Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 27 Jóhanna Bjarnadótt- ir — Minningarorð Fædd 19. sept. 1891 Dáin 8. ágúst 1978 Lífsljós föðursystur minnar, Jóhönnu Bjarnadóttur, slokknaði 8. ágúst s.l. á Landspítalanum. Þangað hafði hún verið flutt eftir skyndilegt áfall hinn 19. júlí og var hún að mestu meðvitundarlaus þar til yfir lauk. Hún og Sigurður heitinn, eigin- maður hennar, sem látinn er fyrir mörgum árum, bjuggu á mínum uppvaxtarárum í vesturbaenum, fyrst á Framnesveginum og síðan á Bræðraborgarstígnum ásamt einkadótturinni Jónfríði og sonun- um Guðjóni, Rafni og Sverri. Eftir að Sigurður lést, en hann hafði átt við mjög mikil veikindi að stríða seinustu æviárin sín, fluttist hún ásamt börnum sínum að Háaleitis- braut 54 hér í borg, þar sem hún bjó til dauðadags. Hún hafði lifað langt og fagurt líf. Fagurt vegna eðliseiginda hennar, sem einkenndust af fórn- arlund og mannelsku. Fórnarlund hennar kom best í ljós í veikindum Sigurðar heitins. Þegar séð varð að bati yrði enginn og veikindin langvinn, tók hún hann heim og hjúkraði honum af alúð, það sem Maríasína Maríasdótt- Minningarorð ir Fædd 11. ágúst 1898. Dáin 3. ágúst 1978. Minningu skýtur upp í huganum frá útmánuðum liðins vetrar. Gömul kona að árum en þó ótrulega ungleg í fasi og hreyfing- um er að stíga út úr bílnum hjá mér og segir um leið og hún kveður: „Þú kastar nú á mig kveðju með nokkrum orðum þegar ég er öll.“ Ekki man ég lengur þær orðræð- ur sem voru undanfari þessarar bónar settrar fram í léttum tón. Til hins finn ég að upp á mig stendur um efndirnar. Nú er hún Sína, eins og hún var kölluð af vinum og kunningjum, búin að kveðja þennan heim og til grafar borin 11. þ.m., á áttugasta afmæl- isdegi hennar ef lengra lífs hefði orðið auðið. Kynni okkar Sínu hófust fyrir um það bil 30 árum. Hún átti þá að baki blóma lífs síns sem ég þekkti ekki svo gjörla til. Meðan hún dvaldi á æskustöðvum að Suður- eyri við Súgandafjörð hygg ég þó að störf hennar hafi þá sem síðar einkum verið fólgin í þjónustu við samferðamenn. Sú þjónusta var inn t af hendi með glöðum brag og góðum hug og veitti henni sjálfri þá iífsfyllingu allt fram á síðasta starfsdag að af henni geislaði hvar sem hún fór gleði og kraftur. Hún gat leyft sér þann munað að vera ánægð með hlutskipti sitt, en það var munaður sem fáir þora nú lengur að veita sér vegna stéttar- félags síns og sjálfsvirðingar. Sína var oft góður gestur á heimili mínu og konu minnar, gestur sem börn okkar bæði meðan þau voru yngri og eldri fögnuðu einlæglega hverju sinni. Henni tókst ótrúlega vel að brúa hið margumtalaða kynslóðabil, enda einkenndi það hana að það var eins og hún fyndi sig alltaf heima í umhverfi sínu, hvar sem hún var niður komin í borg eða bæ, höll eða hreysi. Gift var Sína Þorleifi Kristjáns- syni sem var bróðir tengdaföður mín og lágu leiðir okkar Sínu því oft saman meðan þeir lifðu báðir sem og síðar. Mann sinn missti Sína 1964 nokkru eftir að þau höfðu keypt sér íbúð og búið vistlega um sig við Kleppsveginn, þaðan sem útsýni er fegurst yfir sundin blá til Esjunnar er minnti á fjöll æskustöðvanna í Súganda- firði. Við fráfall Þorleifs stóð Sína frammi fyrir því á efri árum að þurfa að leggja á sig stóraukna vinnu til að greiða niður íbúðina sem þau höfðu fest kaup á. Að því gekk hún sem sjálfsögðum hlut án þess að nokkurt æðruorð félli. Ekki varð Sínu heldur starfs yant því vel var hún verki farin. Um langt árabil var hún verkstjóri við iðnfyrirtæki hér í borginni. Með næmum augum og högum höndum hannaði hún — næstum áttræð kerlingin — eins og hún sjálf sagði, tískufatnað jafnt fyrir tilhaldsmeyjar og táninga að öðrum góðborgurum ógleymdum. Og var í takt við tímann. Nú hefur hvað þessa vinkonu mína snertir hurð verið skellt milli þessarar tilveru og þess er við tekur rétt eins og bílhurðin féll á milli okkar á einhverri okkar síðustu samverustund, enda liðið á útmánuði hennar löngu starfsævi. Hér finnst nú líklega mörgum betur við hæfi að tala um hliðið milli þess þekkta og óþekkta og hvað Sínu snertir er það áreiðan- lega gullna hliðið. Ekki trúi ég að hún hafi fallið í stafi yfir himin- ljómanum, en betur væri að ekkert vansnið hafi verið á hinum skín- andi klæðum postulans, það eitt hefði getað fengið hana til að bregða svip. Enginn veit hvað við tekur