Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 21 ¦ ;¦ ::-::t. *. * *: s ¦¦ :¦¦¦ ¦:;>:¦>; íf-' :í - >aö fjóra starfandi arkitelcta að rnjnnast einhvarra gamalla hygmvnda sinna sem alc föu veriö framtoæmdar og raeda í Ijósi peirra hygmf ndir sínar um hysfefggingar á ísiandl og ! ada þröun þeír viidu heizt á pví sviði. Gylfi Guðjónsson sagði lokaprófverkefni sitt í Þýzkalandi ef til vill sýna í hnotskurn af stöðu sína í arkitektur og umhverf is- málum yfirleitt. „Viðfangs- ef nið var aðlbgun í víðasta skilningi. Þetta atriði sem við stöndum t.d. andspænis í gamla bænum. Þar á ekki að byggja gömul hús eða gera eftirlíkingar af göml- um húsum, heldur taka tillit til þess sem fyrir er á raunhæfan hátt. A því vill of t verða misbrestur, en lausnin er ekki að byggja fornminjar. í dag ráðum við yfir öðrum byggingar- efnum og annarri tækni en fyrir 100 árum. Auk þess eru þarfir okkar aðrar. Við þurfum ekki að ofbjóða umhverfinu, ef við beitum nútíma tækni á markviss- an hátt." Prófverkefni Gylfa var fólgið í að hanna skóla fyrir Volkswagen-verksmiðj urnar í útjaðri þorps í Þýzkalandi. „Þetta verkefni kom á Gylfi Guðjónsson: þrennan hátt, að fyrrnefnd- um aðlögunarsjónarmiðum, þ.e. að laga byggingar að aðstæðum," sagði hann. „í fyrsta lagi var bæj- armynstrið í þorpinu fín- gert, sem taka þurfti tillit til, í öðru lagi varð bygging- in að falla að eldra húsi, sem byggt var við, og loks varð að taka mið af falleg- um almenningsgarði í næsta nágrenni." I hug- myndum Gylfa fólst meðal annars hallandi glerþak, sem tengdi viðbygginguna við eldra húsið, en undir því var garður og gosbrunnur, tjörn og ýmislegt fleira. Þannig hélt garðurinn í raun áfram inn í kennslu- húsnæðið. Mjög marga unga sam- starfsmenn mína hefur ein- mitt dreymt um að fé yrði lagt í slík ævintýri hér á landi, að við gætum gert meira af því að fá gróðurinn inn til okkar. „Slík fram- kvæmd hefur að mínu áliti meiri rétt á sér hjá okkur hér á norðurslóðum en víða annars staðar. Og við höf- um þennan kost sem er ódýr hiti." Gylfi Guðjónsson ræddi einnig nýtingu húsa hér á landi með hliðsjón af kirkjubyggingu, sem hann teiknaði á sínum tíma í Þýzkalandi. Kirkjunni var ætlaður staður í miðju íbúðarhverfi. í teikningunni var gert ráð fyrir ýmiss konar félagsstarfsemi í byggingunni utan messu- halda, svo sem æskulýðs- heimili, barnaheimili og fleira, og svo gekk opinber gangstígur í raun gegnum húsið. „Hugmyndin með göngu- stígnum var sú, að gangandi vegfarendur yrðu þannig varir við, að eitthvað væri að gerast inni í húsinu og Lokaprófverkefni Gylfa í Þýzkalandi tók til aðlögunar aö fyrra umhverfi í mörgum atriöum. Á myndinni sést hallandi glerpakið, sem tengir viðbygginguna við fyrra húsnæði. Við þurfum ekki að ofbjóða umhverfinu vildu forvitnast um það. Þjóðverjar kalla þetta „að yfirvinna þröskuldaóttann". Kirkjan á ekki að vera einangrað bákn og frá- hrindandi á alla sem hjá fara. Hún á að vera opin og aðlagandi og höfða til okk- ar. Þetta er einnig hug- myndin um samnýtingu í stað sérnýtingar, sem mætti hafa mun meiri hljómgrunn hér. Til dæmis má nota skólahúsnæði á sumrin undir ýmiss konar starfsemi, eins og t.d. hefur verið gert með Eddu-hótel- in, og það er einkennandi bruðl sem íslendingar einir virðast hafa efni á, að reisa á sama stað kirkju, húsnæði fyrir KFUM og sérstaka æskulýðsmiðstöð og leik- hús, eins og gert er ráð fyrir í Mjóddinni í Breiðholti, í stað þess að hafa alla þessa starfsemi undir sama þaki. „Slík tilhögun eykur bæði á gildi húsnæðisins til síns brúks og stuðlar að mun hagkvæmari framkvæmd- um og rekstri vegna marg- víslegra samnýtingarmögu- leika." M.1-200 Hugmyndir Gylfa að kirkju í miöju íbúðarhverfi, með göngustíg sem skiptir byggingunni tvo hluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.