Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978
Það eru aðeins tæpir þrír
áratugir frá því að Aðalvík í
Sléttuhreppi í Norður-ísafjarðar-
sýslu lagðist alveg í eyði og
afkomendur útvegsbænda og
tómthúsmanna dreifðust vítt og
breitt um landið. Nú standa þar
auð hús, önnur hrunin og einhverj-
ir sumarbústaðir. Einu menjarnar
um lífið og sjóróðrana sem þarna
voru stundaðir frá Látrum og
Sæbóli og öðrum bæjum eru í
hugum fólks sem þarna bjó og
starfaði á meðan Aðalvík var og
hét.
Valdimar Þorbergsson er hæg-
látur maður á 72. aldursári sem
starfar við merkingar á umbúðum
hjá Ishúsfélaginu á ísafirði.
Blaðamaður Morgunblaðsins hitti
hann á förnum vegi þar sem hann
var á leið til vinnu sinnar eftir
hádegi með kaffibrúsann. Hann
kvaðst lítt geta sagt um það liðna
— minnið færi þverrandi og margt
væri honum gleymt.
„Fór tæplega tíu ára
í fyrsta róðurinn“
Á leiðinni til hraðfrystistöðvar-
innar sagði hann undirritaðri að
hann hefði verið lengi til sjós á
Rætt við
Valdimar
Þorbergsson
frá
Aðalvík
árabátum mótorbátum og togur-
um, bæði frá Reykjavík um tíma
og síðan frá ísafirði, á togurunum
Max Pemperton, Hafsteini og
Isborgu. „Annars er ég ekki rétti
maðurinn til að ræða við .. . nei,
ó nei. Þú ættir að tala við einhvern
annan" muldrar hann, og veit ekki
að þetta er viðkvæðið hjá flestum
sem ekki eru í framboði og að
Morgunblaðið hefur jafnt áhuga á
að ræða við hann um liðna tíð og
tíma þótt nafn hans verði ekki
skráð á spjöld sögunnar.
Þegar til íshússins er komið
labbar hann hægt upp stigana,
kinkar kolli til stráka og unglings-
pilta og segist gefa sér smá frí til
að ræða við mig í kaffisalnum.
Hann er fæddur í nóvember-
mánuði árið 1906 í Miðvík í
Aðaldal þar sem faðir hans var
útvegsbóndi með einn árabát.
„Faðir minn Þorbergur Jónsson,
var tvígiftur og átti tvö börn með
fyrri konu sinni, sem dó ung. Eg
er af seinna hjónabandi og sá
sjöundi í röðinni af tíu börnum
hans og Oddnýjar Finnbogadóttur.
Móðir mín var ættuð úr sömu
sveit, faðir hennar Finnbogi Árna-
son var útvegsbóndi í Sléttuhreppi
og fórst í björgum að mig minnir.
Um föðurætt mína veit ég lítið.
Hef aldrei sett mig inn í ættfræði
Frá blautu barnsbeini vann ég
við róðra. Þetta voru allt smábátar
þarna í Aðalvíkinni — enda engin
lendingaraðstaða. Stærstu þorpin
voru Látrar og Sæból, fleiri bæir
voru á Látrum og voru ábúendur
flestir tómthúsmenn og útvegs-
bændur enda jarðnæði lítið. Á
Látrum voru þrettán bæir þegar
mest var, á Sæbóli um níu. í
Miðvík bak Látrum þar sem ég óst
upp var tvíbýli og stundum þríbýli.
Þessir útvegsbændur skiptu oft
um bæjarstæði — sumir þó
nokkuð oft — það valt á afkomu.
Það þótti þægilegt að geta verið
bæði á Látrum og Sæbóli því þar
var betra til róðra en víðast
annars staðar.
Faðir minn var rétt sjálfbjarga
og við systkinin fórum strax að róa
til fiskjar og fært þótti. Ég var tíu
ára gamall þegar ég fór í minn
fyrsta róður með bróður mínum
tæplega nítján ára. Við drógum
fiskinn á handfæri og þurftum að
róa langt þar til við komum út
undir Straumnes. Þetta var pínu-
lítil kæna og fengum við 200 kíló
af þorski, sem við seldum síðan á
Sæbóli."
„Fjórtán ára varö ég
fyrirvinna heimilisins“
„Lífið þarna var skemmtilegt"
segir Valdimar. „Fólkið var félags-
lynt og samkomur voru töluverðar.
Komið var saman á dansleiki á
Látrum, Sæbóli eða á Hesteyri við
Jökulfirði.
