Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Samsun drepur ljón. Gustave Doré og biblíumyndir hans Nýlega var undirrituðum sýnd íslenzk útgáfa á hinum frægu biblíumyndum franska teiknar- ans nafntogaða Gustave Doré í útgáfu Auðuns Blöndal, en bókin er prentuð í offset hjá Prentrún. Ég kannast mætavel við þann fræga teiknara og karikatúrista nítjándu aldarinnar Paul Gustave Doré (1832—1883) og hef sitthvað lesið um viðburða- ríka ævi hans og ótrúlega hugmyndaauðgi og afköst. Um tíma hafði hann t.d. meira en 40 nafnkennda listamenn í vinnu við að skera út teikningar sínar í tré, — Biblíuna, Paradísar- missi Miltons, Divina Comedia Dantes, Grimms ævintýri o.fl., o.fl. Biblíumyndir Doré hafa raun- ar áður komið út í íslenzkri útgáfu séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups, árið 1945, og þá prentaðar í ísafoldarprent- smiðju. Myndirnar voru þá nokkru minni en frummyndirn- ar og guldu þeirrar smækkunar í prentun líkt og myndir gera nær alltaf, en hins vegar jók séra Bjarni við skýringartextan sem var í því tilviki til mikilla bóta. Mér þykir rétt að geta að nokkru þessarar nýju útgáfu vegna þess að hér er um lofsvert framtak að ræða og oftar sér maður ósmekklegar glans- skreytingar við Biblíuna en hitt og ber því að meta framtakið og halda fram. Að öllum líkindum styðjast báðar ísl. bækurnar við for-i kunnarvandaða útgáfu forlags Fr. Wöldikes í K.höfn frá 1878, en á þeim tíma var Doré í blóma lífsins og á hátindi frægðar sinnar. Danir hafa þannig verið hér fljótir til líkt og svo oft áður en bókin kom fyrst út í heild í París árið 1865. Víst má vera að þessi útgáfa Wöldikes hlýtur að vera fágætur kjörgripur og verðmæt eign nú hundrað árum eftir útkomuna. Þrátt fyrir alla nútímatækni í prentlist og fullkomna filmu- vinnu í offset þá er hin íslenska útgáfa, sem hér um ræðir, ekki jafn óaðfinnanleg í frágangi og .'' Dauði Absalóns. fyrirmyndin. Ekki ber þó að vanmeta framtakið og víst er að sambærileg íslenzk útgáfa hefði kostað of fjár og verið eftir því fokdýr í sölu. Hefði slíkt vísast kallað á stórt útgáfuupplag og umfangsmikla áskrifendasöfn- un. Myndirnar í bókinni eru unnar eftir teikningum Dorés í tréstungutækni eða „xylografíu" eins og fagheitið var. Felst tæknin í því að viðkomandi listamaður notar enda viðarins, — plötur límdar saman af mörgum smáum hlutum harð- viðar t.d. „Buksbom", sortu- lyngsvið eða eskivið. Kosturinn við þessar endaviöarstokka er sá, að listamaðurinn getur notað eirstunguáhöld og unnið jafn auðveldlega með hinar fínustu línur á kross og þvers um plötuna. Þannig nær hann næm- um blæbrigðum frá ljósi í skugga, svipaða þeim sem koparstungan gefur. Ruddi þessi tækni hinn hefðbundnu og stöðnuðu koparstungu af aviðinu og frá því hún var tekin í notkun í byrjun fyrri aldar þar til fyrir drjúgum mannsaldri var hún mest notaða fjölþrykkstæknin. Vinsældirnar jukust til muna er ný tækniaðferð uppgötvaðist í Tours á sjötta áratugnum. Með raftæknilegri aðferð var nú hægt að gera nákvæmar eftir- myndir af dýrum myndamótum þegar búið var að skera þau í tré. Þannig var hægt að senda forlögum í öðrum löndum slík myndamót gerðum eftir upp- runalegu tréstokkunum. Atti það sinn þátt í því að Biblía Dorés í myndum hlaut víðtæka útbreiðslu austan hafs og vest- an. — En sagan endurtók sig og með tímanum varð þessi tækni smám saman svo vélræn, að ætla mætti óhugsandi að nokkur nútímalistamaður freistaðist til að taka hana upp aftur. Eigi að síður hefur „xylografían" verið endurreist í nýrri mynd á vorum dögum. Fjöldi dýrlegra bóka hefur á sinni tímum séð dagsins ljós úti í hinum stóra heimi, og eru þær prýddar fögrum tré- stungumyndum. Þetta hefur þannig verið virt iðngrein í þrykktækni á tímum Doré og voru það hinir frægustu slíkir er unnu við að yfirfæra teikningar hans á tréstokkana. Nöfn þeirra eru og einnig rituð eigin hendi hægra megin á myndirnar en Doré vinstra megin og segir það nokkra sögu. Gustave