Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 32
AlíilASIMíASIMlNN ER: 22480 JttorewiWfiötí) jrcgnttfrlðfrifr FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 Búizt við að Olafur Jóhannesson fái næst að spreyta sig: Mun reyna að koma vinstri stjórnar-viðræðunum í höfn Lúðvík Jósepsson for- maður Alþýðubanda- lagsins kemur af hálf- tíma fundi með forseta íslands í gær þar sem hann skilaði af sér stjórnarmyndunarum- boðinu. Ljósm. Mbl.i Kristinn. Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins: Bæði Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag tilbúin í viðræðumar FORSETI íslands. dr. Kristján Eldjárn. hefur boðað Ólaf Jóhannesson formann Framsóknar- flokksins á sinn fund kl. 9.30 í dag á Bessastöðum og er almennt talið að hann muni fela Oafi að hafa forystu um frekari stjórnarmynd- unartilraunir eftir að Lúðvik Jósepsson skilaði af sér í gær. ólafur Jóhannesson sagði í samtali við Mbl. f gærkvöldi þegar hann var spurður að þvf hvort hann myndi halda áfram vinstri viðræðunum, yrði honum falin forysta um stjórnarmynduni „Þessar viðræður voru á góðri leið að mínum dómi og ég myndi telja eðlilegt að athuga það hvort ekki væri hægt að komast á leiðarenda/ Forsvarsmenn Iweði Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins segjast reiðubúnir til áframhaldandi viðræðna undir for- ystu Ólafs Jóhannessonar. Forseti íslands, dr. Kristján Eld- járn, sagði í samtali við Mbl. að hann mundi reyna að hraða ákvörðun um næsta þátt þessara stjórnarmyndun- artilrauna eins og kostur væri, og þegar borið var undir hann að meðal stjórnmálamanna væri almennt gengið út frá því, að hann myndi fela Olafi Jóhannessyni að reyna næst, svaraði forsetinn því til að hann hefði séð vangaveltur um slíkt í Verði grundvellinum breytt breytastviðhorf Alþýðubandalagsins dagblöðunum en kvaðst ekki geta fjölyrt frekar um málið á þessu stigi. Ólafur sagði í samtali við Mbl., að framsóknarmenn hefðu ekki sótzt eftir stjórnarforystu og verið reiðu- búnir að styðja hvorn þeirra sem væri Lúðvík eða Benedikt. Hann taldi slæmt að þetta hlé skyldi nú koma í viðræðurnar, þar sem engan tíma mætti vissa við lausn efnahags- málanna. Þá sagði hann, að þrátt fyrir að viðræðurnar hefðu verið komnar vel á veg, hafi enn verið talsvert langt á leiðarenda. Loks sagði Ólafur um þá yfirlýsingu Lúðvíks Jósepssonar að hann gæfi ekki kost á sér í ráðherrastól úr því sem komið væri, að það teidi hann illa farið, því að hann þekkti Lúðvík að því að vera dugnaðarmann. Sjá viðtal við Ólaf Jóhannes- son á miðsíðunni. „ÉG vil fullyrða að það sem er á borðinu stendur fyrir hvern sem er, enda þótt samningur- inn sé ekki allur gerður,“ sagði Lúðvík Jósepsson, er Mbl. spurði hann hvort samningaumleitanir milli vinstri flokkanna og verka- lýðshreyfingarinnar væru það langt komnar að þeim mætti halda áfram hindrunarlaust enda þótt nýr maður taki við forystu stjórnarmyndunarvið- ræðna. Hins vegar segir Lúðvík það ljóst að verði grundvelli stjórnarmyndunarviðræðna breytt hljóti það að breyta viðhorfum Alþýðubandalags- ins og hann segir, að ef menn vilji nú „fara yfir allan póli- tíska tónstigann aftur" þá spái hann því að það taki nokkra mánuði að mynda ríkisstjórn. Lúðvík segir í samtalinu að hann telji að Alþýðuflokkurinn hafi látið undan þrýstingi að utan þegar hann ákvað að hafna Alþýðubandalaginu sem forystuflokki í ríkisstjórn, og segir svo m.a.: „Það er svolítið undarleg aðstaða að mega mynda ríkisstjórnir fyrir aðra en alls ekki fyrir sinn eigin flokk“. „Ég er nú að bardúsa við að koma á vinstri stjórn á íslandi.