voru og létu veðrið
hafa lítil áhrif á sig. Mótið gekk
mjög vel fyrir sig og er varla hægt
að segja að snurða hafi nokkurs
staðar hlaupið á þráðinn.
Fyrir keppnina bjuggust menn
almennt við sigri Björgvins Þor-
steinssonar, en honum gekk mjög
illa síðasta daginn og þá sérstak-
lega við púttin. Hvað eftir annað
missti hann auðvelt pútt og var
hreint ótrúlegt hversu óheppinn
hann var. Björgvin hefur ávallt
leikið best þegar pressan er mest
því að hann er mikill keppnismað-
ur, en nú brást þetta og sigurinn
gekk honum úr greipum. Ungu
mennirnir léku mjög vel í keppn-
inni og komu sterkt frá mótinu.
Þegar síðasta hring var lokið
voru þeir jafnir Hannes Eyvinds-
son og Gylfi Kristinsson, báðir
með 307 högg. Næstir komu þeir
Sigurður Hafsteinsson og „gamla“
kempan Þorbjörn Kjærbo sem lék
vel með 308 högg. Þetta sýnir hve
jöfn og spennandi keppnin var
allan tímann. Geir Svansson kom
svo í fimmta sæti með 309 högg.
Þeir Hannes og Gylfi þurftu því
að leika þriggja hola höggleik um
fyrsta sæti og Sigurður og Þor-
björn einnig um þriðja til fjórða
sæti.
Enn á nú var haldið út í
rigninguna og má segja að ioftið
hafi verið rafmagnað af spennu.
Á fyrstu holu náði Hannes að
setja pressu á Gylfa með því að
vinna á honum eitt högg. Næstu
holu voru þeir jafnir og enn hafði
Hannes eitt högg í plús. Á þriðju
holu þarf svo Hannes að taka víti,
og áttu margir von á því að hann
myndi ekki þola spennuna. En
pilturinn lét ekki að sér hæða og
högg hans á eftir upp á flötina var
stórglæsilegt, boltinn hafnaði fet
frá holunni. Glæsilega að verki
verið. Gylfa tókst hins vegar ekki
eins vel upp og mistókst í uppá-
skoti sínu. Hannes púttaði síðan
niður af öryggi og sigurinn var
hans. Hörkukeppni var lokið.
Sigurður Hafsteinsson náði svo að
sigra Þorbjörn í keppninni um
þriðja sætið.
Það var ekki aðeins í meistara-
flokki karla sem hart var barist.
Keppnin hjá kvenfólkinu var ekki
síður hörð.
Þar sigraði Jóhanna Ingólfs-
dóttir, GR, eftir mikla keppni við
Sólveigu Þorsteinsdóttur úr Keili
sem veitti henni verðuga keppni. I
fyrsta flokki karla sigraði Gísli
Sigurðsson örugglega, en hann lék
á 336 höggum. _ Þ.R.
Úrslit í moistaraflokki karla.
Ilannos Eyvindsson GR
307 (70 - 79 - 75 - 71)
(ivlfi Kristinssun GS
307 (81 - 77 - 71 - 75)
SÍKurftur llafstoinssnn GR
308(73 - 81 - 73 - 81)
Porhjiirn Kja'rbo GS
308 (75 - 82 - 73 - 78)
Goir Svansson GR
309 (7(1 - 7fi - 78 - 79)
Bjiirttvin Þorstoinsson GA
310 (73 - 80 - 78 - 79)
Svoinn SÍKurhorKsson GK
311 (77 - 73 - 78 - 78)
SÍKurður Thoraronson GK
312 (83 - 76 - 80 - 73)
Óskar Sæmundsson GR
311 (75 - 76 - 78 - 85)
Þórhallur UólmKoirsson GS
317 (80 - 79 - 78 - 80)
MaKnús BirKÍsson GK 325
MaKnús llalldórsson GR 325
Moistaraflokkur kvonna
Jóhanna InKÓIfsdóttir GR
328 (80 - 73 - 87 - 88)
SóIvoík Þorstoinsdóttir GK
331 (86 - 81 - 76 - 88)
Jakohína GuðlauKsdóttir GV
(81 - 80 - 85 - 87)
Kristín Pálsdóttir GK
317 (81 - 92 - 86 - 88)
Kristín Þorvaldsdóttir NK
351 (89 - 88 - 87 - 90)
1. flokkur karla
Gísli SÍKurðsson GK
336 (88 - 78 - 79 - 91)
SINBJÖRN Björnsson GK
313
Viðar Þorstoinsson GA
311 (81 - 76 - 91 - 96)
Jón Þór Ólafsson GR
311 (80 - 89 - 86 - 89)
llonninK Bjarnason GK
315 (82 - 89 - 82 - 92)
2. flokkur karla
Bjiirn Finnhjiirnsson G Lux
337 (86 - 86 - 82 - 83)
llólmKoir IIólmKoirsson GS
311 (86 - 81 - 82 - 89)
Jons V. Olafsson NK 316
Kristinn BorKþórsson NK 319
' Einar GuðlauKsson NK 319
llrólfur Iljartarson 319
3. flokkur karla
Samúol B. Jónsson GS 383
EKÍr MaKnússon Gos 381
ItaKnar Lárusson NK 385
HoIkí Gunnarsson GK 385
Stofan Stofánsson NK 389
1. flokkur kvonna
ÁKÚsta 0. Jónsdóttir GI( 382
Sjiifn Guðjónsdóttir GV 383
Kristín Edoi NK 381
Guðrún Eirfksdóttir GR 392
SÍKríður Ólafsdóttir GII 397
Draumurinn rættist
Ilannes Eyvindsson.
