Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 23 Gísli Sigurðsson kennari -Minning Fæddur 1. aprfl 1896 Dáinn 24. ágúst 1978 Hann var fæddur í Yrpholti í Flóa. Foreldrar hans voru: Sigurð- ur Gíslason og Guðný Melkiors- dóttir. Faðir hans var ættaður úr Stokkseyrarhreppi. Hann var tal- inn vel greindur maður. Eftir því, sem mig minnir, var Gísli líkur honum. Eina systur átti Gísli, sem Sigurný heitir og er háöldruð. Vegna erfiðra ástæðna á heimilinu var Gísla komið fyrir í fóstur að Mjósundi í Flóa. Þar var gott fólk. Eg, sem þetta skrifa, var þar í rúm tíu ár ásamt honum og tel að bjart hafi verið yfir bernskudögum okkar vegna þeirrar ástúðar, sem við nutum og þess heimiliskjarna, sem þetta heimili hafði upp á að bjóða. Rammíslenskt að trú og góðum siðum, en um leið skemmti- legt og frjálst. Engan tek ég fram yfir fóstru okkar sem uppalanda. Gáfur og nærgætni ollu því. Á þeim árum vildu unglingarnir hlusta á ráðgjöf þeirra eldri, sem þeir treystu best, og varð það sannarlega oft til gæfu. „Greindur nærri getur, en reyndur veit því betur". Margt var sagt á þessu heimili, sem átti sinn þátt í því að hvetja unglinginn til dáða og vert var að leggja á minnið. Aldinn maður er nú fallinn í valinn. Oft er sagt: „Hann eða hún voru orðin gömul". Stundum finnst manni liggja í andrúmsloftinu að lítils sé að sakna, því að lífsskeiðið sé á enda runnið. En þeir, sem vissu um kosti fallins vinar, finnst að meiru að hyggja en gleymsku á gengin spor, sem stigin voru gegnum annasama lífstíð og til fyrirmyndar. Hugsun skal fylgja athöfn. Oft mátti íslendingurinn troða érfiðar slóðir og leiða hug sinn að áttum til þess að ná bólstað fyrirhugaðs takmarks. Gísli var einn þeirra. Um síðustu aldamót voru efni ekki stór hjá fólki. En Gísli braut sér sjálfur braut til náms með vinnu- semi, sparsemi og dugnaði. Fyrst á Hvítárbakkaskóla og svo í Kennaraskóla íslands. Þaðan út- skrifaðist hann árið 1922 og varð fyrst kennari í sveit og svo síðar, eða mestan hluta kennarastarfs- ins, í Austurbæjarbarnaskólanum, til þess tíma er aldurstakmarki var náð. Hann hafði þann ákjósan- lega eiginleika að láta sér annt um börnin og fór heim til sumra foreldra í því skyni. Ábyrgðarmik- ið starf leit hann með augum þess velvakanda, sem lætur sig varða heill nemendanna. Sem heimilisfaðir var Gísli sérstakur að framsýni, ráðdeild og hugsunarsemi. Fáa menn hef ég séð betur hlúa að eignum sínum til frambúðar en hann, hverjar sem þær voru. Öll umsjá heimilisins var í bestu sniðum hjá honum og konu hans. Bókasafn er gott og vel hirt. Gísli átti marga ferðina til þess að útvega fágætar bækur og láta binda þær inn á besta máta. Bækurnar tóku hug hans, því hann las mikið og var fróður um margt. Mjög ungur var Gísli, þegar hann varð fluglæs og var þess vegna látinn lesa á kvöldvökunum, sem þá tíðkuðust og voru eftirlæti allra á þessu heimili. Lestrarfélag var í sveitinni með góðum bókum. Ég hygg að fátt þar hafi verið ólesið á Mjósundi. Kvöldvökurnar í íslenskri sveit voru hreinustu perlur. Þær áreittu ekki mað hávaða, heldur sameinuðu fólkið í hugsun og glaðværð, en líka til fróðleiks og máttu teljast til alþýðumenntunar. Ungi vellæsi drengurinn átti sinn stóra þátt í því' að skapa okkur, sem með honum dvöldum, gleði og ánægju- stundir. Þegar hann settist undir olíulampann, sem hékk úr miðju baðstofulofti, og las, þótti mér tendrast ljósið. Ég, sem var yngri en hann, leit upp