Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 25 Þakka bréfið Gunnar Már Hauksson Mér þótti reglulega vænt um að fá bréfið frá þér, það hefur að geyma margan fróðleik um íslenskan iðnað og erfiðleika þá sem að honum steðja til eðlilegrar framleiðslu og framleiðsluhátta, sem gæfu möguleika á því, að iðnverkafólk hér á landi gæti búið við svipuð launakjör og greitt er erlendis. Þú segir í bréfi þínu: „Laun iðnverkafólks eru lægri hér en í nágrannalöndunum, flutningsgjöld og núverandi tollar veita okkur talsverða vernd en samt erum við oft ekki sam- keppnisfær um verð við inn- flutning frá þessum löndum." í annan stað segir þú í bréfi þínu: „Verksmiðjur í Danmörku og á írlandi geta keypt íslenskt hráefni á hærra verði en selt er til íslenskra prjónastofa, unnið úr því og selt síðan á markað í Ameríku á verði talsvert undir því verði sem íslenskar verksmiðjur geta boðið." Við skulum athuga þetta nánar. Einhvers staðar liggur hundurinn grafinn. Við erum sammála um það að íslenskt forstjórar og fyrirmenn á tiltölu- lega lítið framleiðslumagn sem rekstrinum er ofviða að bera. Eitt til tvö fyrstihús þar á staðnum með nýtískulegum tækjabúnaði hefði skapandi rekstrargrundvöll. Sama lögmál gildir um hvers- konar smáiðnað, hann þolir ekki vaxandi samkeppni háþróaðs iðnaðar, eða eins og þú segir Gunnar: „Erlendur iðnaður kaupir dýrara hráefni til að vinna úr, greiðir hærri laun, en selur þó framleiðslu sína ódýrara en við getum boðið." Hér þarf að verða breyting á hvað varðar íslenskan iðnað. Það þarf að skapa honum öruggari rekstur, færa hann í stærri rekstrarstöðvar, búa hann fullkomnustu vinnuvélum, endur- skipuleggja rekstrarform hans, aflétta tollum og sköttum af erlendu hráefni og vélum svo sem er víðast hvar erlendis, láta iðnaðinn búa við sama raforkuverð og þá í Straumsvík og Grundar- tanga. Já, einhvers staðar liggur hundurinn grafinn. Þú segir á Gun£*I ^SsS^ lngjitiar& sonar sew aW eVWi fcau ur Jón lng^"88??' agúst s.\. eru og iðnverkafólk standi ekki að baki iðnverkafólki á norðurlöndunum hvað dugnað snertir. En er þá aðstaðan og vinnuskilyrði hér svipuð og gerist í verksmiðjum erlendis. Eg held að það þoli engan samanburð. Vélakostur er hér allvíða ófull- kominn, húsnæði til fram- leiðslunnar er víðast hvar óhentugt, rafmagnsverð of hátt og fl. Það er mín skoðun að smáiðn- aðarfyrirtæki geti aldrei orðið samkeppnishæf, því miður, til þess liggja mýmargar ástæður. Hvernig er hægt að hugsa sér að saumastofa með 15—20 starfs- mönnum geti staðið undirháum forstjóralaunum, aðstoðarfor- stjóra og tæknimenntuðum manni svo ekki sé meira upp talið? Það er með þetta eins og smáu frystihúsin á Suðurnesjum að þau, vegna smæðar sinnar, hafa ekki rekstrargrundvöll, alltof margir einum stað í bréfi þínu: „Ég er viss um að við getum gert stórátak í þessum málum á fáum árum ef allir leggjast á eitt." Ég tek heilshugar undir það og ég veit að margt gott er hægt að gera ef góður vilji og skilningur manna er fyrir hendi. En eins og nú er komið þegar það er staðreynd að tugir þúsunda landsmanna hafa lifi- brauð sitt af iðnaði og þjónustu tengt honum þá er það ekki lengur neitt einkamál