Morgunblaðið - 15.08.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978
23
Er sjálfstraust
Karpovs að bresta?
Fjögurra daga hlé hefur
verið hér í einvígi Karpovs
og Korchnois um heims-
meistaratitilinn, þar sem
Karpov kom þeim skila-
boðum til Lothar Schmid
dómara í gegnum Saitzev
aöstoðarmann sinn, að
hann ætlaöi að fresta
tólftu skákinni fram til
þriöjudagsins, en hvor
keppandi um sig hefur rétt
til að fresta þremur skák-
um í fyrstu 24 umferðun-
um. Ef einvígið varir í
meira en 24 umferðir
hefur hvor skákmaöur rétt
til að fresta einni skák í
hverjum átta umferðum.
Þaö er álit Oscars
Panno stórmeistara frá
Argentínu, að um 50 um-
ferðir þurfi til að útkljá
einvígiö aö þessu sinni. Ef
svo fer þá veröur það
okkur sem ætluðum á
Ólympíumótið í skák í
október í Buenos Aires til
mikilla vonbrigða. Hiö
sama á við um Karpov og
tvo meðlimi hinnar opin-
beru sovésku sendinefnd-
ar hér, stórmeistarana Tal
og Balashov, þar sem
reiknað er með aö þeir
þrír skipi lið Sovétríkjanna
á Ólympíumótinu ásamt
Spassky, Petrosian og
Polugaevsky, en fyrsti
varamaður veröur Gulko.
Áskorandinn, Viktor
Korchnoi, hefur sagt að
hann hyggist leika á fyrsta
borði Svisslendinga á
Ólympíumótinu, og að-
stoðarmenn hans þeir
Keene og Stean verða
báöir í enska liöinu.
Sá orðrómur hefur verið
á kreiki í blööum hér að ef
einvígiö dregst á langinn
veröi því frestað svo skák-
mennirnir geti teflt í Buen-
os Aires. En þó aö þetta
kunni að hafa verið stað-
fest af Forencio Campo-
manes skipuleggjanda
Ólympíumótsins, sem
sagöi að báðir keppendur
hefðu fallist á slíkt fyrir-
komulag áður en einvígið
hófst, þá tel ég þaö afar
ólíklegt aö bæði áskor-
andinn og heimsmeistar-
inn hafi litiö svo áhyggju-
lausum augum á heims-
meistaraeinvígið.
Oscar Panno er hingað
kominn til aö taka viö af
Miguel Najdorf sem frétta-
ritari stærsta blaös Argen-
tínu, El Clarin. Najdorf
varö aö bregöa sér í
viðskiptaerindum til Lond-
on, en áöur en hann fór lét
hann svo um mælt aö
Panno kæmi einnig hing-
að til aö aðstoöa
Korchnoi. Þetta voru frétt-
ir fyrir hina ensku aðstoð-
armenn Korchnois, þá
Keene og Stean, en þegar
ég bar þeim stórmeistur-
unum fréttirnar létu þeir í
Ijós hrifningu meö aö fá
svo góöan liösauka.
Panno er mjög góöur
rannsóknarmaður og
hefur djúpan skilning á
taflinu.
Þetta voru einnig fréttir
fyrir Panno og neitaði
hann við mig í fyrstu aö
hann væri hingaö kominn
til að aðstoða Korchnoi.
Hann játti því þó að hann
kynni aö gefa fylgdarliöi
Korchnois góð ráð, en
væri þó ekki opinber
aöstoðarmaöur hans.
Hann geröi að sínum
ummæli Mikhail Tals fyrr-
verandi heimsmeistara,
sem kom hingað að því er
séð verður sem fréttaritari
sovéska skáktímaritsins
64 en er af öllum talinn
vera óopinber aðstoðar-
maður Karpovs: „Ég er
hér til að skrifa fréttir af
einvíginu, en ef ég verð
spurður hvort leika skyldi
hrók á c1 eða d1 þá er
ekki hægt að reikna með
því að ég geti setið á
mér.“
Hvað sem þessu líður
þá færa báöir keppendur
sér í nyt það fjögurra daga
frí sem þeir fengu. Þeir
hvíla sig nú og undirbúa
sál og líkama og kryfja
byrjunarfræðina fyrir tólftu
skákina.
í sovésku herbúðunum
er því statt og stöðugt
neitað aö eitthvaö sé
miður við sálarástand eða
sjálfstraust Karpovs.
„Hann þarfnast aðeins
stuttrar hvíldar," segja
þeir. Þaö fer hins vegar
ekki fram hjá óvilhöllum
áhorfanda, að miðað við
taflmennsku Karpovs í
síöustu tveimur skákun-
um, þá þarf eitthvað meiri-
háttar að koma til, til að
betrumbæta slaka
frammistöðu hans á skák-
boröinu.
Korchnoi hlýtur að hafa
fagnað hvíldinni einnig.