— Draumurinn rættist, vissulega kom þetta mér á óvart. en þetta er draumur hvers golfleikara. Það má
segja að ég hafi uppskorið eins og ég sáði. Ég hef æft sérlega vel fyrir mótið, og þá hjáipaði það til að vera
í 12 daga úti á Spáni með unglingalandsliðinu. það var góð reynsla. Ég sótti mig mjög er á leið í keppninni
og veðrið hafði ekki áhrif á mig. Mér finnst gott að leika golf í rigningu, það má vera að rokið hafi haft sín
áhrif á að betra skor náðist ekki, en ég er fyllilega ánægður með útkomuna. Þetta er ofsalega góður völlur
og sérlega vel hirtur og gott að leika golf hérna. Þá vil ég að það komi fram að aðstoðarmaður minn Einar
Þórisson (caddý) var mér ómetanleg hjálparhella í keppninni, og það er hverjum golfleikara nauðsynlegt
að hafa hjálparmann 1 svona strangri keppni.
— Það sem kom mér mest á óvart var hve Björgvin lék illa í lokin. Hann hefur alltaf staðið sig best er
mest reynir á cn nú brást hann. Á því var ég hissa.
Taugaspennan í lokakeppninni var mikil og hég hélt að mér tækist ekki að sigra er ég þurfti að taka viti
á þriðju holu í aukakeppninni. en næsta högg réð úrslitum fyrir mig, það heppnaðist fullkomlega og
holtinn hafnaði aðeins fet frá holu. Þá létti mér mikið. Þetta var stórkostlegt högg og tilfinningin sem
fylgdi á eftir var góð. Það fór straumur um mig allan.
— Nú ætla ég að hvfla mig á golfi um stundarsakir. þetta er búið að vera svo erfitt, sagði Hannes að
lokum í spjalli okkar. — Þr.
Ákveðinn í að
sækja á brattann
Gylfi Kristinsson.
— Ég er aðeins húinn að leika golf í fjögur ár. og vantar því reynslu í svona stórmót, en ég er fyllilega
ána'gður með árangur minn, því að ég átti alls ekki von á að ná svona langt í keppninni. Það munaði miklu
fyrir mig að leika á heimavelli. hér get ég gengið beint áð þeim járnum sem ég ætla að nota en það geri ég
ekki annars staðar. Ég byrjaði illa síðasta daginn og fór fyrstu holuna í sjö höggum, en svo paraði ég allar
að sjöttu holu. og eftir það lék ég allar undir pari sem er frábær árangur. —
— Ég reyndi að ^ieyma veðrinu og einbeita mér og þá sérstaklega að ná réttri sveiflu þetta tókst vel
nema rétt í hyrjun. Ég var óheppinn með högg á þriðju holu í aukakeppninni. Það var mjög vont að standa
að högginu og það réð úrslitum, höggið misheppnaðist og þar með fór tækifærið á að ná titlinum. Fyrir
mótið hafði ég hvflst í hálfan mánuð og það gerði mér gott. Ég er ákveðinn í að æfa vel í framtfðinni og
sa-kja á hrattann af festu.
Þess má geta að ég dvaldi ásamt félaga mínum Páli Detilssyni -úti í Englandi í fyrra hjá enskum
atvinnumanni i golfi sem bauð okkur til sín. Sú dvöl var lærdómsrik og ánægjuleg og hafði mikil og góð
áhrif á hve miklum framförum ég hef tekið. þr