fyrir handan, um það hefur hver sína trú eða trúleysi. En eigi það fyrir dauðlegum mönnum að liggja að vakna upp þeim megin í einhverj- um ókunnum stað, væri það ósköp notalegt að í grendinni brygði fyrir gömlum samferðamönnum eins og Sínu og hennar líkum. Það væri eins og að finna sig í tryggum stað. Kristján J. Gunnarsson. hann átti eftir ólifað. Naut hún þar ómetanlegrar hjálpar Lillu, sem alla tíð hefur búið í sambýli með móður sinni og á nú um sárt að binda. Jóa, frænka mín, skipaði svolítið sérstakan sess í huga mínum, bæði var að fjölskyldurnar voru lengst af nágrannar og ekki síður hitt, hvað Jóa var einstaklega barngóð. Við, bróðurbörnin hennar, sem ólumst upp á Framnesveginum, fórum ekki varhluta af þessari einlægu hlýju. En sú hlýja bæði var og er aðalsmerki þessara systkina, sem eru nú aðeins þrjú á lífi, Gunnar, Málfríður og Sigrún. Jóa var ákaflega hlédræg, helg- aði heimilinu alla sína krafta og barst ekki á utan þess. Hún var smágerð og fínleg, með skarpa andlitsdrætti, bjartan ennissvip og undurfalleg augu. Hendurnar voru vinnulúnar, en handtakið mjúkt og hlýtt. Mikið hafði hún unnið allt frá blautu barnsbeini, því lífsbaráttan var hörð hjá þessari kynslóð. Síðar varð hún sjómannskona, með öllum þeim áhyggjum og öryggis- leysi sem því fylgdi fyrr á árum. Og í mörg ár voru synirnir allir einnig á sjó, oft með föður sínum, sem var skipstjóri. Má því nærri geta, hvílík vinna það var að halda heimilið. En þar var reglusemin og þrifnaður slíkur að fágætt máUi teljast við þær aðstæður, sem þá ríktu. Naut hún þá sem ávallt síðan hjálpar Lillu, sem hefur verið henni alveg einstök dóttir. Oft hlýtur hún að hafa átt svefnlausar nætur, þegar vetrar- veður geysuðu og vindar ýfðu Atlantsála, en hún bar ekki áhyggjur sínar á torg, heldur hélt hugarró sinni. Ekki var það ætlun mín með þessum línum að rekja æviferil frænku minnar. Þess er ég því miður vanmegnug. Heldur aðeins votta syrgjendum innilega samúð mína og minna, og þakka fyrir öll góðu árin, sem við nutum samvista þessarar elskulegu frænku. Hvíli hún í friði. Gógó. svar mm EFTIR BILLY GRAHAM Tíðkast brennifórnir þær, sem Gamla testamentið talar svo mikið um. í nokkrum trúarbrögðum nú á dögum? Já, ég veit um eitt dæmi. Samverjar við Jórdan hafa þær um hönd. Einu sinni á ári, um páskana, slátra þeir kind og geitum, eins og gert var á tímum Gamla testamentisins, og færa Guði að brennifórn. Einn samverkamaður minn, Roy Gustafson, tók einu sinni þátt í þessari páskaathöfn og taldi hana minna mikið á fórnfæringar í lögmáli Móse. Samkvæmt Nýja testamentinu var hin forna páskahátíð fyrirmynd og fyrirboði þess, sem Kristur gerði fyrir okkur í nýja sáttmálanum. Hebrei ritaði Hebreabréfið handa Hebreum. Hann útskýrir þetta og segir: „En er Kristur var kominn sem æðstiprestur hinna komandi gæða, þá gekk hann inn í gegnum hina stærri og fullkomnari tjaldbúð, sem ekki er með höndum gjörð, það er að segja, er ekki af þessari sköpun; og ekki gekk hann heldur með blóð hafra og kálfa, heldur með sitt eigið blóð, inn í hið heilaga í eitt skipti fyrir öll, eftir að hafa aflað eilífrar lausnar. Því að ef blóð hafra og nauta og askan af kvígu, stráð á menn, er óhreinir hafa gjörzt, helgar til hreinleika á holdinu, hve miklu fremur mun þá blóð Krists hreinsa samvizku yðar frá dauðum verkum til að þjóna Guði lifanda, þar sem Kristur fyrir eilífan anda bar fram sjálfan sig lýtalausan fyrir Guði?“ (Hebr. 9,11—14.) EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN FR: 22480 Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Stjórnmálaviðhorfið • Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík efnir til fundar miövikudaginn 16. ágúst kl. 20:30 í Valhöll, Háaleitis- braut 1. • Geir Hallgrímsson, formaöur Sjálf- stæöisflokksins flytur framsöguræöu um stjórnmálaviöhorfiö. • Almennar umræöur aö lokinni fram- söguræöu. Miðvikudagur 16. ágúst - Kl. 20.:30 - Valhöll Kínverskt fimleikafólk á íslandi Syningar í Laugardalshöll Þriöjudaginn 15. ágúst kl. 20.30 og fimmtudaginn 17. ágúst kl. 20.30. Einstakt tækifæri til aö sjá snilli þessa fólks í öllum greinum áhaldafimleika. Sala aðgöngumiða verður í Laugardalshöll frá kl. 18.30 sýningardagana. Missiö ekki af þessu einstaka tækifæri. Fimleikasamband íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.