til hans sem fræðara, en einnig fyrir það, að hann var góður drengur og vildi sættir ef sló í brýnu, sem þó var sjaldan. Gísli var glaðlyndur unglingur og skemmtilegur. Öllum á heimil- inu þótti vænt um hann. Segir það sína sögu um Gísla. Það var hægt að treysta honum. Allt, sem honum var falið að gera, leysti hann af hendi með alúð. Svo var það og síðar, að hann var ábyrgur og traustur maður. Sjálfur var hann skilamaður og krafðist slíks hins sama af öðrum. Aftur á móti var hann boðinn og búinn til greiðasemi og hjálpar, ef með þurfti, enda var hann drengur hinn besti og alveg sérstaklega vinafastur og trygglyndur. Hann var höfðingi heim að sækja og munu margir fleiri en ég minnast þeirrar hlýju, sem þeir nutu frá heilshugar vini og einlægum manni. Því er mér efst í huga þakklæti til þessa vinar míns, frá fyrstu tíð, er við áttum elskulega samleið sem börn, til þess tíma er hann leit oft inn til mín, og þó farinn að kröftum. Með virðingu og söknuði kveð ég Gísla. Gísli var kvæntur Katrínu Kolbeinsdóttur frá Úlfljótsvatni, mestu ágætis konu og kennara að menntun. Hún lifir mann sinn, sem minntist ævinlega með virð- ingu á hana, þessa heimakæru húsmóður, er skapað hefur víðsýni innan fjögurra veggja og ekki talið neina niðurlægingu í heimilis- störfum, enda vel gefin. Þeim hefur orðið fimm barna auðiö. Eitt misstu þau ungt. Fjögur mannvænleg börn þeirra eru: Alexía, Ásgeir, Kolbeinn og Páll. Ég sendi öllum aðstandendum Gísla mína bestu samúðarkveðju. Áslaug Gunnlaugsdóttir. Fimmtudaginn 24. ágúst síðast liðinn lést í Landspítalanum Gísli Sigurðsson kennari, Miðtúni 9 í Reykjavík, eftir að hafa átt við allmikla vanheilsu að stríða um skeið. Gísli var fæddur 1. apríl 1896 á Yrpuhóli í Villingaholtshreppi. Foreldrar hans voru Sigurður Bessi Gíslason og Guðný Melchi- orsdóttir frá Syðri Gjáhúsum í Grindavík. Gísli ólst upp hjá foreldrum sínum til 10 ára aldurs, en var þá tekinn til fósturs í Mjósyndi í Villingaholtshreppi. Dvaldist hann þar að mestu þar til hann hóf skólanám, en mun þó hafa verið eitt ár vinnumaður hjá Páli Stefánssyni er þá bjó á Elliða- vatni, síðar bónda á Ásólfsstöðum. Var jafnan kært með þeim svo sem sjá má af því að Gísli lét heita í höfuð Páli. Gísla auðnaðist að komast í Hvítárbakkaskóla veturna 1917—’19. Það reyndist mörgum fátækum, og umkomulitlum al- þýðumanninum ómetanlegur áfangi til aukins þroska, hæð, sem svo mörgum unglingum varð góður sjónarhóll til að finna sjálfan sig. Gísli lét heldur ekki þar við sitja, en hóf nokkru síðar nám í Kennaraskóla tslands og lauk þaðan prófi vorið 1922. Hann hóf kennslu strax að námi loknu og kenndi árin 1922—’28 í Grafningi og Þingvallasveit. Á þeim árum festi Gísli ráð sitt, eða nánar til tekið 19. nóv. 1927 og gekk að eiga Katrínu Kolbeinsd. kennara frá Úlfljótsvatni, hina ágætustu konu. Þau eignuðust 5 börn, en þau eru þessi: Ásdís, lést tæpra þriggja ára. Ásgeir, húsa- miður í Reykjavík, Alexía Margrét stúdent og húsm. í Reykjavík, Kolbeinn, útvarpsvirki í Reykja- vík, Páll, verkamaður í Reykjavík. Fjölskyldu hans sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Árið 1930 hóf Gísli kennslu við Austurbæjarskólann, sem þá var nýrisinn af grunni. Þar kenndi hann svo óslitið þar til hann lét af störfum er hann fann að heilsu hans tók að hraka, en heill vildi hann vera í öllu, hverju sem hann gekk að. Um Austurbæjarskólann stóð í upphafi allnokkur styrr. Ekki skal sá