Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 1
188. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 31. AGUST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ný ríkisstjórn í Danmörku — Leiðtogar nýju dönsku ríkisstjórnarinnar á fyrsta blaðamannafundi sínum eftir að stjórnin var mynduð. Lengst til vinstri er Anker Jörgensen forsætisráðherra, þá Henning Christophersen utanríkisráðherra, Per Hækkerup ráðherra án ráðuneytis og Anders Andersen efnahagsmálaráðherra. símannmi Nordfoto. Vestur-Þýzkaland: Undirmaður Bahrs liggur undir grun Iionn. 30. áicúst. Krutrr. Al*. EGON Bahr aðalritari v-þýzka Jafnaðarmannaflokksins og einn mesti áhrifamaður um utanríkisstefnu V-Þýzka- lands um langt skeið bar í dag til baka sögusagnir um að aðstoðarmaður hans, Joachim Broudre-Gröger, væri njósnari sá, sem sagt er að rúmenskur flóttamaður hafi skýrt frá. Bahr sagði á blaðamannafundi í dag að aðstoðarmaður hans hefði þegar gefið sig fram við yfirvöld til að hreinsa af sér allan grun og myndu þeir báðir hafa full samráð við lögregluna um að upplýsa mál þetta. Vestur-þýzk yfirvöld hafa ekk- | hvort fréttir Bild-blaðsins hefðu ert viljað láta uppi um það hvort fréttir blaðsins Bild um að rúm- enski stjórnarerindrekinn lon Pacepa hefði veitt upplýsingar um að njósnari kommúnistalandanna léki lausum hala í forystu v-þýzka Jafnaðarmannaflokksins. Sak- sóknarinn í Karlsruhe, Kurt Rebmann, hefur sagzt ætla að rannsaka mál þetta til botns, en Kristiiegi demókrataflokkurinn í landinu krafðist þess í dag að opinber rannsókn færi fram á því við rök að styðjast. Anker Jörgensen um nýju stjórnina í Danmörku: „Veitir færi á bættri hagstjórn í lengri tí ma" Kaupmannahöfn. 30. ágúst. Frá fréttaritara Mbl. Erik Larson. HIN NÝJA samsteypustjórn jafnaðarmanna og Vinstri flokksins tók formlega við völdum í Danmörku í dag og lagði fram stjórnaryfirlýsingu sína sem tekin verður fyrir í þinginu á morgun, fimmtudag. Anker Jörgensen forsætisráðherra sagði í dag að þessir tveir fornu fjendur í dönskum stjórnmálum hefðu nú slíðrað sverðin í því skyni að koma á betra jafnvægi í stjórnmálunum í landinu sem gæfi færi á bættri hagstjórn til lengri tíma. Verkalýðshreyfingin í Dan- mörku hefur lýst yfir megnri óánægju með stjórnina og 1100 verkamenn í skipasmíðastöðvum á Norður-Jótlandi lögðu í dag niður vinnu til að mótmæla valdatöku nýju stjórnarinnar. Er verkfall þetta tekið sem vísbending um það hvað í vændum sé á dönskum vinnumarkaði náist ekki betri samstaða milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Thomas Nielsen forseti danska alþýðusambandsins sagði í dag að hann teldi stjórnina ekki myndu verða við völd nema í sex mánuði. í efnahagsmálatillögum stjórn- arinnar er gert ráð fyrir því að virðisaukaskatturinn verði hækk- aður úr 18 í 20% og tímabundinni verðstöðvun verði komið á. Mark- miðið með tillögunum er að minnka greiðsluhalla Dana við útlönd í 6,5 milljarða danskra króna úr þeim 9 milljörðum sem fyrirsjáanlegir voru, minnka verð- bólguna og auka atvinnu og framleiðslu. Gert er ráð fyrir að samráð verði haft við aðila vinnu- markaðarins um að tryggja óbreyttan kaupmátt launa næstu tvö árin. í hinni nýju ríkisstjórn er 21 ráðherra, þar af 14 jafnaðarmenn, en 7 frá