Morgunblaðið - 15.08.1978, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGUST 1978
35
Símamynd AP
Fólk í V-Beirut virðir fyrir sér rústir níuhæða byggingar, sem sprenBd var í loft upp á sunnudag. Yfir
100 Palestínuarabar og Líbanonbúar fórust.
Sprengingin í Beirút:
Sýnir betur fram á
hve sundurtætt
skæruliðahreyfing
Palestínumanna er
lit irút. 1 1. ávíúst. AI».
SÚ ásökun frá írak-sinnuðum skæruliðaforingja, að keppninautur hliðhollur Sýrlendingum hafi
komið fyrir sprengjunni sem olli hinni miclu sprengingu í Beirút á sunnudag, hefur dregið fram í
dagsljósið enn eina grein hinnar sundurtættu hreyfingar Palestínumanna.
Ásökunin dregur einnig fram
í dagsljósið þá staðreynd að
hryðjuverkamannasamtökin
stjórnast nú mjög af ríg ýmissa
ríkisstjórna Arabalanda, sem
enn virðast ekki gera sér grein
fyrir áhrifamætti sameiginlegr-
ar baráttu gegn ísrael.
I fyrstu var almennt talið að
sprengjutilræðið gegn
klofningssamtökunum Frelsis-
fylkingu Palestínu (PLF), sem
aðhyllist Irakstjórn, væri verk
A1 Fatah, hóps Yasser Arafats.
Þessar tvær fylkingar áttu fyrir
skemmstu í opinni innbyrðis
styrjöld sem blossaði meðal
annars upp í byssubardaga og
aftökum í Evrópu.
En Abul Abass, foringi PLF,
sakaði í dag lítt þekkta hreyf-
ingu skæruliða, Almannaráð
alþýðufylkingarinnar til frels-
unar Palestínu (PFLP—GC), um
verknaðinn, en hreyfing þessi er
hópur hryðjuverkamanna sem
klauf sig frá meginstofni hinnar
herskáu hreyfingar „Alþýðu-
fylkingin" til frelsunar
Palestínu (PFLP) sem dr.
George Habash stýrir. Abass
tjáði fréttamanni AP að PFLP-
GC, sem styður stjórnina í Irak,
hefði það að markmiði að afmá
PLF og að koma í veg fyrir að
síðustu tilraunir leiðtoga Pale-
stínumanna í þá veru að ná
innbyrðis samstöðu yrðu
árangursríkar.
Ekkert hefur heyrzt frá
PFLP-GC um þessar ásakanir.
Hins vegar hefur Arafat átt
viðræður að undanförnu við
Abass og aðra leiðtoga Pale-
stínumanna sem aðhyllast írak í
þeim tilgangi að jafna innbyrðis
ágreining, og þykir því ólíklegt
að sprengingin sé verk A1 Fatah,
þar sem hermt er að viðræður
foringjanna hafi borið einhvern
árangur. í sprengingunni fórust
11 fylgismenn Arafats og þykir
það einnig leiða gruninn frá
Arafat.
Af hverju skyldu samtök
hliðholl Sýrlandi vilja útrýma
samtökum hliðhollum írak og
þannig standa í vegi fyrir
einingu í röðum hryðjuverka-
manna?
Önnur fylkingin nýtur stuðn-
ings ríkisstjórnarinnar í
Damaskus en hin er studd af
stjórninni í Bagdad. Báðar
stjórnirnar telja sig vera í
fylkingarbrjósti fyrir sameigin-
legri hreyfingu Araba gegn
Israel, en greinir á um hvernig
heyja skuli þá baráttu. írak er í
forsyari fyrir þeim sem líta á
vopnaða styrjöld sem einu leið-
ina til lausnar deilunnar fyrir
botni Miðjaðarhafs, en stjórnin
í Sýrlandi hefur haft það að
markmiði að leita eftir friðsam-
legri lausn vandans.
Skæruliðahreyfingar Pale-
stínumanna fylgja allar annarri
hvorri stjórninni að málum, og
fer það allt eftir því hvort landið
veitir þeim fjárhagslegan stuðn-
ing. Klofningshópar, sem telja
sig hinn eina sanna og hæfastan
aðila til að endurheimta fyrr-
verandi heimaland Palestínu-
manna, hafa að undanförnu
látið í veðri vaka að hóparnir
skyldu láta byssukjaftana skera
úr um hver væri beztur, og
hefur það valdið hófsamari
leiðtogum Palestínumanna
verulegum áhyggjum.