I kringum aldamótin var byggð-
ur skóli á Látrum og þótti mikil
bót að því. Farkennsla hélt þó
engu að síður áfram því fé við að
reka hús og kennara var ekki
álltaf til staðar. Við fluttum að
Sæbóli einn vetur, árið 1916 og þá
var farkennsla þar í tvo mánuði.
í skólann á Látrum gekk ég árið
sem ég fermdist. Önnur var ekki
menntunin, nema það sem manni
var sagt til heima.
Fjórtán ára gamall varð ég
fyrirvinna heimilisins. Pabbi
missti heilsuna og eldri systkinin
voru farin að búa sjálfstætt.
Næstu sex árin gekk mín þénusta
inn á heimilið. Við rerum á vorin,
stunduðum heyskap á sumrin og
reyndum svo aftur róður á
haustin.
Jú, þetta var eriftt oft og tíðum.
Þar sem Miðvík var lengst úti í
sveit, þurftum við að ganga að
Látrum, þaðan sem við rerum.
Lagði maður þá af stað þremur
stundum eftir miðnætti og kom í
tæka tíð til að vekja mennina í
plássinu, sem reru með mér og
bróður mínum, en hann var
formaður. Venjulega voru þetta
sexæringar sem við rerum á. Á
Látrum var útibúsverzlun frá
Sameinuðu verzluninni á Isafirði
og þangað seldum við aflann og
„Fólkiðstendurámeð-
an það getur staóió“
Á IIVERJU götuhorni, næstum
hverjum bekk og hverri gangstétt
eru gamlir menn. Ekki gamlar
konur — heldur gamlir menn.
Glaðlegir og góðlegir, kumpán-
legir með kaskeiti. derhúfur eða
venjulega hatta. ísafjörður er
útvegsbær og án efa eru flestir
umræddra gamlir sjómenn eða
trillukarlar eða kannski hvort
tveggja og jafnvel eitthvað
annað.
Þessa þrjá hitti blaðamaður
Morgunblaðsins fyrir framan
kirkjugarðinn og gat ekki stillt sig
um að smella af þeim mynd.
Gestur Loftsson, lengst til vinstri,
hefur verið lamaður í yfir tvo
áratugi. Hann var áður sjómaður
á samvinnubátum Isafjarðar og
síðar á togaranum Júlíusi Geir-
mundssyni. „Júlíus landaði 166
tonnum í gær og Guðbjörg kom
inn með 210 tonn"; sagði hann
hróðugur.
„Já, hér er nægur fiskur," sagði
Sigurður Líkafrónsson, sá í miðið.
„Fólkið stendur á meðan það getur
staðið. Hér er næg atvinna" sögðu
þeir báðir og Jói Amsterdam,
lengst til hægri, tók undir hlæj-
and'. „Ég er gamall togaramaður.
Fæddur og uppalinn í Amster-
dam.“
— Amsterdam?
„Já, Sundstræti 21, ísafirði." Og
þeir hlógu.
- H.b.
Eitt blómlegast
sjávarpláss á I
• Það var ekki laust við að
Bolungarvík kæmi blm., sem er
höfuðborgarbarn, dálítið á óvart
í fyrstu eftir að hann hafði kynnt
sér bæinn að nokkru. Ekki það að
þessi kjánalegi blm. hafi búizt við
einhverju öðru yfir höfuð, en að
finna fyrir þá upphyggingu sem
þarna er orðin kom dálítið á
óvart ef mið er tekið af ýmsum
öðrum sjávarplássum úti á landi
að þeim öllum ólöstuðum.
Á Bolungarvík búa á þrettánda
hundrað manns en undanfarin ár
hefur fjöldinn allur af ungu fólki
setzt þar að. Bærinn er ein elzta
verstöðin á landinu og þar hefur
alltaf verið hin mesta útgerð.
Sjávarútvegur er að sjálfsögðu
aðalatvinnuvegur íbúanna, en það
er einnig nokkur iðnaður og o.fl.
Bolungarvík, sem fékk kaup-
staðarréttindi 1974, er einstaklega
snyrtilegur bær með reisulegum
íbúðarhúsum og nýbyggingum og
hafnaraðstaða er þar ágæt, en
Bolvíkingar gera m.a. út tvo
skuttogara.
Á Bolungarvík er heilsugæzlu-
stöð, stór og glæsileg sundlaug og
félagsheimili. Þar er dagvistunar-
heimili og íþróttahús í byggingu
og stór og góður íþróttavöllur.
Skammt fyrir ofan bæinn eru tvær