Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978
r
Ofstæki
Ofstæki getur verið af
margvíslegum toga.
Stundum svipar pví mest
til undarlegra kenja, en
er sárasaklaust í sjálfu
sér, eins og pegar
maðurinn varð bensín-
laus ð heiðum uppi frem-
ur en að versla við annað
olíufélag en hann var
vanur.
Svo er til öðru vísi
ofstæki, sem getur orðið
háskalegt, pegar valda-
miklir menn eiga í hlut.
Þvílíkir fuglar eru býsna
margir í Alpýðubandalag-
inu. Einn peirra heitir
Kjartan Ólafsson. Glöggt
dæmi um Það er hin
makalausa yfirlýsing
hans í sambandi við
Hitaveitu Suöurnesja,
Þegar hann er spurður
um Það, hvort hann sé
sampykkur Því, aö
varnarliðið fái heitt vatn.
Að Því snúa Þessi hans
hin rauðu orð: „Ég dreg
ekki dul á Það að herinn
á ekki að vera Þar aðili á
einn eða annan hátt.“
Nú veit Þessi varafor-
maður AlÞýöubandalags-
ins vel, aö meö slíkri
synjun er verið að draga
úr hagkvæmni hitaveit-
unnar með Þeim afleið-
ingum einum, aö hús-
hitunarkostnaður íslend-
inga suður Þar yrði hærri
en ella
Geir er ann-
arrar skoöunar
Geir Gunnarsson er sá
Þingmaður AIÞýðu-
bandalagsins, sem kunn-
ur ef af Því að líta
raunhæfari augum á
efnahagsmál en aðrír
slíkir. Eins og vænta
mátti er hann á öndverð-
um meiði við Kjartan
Ólafsson varðandi Hita-
veitu Suöurnesja og segir
hreint út: „Ég hef alltaf
talið aö hitaveitufram-
kvæmdirnar eigi að fara
inn á vallarsvæðið eins
og reiknað hefur verið
með.“
Gils Guðmundsson er
hins vegar á báðum átt-
um, veit ekki í hvaða fót
hann á að stíga. Og í
rauninni er Það ekki
undarlegt. Á sínum tíma
gekk hann með hálfum
huga í AlÞýðubandalagið,
eftir aö Þjóövarnarflokk-
urinn leið undir lok, og
hefur átt erfitt með að
móta sjálfstæða afstöðu í
málum ávallt síðan.
Hrædd viö aö
tala
Þaö er eðlilegt, Þegar
ný ríkisstjórn er mynduö,
að leitað sé eftir skýrri
afstööu í hinum stærstu
málum hjá stuðnings-
mönnum hennar. Þetta er
bein afleiðing af hinni
opnu blaðamennsku,
sem Morgunblaðið hefur
innleitt hér á landi og
hefur ekki í hyggju að
hverfa frá.
í annan stað er Þaö
krafa hins almenna borg-
ara, að Þeir, sem tekizt j
hafa á hendur yfirstjórn
landsmála, svari Því skýrt
og undanbragðalaust,
hvaða stefnu Þeir hafa í
einstökum málum.
Vitaskuld má segja, að
slík opin blaðamennska
geti komið peim í opna
skjöldu, sem eru ósam-
kvæmir sjálfum sér og
hafa margt að fela. En
Þessu verða Þeir aö sæta.
Almenningsheill krefst
Þess.
En eins og vænta mátti
hefur einstaka nátttröll
dagað uppi í hinni opnu
stjórnmálaumræöu. Þar á
meðal er Gils Guömunds-
son, en hann lét Þessi orð
falla, Þegar Morgunblað-
ið spurði um afstöðu
hans til hinna Þýöingar-
mestu mála: „Ég vil í
sambandi við Þessar um-
ræöur gefa ráöleggingu
til mín sjálfs og annarra
stjórnarmanna að egna
okkur ekki hvern gegn
öðrum og láta Morgun-
blaöið ekki spila með
okkur."
Gils Guðmundsson er
mikill íslenzkumaður og
vandvirkur í orðavali.