“ Sjá bls. 16 og 17. Benedikt Gröndal: Vantar enn 17 milljarða kr. í efnahagsdæmið á næsta ári ÞAÐ ERU ýkjur að búið sé að leysa málefnalega allan vandann í vinstristjórnarviðræðunum undanfarið, að því er Benedikt Gröndal, formaður Aiþýðu- flokksins, sagði í samtali við Mbl. í gær. Benedikt sagði, að í viðræðunum hefði að vísu náðst mikill árangur en ennþá væri þó töluvert mikið eftir, sérstaklega þó hvað varðaði efnahagsmálin á næsta ári en þar væri enn óleystur vandi er næmi um 17 milljörðum króna og ýmis önnur mál væru ekki útrætt. Benedikt sagði á hinn bóginn, að Alþýðuflokkurinn væri tilbú- inn að halda áfram vinstri viðræðunum undir forystu Ólafs Jóhannessonar og kom fram hjá honum að Alþýðuflokkurinn væri hlynntur því að það tækist að mynda stjórn þeirra þriggja flokka, sem ræðzt hefðu við að undanförnu og miðað við allar aðstæður væri líklega bezti kosturinn til að koma á starfhæfri stjórn án frekari tafa. Eftir því sem Morgunblaðif hefur fregnað mun þingliði Alþýðuflokks ekki þykja þaf góður kostur að ganga til ríkis- stjórnarsams.tarfs undir forystt Ólafs Jóhannessonar en þó munt það vera ríkjandi viðhorf í þing- flokknum að ekki sé fært að gert það atriði eitt að ásteytingar- steini. „Þjófabjalla af minna tilefni” — segir menntamálaráðherra um varnarleysi Handritastofnunar í samtali við einn af starfsmönn- um Handritastofnunar Arna Magnússonar i Morgunblaðinu í gær kom fram að ekkert þjófa- varnarkerfi er í Handritastofn- uninni, en hins vegar hafa starfsmenn rætt um nauðsyn þess að hafa þjófavarnarkerfi tengt við lögreglustöðina. Morgun- blaðið ræddi við Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráð- herra í gær og innti hann álits á þessari stöðu í Handritastofnun- inni. Vilhjálmur kvað þetta atriði ekki hafa komið til tals og ekki kvaðst hann muna eftir beiðni um slíkt við afgreiðslu fjárlaga, „En mér sýnist," sagði ráðherrann, „að einhversstaðar hafi verið sett upp þjófabjalla af minna tilefni. Þarna geymir þjóðin flest öðru dýrmæt- ara og þá hluti sem sízt verða bættir ef skaði skeður. Þetta er því mál sem sjálfsagt er að athuga rækilega úr því að athygli hefur verið vakin á því og leysa svo viðunandi sé fyrir öryggi þessara þjóðarverðmæta. Það er því líklega ráðið að setja upp þjófabjöllu, því nú á að hætta öllu sem heitir elsku mamma í opinberum rekstri og veitir ekki af.“ Benedikt sagði ennfremur, að hann teldi að unnt ætti að vera að ná samkomulagi um ýmsa fleiri aðkallandi málaflokka án þess að það tæki teljandi tíma og gaf í skyn að Alþýðuflokkurinn myndi vera til með að nálgast sjónarmið Alþýðubandalagsins um skamm- tímastjórn, þar sem ýmsum þeim stefnumálum er gætu valdið ágreiningi, væri ýtt til hliðar. Þá kvaðst Benedikt hafa heyrt það á Lúðvík Jósepssyni í undanförnum viðræðum að það væri eindreginn vilji hans að taka ekki sæti í ríkisstjórn og hann hefði því verið búinn undir yfirlýsingu Lúðvíks þar að lútandi. Sjá viðtal við Benedikt Gröndal, formann Alþýðu- flokksins á miðsíðu. Tveir seldu í Fleetwood TVEIR Austfjarðabátar seldu í Fleetwood í Bretlandi í gærmorg- un, Drífa SU seldi 28 lestir fyrir 7.4 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 262. Þá seldi Sæljón SU 37 lestir fyrir 8.3 millj. kr. og var meðalverö á kíló kr. 227.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.