nokkurra öflugustu iðnrekenda í landinu hvernig honum vegnar, því það hlýtur að vera krafa fólksins að séð verði um það að iðnaðurinn í heild sé þannig stjórnað og að honum þannig búið, að hann geti verið öruggur at- vinnuvegur sem treysta má á. Allt annað væri þjóðfélagslegur skaði. Þú minnist á það í sambandi við aukin afköst hvað þýðingarmikið það er að réttum handbrögðum sé beitt. Þarna er komið að mjög EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLADINU *? ak;lysin(,a- síminn kr: 22480 þýðingarmiklu atriði og hef ég um mörg ár lagt á það þunga áherslu að kennsla og nauðsynlegar upplýsingar um starfið fari fram um leið og nýr starfskraftur er ráðinn til starfa. Hingað til hefur þetta gengið þannig í megin atriðum að starfsmanni er vísað í starfið eins og þegar vísað er til sætis og sagt: „Þú reynir að læra af næsta manni og svo framv. Réttu handbrögðin eru aldrei kennd eða sýnd, samt er ætlast til að afköstin verði góð. Það sem þarf að gera er að mennta iðnverkafólkið vel, ekki aðeins við eitt tiltekið verk heldur mörg sem oft þarf að grípa inní í forföllum annarra. Verkstjórar eru margir hverjir engan veginn starfi sínu vaxnir, fyrir utan það að geta ekki kennt vinnuaðferðir, kunna ekki að umgangast fólk svo sæmilegt mætti teljast. Erlendis eru verkstjórar ekki látnir taka við starfi fyrr en þeir hafa gengið í skóla og fengið tilskylda mennt- un alhliða í starfi. Nú á iðnaðurinn einnig við þá erfiðleika að stríða að verkafólk virðist vera ákaflega óstöðugt í starfi og liggja til þess fleiri en ein ástæða og er ein sú helsta að aðrir vinnumarkaðir bjóða upp á miklu hærri laun, mikla yfirvinnu og ýmis hlunnindi. Þetta lokkar fólkið frá iðnaðinum sem býður yfirleitt ekki upp á yfirvinnu. En iðnaðinum er nauðsynlegt að hafa á að skipa vönu starfsfólki sem tileinkar sér starfið, vandar sína vinnu og framleiðir góða vöru. Ég tek að lokum undir orð þín um að allir verði að leggjast á eitt, iðnrekendur og iðnverkafólk og ræða vandamálið opinskátt og freista þess að leysa vandann. Ég þakka þér svo bréfið og kveð með vinsemd og virðingu. Akureyri, 28. 8. 1978. Jún Ingiinarsson. Myndsegulbandstæki framtíöarinnar til afgreíöslu í dag!. SAMANBURDUR Á MYNDSEGULBANDI FRÁ NORDMENDE OG PHILIPS (birtur af hinu virta riti HIGH FIDELITY MARZ 1978) Video Home System (YHS) VCR Philips Bandbreidd: Vfe tomma V2 tomma sýningartími hverrar spólu lengst: 4 klst. (240 mín.) 2 klst. 10 mín. (130 mín.) Spilhraöi er: 0.66 (fertommur á sek.) 2.8 fertommur á sek. Notar 20.1 fertommur/mín af bandi. Notar 84.0 fertommur/mín. Verö á spólum (22/8 78) E-30: 8.980.- (30 mín.). E-60: 10.950.- (60 min.). E-180: 19.960.- ( 3 klst). E-240: væntanlegar (4 klst.). Verö á spólum (22/8 '78) VCR-30. 26.086.- ( 30 mín.). VCR-90: 26.086. ( 90 mín.). VCR-120: 41.000.- (120 mín.). Verö á tækjum (22/8 '78) Nordmende 655.185- Verö háö gengisbreytingu. Til staöfestlngar höfum viö hiö virta rit „High Fidelity" á staönum. Berið saman! Er ekki auðséd aö Þetta er stórkostleg byiting? (22/8 '78) Philips 731.892- og 831.922. BUÐIN Skipholti 19 Sími 29800 27 ár í ffararbroddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.