Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 18
Settu rana á fílinn... Eins og sjá má vantar rana á fflshöíuðið. En reyndu nú að bæta úr því. Klipptu út höfuðið og límdu það á pappaspjald. Si'ðan klippir þú til pappann eftir teikning- unni, og klippir gat þar sem raninn á að koma. Löngutöng er síðan stungið út um gatið og þannig fær ffllinn „lif- andi“ rana. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Ný spennandi framhaldssaga: Á hættuslóð- um í Afríku DAVÍÐ Livingstone var einn þekktasti maöurinn á ríkisstjórnarárum Viktóríu Englandsdrottningar. Hann var tyrsti hvíti maöurinn sem fór í rannsóknarferðir um villtustu héruö miö-Afríku. En Davíö Livingstone var ekki aöeins stjórnandi hættulegra rannsóknarleiöangra um skóga Afríku. Hann var líka kristniboöi. Hann boöaöi innfæddum fagnaöarerindiö og hjálpaöi þeim í veikindum þeirra. Eitt af mestu afrekum Davíös Livingstone var þó an efa afnám þrælasölunnar. Saga hans er því löng og spennandi, og verður aöeins hluti af henni sagöur í Barna- og fjölskyldusíöunni á næstu vikum. Davíð Livingstone, hinn þekkti landkönnuður og kristniboði, fæddist árið 1813 í litla þorpinu Blantyre í Skotiandi. Livingstone skrifaði síðar í ævisögu sinnii „Ég var aðeins tíu ára gamall, þegar ég hóf vinnu í verksmiðju. Fyrstu vikulaunin mín not- aði ég til þess að kaupa fyrir „kennslubók í iatfnu fyrir byrjendur“. Ég fór svo að stunda nám 1 kvöldskóia og lærði latínu í mörg ár á þann hátt. Skólatíminn var frá klukkan átta til tfu á kvöldin. Þegar ég kom heim, hélt ég áfram að lesa málið. Oft sat ég við þar til klukkan var komin talsvert yfir miðnætti, ef mamma kom ekki og tók af mér bókina. Kiukkan sex á morgnana átti ég að vera kominn í verksmiðjuna, og vinnu lauk ekki fyrr en klukkan átta á kvöldin.“ Eins og gefur að skilja, var þetta mjög erfitt fyrir ungan dreng, en hinn ungi Davíð Livingstone var ákveðinn í að reyna að læra allt, sem unnt var. Og þessi námslöngun hélst alla ævi hans. Árangurinn varð sá, að hann lærði meira um Afríku en nokkur annar hvítur maður hafði lært fram að því. Og hann sá um, að þekking hans yrði öðrum mönnum til góðs. Foreldrar Davíðs Living- stone voru kristnir. Davíð var það einnig, og tuttugu ára gamali ákvað hann að hann skyldi boða heiðingjum fagnaðarerindið um Jesúm Krist. Han ætlaði að fara til annarra landa, og hafði hug á að verða kristniboði í Kína. Davíð hugðist ekki aðeins boða kínverjum trú á Jesúm Krist, heldur ætlaði hann einnig að hjálpa þeim á annan hátt. Hann afréð að fara til Kína með tvö hlut- verk, sem læknir og kristni- boði. Samhliða vinnunni í verk- smiðjunni hóf hann nám í læknisfræði á eigin spýtur. Hann festi bækur sínar á spunavélina í verksmiðjunni og lærði „eina setningu í einu“ eins og hann orðaði það sjálfur á meðan hann vann verk sitt. Sfðar vann hann sér inn það mikið að sumrinu, að hann gat einbeitt sér að náminu eingöngu vetrar- langt. Námið stundaði hann í Glasgow, og árið 1840, er hann var 27 ára gamall, var hann fullnuma læknir. Nú fannst Davíð Living- stone hann vera tilbúinn að hefja lffsstarf sitt. En sama ár hófst strfð milli Englands og Kfna. Það olii þvf, að Davfð gat ekki orðið kristni- boði í Kína. Þess vegna leitaði hann fyrir sér með önnur lönd og hafði tii þess samband við kristniboðs- félagið f London. í London eignaðist Skot- inn ungi marga nýja vini. Einn þeirra var dr. Moffat, þekktur Afríku-kristniboði. Hann flutti fyririestra um starf sitt á „svarta megin- landinu“, eins og hann orðaði það. Dr. Moffat var vandaður og góður maður, og hafði áhrif á hinn unga Davíð Livingstone. Hann ákvað að feta í fótspor hans og fara til Afríku með fagnaðarerindið. Frh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.