Morgunblaðið - 15.08.1978, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978
Breiðholt h.f. og Verkamannabústaðirnir:
,,Ad leysa mál-
inífriðsemd”
„I>AÐ or vorift að ra'ða ýmis mái í
sambandi við yfirtciku verksins.
sórstaklona ta kniloií mál." sajíái
Eyjc'clfur K. SÍKurjcinssun formacV
ur stjc'irnar VB í samtali við Mbl. í
KaT þoKar hann var inntur eftir
upplýsinfíum um þrc'iun mála
milli VB cift Broiðholts h.f. Kvað
Eyjólfur framkva'mdastjóra VB
cif; lótífræðinfí ræða við Brcið-
holtsmonn. Sifíurður Jónsson hjá
Broiðholti kvað árangur dassins
rýran. því mcnn væru margir
upptoknir. on hann kvað þá
stofna að því að ffora upp málin
oins og mönnum sæmdi. „og ég
hold." safjði hann. „að monn hafi
vilja til þoss að loysa þetta
farsadlofía moð samkomulaKÍ."
Egill Skúli í
starf borgar-
stjóra í dag
EGILL Skúli Ingibergsson
borgarstjóri í Reykjavík tekur
við starfi sínu í dag. en meirihluti
borgarstjórnar hefur ráðið hann
út kjörtímabilið. Egill Skúli er 51
árs gamall, verkfræðingur að
mennt og hefur m.a. starfað við
eigin verkfræðifyrirtæki um ára-
bil. Ilann er kvæntur Margréti
Guðlaugu Þorsteinsdóttur.
Eyjólfur kvaðst annars hafa
litlu við yfirlýsingu VB að bæta,
reikningar við Breiðholt hefðu
verið sléttir þegar sumarfrí hófust
og kvaðst hann vonast til þess að
unnt væri að ganga frá þessum
málum í friðsemd. Þá kvað hann
fulltrúa VB hafa rætt við fulltrúa
verkalýðsfélaga í dag um að stuðla
að því að VB greiddi ógreidd
vinnulaun í sambandi við bygg-
ingu verkamannabústaða í Hóla-
hverfi og kvað Eyjólfur það tryggt.
Tveir bátar farn-
ir til reknetaveiða
TVEIR reknetabátar eru farnir út til
veiða í tilraunaskyni og þá fyrst og
fremst til að freista þess að veiða
nýja síld til beitu, en annars hefjast
síldveiðar í reknet almennt kringum
25. ágúst n.k. Enn sem komið er hafa
bátarnir tveir ekki fengið mikinn
afla.
Annar báturinn hefur leitað
fyrir sér við Snæfellsnes, en hinn
undan austanverðu Suðurlandi.
Þessa dagana er úrvalsflokkur kínversks fimleikafólks á ferð hér
á landi. Fimleikaflokkurinn sýnir í Laugardalshöllinni í kvöld og
á fimmtudag. Sjá bls. 2.
Kekkon-
en fékk 5
laxa í gær-
morgun
LAXVEIÐI Kekkonens Finnlands-
forseta gekk vel í Víðidalsá í
gærdag og í gærmorgun fékk
forsetinn 5 laxa, að því er Morgun-
blaðinu var tjáð í veiðihúsinu
Tjarnarbrekku.
Eftir hádegið hvíldi forsetinn sig
og hélt á ný til veiða kl. 16.30 í
gærdag þ.e. 1 Vi tíma eftir að veiði í
ánni mátti hefjast á ný, eftir
hádegishléið.
Rætt um
sfldarverðið
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins
kom saman til fundar í gær, til að
fjalla um verð á síld til söltunar og
frystingar á komandi síldarvertíð.
Sveinn Finnsson framkvæmdastjóri
Verðlagsráðsins sagði þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann, að
verðákvörðunar væri vart að vænta
á allra næstu dögum.
Ganga alþýðuflokks-
menn úr skaftinu í dag?
Núverandi stjórnarmyndunartilraun á lítinn hljómgrunn innan þingflokksins núorðið
FLEST bendir til þess að
forsvarsmenn Alþýðu-
flokksins muni draga sig
út úr yfirstandandi
stjórnarmyndunartilraun
til samstjórnar Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks í dag
eða eftir daginn í dag, þótt
þeir mæti á viðræðufundi
þeim sem Geir Hallgríms-
son hefur boðað til í dag.
Forsvarsmenn Alþýðu-
flokksins hafa ekki viljað
láta hafa annað eftir sér
um þingflokksf und þeirra í
gær en þar hafi menn
skipzt á skoðunum og
reifað málin á breiðum
grundvelli, eins og Kjartan
Jóhannsson, varaformaður
Alþýðuflokksins orðaði
það.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur aflað sér kom
það fram á þessum fundí, að mjög
Lúdvík Jósefsson:
Ónáðum ekki flokkana
3 ef þeir eiga samleið
LÚÐVÍK Jósepsson for-
maður Alþýðubandalags-
ins sagði í samtali við Mbl.
