Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 32
AI <;IASIN<;AS!MI\N EK: 22480 JW#r0unblníiií> jrcgngtMftfrifr FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 Áfengi og tóbak hækkar um 20%: Viskíflaskan kost- ar nú 8.650 kr., en sígarettupakki 565kr. ÚTSÖLUR Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins voru lokaðar í gær vegna verðbreytinga. Ríkisstjórn- in hefur ákveðið að áfengi og tóbak skuli hækka um 20%, en aðeins eru um tveir mánuðir frá því er þessar vörur hækkuðu um 15% að meðaltali. Hækkunin á þessu tímabili er því sam- tals 38%. Vindlingapakkar, sem kostað hafa 470 krónur út úr búð, kosta nú 565 krónur. Smávindlar, Danitas eða London Docks í 10 stykkja pökkum, sem kostuðu 650 krónur kosta nú 780 krónur. Dýrari vindlar, svo sem t.d. eins og Flora Danica í 25 stykkja pökkum, sem kostuðu 4.625 krónur kosta nú 5.520 krónur. Brennivín, sem kostaði 5.100 krónur kostar nú 6.200 krónur, Kláravín, sem kostaði 5.750 krónur kostar nú 6.900 krónur. Algeng- asta tegund af wiskey, sem kostaði 7.200 krónur kostar nú 8.650 krónur, Smirnoff vodka kostaði 7.100 krónur en kostar nú 8.600 krónur, Genever, sem kostaði 7.550 krónur kostar nú 9.050 krónur, Campari, sem kostaði 4.400 krónur kostar nú 5.300 krónur og ódýrasta tegund Courvoisier koníak kostaði 8.200 krónur, en kostar nú 9.850 krónur, en sé tegundin dýrari, V.S.O.P. kostaði hún 9.250 krónur en kostar nú 11.100 krónur. Algeng tegund af rauðvíni, Geisweiler kostaði 2.400 krónur en kostar nú 2.900 krónur og algeng tegund af hvítvíni, Anhauser, Liebfraumilch, sem kostaði 1.850 krónur, kostar nú 2.200 krónur. ý9 f t'-'M ö xXífljÉ ‘ SKÓLARNIR BYRJA — Þessa dagana eru skólar landsins að hefja starfrækslu á ný eftir sumarleyfi. Það fylgir upphafi nýs skólaárs að nemendur verða að afla sér nýrra námsbóka og hér má sjá hvar hópur skólanema beið þess í gær að fá afgreiðslu í Skólavörubúðinni í Reykjavík. 7 % tekjuskattsauki á tekjnr hjóna umfram 3,7 milljónir I>yrla sótti ísL konu í skip í Norðursjó ÍSLENZK kona, sem var í för með íslenzku fiskiskipi í Norð- ursjó í gær, var sótt um borð í skipið af þyrlu frá norskum oliuborpalli í gær og flutt á sjúkrahús í Englandi. Morgun- blaðinu er ekki kunnugt um hversu alvarlega veik konan er, en samkvæmt ráðlegginguir. læknis, sem fór með þyrlunni úti í bátinn, þótti vissara að flytja konuna í sjúkrahús. Umrætt skip mun vera að koma úr söluferð erlendis frá og fór konan með í ferðina. I gærmorgun mun konan hafa veikst snögglega og var þá strax haft samband við land. Varð að ráði, að fá þyrlu með lækni frá einum norsku olíuborpallanna á norska Ekofisksvæðinu, til að athuga með líðan konunnar. Þegar læknirinn hafði skoðað hana, taldi hann ráðlegt, eins og fyrr segir, að flytja konuna til lands með þyrlunni og koma henni á sjúkrahús. MIKIL fundahöld eru í stjórnarráðinu þessa daga, vegna þeirra efnahagsráð- stafana, sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. í undirbúningi er sérstakur eignaskattsauki. Ætlar rík- isstjórnin að leggja 50% á álagningu einstaklinga og 100% á álagningu félaga. Þá mun i ráði að leggja á sérstakan tekjuskattsauka á einstaklinga, sem verður 7% af skattgjaldstekjum ársins 1977 að frádregnum 2,8 milljónum króna fyrir einstaklinga og 3,7 milljón- um króna fyrir hjón og 220 þúsund krónur fyrir hvert barn. „Munaðarvara“, rétt eins og snyrtivara, sportvara og sitthvað fleira. Þessi áform ríkisstjórn- arinnar um að auka skatt- álögur hafa breytzt talsvert undanfarna