Morgunblaðið - 15.08.1978, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978
19
• Mikil er sveiflan hjá Sigurði
Hafsteinssyni. Sigurður hafði
forystu er síðasti keppnisurinn
hófst, en tókst ekki nægilega vel
upp og hafnaði í þriðja sæti eftir
höggleik við Þorbjörn Kjærbo.
• Björgvin borsteinssyni gekk
óvenju illa með púttin í keppn-
inni. Engu er líkara en að hér
haíi hann gefist upp, og noti
hendurnar til að koma boltanum
ofan í.
• Sigurvegarinn í meistaraflokki kvenna Jóhanna Helgadóttir GR.
Hún tók forystu í upphafi og hélt henni til loka.
Hefði frekar
viljað tapa með
því að leika vel
Björgvin Þorsteinsson.
— Ég hefði verið í sérflokki ef mér hefði tekist upp við púttin. Allan
tímann lék ég mjög vel, en púttin réðu úrslitum hjá mér. Ég hef alltaf
verið mjög misjafn í púttunum en aldrei gcngið jafn herfilega illa og
núna. Ef öll púttin hcfðu gengið þá hefði ég unnið á 29 höggum. Maður
var kominn með það á heilann að maður gæti ekki sett niður og það
hefur sín sálrænu áhrif í svona keppni. Þá hafði veðrið líka slæm áhrif
á mig, þessi mikla rigning sem verið hefur og þá sérstaklega núna á
lokasprettinum.
Þá hef ég ekki æft eins vel og undanfarin ár og ekki leikið jafn
mikið. Mér hcfur gengið vel á íslandsmótum og yfirleitt verið í bestri
æfingu um þær mundir. í upphafi mótsins byrjaði ég vel, en það heíur
viljað brenna við að mér gangi illa í upphafi, en nú snerist dæmið við.
Ég stefni að því að endurheimta titilinn, mér hefði fundist
skemmtilegra að tapa fslandsmeistaratitilinum með því að leika vel, en
ekki með því að spila svona illa.
Völlurinn hér er góður og sérlega vel hirtur, en frekar hefur mér
gengið illa hér í gegnum árin. Þ r
Risamir steinlágu
VESTUR-þýska knattspyrnan fór af stað um helgina og urðu þar ýmis merkileg úrslit,
t.d. tap Köln fyrir Braunschweig, tap Mönchengladbach fyrir Hamburger o.fl. Eru því
horfur á miklum sviptingum í Búndeslígunni í vetur.
Danilo Popivoda skoraði sigur-
mark Braunschweig gegn Köln á
25. mínútu leiksins. 2500 manns
urðu vitni áð þessum óvæntu
úrslitum.
Þá kom og á óvart stórtap
Mönchengladbach fyrir Hamburg-
er. I lið Mönchengladbach vantar
þó marga af fyrri máttarstólpum.
Sigur Hamburger var öruggur
allan tímann og þeir náðu forustu
þegar á 2. mínútu með marki
Reiman. Þeir Nogly og Kaltz
bættu mörkum við fyrir hlé og þar
við sat.
Elstu menn muna vart, hvenær
Bayern vann síðast leik á útivelli
og þetta er orðinn kækur hjá
liðinu og á laugardag tapaði liðið
fyrir Dortmund og það var Burgs-
muller sem skoraði sigurmark
leiksins skömmu fyrir leikhlé.
Landsliðsmiðherjinn Klaus
Fischer var með skallahöfuöleðrið
(sbr. að vera á skotskónum) í leik
Shalke gegn Eintrakt Frankfurt.
Fischer skoraði þrennu í leiknum
og notaði til þess höfuðið. Tröllið
Rolf Russman skoraði fjórða
markið í auðveldum sigri Schalke.
Keiserslautern voru einnig í
markaskapi á laugardaginn, Klaus
Toppmúller skoraði tvívegis og
Wendt, Briegel og Schwarz bættu
einnig salti í sár Stuttgart, sem
svaraði aðeins með marki Olicher
er staðan var orðin 4—0.
