Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 3 „Þú færð ekki að lifa lengur” Rætt við Eggert Lárusson um skotárásina i Osló Sjúkrabifreiðir og löjíregla úti fyrir húsi því sem árásin var gerð í. Osló 30. ágúst frá Jan Erik-Lauré fréttaritara Morgunblaðsins. - ÉGSTÓÐ í ganginum í íbúðinni. 'Maðurinn sat í stofunni og var að fikta við eitthvað. Skyndilega stóð hann upp og gekk hratt í áttina að mér. Og síðan öskrar hann „þú færð ekki að lifa lengur“ og dregur upp skamm- byssu. Ég skildi það strax að hann ætlaði að skjóta mig og beygði mig saman. Úr minna en eins metra fjarlægð hleypti hann skotinu af. Ég kast- aðist þvert yfir ganginn og upp að veggnum, en skotið for í gegnum mig og í vegginn. Andartak lá ég á gólfinu og blóðið streymdi úr mér og ég sá manninn æða inn í her- bergið, þar sem eigin- kona hans og tvö stjúp- börn héldu sig. Rólegur og æðrulaus segir íslenzki námsmaðurinn Egg- ert Lárusson mér þessa sögu, um hina blóðugu skotárás, sem átti sér stað í Osló Eggert Lárusson laugardaginn 19. ágúst s.l. Eggert virðist einstaklega vel á sig kominn, eftir það sem gerðist, en fyrir einni viku var hann á milli heims og helju. Skotið fór í gegnum magann, lifrina og snerti lungun. — Það eru ekki margir sem lifa af slík skotsár hafa læknarnir sagt Eggert. Eggert hafði aðeins þekkt konu skotmannsins í einn dag, þegar skotárásin átti sér stað. Þau hittust á veitinga- stað á föstudagskvöld, en Eggert var þar með vinkonu konunnar, og fóru þau síðan heim til vinkonunnar. Daginn eftir var morgunverður snæddur á sama veitinga- staðnum og þar hitti Eggert eiginmann konunnar. Eggert bauð þá konunni að aka henni heim í íbúðina, en hún sagðist þurfa að ná í föt þangað og sagðist hún vilja skilja við eiginmanninn og ætla að flytja í íbúðina til vinkonu sinnar. — Þegar við komum í íbúð konunnar að Tonsenhagen var maðurinn þegar kominn þangað. Hann sat inni í stofu. Konan ætlaði að ræða við börnin sín, sem voru í öðru herbergi og ég stóð í gangin- um milli stofunnar og svefn- herbergisins og maðurinn skaut örugglega á mig, vegna þess að ég stóð í vegi hans. — Andartak lá ég á gólf- inu, — var lamaður eftir skotið. Eg veit ekki hvaðan ég fékk krafta, en mér tókst að standa upp og koma mér út úr íbúðinni. A þeirri stundu, sem ég var að komast út um dyrnar heyrði ég þrjú skot. Það voru skotin, sem drápu konuna og særðu börnin. Maðurinn elti mig síðan niður ganginn og skaut einu skoti. Sem betur fer hitti hann ekki og ég komst út úr blokkinni og inn í annan inngang, þar sem ég lagðist niður. Eggert segir, að hann hafi verið með meðvitund allan tímann. — Eg varð í raun fokvondur, því það leið svo löng stund, þar til ég fékk einhverja hjálp, allir vildu hjálpa mér, en allir virtust svo taugaóstyrkir og að mínu mati leið allt of langur tími, þar til ég var kominn á sjúkrahús. Eggert hefur verið í Noregi í 2V2 ár, unnið og gengið í skóla, m.a. í Stavanger. Sam- kvæmt öllu átti hann að byrja nám við svæðisháskólann í Lillehammer þann 29. ágúst og leggja stund á ferðamála- nám. Hann hefur verið í sambandi við skólann og hefur nú fengið skilaboð um, að hann verði að byrja innan mánaðar í skólanum, annars verði hann að bíða í eitt ár. — En ég stefni að því að losna af sjúkrahúsinu og byrja í skólanum innan eins mánaðar, segir Eggert Lárus- son brosandi. Miklir rekstrarerf- iðleikar hiá BIJR BÆJARÚTGERÐ Reykja- víkur á við mikil fjárhags- vandamál að stríða eins og flest önnur fiskvinnslufyr- irtæki í landinu og í gær var rætt um stöðu fyrir- tækisins á útgerðarráðs- fundi, en heyrzt hefur að Loftur Guð- mundsson látinn LOFTUR Guðmundsson rithöfund- ur og hlaðamaður andaðist 1 Reykjavík 29. ágúst s.l. Loftur ritaði fjölda bóka, skáldverk. gamanþaúti fyrir útvarp og svið, kvikmyndahandrit, viðtalsbækur. leikrit. ljóð og dægurlagatexta og barnabækur. Loftur var kennari að mennt og kenndi hann lengst í Vestmannaeyjum. Loftur þýddi einnig margar bækur úr erlendum málum á íslenzku. Loftur fæddist áriö 1906 í Kjósarsýslu. Eftirlifandi kona hans er Tala Klemensdóttir. lausaskuldir fyrirtækisins nemi nú kringum 160 millj. kr. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Björgvin Guðmundsson formaður útgerðarráðs BÚR, að fyrirtækið væri statt eins og önnur frystihús og ætti við mikil rekstr- arvandamál að stríða. Á sínum tíma hefði verið ákveðið að BÚR tæki ekki þátt í þeirri ákvörðun annarra frystihúsa um að stöðva rekstur 1. september, en það hefði verið skoðun borgarstjórnar og borgarráðs að reyna að halda rekstri frystihússins áfram eins lengi og frekast væri kostur, þar sem hér væri um opinbert fyrir- tæki að ræða. Þá tryðu menn ekki öðru en að núverandi eða væntan- leg ríkisstjórn gerðu ráðstafanir til þess að rekstur frystihúsanna yrði viðunandi á ný. Björgvin sagði að ein af ástæð- unum fyrir rekstrarvanda BÚR væri, að undanfarið hefði fyrir- tækið staðjð í mikilli fjárfestingu. Breytingar hefðu verið gerðar á fiskiðjuverinu, bæði til að auka hagkvæmni og eins til að bæta aðstöðu starfsfólksins. Ennfremur hefðu verið gerðar breytingar á Bakkaskemmu til að ganga frá fullkominni löndunaraðstöðu þar og á sama tíma hefðu togarar BÚR verið búnir kössum. Nokkuð fé heföi verið tekið úr rekstri fyrir- tækisins til þessara framkvæmda. Dagný seldi fyr- ir 37.4 millj. kr. SKUTTOG ARINN Dagný frá Siglufirði lauk við að selja 141 lest af ísúðum fiski í Hull í gær. Togarinn fékk samtals 37.4 millj. kr. fyrir aflann og var meðalverð á kíló kr. 265, miðað við síðasta skráða gengi. Þá seldi vélbáturinn Hamar SH 92.4 lestir í Cuxhaven í Þýzkalandi fyrir 23.7 millj. kr. og var meðal- verð á kíló kr. 257. 0 II LOFTRÆSTIVIFTUR Á undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér- I verzlun landsins með loftrcestiviftur í híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús, verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf. Veitum tceknilega ráðgjöf vio val á loftrcestiviftum. Pekking feynsla Þjónust, Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.