Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 11 3ja herbergja samþykkt kjallaraíbúö í sam- býlishúsi viö Barmahlíð. Sér hiti og inngangur. 3ja—4ra herb. íbúö viö Æsufell. Verö 12.5— 13 mlllj. 6 herb. raöhús á tveimur hæöum, ásamt bíl- skúr viö Smyrlahraun í Hafnar- firði. Vönduö eign. Holtsgata 3ja herb. mjög góð íbúö á 1. hæö. Sér hiti. Verð 12 m. Útb. 8 m. Krummahólar 3ja til 4ra herb. íbúö á 3. hæö í háhýsi um 90 fm. Þvottahús á hæðinni. Suöursvalir. Fallegt útsýni. Verð 12—12,5 m. Útb. 7.5— 8 m. Leirubakki 4ra til 5 herb. íbúö á 1. hæö og að auki eitt íbúöarherbergi í kjallara. Þvottahús og búr inn af eldhúsi. Útb. 12—13 m. Kópavogur 4ra herb. góö íbúö á 1. hæð um 105 fm. Svalir í suður. Verð 13,5 m. Útb. 8,5 m. Parhús á 2 hæöum viö Skipasund og Rauðagerði. Hafnarfjörður Höfum í einkasölu 5 herb. íbúð á 1. hæð viö Álfaskeiö um 120 ferm. Bílskúrsplata fylgir, þvottahús á sömu hæö. Vill selja beint eöa skipta á 2ja herb. íbúð á hæö í Hafnarfirði ef viökomandi er meö peninga- milligjöf. Verö 16—16,5 millj. Útb. 10—10,5 m. 4ra herb. — Bílskúr Höfum í einkasölu 4ra herb. íbúö á. 2. hæö í fjórbýlishúsi viö Drápuhlíö um 135 fm auk um 40 fm bílskúrs. Laus 1.12. Verö 18.5— 19 m. Útb. 12,5—13 m. Kleppsvegur Höfum til sölu tvær íbúðir viö Kleppsveg, 4ra og 5 herb. 100 og 110 fm á 1. hæö og 2. hæð. Verö 15—15,5 m. Útb. 10 m. Hríngbraut 2ja herb. íbúö á 2. hæö um 65 fm. Útb. 6,5 m. Krummahólar 2ja herb. íbúö á 2. hæö í háhýsi. Bílageymsla fylgir aö mestu frágengin. Útb. 7 m. Maríubakki Höfum í einkasölu 4ra herb. íbúö á 2. hæö um 105 fm og aö auki um 20 fm herb. í kjallara ásamt sér geymslu. Þvottahús og búr inn af eld- húsi. Verö 16—16,2 m. Útb. 10.5— 11 m. Kópavogur 4ra herb. íbúö á 1. hæð í tvíbýlishúsi við Hlaðbrekku um 110 fm. Sér hiti, sér inngangur. Bílskúrsréttindi. Haröviöarinn- réttingafr. Tvöfalt gler. Verö 16 m. Útb. 10—11 m. Háaleitisbraut Höfum í einkasölu 4ra herb. vandaöa kjallaraíbúð í blokk um 110- fm. Sér hiti, sér inngangur. Verð 14—14,5 m. Útb. 9,5—10 m. UMNIVEM k nSTEIGNlB AUStURSTRÆTI 10 A 5 HÆÐ Sfmi 24850 og 21970. Heimasimi: 38157 MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTR/ETI • - SÍMAR: 17152-17355 Rætt við Kristján Röðuls rithöfund Forláta hattur frá Grikklandi Kristján Röðuls var nýkominn úr þriggja vikna ferð til Grikklands, þegar blaðamað- ur og ljósmyndari Mbl. sóttu hann heim einn blíðviðrisdaginn til að rabba við þennan roskna skáldmæring sem setti svip á bæjarlífið fyrr á árum í félags- skap Kjarvals, Magnúsar Ás- geirssonar, Steins Steinarr og fleiri kunnra listamanna og skálda, þó fremur hljótt hafi verið um hann hin síðari ár. — „Á ég ekki að setja upp hattinn fyrst þið ætlið að mynda mig úti í sólinni," sagði hann og náði í forláta barðastóran hatt, og setti upp, „Ég keypti hann úti í Grikklandi. Hann er alveg sérstaklega góður í sólinni. Er þetta ekki gott svona?“ Og RAX þótti þetta gott svona og smellti af honum nokkrum myndum með hattinn góða en eftir það hófum við að spjalla saman. — „Ég verð sextugur núna í september og ég hef verið að fást við yrkingar frá blautu barnsbeini. Fyrsta bókin, „Und- ir norrænum himni", kom út árið 1947. Hún vakti reyndar ekki mikla athygli fyrr en eftir að Kjarval skrifaði um hana. Hann myndskreytti síðan næstu bókina, „Undir dægranna fargi" sem kom út árið 1950. Ég þekkti Kjarval vel og ferðaðist oft með honum um landið. Ég held við höfum þekkst í ein þrjátíu og fimm ár. Hann teiknaði einnig kápu á fjórðu ljóðabók mína, „Fugl í stormi" sem ég sendi frá mér árið 1957. Ég gaf út þrjár aörar bækur. „Svart á hvítu“ 1953, „Sólúr og áttaviti" 1960 og svo „Svört tungl" 1964.