Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 2
^r MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 99 „Er að efna gefin kosningaloforð — segir Ragnar Arnalds menntamála- ráðherra vegna staðhæfingar launamála- ráðs BHM um ný kaupránslög í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær er birt samþykkt launamálaráðs Bandalags háskólamanna. Lýsir launamálaráð BHM því yfir m.a. að það lýsi ábyrgð á hendur þeim umboðsmönnum launþega, bæði faglegum og pólitískum, sem standi nú að því að glopra niður sigri sem launþegar í landinu höfðu innan seilingar. í samþykktinni segir m.a.i „Níi í byrjun septembermánaðar eru Ragnar Arnalds. boðuð ný kaupránslög og krafan er því enn sem fyrr. Kjarasamn- ingana í gildi." Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Ragnar Arnalds mennta- málaráðherra og innti hann álits á þessari samþykkt launamálaráðs BHM. Ragnar sagði: „Ég hef ekkert um þetta að segja, annað en það sem allir vita. Háskólamenn fá verulega kjarabót í tengslum við afnám kaupránslag- anna frá í vetur, þeir fá verulega launahækkun, þótt þeir fái ekki öllum kröfum sínum framgengt vegna þaks á hækkunum sem miðast við 230 þús. kr. Menn verða síðan að meta það sj£lfir hvort það er sanngjarnt eða ekki, en ég tel að þak af þessari tegund á vísitöluhækkun sé óhjákvæmilegt. Ég vek athygii á því að ég hélt þessu sjónarmiði fram fyrir kosn- ingar m.a. í viðtalsþætti í sjón- varpinu. Þar sagði ég að það væri skoðun mín og fleiri í Alþýðu- bandalaginu að ekki ætti að koma sama prósentutala á verðbætur upp eftir öllum launastiganum. Ég tel því að ég sé að efna gefin kosningaloforð." Frá sýningu á „Asama tíma að ári". Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir í hlutverkum sínum Þjóðleikhúsið í vetur: F jögur ný ísl. leikverk Flöskupóstur á Rauðasandi: Tvö ár á leiðinni frá Færeyjum FLÖSKUSKEYTI, sem hefur Hesin flöskupóstur er kastað- verið tvö ár á leiðinni frá Ur út af „Másanum" tann 3.9. Feyrcyjum til íslands, fannst 1976 á veg úr Svinoy. Flösku-, fyrir skömmu á Rauðasandi í pósturin er kastaður út fyri Vestur-Barðastrandarsýslu. Hövdan. Hjónin Guðrún Jónsdóttir og ,¦> Sigmundur Guðmundsson voru á ferð þar 22. ágúst s.I. og fundu þau í fjörunni flösku sem virtist nýlega rekin. Var flask- an heil en í henni bréf frá tveimur færeyskum stúlkum með eftirfarandi texta< Finnarin biðst senda hann Dimmalætting 3800 Tórshavn Föroyar. Turið Kjölbro og Katrin Kjölbro 3870 Klaksvík Föroyar ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI, Sveinn Einarsson, kynnti blaðamönnum nýverið væntanleg verkefni leik- hússins á leikárinu sem er nú að hefjast, en fyrsta frumsýning í Þjóðleikhús- inu verður þann 15. september n.k. Leikritin, sem sýnd verða á stóra sviðinu, eru þessi: „Sonur skóarans og dóttir bakarans" eftir Jökul Jakobsson, en forsýningar voru á þessu verki á Listahátíð í vor. „Á sama tíma að ári" eftir Bernard Slade, en þessi gaman- leikur var sýndur rúmlega 80 sinnum úti á landsbyggðinni á síðsta leikári. I tilefni af því að á þessu ári eru 150 ár liðin frá fæðingu Henriks Ibsen verður sýnt leikrit hans „Máttarstólpar þjóð- félgsins" og komið upp Ibsen-sýn- ingu í Kristalsal. „Draumur skynseminnar" eftir Spánverjann Antonio Buero Vallejo, sem fjallar um síðustu æviár málarans Goya. „Stundarfriður" eftir Guðmund Steinsson, höfund „Sólarferðar". „Prinssessan á bauninni", söng- leikur eftir Marshall Barrer og Mary Rogers, sem gerist á miðöld- um og sækir efnivið til gamansemi H.C. Andersen. Á þessi sex leikrit gilda áskriftarkort, sem unnt er að kaupa fram til 15. þ.m. Geta þau gilt á einhverja af fyrstu sex sýningum á hverju verki og kosta 10 þúsund krónur. Sagði Þjóðleik- hússtjóri að áskriftarkort þessi nytu vaxandi vinsælda. Barnaleikritið á stóra sviðinu í ár verður „Krukkuborg" eftir Odd Björnsson, en það gerist að miklu leyti á hafsbotni. Á litla sviðinu verða sýnd eftirfarandi verkefni: „Kona" og „Sandur", einþátt- ungar eftir Agnar Þórðarson og leikritið „Heims um ból" eftir Þjóðverjann Harald Miiller. Auk þessara nýju verkefna, verða teknar upp að nýju sýningar á nokkrum verkum frá fyrra leikári. „Mæður og synir", einþátt- ungar Brechts og Synges og „Fröken Margrét", verða sýnd á litla sviðinu og „Káta ekkjan" verður tekin til