Morgunblaðið - 15.08.1978, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978
5. flokkur
íslandsmeistarar Vals í 5. aidursflokki.
\
Lið Keflavíkur varð í öðru sæti.
, «...
^i«.. ■■. -
• Flf-ingar urðu í þriðja sa ti
Lið ÍK varð í sjötta sæti í úrslitunum. (’urtlaui;llr siKurK. irss»nt
VALUR vann
yngsta flokkinn
VALUR varö íslandsmeistari í 5. flokki, en úrslitakeppnin hjá þessum yngstu
knattspyrnumönnum landsins fór fram í Vestmannaeyjum yfir helgina. Var Valur vel
að sigri í mótinu kominn, liðið var áberandi besta liðið, greinilega vel þjálfað.
Sex lið höfðu unnið sér rétt í
úrslitakeppnina sem sÍKurveKar-
ar úr hinum sex riðlum íslands-
mótsins. Var iiðunum skipað í tvo
riðla.í A-riðli lentu Keflavík. FIL
Völsungur, en í B riðli voru
Valur. ÍK (KópavoKÍ). ok Sindri
(Ilöfn í Ilornafirði).
\-Iill)ILI.t
Koflavík - Fll .1-3
Koflavfk — VölsunKur 2—1
KII — Völsunjíur 3—3
ll-KIDILL.
Valur — ÍK fi —1
Valur — Sindri fi—1
Sindri — ÍK 2—1
Um 5. og 6. sætið léku því
Völsungur og ÍK og sigraði liðið
frá Húsavík, Völsungur, með
yfirburðum, 6—1. Var mál manna
sem fylgdust með úrslitakeppninni
að Völsungar væru með þriðja
besta liðið í keppninni en þeir
höfðu ekki heppnina með sér. I
leiknum um 3.og 4. sætið kepptu
FH og Sindri og sigraði FH 1—0 í
jöfnum leik.
Var þá komið að úrslitaleiknum
milli Vals og Keflavíkur. Vals-
menn tóku leikinn strax föstum
tökum og sóttu til muna meira en
Keflvíkingarnir en þeim Vals-
mönnum gekk erfiðlega að skapa
sér góð færi enda vörðust Kefl-
víkingarnir hetjulega undir þungri
sóknarpressu Valsmanna. Þegar
aðeins um 2 min. voru eftir til
leiksloka var staðan enn 0—0 en
þá brunaði Heimir Jónasson,
útherji Vals, upp völlinn og skaut
þrumuskoti sem hafnaði upp í
þaknetinu, sigurmark Vals og
Islandsmeistaratitillinn var
þeirra.
Lokastaðan varð því þessi: 1.
Valúr, 2. Keflavík, 3. FH, 4. Sindri,
5. Völsungur, 6. ÍK.
Veðurguðirnir voru hinum ungu
knattspyrnuköppum ekki hliðholl-
ir að þessu sinni, alla keppnisdag-
ana var beljandi austan rok og
rigning í Vestmannaeyjum nema
síðasta daginn þegar úrslita-
leikirnir voru leiknir, þá loksins
var skaplegt veður. ÍBV annaðist
um framkvæmd úrslitakeppninnar
og tókst það í alla staði vel.
— hkj.
VÍKINGAR meistar-
ar í4. flokknum
VÍKINGUR varð íslandsmeistari í 4. flokki, er liðið vann sigur gegn KR í úrslitaleik á
sunnudaginn. Andri Marteinsson skoraði eina mark leiksins um miðjan sfðari hálfleik
og höfðu Víkingar þá staðið af sér mikið KR-stórviðri. Fyrri hálfleikur var frekar jafn,
en KR-ingar voru þó yfirleitt heldur meira í sókn. Báðir markverðirnir fengu þó að
sýna hvers þeir voru megnugir.
I síðari hálfleik sóttu KR-ingar
hins vegar mun meira, en Víkingar
börðust grimmilega og gáfu fáa
höggstaði á sér og smáa. Það var
síðan um miðjan hálfleikinn, að
Andri skoraði sigurmarkið, en
löng sending barst inn í vítateig
KR. varnarmistök litu dagsins ljós
og Andri fylgdi vel eftir og vippaði
knettinum yfir markvörðinn.
KR-ingar áttu síður en svo
slæman dag, heppnin var einfald-
lega ekki á þeirra bandi að þessu
sinni. Hjá þeim skaraði enginn
sérstaklega fram úr. Liðið var
jafnt. Það sama er að segja um
Víkinga, en þeir Kristján Björg-
vinsson, Andri Marteinsson og
Einar Einarsson voru þó áberandi
góðir.
I keppninni um þriðja sætið
sigraði KA lið Stjörnunar með
3—2. Stjarnan jafnaði tvívegis
mörk KA, en rétt fyrir leikslok var
Stjörnuvörnin illa sofandi og
KÁ-menn laumuðu inn sigurmark-
inu. Leikurinn var lengst af
nokkuð jafn, en varnarleikur
Stjörnunnar var oft frekar slakur
og því fór sem fór.
Víðir Garði og Sindri frá Höfn
léku um 5. og 6. sætið og var
leikurinn hinn skemmtilegasti á
að horfa og knattspyrnulega séð
besti leikurinn í úrslitunum.
Sindramenn léku oft ljómandi
fallega knattspyrnu, einkum í
fyrri hálfleik, en þeir dofnuðu í
þeim síðari og þá voru Víðismenn
sterkari. Um miðjan síðari hálf-
leik, var staðan 2—2, er Víðismenn
skoruðu greinilegt rangstöðumark,
sem þó fékk að standa. Það-vakti
athygli, að línuverðir sáust aðeins
í sjálfum úrslitaleiknum, en ekki
öðrum. Maður þykist vita, að þetta
stafi af manneklu í stéttinni, en
eigi að síður er þetta afar
bagalegt.
Þarna voru mörg efni á ferðinni
eins og vænta mátti og er leitt að
mörg lið æfi aðeins og leiki á
malarvöllum. Meðal þeirra mörgu
sem athygli vöktu, voru Arnór hjá
Sindra og Jónas hjá Víði, báðir
4. flokkur
tveir stórskemmtilegir miðvallar-
leikmenn og Arnór minnir á Karl
Þórðarson hjá IA.
Þr.slit í A. rirtli.
KK - KA 3-0
KR — Vírtir fi — 1
Vfoir-KA 0— I
l'rslit í H-riAlii
Stjurnan — VíkinKur 0—1
Stjarnan — Sindri 2—1
Víkintfur — Sindri 1 —ft
í'rslitaluikirnir.
1. —2. sa*tiA KR — VíkinKur 0—1
3.— 1. sa*tift Stjarnan — KA 2 — 3
5,-fi. sa*tift Sindri — Víftir 2— 1
• KR ingar töpuðu naumlega í úrslitunum.
• KA hreppti þriðja sætið