Hann hefur nú um hríð
fylgzt með pví, hvernig
hver Þverbresturinn á
fætur öðrum kemur í Ijós
í Þeirri undirstöðu, sem
stjórnarsamvinnan er
reist á. Og honum lízt
ekki á blikuna, — honum
finnst sjálfur hann vera
Þátttakandi í skrípaleik,
sem Morgunblaðið er að
spila meðl Þetta er að
vísu virðingarverð hrein-
skilni, en annað ekki.
Svava Jakobsdóttir
greiddi atkvæði gegn
stjórnarsáttmálanum.
Fyrst í staö var hún fús til
að láta ágreining sinn í
Ijós, eða Þangað til sá
gamli refur og harðstjóri
Lúövík Jósefsson gaf
flokksmönnum sínum Þá
áminningu, að allir Þing-
menn AlÞýöubandalags-
ins styddu ríkisstjórnina.
Síðan hefur Svava Þagað.
Og Það sem meira er.
Hún neitar að svara
spurningum, áður en Þær
eru fyrir hana lagðarl „Ég
nenni ekki að taka Þátt í
Þessum leik Morgun-
blaðsins“ eru ummæli
hennar og skírskotar
Þannig ósjálfrátt til sama
skrípaleiksins og flokks-
bróöir hennar Gils Guö-
mundsson.
En Það eru ekki bara
Þessir tveir alpingismenn
AlÞýöubandalagsins,
sem minna á skrípaleik-
inn í ummælum sínum
um hina nýju ríkisstjórn.
Hvarvetna sem hana ber
á góma, hrista menn
höfuðið og gera sér litlar
vonir. Það er einmitt við
aðstæöur eins og Þessar,
sem nauðsynin á hinni
opnu umræðu er hvað
brýnust. Hún er nauðsyn-
legt aöhald sjálfri sér
sundurpykkri rikisstjórn,
sem fram að Þessu hefur
trauðla komið sér saman
um annaö, sem máli
skiptir, en að hreiðra um
sig í ráöherrastólunum.
Um pað eitt er hiö bezta
samkomulag.
Nýkjörin stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga ásamt framkvæmdastjóra, Magnúsi E. Guðjónssyni, sem stendur lengst
til vinstri. Næstur honum er Alexander Stefánsson, Sigurjón Pétursson, Sigurgeir Sigurðsson, Guðmundur B.
Jónsson, Jón G. Tómasson, formaður, Helgi Bergs, Ölvir Karlsson, Jóhann G. Möller, Logi Kristjánsson og lengst
til hægri Unnar Ste'ánsson, ritstjóri Sveitarstjórnarmála.
Samband sveitarfélaga:
Fylgjandi staðgreiðslu-
kerfi skatta sem
Á nýloknu þingi Sambands sveitar-
félaga í Reykjavík voru m.a. afgreidd-
ar ályktanir um tvo mikilvæga
málaflokka, sem um var fjallaö, þ.e.
verkefnaskiptingu milli ríkis og sveit-
arfélaga og staðgreiðslu opinberra
gjalda.
Lögð var fram á þinginu áfanga-
skýrsla nefndar, sem sklpuð var
1976 til að fjalla um skiptingu
verkefna og tekjustofna milli ríkis og
sveitarfélaga, svo og um önnur
samskipti þeirra. Er þar skýrt frá
tillögum nefndarinnar um starfsskipt-
ingu, en stefnt að því að leggja fram
áfangaskýrslur um tekjustofna- og
stjórnsýslumál síðar á árinu. Var
nefndin sammála um tillöguþætti
utan framhaldsskólastigið og raf-
orkumál.
í ályktun landsþingsins segir að
þingiö fallist yfirleitt á tillögur
verkefnaskiptinganefndar, án þess
þó aö dæma um einstök atriöi og
bendir á aö auknum verkefnum
sveitarfélaga verði að mæta með
auknum tekjustofnun. Einnig telur
landsþingið forsendu þess aö unnt
sé að koma í framkvæmd tillögum
verkefnaskiptinganefndar ríkis og
sveitarfélaga um verkaskiptingu, aö
stjórnsýslukerfinu veröi komið í það
horf aö undirstaða verði starfhæfar
einingar, sem geti tekið viö nýjum
verkefnum og leyst þau þannig aö
fullnægjandi sé. Þá bendir þingið á
þann möguleika aö vandlega verði
athugað stækkun sveitarfélaga og
stofnun stærri umdæma, sem komið
geti fram á jafnréttisgrundvelli gagn-
vart ríkisvaldinu.