Abul Abass foringi PLF er
svarinn andstæðingur Ahmed
Jebril leiðtoga PFLP-GC. Telja
sumir að eigi ásökun Abass um
hlutdeild hreyfingar Jebrils við
rök að styðjast, sé sá möguleiki
fyrir hendi að Jebril hafi gerzt
staðgengill Arafats. Þessir sömu
segja að það sé ásetningur
Arafats að gera Bagdadsinna
áhrifalausa í baráttu Palestínu-
manna gegn ísrael, en sem
yfirmaður allsherjarhreyfingar
Palestínumanna geti hann ekki
staðið opinberlega fyrir blóðsút-
hellingum og gert tilkall um leið
til að vera leiðtogi skæruliða-
hreyfingarinnar sem telur átta
aðskilin samtök.
Þettagerðist 15. ágúsl
1977 — Indverska stjórnin
handtekur fjóra háttsetta
menn úr ráðuneyti Indiru
Gandhi og ásakar þá um
mútuþægni og spillingu.
1976 — Tilkynnt er, að yfir
10.000 flóttamenn frá
Indókína verði fluttir til
Bandaríkjanna.
1973 — Öryggisráð áfellist
ísrael fyrir að neyða farþega-
flugvél til að lenda á her-
numdu svæði.
1948 — A-þýzkir verkamenn
hefja byggingu Berlínarmúrs-
ins.
1948 — Lýst yfir sjálfstæði
lýðveldisins Kóreu með Syng-
man Rhee sem forseta.
1923 — Hersveitir írska frí-
ríkisins handtaka de Valera.
1918 — Bandaríkin og Rúss-
land slíta stjórnmálasam-
bandi sín á milli.
Orð dagsinsi Að predika hóf-
semi fyrir fátækum er eins og
að segja dauðhungruðum að
eta (Oscar Wilde — írskættað-
ur rithöfundur, 1845—1900).
Innlenti F. Jón Olafsson frá
Grunnavík 1705 — Verk-
smiðjuhús boðin upp í Reykja-
vík (síðara sinni) 1791 —
Fundur Trampe greifa og
Jones skipherra 1809 — Þing-
vallarfundur 1862—1864 —
Lindberghs-hjónin koma til
íslands 1933 — Bob Mathias
keppir í Reykjavík 1950 —
„Tungufoss" kemur með loft-
púðaskip til Eyja 1967 —
Hornsteinn lagður að stöðvar-
húsi Sigölduvirkjunar — F.
Matthías Bjarnason 1921.
Loftbelgsfarar:
Allt gengur enn
samkvæmt áætlun
Bodíord. Massachusott.s. — 11. áuúsi.
Koutor.
OFURHUGARNIR þrír frá Nýju
Mexico, sem héldu upp í loftin blá
frá fylkinu Maine nyrzt á austur-
strönd Bandaríkjanna á laugar-
dagskvöld og ætla að freista þess
öðru sinni að komast yfir Atlants-
hafið í loftbelg og setja þar með
mct, voru vel haldnir og hressir í
„Tvíerninum", að því er talsmað-
ur þeirra sagði í gær.
Þeim miðaði vel áfram og voru í
gærkveldi búnir að leggja að baki
um 15—1600 km eða þriðjung
þeirrar vegalengdar, sem þeir
einsetja sér að fara, en heildar-
végalengdin er 5120 km. Þeir voru,
er síðast fréttist, um 750 km
austur af Nýfundnalandi í 15.000
feta hæð í fjögurra gráðu frosti.
Sögðust þeir reikna með að lenda
einhvers staðar á vesturströnd
Frakklands á fimmtudag, ef þeir
halda þeim hraða, sem þeir hafa
haldið hingað til eða milli 30 og 40
km á klukkustund.
Er þeir lögðu af stað á laugar-
dagskvöld höfðu þeir með sér í
loftbelgnum um 2,5 tonna ballest,
mestmegnis sand, sem þeir nota til
að stjórna hinum helíum-fyllta
loftbelg og í gær höfðu þeir losað
um 700 kíló af sandi til að ná
æskilegri hæð.
— Okkur liður öllum vel. Við
erum í mjög æskilegri hæð sem
stendur og léttum á ballestinni
öðru hverju, sögðu þeir loftbelgs-
farar við talsmann sinn í gær. Þeir
skiptast á að sofa fjóra tíma í senn
en þess á milli huga þeir að búnaði
sínum og halda stefnunni.
Ef ofurhugunum þremur, þeim
Maxie Anderson, Larry Newmann
og Ben Abruzzo, tekst áform sitt
verða þeir jafnframt þeir fyrstu
sem tekst að fljúga loftbelg yfir
Atlantshaf. Síðast mistókst til-
raun þeirra eins og kunnugt er
með nauðlendingu hér við land og
það er ekki fyrsta tilraun af þessu
tagi, sem mistekst. Alls hafa 17
tilraunir til að fljúga loftbelg yfir
Dauðsföllum
fjölgar vegna
áfengisneyzlu
London. 11. áuúst. AP.