vinstri flokknum. Athygli vekur að Poul Sögaard (J) verður áfram varnarmálaráðherra, en Erling Jensen (J), sem talið var að yrði varnarmálaráðherra, verður félagsmálaráðherra. Sjávarút- vegsráðherra verður Svend Jakob- sen (J), Knud Enggaard (V) verður innanríkisráðherra, en Arne Christiansen (V) viðskiptaráð- herra. Knud Heinesen (J) verður áfram fjármálaráðherra, en leið- togi vinstri flokksins, Henning Christophersen verður utanríkis- ráðherra. Sovézk ögrun á Svalbarða Osló. 30. ánúst. Frá fróttaritara Mbl.. Janhrik Lauré. SOVÉTRÍKIN hafa á ný brotið norsk lög á Svalbarða og sett upp radarstöð í nágrenni Long- yearbæjar á eyjunni. Ráðuneyt- isstjóri dómsmálaráðuneytisins. Hans Olav Östgaard. staðfesti í dag að þessi aðgerð væri hrein lögleysa að dómi Norðmanna og mætti búast við að formleg mótmæli Norðmanna yrðu lögð fram á viðræðufundi þjóðanna í Barentsburg á föstudag í næstu viku. Það var dagblaðið Norðurljós í Tromsö sem kom upp um radar- stöðina með því að birta af henni myndir, en norskum yfirvöldum í Osló var að sögn ekki kunnugt um að henni hefði verið komið fyrir fyrr en blaðið birti frásögn sína. Líklegt er talið að stöðinni hafi verið komið fyrir í byrjun ágúst. Sérfræðingar telja að~ radar- búnaðurinn sé nægilega fullkom- inn til þess að Sovétmenn geti með honum fylgzt alveg með allri umferð flugvéla í nágrenni Long- yearbæjar enda sé hann mun öflugri en nauðsynlegt væri vegna þyrluflugvallar Sovét- manna sem ekki er þarna fjarri. Pólskri flugvél rænt og snúið til V-Berlínar: 7 A-Þjóðverjar not- uðu tækifærið og flúðu Bcrlín, 30. ágúst. Reuter, AP. PÓLSKRI íarþegaflugvél á leið frá Varsjá til Austur-Berlínar var í dag rænt og snúið til Vestur-Berlínar. Flugræninginn, kona sem var með honum og barn hennar urðu þar eftir en einnig 7 aðrir AusturÞjóðverjar sem ákváðu að biðjast hælis sem pólitískir flóttamenn á Vcstur- liiudum. Með vélinni voru 63 farþegar og 8 manna áhöfn og héldu aðrir farþegar og áhöfnin til Austur-Berlínar þegar spurn- ingum v-þýzkra yfirvalda hafði verið svarað, utan einn farþeg- anna sem var frá Vestur-Berlín. Hann hélt til sins heima. Pólska fréttastofan Pap sagði í kvöld að flugræninginn hefði verið erlendur ferðamaður í landinu og var staðfest í V-Berlín að hann væri Austur-Þjóðverji. Yfirvöld í A-Þýzkalandi hafa þegar krafizt þess að hann og aðrir A-Þjóðverj- ar, sem úr vélinni fóru vestan megin, verði þegar framseldir, en málið mun nú í höndum fulltrúa Bretlands, Frakklands og Banda- ríkjanna, sem enn ráða Berlín að formi til. Korchnoi hótar að hætta Korchnoi, áskorandinn í heimsmeistaraeinvíginu í skák, hélt í gær blaðamannafund í Manila og sakaði skipuleggjendur einvígisins um að vera handbendi Sovétmanna. Hótaði Korchnoi að hætta keppninni ef ekki yrði orðið við óskum hans um breytt fyrirkomulag í keppnissalnum. Keene aðstoðarmaður hans dró þessa hótun til baka tveimur tímum síðar. Óvíst er hvort Korchnoi mætir til leiks í 18. skákinni í dag en skipuleggjendur mótsins hafa ekki ákveðið neinar breytingar í salnum. Á myndinni með Korchnoi er Petra Leewerick sem verið hefur fulltrúi hans gagnvart skipuleggjendum og dómnefnd einvígisins. Sjá bls. 18. (Símamynd AP).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.