Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978
eftir hugmyndaflugi hvers og eins,
en vinsælt er að gera lampafætur,
skartgripi, alls kyns bauka og
ausur,“ sagði Sverrir ennfremur,
en augljóst var að kennararnir
höfðu svo sannarlega ekki verið
aðgerðarlausir á námskeiðinu, því
þarna mátti sjá fjöldann ailan af
ails kyns munum úr málmi.
Gróa Jakobsdóttir og líkanið af Grjótaborpinu
margumtalaóa.
Kennir föngum á
Litla-Hrauni
Á næsta borði við málmsmíðina
mátti sjá mjög litskrúðuga hluti,
og kenndi þar margra grasa. Þar
voru skærgulir og rauðir spari-
grísir og aðrar kynlegar verur.
Gróa Jakobsdóttir var þar í óða
'önn við að útskýra fyrir fólki,
hvernig þessir skrautlegu hlutir
væru unnir. Sagði hún að spari-
grísirnir, sem óneytanlega vöktu
mesta athygli, væru þannig unnir
að fyrst væri blásin upp blaðra og
síðan væri borin á hana grænsápa
og þar næst væri lagt til skiptis á
blöðruna dagblöð og veggfóðurs-
lím. Þegar nóg væri komið af því
væri þetta þurrkað vel og því næst
væri hægt að fara að móta eyru,
trýni og lappir, en loks væri þetta
alit saman málað í skrautlegum
litum. Sagði Gróa að með þessari
aðferð mætti móta alls kyns muni
og sýndi hún okkur meðal annars
alls kyns grímur, sem hún sagði að
væru mjög vinsælar.
Gróa sagðist kenna föngunum á
Litla-Hrauni föndur og hefðu þeir
mjög gaman af slíkri handavinnu.
Sagði hún að fangarnir hefðu
yfirleitt mikinn áhuga á að gera
eitthvað í höndunum, og væri
leirmótun þá ef til vill vinsælust
og hefðu þeir unnið marga fallega
hluti í leir, en margir fengjust líka
við að sauma út og væri handbragð
þeirra í flestum tilfellum mjög
fallegt.
„Það sem við erum með hérna er
eiginlega alveg nýtt af nálinni og
hef ég ekki verið áður með það á
Litla-Hrauni, en hlakka til að fara
og kenna föngunum þetta, því að
þeir hafa ábyggilega mjög gaman
af því,“ sagði Gróa og sneri sér því
næst að borði, sem á var leirlíkan
af Grjótaþorpinu margumtalaða.
Sagði Gróa að þarna mætti sjá
Grjótaþorpið, eins og hópurinn,
sem á námskeiðinu var, helst kysi
að hafa það, því þetta væri
hópverkefni, sem hópurinn hefði
unnið. Líkanið var ákaflega
skemmtilega útfært og sýndi vel
hve leirinn gefur fólki mikla
sköpunarmöguleika, ef hugmynda-
flugið er notað.
Leggja áherslu á frjálsa
myndsköpun
Einn af leiðbeinendum á nám-
skeiði í mynd- og handmennt fyrir
7 og 8 ára börn var Hjálmar
Þorsteinsson frá Akranesi, en á
Akranesi sagðist hann hafa kennt
í mörg ár. Hjálmar sagði að hann
teldi að gífurlegur aðstöðumunur
væri í skólum úti á landi miðað við
höfuðborgarskólana, og bitnaði
það helst á handmennt.
„Sem betur fer er nú að vakna
skilningur meðal fólks á því að
nauðsynlegt er að sinna þessum
greinum eins og öði;um, þannig að
ástandið fer nú batnandi,“ sagði
Hjálmar.
„Á námskeiðinu var lögð mest
áhersla á það að koma inn frjálsri
myndsköpun hjá börnum, þannig
Áhugasamir kennarar skoóa sýninguna.
Hluti at verkefnum peim sem ætluó voru 7 og 8 óra börnum.
200 kennarar á námskeid-
um í mynd- og handmennt
Litið við á sýningu, sem haldin var í lok námskeiðanna
ÞAÐ var mikið um að vera í Æfingaskóla Kennara-
háskóla íslands eftir hádegi síðastliðinn laugardag.
Ástafðan var þó ekki sú að nemendur væru að taka til
starfa aftur eftir sumarfrí, því enn eru nokkrir dagar
áður en skólarnir byrja. Er blaðamenn Morgunblaðsins
grennsluðust nánar fyrir um það hvað um væri að vera
kom í ljós að þarna höfðu safnast saman kennarar víða
að af landinu en þeir höfðu þá nýlokið námskeiðum í
mynd- og handmennt og hugðust setja upp sýningu á
munum þeim, er þeir höfðu unnið á námskeiðunum.
Til þess að fá betri upplýsingar um það sem á
námskeiðunum hefði farið fram tókum við nokkra
kennara tali og lögðum fyrir nokkrar spurningar.
Fjöldi fólks skoöaói sýninguna af mikilli athygli.
málmsmíði sé almennt kennd í
skólum,“ sagði Sverrir.
— Ur hvaða efni vinnið þið
aðallega?
„Við smíðum mest úr áli, en
einnig notum við mikið niðursuðu-
dósir og tinum þá á þær með
venjulegu lóðtini til skreytingar.
Einnig má nota hóffjaðrir, sem þá
eru tinkveiktar saman, og ýmsa
aðra málma. Verkefnin í þessu
sambandi eru óþrjótandi, og fara
Hjálmar Þorsteinsson frá Akranesi.
Margar hendur voru á lofti viö undirbúning sýningarinnar.
Krakkarnír hafa mjög
gaman af allri sköpun
Sverrir V. Guðmundsson sagðist
kenna í Lækjarskóla í Hafnarfirði
og hefði hann fengist við kennsiu
í um 20 ár og þá aðallega við
handmennt. Sverri tókum við tali
þar sem hann var að hagræða
hlutum smíðuðum úr málmi.
„Málmsmíðin, sem við lærum á
námskeiðinu er aðalega miðuð við
það að hægt sé að hagnýta hana
til kennslu. Er þetta aðallega
miðað við aldurinn 14 til 15 ára og
kemur málmsmíðin þá inn í
handavinnukennsluna. Eg held að
mér sé alveg óhætt að fullyrða það
að krakkar á þessum aldri hafi
mjög gaman af þessu."
— Er hér um að ræða einhverja
nýjung?
„Nei, ekki held ég að þetta sé
alveg nýtt af nálinni, en hins vegar
þori ég ekki að fullyrða hvort