sýninga á stóra sviðinu á ný. Þar eð leikhúsinu hefur verið boðið að sýna „ínúk" áleiklistar- hátíð í Berlín í lok september eru fyrirhugaðar nokkrar sýningar á því verki í tengslum við enduræf- ingar, en verkið hefur alls verið sýnt 230 sinnum. Þá hefur leikhús- inu verið boðið að sýna Fröken Margréti í Finnlandi, en ekki er enn Ijóst hvort af því verður, af fjárhgsástæðum. Auk fyrrgreindra verka eru ráðgerðir gestaleikir og ballett- sýningar og ennfremur verður í vetur unnið að hópverkefni í líkingu við ínúk og Grænjaxla. „Stenzt ekki sem rekstrareining med einum ofni" — segir Jón Sigurdsson forstjóri „ÞAÐ ER Ijóst að járnblendiverk- smiðja gctur aldrci staðizt scm Sigurjón vill einkaskrifstofu og laun fyrir forsetastarfið Framkvæmdum frestad vegna deilna Sigurjóns, Kristjáns og Björgvins AÐ UNDANFORNU hafa ein 6 skrifstofuherbergi á f jórðu hæð Borgarskrífstofanna við Aust- urstræti staðið auð og mun ástæðan sú að borgarfulltrúar hins nýja meirihluta hafa ekki getað komið sér saman um til hvers þetta húsn.æði verði notað. I þessu húsnæði voru áður starfsmenn launadeildar borgarinnar en sú deild hefur nú flutt skrifstofur sínar í hús Almennra trygginga við hlið borgarskrifstofanna en það húsnæði hefur borgin tekið á leigu. Mun sú hugmynd hafa komið fram að þrjú herbergi á fjórðu hæðinni yrðu innréttuð sem sameiginleg fundaraðstaða og skrifstofa stjórnmálaflokk- anna, sem fulltrúa eiga í borgarstjórn. Sigurjón Péturs- son forseti borgarstjórnar mun hins vegar haía ætlað sér þarna einkaskrifstofu en fulltrúar Framsóknarflokks og Aiþýðu flokks í borgarstjórn hafa ekki failisí á þá ráðsföfun húsnæðis- ins. Höfðu iðnaðarmenn gert nokkrar lagfæringar á húsnæð- inu, en framkvæmdum mun hafa verið frestað um sinn af þcssum sökum. Þá hefur Sigurjón Pétursson forscti borgarstjórnar látið af mestum hluta þeirra starfa, sem hann gegndi hjá Trésmiða- félagi Reykjavíkur og hefur hann látið svo um mælt að auk launagreiðslna fyrir störf borgarfulltrúa þurfi hann sér- stök laun sem forseti borgar- stjórnar og skrifstofuaðstöðu á borgarskrifstofunum þar sem hann geti tekið á móti fólki í viðtö'l. Þegar húsnæðið á þriðju og fjórðu hæð borgarskrifstof- anna losnaði hófust vangavelt- ur um til hvers það skyldi notað og kom til greina að því er Mbl. hefur fregnað að taka hlnta þess til að rýmka um aðra skrifstofustarfsemi borg- arinnar, sem nú býr við þröng- an húsakost og auk þess var sett fram hugmynd um að nota þrjú herbcrgi fy^r sameigin- lega aðstöðu fyrir stjórnmála- flokkana og yrði þar fundarað- staða, skjalasafn og skrifstofu- herbergi. Hófu iðnaðarmenn að lagfæra og mála þetta húsnæði en urðu frá að hverfa, þegar í Ijós kom að borgarfulltrúar meirihlutans voru ekki á eitt sáttir um ráðstöf un þess. Sigur- jón Pétursson forseti borgar- stjórnar mun hafa ætlað sér að fá þarna aðslöðu fyrir einka- skrifstofu. Ekki gátu oddvitar hinna meirihlutaflokkanna, þeir Kristján Benediktsson og Björgvin Guðmundsson, sætt sig við þetta og liggja því framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu niðri og það stendur tómt. rekstrareining með aðeins einum bræðsluofni," sagði Jón Sigurðs- son forstióri íslenzka járnblendi- félagsins þegar Morgunblaðið bar undir hann þau ummæli Hjörleifs Guttormssonar iðnaðar- ráðherra að síðari bræðsluofn járnblendiverksmiðjunnar væri mál, sem þyrfti að athuga og taka til endurskoðunar. Jón Sigurðsson sagði ennfremur, að ef ætti að seinka uppsetningu síðari bræðsluofnsins, þá yrði það býsna flókið mál, þar sem þá þyrfti að taka upp alla samninga að nýju, bæði fjármögnunar- samninga og samninga við Elkem Spigerverket. Lítil síldveiði fyrstu nóttina SfLDVEIÐI var lftil hjá reknetabát- unum fyrstu nóttina og í gærmorg- un komu aðeins um 150 tunnur til Hafnar í Hornafirði. Freyr, sem verið hefur á tilraunaveiðum með reknet, kom með 105 tunnur í fyrradag og reyndist sfldin úr honum vera 11—21% feit. í gær- morgun kom Freyr aftur inn, þá með 70 tunnur, þá var Þórir með-35 tunnur og \ndri 15 tunnur, og gizkað var á að Steinunn væri með 20 tunnur. Afli trollbáta frá Höfn í Hornafirði hefur verið góður 'síðustu daga og í gærmorgun kom Þinganes að landi með 19 tonn, Garðey var með 25 tonn og Lingey 15 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.