daga. Fyrst var í ráði að leggja tekjuskatts- auka á skattgjaldstekjur að frádregnum 5,6 milljónum króna hjá hjónum, en lækk- að mark hefur í för með sér að skattaukinn nær til fleiri skattþegna og er nú naum- ast lengur hægt að ræða um hátekjuskatta, sem gert var í upphafi, þar sem skattur- inn varðar nú miðtekjufólk. Þá hefur ríkisstjórnin í huga að leggja auknar álögur á atvinnurekstur, sem felst í því að lagður verði skattur á tekjur fyrir- tækja 7% og tekjur skil- greindar með breyttum reglum um heimild til fyrn- ingar. Búvörur lækka eftir helgi: Mjólkin um 10% Kindakjöt um 30 %? GERT er ráð fyrir að nýtt verð á búvörum taki gildi strax eftir helgi og á morgun, laugardag, verði gefin út bráðabirgðalög þar sem ákveðið verði að auka niður- greiðslur á búvörum, sem svari til þcss að greidd verði niður 4,9 vísitölustig og að auki verði söluskattur felldur niður á kjöti og kjötvörum, að sögn Steingrfms 3 milljarðar króna í auknar tekjurÁTVR SAMKVÆMT fjárlögum er gert ráð fyrir því að tekjur af sölu ÁTVR verði á þessu ári 14,5 milljarðar króna. 20% hækkun á útsöluverði áfengis og tóbaks ættu því að gefa 2,9 milljarða króna f tekjuaukningu á einu ári. Þetta er þó miðað við að eftir- spurn sé óbreytt eftir hækkunina sem áður. Lúxusskattur á hljómtæki, plötur, sportvörur, snyrtivörur o. fl. RÍKISSTJÓRNIN áformar að hækka vörugjald á varning, sem hún telur vera munaðarvöru og er nú rætt um að vörugjald, sem er 16%, hækki á þessum vöruflokkum í 30%. Þessi prósenta hefur tekið tals- verðum breytingum til hækkunar undanfarna daga, þar sem síðastliðinn þriðjudag var rætt um 8 prósentustig til viðbótar þeim 16, sem fyrir voru eða 24%._ í gær höfðu enn 6 stig bætzt við. Þeir vöruflokkar, sem ríkisstjórnin hyggst skatt- leggja sérstaklega sem munaðarvöru eru: hljóm- plötur, hátalarar, magnarar og hljómflutningstæki hvers konar, útvörp, sjón- vörp og því um líkt. Þá falla undir þessa munaðarvöru einnig snyrtivörur og sport- vörur og hljólbarðar, þótt áhöld séu um, hvort þeim hafi verið sleppt í síðustu útgáfu þessarar upptalning- ar, sem gefin mun hafa verið út á meðal viðræðu- aðila í stjórnarráðinu í gær. í þessum ráðstöfunum er og heimild til lækkunar ríkisútgjalda um 2 millj- arða króna. Hermannssonar landbúnaðarráð- herra. Nú um mánaðamótin átti afurða- verð til bænda að hækka að meðaltali um 12,02% samkvæmt nýjum verðlagsgrundvelli, auk hækkunar á vinnslu- og dreifingar- kostnaði og hefði búvöruverð af þessum sökum átt að hækka nokkuð en vegna aukinna niður- greiðslna og niðurfellingar sölu- skatts á kjöti má búast við því að útsöluverð mjólkur lækki um nær 10% frá því sem nú er og lækkunin á kjötinu gæti orðið rúm 30%. Ekki var í gærkvöldi endanlega lokið útreikningum á nýju verði á einstökum búvörutegundum en hins vegar mun ákveðið hvernig Hins vegar mun ákveðið hvernig niðurgreiðslunum verði hagað á einstökum vörutegundum og mun ætlunin að greiða niður nær 40% af heildsöluverði kindakjöts, 40% af heildsöluverði nýmjólkur, nálægt 50% af heildsöluverði smjörs, um 45% af heildsöluverði kartaflna og 10 til 20% af heildsöluverði þeirra vinnsluvara úr mjólk, sem áður hafa verið niðurgreiddar. Niðurfelling söluskattsins á kjöti gæti þó dregist fram eftir vikunni því kaupmenn telja sig þurfa aðlögunartíma. Það kjötverð, sem ætlunin er að taki gildi á mánudag, gildir þó aðeins fram í miðjan mánuðinn, því að þá tekur gildi nýtt verð á sauðfjárafurðum vegna haustslátrunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.