“ Gat ekki hugsað mér að vera múlbundinn „Síðan þessar bækur komu út hef ég lesið ný verk eftir mig um það bil árlega í útvarp og í haust verður kvæðið mitt, „Brúðar- kjóllinn" flutt af sinfóníunni, en Páll Pampichler hefur samið við það tónverk, Karlakór Reykja- víkur flutti það reyndar víða um heim og þ. á m. á heimssýning- unni í Montreal 1967 við afskap- lega góðar undirtektir. Þetta kvæði er úr bókinni „Sólúr og áttaviti" og er ekki langt en segir nókkuð mikið ef grannt er skoðað." „Já maður umgekkst mikið af skáldum og spekingum hér á árunum. Við héldum mikið til á Hressingarskálanum. Það voru menn eins og Steinn Steinarr, Magnús Ásgeirsson, Karl Isfeld og fleiri. Við töluðum mikið um bókmenntir. Það var ægilega mikil pólitík í öllö á þessum árum, ekki síst í öllu er sneri að bókmenntum og listum. Ég hef aldrei verið í ákveðnum stjórn- málaflokki. Mér var oft boðin aðild að hinum og þessum flokkum, en slíkt höfðaði ekki til mín. Ég missti nú af ýmsu feRmeti fyrir bragðið, en ég hafði bara hreint ekki lyst á því. Ég gat ekki hugsað mér að vera múlbundinn. Ég treysti mér ekki til að fara að skrifa eftir valdboði." — „Ég hef alla tíð fengist við ljóðagerð. Hún höfðar einhvern- „NEI, ég er ekki hættur að skrifa, langt frá því“, sagði Kristján Röðuls rithöfundur þegar ég lýsti undrun minni á því að hann hefði gefið út sex bækur, en enga eftir 1964. „bað reynir nefnilega fyrst verulega á ljóðskáldið, þegar það er búið að gefa út nokkrar bækur og þarf að athuga vel sinn gang varðandi þróun sína. Ég fékk góða dóma fyrir síðustu bækur mínar og þess vegna er mér vandi á höndum að fylgja þeim eftir. Ég á eftir að gefa út nokkrar bækur, en ég vil vanda mitt verk og er því ekkert að flýta mér.“ ff Mínir háskól- ar voru kola- stíur og síld- arplön veginn frekar til mín, en að fást við óbundið mál. Hins vegar geri ég ýmist að yrkja rímað og stuðlað eöa órímað. Það legg ég alveg að jöfnu, enda verða höfundar ekki dæmdir út frá stíl eða stefnu. Þar gilda önnur lögmál. En þetta var náttúru- lega orðið tóm vitleysa eins og þetta var, að það þótti ekkert vera skáldskapur, nema það væri þrautrímað." Legg mikla áherslu á bygginguna — „Það þótti ýmsum skrýtið að ég skyldi fara að gefa út bækur, ómenntaður maðurinn. En þetta var nú á þeim tímum, ff þegar þeir einir komust til mennta sem áttu stönduga að, svo mínir háskólar voru kola- stíur og síldarplön. Það er ekkert vafamál að það er auðveldara fyrir menntaðan mann að verða skáld og rit- höfundur, en það dugar þó skammt eitt sér í því sambandi að læra einhver býsn.“ „Ég skrifa daglega og hef gert í mörg ár. Sumt fer reyndar beina leið í ruslið, en ég legg mikla áherslu á það þegar ég er að vinna ljóð mín, að ekki sé unnt að fella úr þeim eina einustu setningu. Byggingu Ijóða hefur einmitt viljað vera dálítið ábótavant hjá okkur Islendingum. Það segir Auden til dæmis." — „Mér lýst vel á þróunina í íslenskri ljóðagerð. Það er þó nokkuð mikið um ung og efnileg skáld núna, ef ég ætti að nefna einhvern, þá held ég að mér kæmi fyrst í hug Ólafur Haukur Símonarson, en það eru margir aðrir býsna snjallir af þessum ungu höfundum." — „Ég mun lesa í útvarpið núna bráðlega og þá ætla ég til