Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUR 8. SEPTEMBER 1978 Tónlistarfélagið: Tónleikar með sam- leik á selló og píanó Á FYSTU tónleikum Tónlistar- félagsins í Reykjavík, sem verða nk. laugardag, koma meðal annars fram á tónleikun- um David Simpson, sellóleik- ari, og Edda Erlendsdóttir, píanólcikari. Á efniskrá tón- leikanna er sónata fyrir selló og píanó eftir Debussy, ævintýri í þremur þáttum eftir Leos Janaceck, þrjú stutt verk eftir Webern, sónata op. 102 eftir Beethoven og eftir hlé verður sónata í e-moll op. 38 eftir Brahms. Edda Erlendsdóttir David Simpson er fæddur í New Haven í Bandaríkjunum árið 1952. Hann stundaði nám í Harward College í tónlist, stærðfræði og líffræði. Lauk þaðan prófi 1974. Síðan stundaði hann almennt tónlistarnám við Julliard School of Music með sellóleik sem aðalgrein. Kennar- ar hans í Bandaríkjunum voru George Finchel, Micheael Rudiakov, Benjamin Zander. Síðastliðin fjögur ár hefur hann stundað nám við Konservatoríið í París hjá André Verarra í sellóleik og Jacques Parrenin í kammermúsík. David Simpson hefur tekið þátt í tónleikum sem einleikari Svifdreka- menn stofna félag SVIFDREKAMENN halda kynningar- og stofnfund félags áhugafólks um svif- drekaflug á Hótel Esju n.k. sunnudag, 10. september, og verður fundurinn á annarri hæð hótelsins og hefst kl. 16. Á fundinum veröur sýnd kvikmynd og litskugga- myndir frá Islandsmóti í svifdrekaflugi, sem haldið var í tengslum við Rauð- hettumótið í sumar 5.-8. ágúst. Nú eru liðin um fjögur ár frá því að menn fóru fyrst að iðka svifdrekaflug hér á landi og hefur fjöldi þeirra, sem leggja stund á þessa iðju, aukizt jafnt og þétt að sögn þeirra sem standa að fundinum á sunnudag. og í kammerhljómsveitum í Bandaríkjunum, Frakklandi, Italíu, Þýzkalandi, Austurríki, Sviss og Belgíu. Edda Erlendsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1950. Hún hóf nám í píanóleik í einkatímum hjá Selmu Gunnarsdóttur. Stundaði síðan nám í Tónlistar- skólanum í Reykjavík með öðru námi. Kennarar hennar voru Hermína Kristjánsson, Jón Nordal, og Árni Kristjánsson. Að loknu stúdentsprófi árið 1970 innritaðist hún í píanókennara- David Simpson deild Tónlistarskólans og lauk þaðan prófi 1972 og einleikara- prófi ári síðar. Hún hlaut franskan styrk til að stunda nám við Tónlistarhá- skólann í París. Hefur hún dvalist þar við nám síðastliðin fimm ár og lauk þaðan prófi siðastliðið vor. Kennarar henn- ar voru Pierre Sancan, í píanó- leik og Jaczues Parrenin í kammermúsík. Á sumrin hefur hún dvalist bæði við sumaraka- demíuna í Nice og við Ravel akademíuna í St. Jean de Luz. Þau Edda og David hafa leikið saman í þrjú ár og hlutu 1. verðlaun á lokaprófi í kammer- músík síðastliðið vor við konservatoríið í París. Nýir yfirmenn hafa nýverið tekið til starfa hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Það eru þau Gudmund Lund major og deildarstjóri, og flokksforingjarnir, Audhold Goksöyr, kapteinn og Solveig Edvardsen. löytnant. Þau sjást hér á myndinni og vilja minna á að í gær og í dag er merkjasöludagur Iljálpræðishersins til styrktar starfseminni. Fimm med loðnu frá Jan Mayen NOKKUR hluti íslenzka loðnuflotans var kominn á miðin við Jan Mayen í fyrrakvöld, en stærsti hluti flotans kom í fyrrakvöld. Um hádegisbil í gær höfðu aðeins fimm skip tilkynnt um afla af þessum slóðum, samtals 2260 lestir. Þær fréttir hafa borizt frá skip- unum á Jan Mayen svæðinu, að þar sé að finna loðnu á stóru svæði, en loðnan hafi verið frekar dreifð í fyrri- nott, en menn vonuðust til að loðnan myndi þétta sig á ný í gær. Þá var vitað að mörg íslenzku skipanna höfðu fengið sæmilegan afla í fyrrakvöld, þótt þau hefðu ekki lagt af stað til landsins í gær. Skipin, sem tilkynntu um loðnu, eru þessi: Örn KE 575 lestir, ísleifur VE 1+50, Jón Kjartansson SU 200 og Loftur Baldvinsson EA 780 lestir. ÚTSALAN I FULLU FJÖRI 40-80% AFSLATTUR Á ÖLLUM VÖRUM VERZLUNARINNAR. KOMDU STRAX OG GERÐU REYFARAKAUP BANKASTRÆTI 14, SIMI 25580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.