Harka hans og einbeiting
fram aö þessu hljóta að
hafa dregið úr þreki hans,
enda er hann 47 ára
gamall. Fyrir okkur sem
fylgjumst meö átökunum
virðist einvígið nú á mikil-
vægum tímamótum og
Korchnoi sýnist smávegis
sálrænt forskot. Málin
sjást ef til vill í nýju Ijósi
eftir tólftu skákina.
Mynúllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
ENN eru sýningar í gallerí
Suðurgötu 7. Þar er ekkert
sumarfrí, eins og oft tíðkast í
slíkum stofnunum erlendis, Nú
eru það tveir, sem sýna, annar
niðri, hinn uppi. Sá sem sýnir
niðri, er ÁRNI INGÓLFSSON
og mun hafa verið við nám í
Hollandi að undanförnu, en ef
satt skal segja, veit ég ekkert
Sýningar í
Suðurgötu 7
um þann mann, nema það er ég
las hjá Aðalsteini Ingólfssyni í
Dagblaðinu. Þar segir hann
eitthvað í þá áttina, að Árni hafi
haft mikla hæfileika, er hann
stundaði nám í Myndlistar-
skólanum hérlendis, og finnst
Aðalsteini heldur slakur
árangurinn af dvöl Árna meðal
þeirra í því blauta Hollandi.
Hvað sem þessu líður, get ég
ekki séð stórbrotna hugsjón í
þessum eða þessu verki, sem
Árni hefur komið fyrir í Suður-
götu 7. Það er vissulega að bera í
bakkafullan lækinn að ætla sér
að skrifa um þessa sýningu af
nokkurri íhugun. Þar er heldur
lítið um að fjalla og sannast
mála varla nokkur skapaður
hlutur. Eitt er þó merkilegt við
þessa sýningu. Það er alveg
furðulegt að kalla þetta list og
enn furðulegra að flokka slíkt
undir hugtakið myndlist. Ég er
allur af vilja gerður að tala vel
um fyrstu sýningu ungs manns,
en því miður get, ég ekki fundið
nokkra ástæðu til að fjalla um
þetta á líkan hátt og tíðkast um
myndlist. Ef hið opinbera skóla-
kerfi í Hollandi er í þessum dúr
hvað myndlist snertir, ættum
við að hugsa okkur tvisvar um,
áður.en við senduíh okkar fólk
til framhaldsnáms í því landi.
Það er sagt, að allt sé leyfilegt í
myndlist nútímans. Það*má vel
vera rétt, en samt sem áður
vcrður eitthvað að vera á ferö,
sem snertir tilfinningalíf þess,
er kemst í snertingu við það,
sem sýnt er.
Á íoftinu er það STEPHAN
KUKOWSKI, sem er búsettur í
Englandi, er sýnir. Hann virðist
vera kátur i andanum og gera
gys að öllu því, sem í eina tíð var
álitið hafa gildi í myndlist. Ekki
varð ég fyrir miklum áhrifum af
því, er hann hefur sent gallerí-
inu, og ég veit varla, hvað hann
er að fara. Meistarinn segir í
bréfi til gallerísins að upp skuli,
sett skilti, sem á sé letrað
„Icelandic Centre for Brunchian
Thought and Study“ Mr. Brunch
mun vera hugarfóstur þess, er
sýnir og því er þessi leikur í
mínum augum „tóm tjara“ eins
og unglingarnir segja. Ef þetta
allt saman hefur tilgang og er
stórkostlegt? Já, þá getur maður
ekkert sagt, en mikið fjári er
þetta billegt og þrautleiðinlegt.
Það örlar hvergi á gamansemi,
en það er nú einmitt gamansem-
in, sem oft á tíðum bjargar
sýningum, sem þeim tveim, sem
ég hef reynt að minnast á í
þessum línum. Það getur verið
freistandi að eiga við það
ógerlega.
Andrew prins
stanzaði stutt
ANDREW Bretaprins átti na-tur-
dviil í Ueykjavík á mánudagsnótt.
en hann var þá á leið til
Bretlands frá Samveldisleikunum
í Kanada. Einkaflugvél Andrews
lenti um hálftólfleytið á sunnu-
dagskvöld á Reykjavíkurflug-
velíi. þar sem starfsmenn brezka
sendiráðsins hér tóku á móti
honum og óku þegar í stað með
hann í brezka sendiráðið.
í gærmorgun var farið með
Andrew í stutta ökuferð um
Reykjavík, en hann hélt af landi
brott laust fyrir hádegi í gær. Eins
og kunnugt er hefur eldri bróðir
hans Karl verið við veiðar undan-
farið í Hofsá í Vopnafirði, en þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir tókst
Andrew ekki að ná samhandi við
hann.
Myndina, sem hér fylgir, tók
Rax við komu Andrews til Reykja-
vikurflugvallar á sunnudagskvöld.