Morgunblaðið - 15.08.1978, Page 29
félk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978
29
+ Ilér oru furstahjónin aí Mónakó. Grace prinsessa og Rainicr fursti, ásamt kappaksturskappanum
Jody Scheckter frá Suður-Afríku. Ilann hefur nú gert samning við Ferrari um að aka þeirra bílum nú
í haust. betta þykja mikil tíðindi. meðal þeirra sem fylgjast með þessari æsispennandi íþróttagrein.
+ Ý msir frægustu kvikmyndaleikarar heims hafa leikið aðalhutverk-
in í hinum klassísku „Sherlock Holmes-myndum“. Leikur Basii
Rathbone þykir einna eftirminnilegastur. — En nú er verið að gera
nýja mynd í London. Þar leikur Christopher Plummer, Holmes (t.v.)
Enginn annar en James Mason leikur Dr. Watson. bessi mynd heitin
„Murder by Decree“. í myndinni kemst Holmes í kast við einn
kaldrifjaðasta og dularfyllsta morðhund skáldsagnalistarinnar,
„Jack the Ripper.“ — Ilér sjást þeir í hlutverkum sínum, Christopher
Plummer og James Mason.
+ Þessi kona. Stana
Tomasevic-Arnesen. sem eitt
sinn var í hópi skæruliða. en
hefur verið sendiherra lands
síns í Danmörku. hefur kvatt
drottninguna og hennar fólk
og haldið til starfa á pólitísk-
um vettvangi í heimalandi
sínu. Júgóslavíu. Hún er
gamall vinur Títós. Kynni
þeirra hófust á heim-
styrjaldarárunum er hún var í
skæruliðasveitum Títós, og
kom þá í aðalbækistöðvar hans
í Drava.
+ Harold Macmillan er
ekki mikið á íerli á
opinberum vettvangi nú
orðið, en þessi mynd var
nýlega tekin af þeim
James Callaghan, núver-
andi forsætisráðherra
Breta, þegar opnuð var
indversk menningar-
stofnun í Lundúnum.
Macmillan er orðinn 84
ára, en hann var forsætis-
ráðherra í stjórnum
íhaldsflokksins á árun-
um 1957 til 1963.
Þrýstiþétting (SCB process) er ein fullkomnasta
tækni sem þekkist til sprunguviögeröar og
endurstyrkingar á steinsteypu.
Viö tökum aö okkur sprungu- og steinsteypuviö-
geröir meö þrýstiþéttingu
STRUCTURAL CONCRETE BONDING
PROCESS
Með einkaleyfi
ADHESIVE ENGINEERING, San Carlos, Kalif.
U.S.A. í samvinnu við
European structural bonding division, I
Hollandi.
Ólafur Kr. Sigurösson Hf
Tranavogi 1 sími 83499 83484.
A
BEMIS
ASSOCIATE
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
Við bjóðum til
kaups
SKEMMTISPIL:
meö vali á þremur ólíkum leikjum, tveimur
hrööum, tveir, þrír eöa fjórir geta spilaö í einu.
• Frábær tækni og lág bilanatíöni.
• 50 kr. peningur er notaöur.
• Boröplötur í tveim hæöarstillingum.
• Eykur aösókn, skapar fjölbreytni og færir
tekjur.
• Tilvaliö fyrir hótel, veitingahús, félags-
heimili, skemmtistaöi, biöstofur og hvaö
annaö sem hugmyndaríkum mönnum
dettur í hug.
Upplýsingar gefnar í Óöali, síma 11630.