Nýju liðunum gekk í heildina
séð fremur illa, Nurnberg tapaði
illa heima fyrir Bochum og Darm-
stadt gerði aðeins jafntefli á
heimavelli gegn Herthu. Armenia
Bielefeldt má þó vel við una, fyrir
viku sló liðið Hamburger út úr
bikarkeppninni og nú náði það
jafntefli á útivelli gegn Duisburg,
Ronnie Worm skoraði fyrir Duis-
burg en Schneider jafnaði fvrir
Armenia.
Þá er aðeins eftir að geta sigurs
Dusseldorfs gegn Werder Bremen,
Zimmerman, Búnther og Allop
skoruðu fyrir heimaliðið, en Röber
svaraði fvrir Bremen með marki
úr vítaspyrnu.
Úrslit í V-Þýskalandi:
DuishurK — Armrnia liiiicícld |—1
SrhalkrOl — Kintrakt Frankfurt 1 — 0
Itiirussia Durtmund — llatrrn 1—0
I la m Ihi rmr — MiinrhrnKladharh :5—0
l'urttina Dussrld. — Wrrdrr lírrmrn :S — 1
Nurnhrrií — Itiirhiim 0-2
Krisrrslautrrn — Stuttitart i —1
Darnistadt — llrrtha ISrrlin 0 — 0
Fintr. ISraunsrhurÍK — Kiiln 1—0
Forest burst-
aði Ipswich
HINN árlegi „Charity Shield“ fótboltaleikur, sem er ágóðaleikur til góðgerðastarfs. fór fram á
Wembley-leikvanginum í Lundúnum. bar áttust við að vanda Englandsmeistararnir og bikarmeistararnir,
að þessu sinni Nottingham Forest og Ipswich. Ipswich tefldi fram hálfgerðu varaliði þar sem vantaði sex
menn úr úrslitaleiknum í fyrra, gegn fullskipuðu meistaraliðinu Nottingham Forest. Og Ipswich átti aldrei
möguleika.
68000 áhorfendur sáu Martin
0‘Niel skora fyrir Forest eftir
aðeins fáar mínútur, eftir gróf
mistök þeirra Gates og Mills. Á 27.
mínútu bætti Peter Withe öðru
markinu við eftir fyrirgjöf
Barrett. Meistararnir létu ekki
staðar numið og tæpri mínútu
eftir að síðari hálfleikur hófst,
skoraði Larry Lloyd þriðja markið
með skalla eftir sendingu frá
Robertson. Yfirburðir Forest voru
algerir og þeir bættu tveimur
mörkum við áður en yfir lauk,
fyrst 0‘Niel á 76. mínútu og síðan
John Robertson 3 mínútum fyrir
leikslok.
Enska fyrstu deildar liðið
Middlesbrough hefur mikinn hugá
að festa kaup á argentínsku
HM-stjörnunni Rene Houseman,
sem er af ensku bergi brotinn. I
dag leikur Boro vináttuleik gegn
liði Housemans, Huracan, og
munu forráðamenn Boro að öllum
líkindum gera tilboð í kappann,
tilboð sem talið er munu hljóða
upp á 334.000 sterlingspund. Fari
Houseman til Boro verður hann
fjórði Argentínumaðurinn sem til
Englands fer, þar af eru þrír sem
léku með HM-liðinu.
Enska stórliðið Leeds United,
leitar nú d.vrum og dyngjum að
manni sem hæfur er til þess að
taka að sér framkvæmdastjóra-
starfið hjá félaginu, en eins og
kunnugt er, var Jimmy Armfield
sparkað fyrir skömmu. Ymsir hafa
verið nefndir og var t.d. Lawrie
McMenemy hjá Southhampton
boðið starfið, en hann neitaði.
Það nýjasta sem heyrst hefur, er
að fyrrverandi þjálfari hollenska
landsliðsins, Rinus Michels, hafi
verið inntur eftir áhuga sínum á
starfinu. Forráðamenn Leeds
notuðu tækifærið er þeir voru á
keppnisferðalagi í Hollandi fyrir
skömmu og töluðu við Michels.
Hefur ekkert verið gert opinbert
um niðurstöður þeirra viðræðna.