ágreiningur rifjaður upp hér, en geta má þess að miklar kempur stóðu þar í andstæðum fylkingum. Skólinn hafði þá á að skipa miklum andans snillingum, rithöf- undum, skáldum og uppeldisfræð- ingum. Þrátt fyrir það hefði hróður skólans beðið lægri hlut, ef ekki hefði komið til með sínu hljóðláta starfi, hið nafnlausa og óþekkta kennaralið. Einn þessara hljóðlátu og fyrirferðalitlu manna er hér kvaddur af samferðamönn- um sínum. Það var mörgum okkar undrun- arefni hvað Gísli var alltaf laus við að hafa vandræðabörn. Vand- ræði voru vandfundin hjá honum. Stnnilegasta skýringin á því er sú að Gísli var aldrei að sýnast. Hann kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur. Börnin fundu að honum þótti vænt um þau og umhyggjan varð gagnkvæm. Um samskipti hans við samstarfsfólk sitt var það sama uppi á teningn- um. Hann var félagslega sinnaður í öllu því er að mannlegum samskiptum laut, enda þótti hann hyggði vel að sýnu. Eftir að kennslustörfum lauk gat hann óskiptur snúið sér að hugðarefnum sínum, bókasöfnun og ferðalögum. Bókasafn þeirra hjóna er einstætt um margt og naut hann þar við ómetanlegrar aðstoðar eiginkonu sinnar, en Katrín er mikill fræða- sjór. Fágæt bók og ferðalög freistuðu Gísla ævinlega. Af öllum hinum fögru sveitum þessa lands átti þó ein sýsla hug hans og hjarta, Árnessýsla, og þá ekki síst sá hluti hennar er hann átti sjálfur, fagurt landsvæði, við Álftavatn. Hafa margir notið þess að fá hjá honum skika undir sinn unaðslund. Að leiðarlokum er alltaf svo Strasbourg, Frakklandi 6. september — Reuter VESTUR-ÞÝZK lög, sem heimila leynilegar símhleranir og að sendibréf séu opnuð, brjóta ekki í bága við mannréttindasáttmála Evrópu, að því er fram kemur í úrskurði mannréttindadómstóls Evrópu í dag. Þetta var niður- staðan á máli sem fimm þýzkir lögfræðingar, þar á meðal sak- sóknari landsins, Gerhard Klass, ráku fyrir dómstólnum. en þeir héldu því fram að lögin frá 1968 sem heimila símhleranir og opn- margt ósagt, enda kunna fáir þá list Gísla, sem okkur samferða- mönnum hans mun vera minnis- stæðust í fari hans, en það var að segja í einni setningu heila mannlýsingu; með einu orði yfir- gripsmikið álit annarra. Það var líka sérkennileg venja Gísla að kveðja skyndilega í síma, þegar hinu raunverulega erindi var lokið. Ef fyrirmynd Gísla hefði verið fylgt til fullnustu hefði undir fyrirsögninni aðeins átt að standa: Gísli Sigurðsson: Þakkir. Samstarfsmenn. un sendibréfa gengju á móti ýmsum ákvæðum í mannréttinda- sáttmála Evrópu. Dómstóllinn úrskurðaði hins vegar að þar sem mjög þróuð njósnatækni og hryðjuverkastarf- semi ógnaði nú lýðræðisskipulagi þjóðfélaga, þá yrðu stjórnvöld að geta beitt ráðum til að sporna við þeirri hættu. Sagði dómstóllinn að lögin hefðu lögmæt takmörk sam- kvæmt mannréttindasáttmálan- um, þ.e.a.s. að tryggja þjóðarör- yggi og koma í veg fyrir glæpi. TILBOI)! SEM ÞÚ GETUR EKKI HAFNAÐ NÚ BJÖÐUM VIÐ FLAUELSBUXUR VERB Kll. 6.900.- i i Myndin hér að ofan er af minnispeningi, sem sleginn var í tilefni 250 ára afmælis grænlenzka bæjarins Godtháb á þessu ári. Danski myndhöggvarinn, málarinn og rithöfundurinn Hans Lynge hannaði peninginn, en danska forlagið Anders Nyborg sá um útgáfu og annast dreifingu á honum. Minnispeningurinn var sleginn úr bronsi í 25000 eintökum. Hann kom á markað 29. ágúst s.l. Símahleranir og bréfaskodun ekki mannréttindabrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.