í gær, að honum þætti
ótrúlegt að flokkarnir
þrír, sem nú freista mynd-
unar stjórnar, kæmu sér
ekki saman um málefna-
grundvöll þegar fyrir lægi
að þeir væru sammála í
meginatriðum um lausn
efnahagsvandans og sagði
varðandi ályktun Verka-
mannasambandsins, að Al-
þýðubandalagið hafi ekki
viljað fallast á kauplækk-
un sem Alþýðuflokkurinn
taldi óhjákvæmilega og að
hann vissi ekki betur en
Verkamannasambandið
væri enn þeirrar skoðunar
að vilja ekki kauplækkun.
Lúðvík sagði, að ályktun Verka-
mannasambandsins kæmi sér ekk-
ert á óvart, því að það-hefði legið
fyrir að verkalýðshreyfingin hefði
helzt óskað eftir samstarfi þessara
flokka en það lægi líka fyrir á
hverju þessar óskir strönduðu —
Alþýðubandalagið hafi ekki viljað
kauplækkun en Alþýðuflokkurinn
talið hana óhjákvæmilega — „og
við vitum ekki betur en Verka-
mannasambandið sé jafnhart á því
og áður að vilja ekki kauplækkun,"
sagði Lúðvík.
Lúðvík sagði ennfremur, að úr
því yrði að fást skorið hvort hinum
þremur flokkunum tækist að
mynda stjórn en honum væri
ómögulegt að segja til um hvað
gerðist ef það hefðist ekki. „Hitt
hef ég sagt áður að mér finnst
eðlilegt að þessir flokkar reyni til
hlítar stjórnarmyndun og að það
sé næsta ótrúlegt að þeir geti ekki
komið sér saman eftir að hafa lýst
því allir yfir, að þeir séu sammála
í grundvallaratriðum, þ.e.a.s. um
gengislækkun og talsverða kaup-
lækkun. Við viljum ekki ónáða
þessa aðila heldur láta þá í friði til
að koma sér saman, ef þeir eiga
samleið."
Sjá „Magnús og Lúðvík
greinir á um vextina" bls.
2.
dvínandi áhugi er meðal þing-
manna fyrir framangreindri
þriggja flokka stjórn. „Það voru
vöflur á okkur, þegar við tókum
þennan kost og þær vöflur hafa
mjög aukizt eftir ályktun Verka-
mannasambandsins," sagði einn af
þingmönnum flokksins, og annar
þingmaður lét svo ummælt að það
sem aðallega stæði í þeim alþýðu-
flokksmönnum, væri að þeim
þætti sem þeir væru með sam-
starfi af þessu tagi einungis að
ganga til liðs við fráfarandi stjórn.
Eftir viðræðufund þann sem
Geir Hallgrímsson hélt ásamt
Gunnari Thoroddsen með fulltrú-
um hinna flokkanna tveggja í gær,
gekk hann á fund forseta Islands
og spurði Mbl. Geir að því í gær
hvað honum og forseta Islands
hefi farið á milli. „Það er eðlilegt
að forseta íslands sé greint frá
gangi viðræðnanna um stjórnar-
myndun og ræddum við um
horfurnar í þeim efnum eftir
viðræðufund flokkanna þriggja í
morgun, en meira er ekki af
samtali okkar að segja,“ sagði
Geir. „Á viðræðufundinum í morg-
un var fjallað um ýmis önnur mál
en efnahagsmálin, en þau voru
einnig rædd allítarlega. Nú er
beðið eftir ákveðnum upplýsingum
í sambandi við efnahagsmálin,
sem væntanlega verða til fyrir
næsta viðræðufund, sem ákveðinn
var kl. 3 á morgun, þriðjudag.“
Geir var spurður álits á ályktun
Verkamannasambandsins þess
efnis að Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag tækju aftur upp viðræð-
ur um stjórnarmyndun. Forsætis-
ráðherra svaraði: „Um ályktun
Verkamannasambandsins vil ég
ekki segja annað en það, að
Alþ.flokkur og Alþ.bandalag hafa
haft u.þ.b. 5 vikur eftir kosningar
til að koma sér saman um úrræði.
Þeirri tilraun lauk með illvígum
deilum og brigzlyrðum þeirra á
milli. Það er þeirra að meta nú
hvort þeir geta sett þessar deilur
niður. Stjórnarmyndun þarf hins
vegar að ganga fljótt eftir þá töf
sem orðin er.“
Sjá „Horfur óvissar" —
umsögn Ólafs Jóhannes-
sonar bls 2.
Skólastjóri Handíóaskólans:
Einar Hákonarson
fékk flest atkvæði
FJÓRIR umsækjcndur voru um
stöðu skólastjóra Handíða- og
myndlistarskólans í Reykjavík og
hefur Fræðsluráð Reykjavíkur
afgreitt umsögn um málið til
mcnntamálaráðuneytisins sem
síðan veitir stöðuna. Þeir, sem
sóttu um, eru Einar Hákonarson
listmálari, Einar Þorsteinn
Ásgeirsson arkitekt, Gunnsteinn
Gíslason myndlistarkennari og
Guðmundur Á. Sigurjónsson list-
málari.
Við atkvæðagreiðslu í Fræðslu-
ráði hlaut Einar Hákonarson 4
atkvæði, Einar Þorsteinn Ás-
geirsson 2 atkvæði og Gunnsteinn
Gíslason 1 atkvæði.