SKOSKA úrvalsdeildin ók af stað
um helgina og var nokkuð um
óvænt úrslit, eins og alltaf má
vænta í knattspyrnu. Rangers,
sem vann þrefalt í fyrra, töpuðu
t.d. á heimavelli á sama tíma og
erkifjendurnir Celtic sigruðu
Morton á útivelli. Morton er
nýkomið upp úr fyrstu deild, en
liðið sem fylgdi þeim þaðan,
Hearts, steinlá á heimavelli fyrir
Aberdeen, 1—4.
I rsiitin í skusku úrvalsdrildinnii
Dunik'i' ftd. — Hibrrnian 0—0
llrarts — AI irnirr n i—j
Murton — Crltii' ]—2
Muthrrwrll — l’artirk 0—1
Haniírrs — St. Mirrrn 0—1
Henry Rono-leikarniK'
##
BREZKU samveldisleikarnir, sem fram fóru að þessu sinni í Edmonton í Kanada. hafa verið kallaðir
manna á meðal „Henry Rono-leikarnir“, enda féllu flestir aðrir íþróttamenn gersamlega í skuggann af
hlauparanum frábæra frá Kenya. Rónó sigraði örugglega í 3000 metra hindrunarhlaupi og 5000 metra
hlaupi og virtist hafa lítið fyrir því.
Þrátt fyrir alla þá athygli sem
Rónó dró að sér, var hann ekki eini
keppandinn og ýmsir náðu frábær-
um árangri svo sem Englendingur-
inn Daley Thompson, sem var ekki
ýkjalangt frá heimsmetinu í tug-
þraut. Thompson hlaut 8467 stig,
en heimsmet Bruce Jenners frá
Olympíuleikunum í Montreal
hljóðaði upp á 8618 stig. Thompson
er aðeins tvítugur og getur því
auðveldlega bætt árangur sinn.
Philbert Bayi frá Tanzaníu, sem
kunnur varð eftir leikana 1974,
reyndist ekki vera sami maðurinn
að þessu sinni og sýndi ekkert
sérstakt, hvorki í 1500 metra
hlaupinu né í maraþonhlaupinu.
Sömu sögu er að segja um þá
Don Quarrie frá Jamaica og
Ralene Boyle frá Ástralíu. Aldur-
inn virðist vera að segja til sín hjá
þeim félögum. Quarrie vann að
vísu 100 metra hlaupið, en fékk
krampa í 200 metra hlaupinu.
Boyle varð hins vegar í öðru sæti í
100 metrunum og meiddist síðan í
200 metra hlaupinu.
Tracy Wickham frá Ástralíu
setti nýtt heimsmet í 800 metra
skriðsundi kvenna, synti á 8:24,62
mínútum. Landi hennar, Michel
Ford, varð einnig með betri tíma
heldur en gamla heimsmetið.
Þegar upp var staðið, höfðu
Kanada, England og Ástralía
hlotið langflest verðlaunin.
Kanadamenn voru í fyrsta sæti,
hlutu 45 gull, 31 silfur og 33 brons.
Englendingar hlutu 27 gull, 28
silfur og 33 brons. í þriðja sæti
höfnuðu Ástralíumenn, hlutu 24
gull, 33 silfur og 27 brons.
■ ■
Oruggur sigur
Finna á Svíum
FINNAR unnu Svía 240—168 í landskeppni í frjálsum
íþróttum í Helsinki um helgina. Þessi sigur er sá stærsti
sem Finnar hafa unnið á Svíum, en keppni þjóðanna
hefur farið fram 38 sinnum síðan 1925. Finnar hafa
unnið karlakeppnina í níu síðustu skipti og kvenna-
keppnina sjö sinnum í röð.
Finnar gera sér miklar vonir um góðan árangur í
kúluvarpi og stangarstökki á Evrópumótinu í Prag í
haust. I kúluvarpi náði Rejo Stálberg að sigra í
landskeppninni með 20,86 metra kasti og Antti
Kalliomaki vann stangarstökkið með 5,45 m. Tæplega 50
þúsund áhorfendur fylgdust með keppninni, en lítið var
um toppárangur.