Um staðgreiðslukerfi skatta segir í
ályktun þingsins: Landsþing Sam-
bands ísl. sveitarfélaga ítrekar fyrri
afstöðu sambandsins til staðgreiðslu
opinberra gjalda og er fylgjandi því
aö slíkt innheimtukerfi komist á sem
fyrst. Verðtrygging helztu tekjustofna
sveitarfélaga hefur augljósa kosti
fyrir þau og um leiö íbúa þeirra að
því tilskildu, að staðgreiðslukerfiö
reynist framkvæmanlegt og virkt.
Landsþingið telur því út af fyrir sig
jákvætt, að lagt hefur verið fram á
Alþingi frumvarp til laga um stað-
greiðslu opinberra gjalda en hefur
ekki aöstöðu til að meta, hvort
ákvæði frumvarpsins tryggi fram-
kvæmd þess, verði það lögfest.
í þessu sambandi er bent á, að öll
stjórnun og framkvæmd stað-
greiösluinnheimtunnar verður sam-
kvæmt ákvæöum frumvarpsins í
höndum embættismanna ríkisins. Er
því eölilegt, aö ríkisvaldið ábyrgist og
tryggi sveitarfélögum skil á hlutfalls-
legum greiðslum samkvæmt fjár-
hagsáætlunum þeirra, svo sem lögð
var áherzla á í umsögn sambandsins
haustið 1968. Hér er um grundvallar-
fyrst
atriði aö ræða, sem markar í
veigamiklum atriðum afstööu lands-
þingsins til frumvarpsins í þeirri
mynd, sem það liggur nú fyrir.
Um önnur einstök ákvæöi frum-
varpsins vill landsþingið taka fram:
1. Ekki verður fallizt á nauðsyn
þess, að innheimtufé alls staöar af á
landinu verði jafnóðum safnað til
innleggs á reikning hjá Seðlabanka
íslands (sbr. 43. gr.)
2. Nauðsynlegt er, að greiösla
staðgreiðslugjalda til sveitarsjóöa
berist mun oftar en mánaðarlega,
helzt daglega, og alls ekki sjaldnar
en vikulega (sbr. 57. gr. 1. mgr.)
3. Ákvæði um, að haldið verði eftir
3% af innborguðu fé til að standa
undir kostnaði við innheimtu og
álagningu stefnir aö því að velta
verulega auknum kostnaði yfir á
sveitarfélög og krefst því endurskoð-
unar og lækkunar að því er tekur til
sveitarsjóðsgjalda (sbr. 57. gr. 2.
mgr.)
4. Frumvarpiö gerir ráö fyrir, aö
„eftiráinnheimta" sveitarsjóösgjalda
verði í höndum innheimtumanna
sveitarsjóða (sbr. 63. gr.). Þótt Ijóst
sé, að sveitarfélög veröa áfram meö
margvíslega innheimtu, sem ekki
fellur undir staðgreiösluna, viröist
hagkvæmara og eðlilegra, að slík
„eftiráinnheimta" verði í höndurr
innheimtuaöila staögreiöslugjalda.
7
Grensásvegur 9
Innanhússfrágangur
Tilboö óskast í innanhússfrágang á 2. og 3. hæö
Grensásvegar 9. Um er aö ræöa uppsetningu
timburveggja og loftagrinda, raflögn, loftræsi-
lögn, dúkalögn og teppalögn, málningu o.fl.
Verkinu skal lokiö aö fullu 15. apríl 1979.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri gegn
20.000 kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö á
sama staö þriöjudaginn 26. sept. 1978 kl. 11.30.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
dttjiys
„Gat nu verið! Hun er líka i Duffys“
Frumsnið tölvureiknuð.
100% amerísk bómull — þvegin.
Stærðir: 27, — 28, — 29, —
30, — 31, — 32, — 33, —
34, — 36, — 38.
mjza.
gallabuxurnar
ÓbÝk MUNftbuk
Snorrabraut 56, sími 13505.