dæmis að lesa eitt ljóð sem ég vann að nokkru leyti í Grikk- landsreisunni. Það heitir Á slóðum Byrons. Annars er ég alltaf að vinna að kvæðabók. Mér var að hlotnast sá heiður á dögunum að vera boðið að komast á spjöld bókarinnar „International Authors and Writers Who‘s Who“. Það þótti mér mjög ánægjulegt og ég kom þar nafni meistara Kjarvals á framfæri, þar sem hann mynd- skreytti nú bækur eftir mig. Það þótti mér sérlega skemmtilegt, að geta komið þessum mikla listamanni þannig á framfæri við enskumælandi þjóðir." Að loknu spjallinu, las Kristján upp tvö ljóða sinna, sem birtust í sýnisbók Menningarsjóðs, „íslensk ljóð 1964—1973“ og sagðist mjög ánægður með það, hvaða ljóð hans hefðu verið valin í þetta safn. Ég þurfti að hraða mér af stað og kvaddi því þetta vand- virka skáld og flýtti mér eins hægt og ég gat í gegnum sólskinið í Bergstaðastrætinu, áleiðis niður í bæ. — SIB Bréf- kom FULLYRÐA má að þáttur Sjón- varpsins um mál rússneska and- ófsmannsins Orlovs hafi vakið mikla athygli og margir hafi þá spurt sjálfa sig: Hvað getum við gert hér norður á íslandi, sem væri stuðningur við málstað Orl- ovs og annarra rússneskra bar- áttumanna fyrir auknum mann- réttindum í því mikla ríki, þannig að eftir verði tekið? — Hvað getum við gert? Austur í Moskvu er nú unnið af fullum krafti við mannvirkjagerð og annan undirbúning fyrir ól- ympíuleikana 1980. Spurning er hvort hér á landi sé einhver áhrifamaður innan í- þróttahreyfingarinnar eða utan hennar, sem myndi vilja beita sér fyrir aðgerðum sem gætu orðið mikill stuðningur við mannrétt- indabaráttu Orlovs og manna hans. — Myndi þessi maöur vilja beita sér fyrir því að ólympíunefnd Islands fjallaði um málið og lýsti stuðningi sínum við þegar fram- komna hugmynd þess efnis að frjálsar þjóðir heims sendi EKKI sveitir íþróttamanna á ólympiu- leikana í Moskvu nema ráðamenn í Sovétríkjunum endurskoði af- stöðu sína og láti af ofsóknum á hendur þeim mönnum þar eystra sem reyna að halda á lofti merki mannréttinda? — Og það sem meira er: Að ólympíunefnd íslands hafi um það frumkvæði að hugmyndin um að sniðganga Moskvuleikana verði tekin upp við aðrar þjóðir, fyrst og fremst á norrænum vettvangi, vegna margra ára samvinnu við ólympíunefndirnar á Norður- löndunum. — Og það heldur fyrr en seinna. Ólympíunefnd íslands þarf ekki að vera hrædd við það sem stundum er kallað pólitískur óþefur aö slíkri hugmynd. Hér er um að ræða hugsjónabaráttu. Stuðningur við baráttu fyrir mannréttindunum í þessum heimi er æðri allri pólitík. — Og því raá bæta við að þeir sem hafa fangabúðir og geðveikrahæli að helzta bakhjarli — af þeim er ekki aðeins pólitískur óþefur heldur hreinlega nálykt. Sverrir bórðarson. Óformlegir tónleikar í kvöld SÉRSTAKIR óformlegir tónleik- ar verða haldnir í Ilamrahliðar- skólanum í kvöld. fimmtudags- kvöld 31. ágúst. Þar kemur íram hljúmsveit undir stjórn banda- ríska fiðluleikarans. hljómsveit- arstjórans og tónmenntafrömuð- arins Paul Zukofskys. en hann hefur undanfarin sumur haldið námskeið fyrir tónlistarfólk í Tónlistarskólanum í Reykjavík og er hann nú að ljúka námskeiöi sumarsins. Tuttugu og átta nemendur hafa verið á námskeiði Zukofskys í sumar og koma þeir allir fram á tónleikunurrí í kvöld, senr hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk frá fyrri hluta 20. aldar, eins og eftir Stravinsky, Varsje, Schön- berg o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.