DAUÐSFÖLLUM aí völdum liír-
arskorpu vegna áfengisdrykkju
fjölgar stöðugt. að sögn áfengis-
sérfræðings, og kennir hann þar
um tiltölulega lágum tollum á
áfengi í Bretlandi.
Jan de Lint segir í grein í
nýjasta hefti tímaritsins „The
British Journal on Alcohol and
Alcoholism" að í 24 af 25 iðnríkj-
um hafi meðaldrykkja á áfengi
aukizt frá 1960 til 1973. Aukningin
var allt frá 10% upp í 100%..
Aðeins í Frakklandi minnkaði
drykkja á hvern íbúa. Þar er
meðaldrykkjan á áfengi nú 24.1
lítri á mann, en hefur lækkað um
12%. Frakkland er samt efst á
blaði yfir þau lönd, þar sem mest
er drukkið af áfengi. I Frakklandi
látast 61 af hverjum 100.000
karlmönnum úr lifrarskorpu og 25
af hverjum kvenmönnum. Þessi
tala er mun hærri í Frakklandi en
á Ítalíu, sem kemur næst hvað
varðar dauðsföll úr lifrarskorpu.
22 andófs-
menn fá
sakaruppgjöf
Sooul. 15. áKÚst. Kouti-r.
TUTTUGU og tveimur suður-kór-
eönskum andófsmönnum verða
gefnar upp sakir á þjóðhátíðardegi
íandsins í dag. Leiðtogi andófs-
manna í landinu og fyrrverandi
frambjóðandi við forsetakjör, Kim
Dae-Jung, verður ekki á meðal
þeirra.
Atlantshaf endað ýmist með
dauðsföllum eða björgun á elleftu
stundu. Þeir, sem lengst hafa
komizt í þessum tilraunum, voru
þeir Don Cameron og Christopher
Davis. Þeir áttu aðeins 117 mílur
ófarnar að franskri strönd er þeir
misstu flugið og var bjargað.
páfadóm
virkari
London. 11. ágúst. AI*. Rcutcr.
BREYTT viðhorf páfadóms með
sameiningu kirkjunnar og heims-
frið að markmiði og mann á
páfastóli. sem þekkir vel til
ástands heimsmála og er óragur
við að viðra nýjar skoðanir innan
kirkjunnar, er meginkrafan í
yfirlýsingu 10 virtra guðfræð-
inga innan kaþólsku kirkjunnar.
Þessi yfirlýsing, sem send hefur
verið kardínálasamkundunni er
ákveður kjör páfa síðar í þessum
mánuði, birtist 1 Lundúnablaðinu
Times í dag.
I yfirlýsingunni er þess farið á
leit við samkunduna, að hún gefi
sér góðan tíma til að ræða
hugmyndir, sem fram koma í
yfirlýsingunni. Þar segir m.a. að
nauðsynlegt sé að taka upp
víðtæka samvinnu við hinar ýmsu
kirkjudeildir, uppræta sundrungu
innan kristinnar kirkju og þar sem
kaþólska kirkjan sé öflugasta
eining hennar, sé það hlutverk
forystumanna hennar að hafa
frumkvæði að slíkri samvinnu.
Um hlutverk væntanlegs páfa
segir í yfirlýsingunni, að hann
verði að vera maður, sem sé vel
kunnugur ástandi heimsmála og
að verði að vera óhræddur við að
beita sér fyrir framgangi góðra
málefna í krafti valda sinna. Hann
eigi að vera víðsýnn, umburðar-
lyndur og fordómalaus.
víða um heim
Amsterdam 21 skýjaó
Aþena 30 iéttskýjaö
Berlín 21 skýjaÓ
Brússel 2v het skirt
Chicago 31 heióskirt
Frankfurt 19 skyjaó
Genf 14 skýjað
Helsinkí 15 heióskírt
Jóh.borg 25 léttskýjað
Kaupm.höfn 20 skýjaö
Lissabon 32 léttskýjaó
London 23 skýjaó
Los Angeles 25 skýjað
Madrid 35 léttskýjaö
Malaga 27 alskýjaó
Miami 30 rigning
Moskva 19 skýjaó
New York 28 skýjaó
Ósló 20 skýjaó
Palma 29 heióaktrt
París 22 léttskýjaó
Reykjavík 14 skýjaö
Róm 23 skúrir
Stokkhólmur 17 rigning
Tel Aviv 28 léttskýjaó
Tókýó 33 heióskírt
Vancouver 21 skýjaó
Vín 23 léttskýjaó