Doré var líkt og samtíðarmaður hans og starfs- bróðir Honoré Daumier (1810-1879) sjálflærður í list- inni þótt háskóli fagurlista hafi þá þegar starfað frá 1671 í París. Báðir öðluðust þeir hina óviðjafnanlegu teiknileikni sína við sjálfsnám og við að kópíera eldri listaverk á Louvre-safninu. Eftir stutta dvöl í verkfræði- skóla í Bourg- en Bresse, þar sem Doré gerði m.a. fyrstu grafík-myndir sínar, kom hann árið 1847 til Parísar. Hann var þá á sextánda ári en hafði teiknað frá barnsaldri og taldist undrabarn með rissblýið, — án tafar gerir hann samning við útgefandann Pjilippon um birt- ingu einnar steinþrykkmyndar á viku í skopblaðið „Journal pour rire." Doré var síteiknandi og rissaði upp eina mynd eða fleiri dag hvern og hann var allt í senn teiknari, litógraf, málari og myndhöggvari. Hann notaði teikningarnar sem lifibrauð, m.a. til að geta sinnt sjálfstæðri sköpunarþrá í málverkinu og vera þar óháður sölusjónarmið- um. Hið meinlega er að mál- verkin eru löngu gleymd en teikningarnar halda nafni hans hátt á loft, enn þann dag í dag, enda gerðist hann áhrifavaldur um sýn manna á söguslóðum biblíunnar, því hér ruddi hann nýjar slóðir. Naut Doré þess að á þessum árum varð þekking manna á löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs almenningseign með því að ógrynni fornminja bárust til Frakklands frá Egyptalandi, Assyríu og víðar að þar sem Frakkar höfðu mikil áhrif. Fylltist Louvre-safnið af slíkum fornminjum og þangað leitaði Doré eftir raunsæjum hugmyndum og beitti hér í vinnubrögðum í sálfræðilegu innsæi blaðateiknarans. — Af höggmyndum Doré má nefna standmynd af Alexander Dumas eldri í París, en mér er ekki kunnugt um að á því sviði hafi hann notið neinnar verulegrar frægðar. Gustave Doré naut ómældra vinsælda og frægðar í Parísar- borg um sína daga og það jafngilti að sjálfsögðu heims- frægð á þessum tímum. Fjöl- miðlar voru þá náttúrulega miklu háðari teiknurum en á seinni tímum, — ljósmyndin var í burðarliðnum og hreyfimynd- irnar áttu óralangt í land. Þessi nafnkenndi teiknari og bóka- skreytari er sagður hafa gert um 40.000 teikningar um ævina og varð hann þó ekki eldri en 51 árs. Sennilega má með réttu halda því fram að hann hafi wr Myndllsi eftir BRAGA ÁSGEIRSSON kaffært frama sinn í afköstum og væri það m.a. ekki ólíklegt að frægð hans væri meiri hefðu afköst hans verið minni, hnit- miðaðri og jafnari. Hér kemur auðvitað til viðbótar vinna hans í málverkinu og höggmyndalist- inni! Um trúarhita Gustave Doré veit ég fátt, en mér er kunnugt um, að það hafa ekki að jafnaði verið trúhneigðustu listamenn- irnir er skópu frábærustu trúar- legu listaverkin. Þetta er mjög skiljanlegt í ljósi þess, að sjálfri myndlistinni hefur ósjaldan verið líkt við guðstrú í formi, línum og litum. Hvað er þá eðlilegra en að hinir snjöllustu slíkir skapi gildustu verkin á þessu sviði, jafnvel þótt þeir gefi sig lítt eða ekkert að trúariðk- unum. Þetta er alþekkt, alveg frá upphafi slíkrar myndgerðar til vorra daga. — Biblían er myndrík bók svo sem allir vita er flett hafa henni og hér vil ég koma þeirri hugmynd á framfæri að íslenzk- ir myndlistarmenn verði fengnir til að lýsa sérútgáfu hennar. Gæti það orðið mikil bók og skemmtileg, jafnframt því sem um mjög menningarlegt fram- tak yrði að ræða. Sú hætta vofir jafnan yfir, að maðurinn glati uppruna sínum í tæknivæddri veröld, glati eðlis- lægum kenndum í heimi gervi- þarfa, — myndlistarmenn skilja þetta margir flestum öðrum betur. Hér fer vel að vitna til hendingar úr sonnettu eftir Michaelangelo: „Come puó esser ch'io non sia píú mio?" — „Hvernig víkur því við, að ég er ekki lengur mitt eigið sjálf?" ... Að lokum ber að þakka framtak' Auðuns Blöndal og mætti það verða öðrum fordæmi um biblíuútgáfur í framtíðinni því að hér er einungis hið besta nógu gott. Bragi Ásgeirsson. Samverjinn kemur með hinn sjúka til gistihússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.